Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 47 Var 40 ár í lofti og flaug tæpa 5000 tíma Giftusamleg björgun tveggja manna þegar eldur kom upp í flugvélinni TP-AIE og vélin brotlenti á Selfossvelli á föstu- daginn hefur vakið mikla athygli. Flugmaðurinn Þór Mýrdal og farþegi hans Guðjón Benediktsson gengu óstuddir frá brennandi flakinu og að- eins með smá skrámur. Ungur maður, Logi Benediktsson, bróðir Guðjóns, náði að filma atburðinn á myndband. Hér á síðunni til hliðar eru átta myndir sem teknar eru af myndbandinu og sýna atburð- inn. Flugvélin átti 40 ára afmæli nú í október en ljóst er að hún fer ekki aftur í loftið Flugvél sú sem brann við flug- völlinn á Selfossi var smíðuð árið 1947 af North American Aviation flugvélasmiðjunum í Los Angeles í Californíu í Bandaríkjunum, þeim sömu og framleiddu P-51 Mustang orustuflugvélamar og B-25 Mitchell sprengjuflugvél- arnar á árum síðari heimsstyijald- ar. Hún var af gerðinni North American NA-145 Navion, knúin 205 ha Continental hreyfli og tók fjóra menn í sæti. Flugvélin sem síðar varð TF- AIE fór reynsluflug sitt 1. apríl árið 1947 og var þá skrásett NC4027K, en á þeim tímum voru bandarískar flugvélar einkenndar með stöfunum „NC“. Hún var afhent fyrsta eiganda í nóvember það sama ár. A næstu árum var flugvélin í eigu ýmissa aðila í Bandaríkjunum uns hún var seld Flugmálstjórn íslands síðsumars árið 1953 og var heildarflugtími vélarinnar þá 1.459 klukkustund- ir og 45 mínútur. Til Islands kom flugvélin 1. september 1953 um borð í m/s Tröllafossi Eimskipafé- lags íslands. Við komuna til íslands fékk flugvélin einkennisstafina TF- FSB og var hún með skráningar- númer 75. Fyrsta flug TF-FSB var farið 22. október 1953 og var flugmaður í þeirri ferð Sigurður Jónsson („Siggi flug“), fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flugmálastjómar. Á næstu árum var flugvélin TF-FSB notuð við margvísleg verkefni á vegum Flugmálastjórar. Hún var fyrsta flugvélin sem stofnunin hafði til flugprófanna á flugleiðsögutækj- um á jörðu niðri og var m.a. notuð til að sannprófa radartæki í Reykjavík og á Egilsstöðum. Auk þessara verkefna var flugvélin notuð við að flytja starfsmenn Flugmálastjómar milli staða inn- anlands. Hún kom víða við og sést m.a. af leiðarbókum vélarinn- ar að hún var í Keflavík 4. september árið 1957 þegar fyrsta rússneska TU-104 þotan hafði hér viðkomu á leið sinni frá Moskvu til New York en þessi vél mun hafa verið fyrsta farþega- þota til að lenda á íslandi. í desember árið 1963 var TF- FSB seld flugskólanum Flugsýn í Reykjavík og fékk vélin þá ein- kennisstafina TF-AIE. Á vegum Flugsýnar var þessi flugvél fyrst og fremst notuð til leiguflugs en var einnig við flugkennslu. Þann 19. desember 1964 varð TF-AIE fyrir óhappi er flugvélin maga- lenti á Keflavíkurflugvelli, en skemmdist ekki meira en svo að hún var orðin flughæf að nýju í febrúarbyijun 1965. Eftir því sem næst verður komist flaug TF-AIE ekki frá því í maí 1969 fram til október 1973. Síðla árs 1974 var flugvélin seld nokkmm einkaflug- mönnum og var hún í eigu ýmissa áhugaflugmanna þar til hún varð eldinum að bráð á Selfossi sl. föstudag. Heildarflugtími flugvél- arinnar TF-AIE þegar óhappið varð var samtals um 4.746 klukkustundir þar af flaug hún um 3.287 flugtíma á þeim 34 árum er hún var í notkun hérlend- is. Þessi flugvél var ætíð „happa- fley“ og finnst mörgum eftirsjá að henni. Myndir Logi Benediktsson TF-AIE var talin hafa góða flugeiginleika. Aðalfundur æðarræktenda: Bæta þarf eftirlit með loðdýrabúum AfoALFUNDUR Æðaræktarfé- lags Islands, sem haldinn var sl. laugardag, samþykkti m.a. tillög- ur um að bæta þurfi eftirlit með loðdýrabúum og að komið verði í veg fyrir að örnum fjölgi meira en orðið er á Breiðafjarðarsvæð- inu og að reynt verði að flytja þá til annarra svæða. „Æðarræktarbændur vilja _ þó ekki útrýma erninum," sagði Árni Snæbjörnsson, æðarræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, „enda væru þeir þá löngu búnir að því. Síðastliðið sumar var mjög hagstætt fyrir æðarræktarbændur vegna góðs tíðarfars og varpið gekk mjög vel. Nú er verðið á æðardúnin- um um 17 þúsund krónur fyrir kílóið af fullhreinsuðum æðardúni og Japanir kaupa mun meiri æðard- ún af okkur en þeir gerðu áður. í stjóm Æðarræktarfélagsins voru kosin þau Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, formaður, séra Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað og Hermann Guðmundsson í Stykkis- hólmi, en varamenn þeir Agnar Jónsson í Reykjavík og Árni G. Pétursson á Vatnsenda,“ sagði Ámi. Málarar - málarar Sérstakur kynningaraf sláttur til málara út nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX Kynnið ykkur kjörin. Málningarverksmiðja Slippfélagsins, Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 91-84255. eru komin á alla útsölustaði Verð 150.- Öll Lionsdagatöl eru merkt og þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til ýmissa líknarmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.