Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 47

Morgunblaðið - 18.11.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 47 Var 40 ár í lofti og flaug tæpa 5000 tíma Giftusamleg björgun tveggja manna þegar eldur kom upp í flugvélinni TP-AIE og vélin brotlenti á Selfossvelli á föstu- daginn hefur vakið mikla athygli. Flugmaðurinn Þór Mýrdal og farþegi hans Guðjón Benediktsson gengu óstuddir frá brennandi flakinu og að- eins með smá skrámur. Ungur maður, Logi Benediktsson, bróðir Guðjóns, náði að filma atburðinn á myndband. Hér á síðunni til hliðar eru átta myndir sem teknar eru af myndbandinu og sýna atburð- inn. Flugvélin átti 40 ára afmæli nú í október en ljóst er að hún fer ekki aftur í loftið Flugvél sú sem brann við flug- völlinn á Selfossi var smíðuð árið 1947 af North American Aviation flugvélasmiðjunum í Los Angeles í Californíu í Bandaríkjunum, þeim sömu og framleiddu P-51 Mustang orustuflugvélamar og B-25 Mitchell sprengjuflugvél- arnar á árum síðari heimsstyijald- ar. Hún var af gerðinni North American NA-145 Navion, knúin 205 ha Continental hreyfli og tók fjóra menn í sæti. Flugvélin sem síðar varð TF- AIE fór reynsluflug sitt 1. apríl árið 1947 og var þá skrásett NC4027K, en á þeim tímum voru bandarískar flugvélar einkenndar með stöfunum „NC“. Hún var afhent fyrsta eiganda í nóvember það sama ár. A næstu árum var flugvélin í eigu ýmissa aðila í Bandaríkjunum uns hún var seld Flugmálstjórn íslands síðsumars árið 1953 og var heildarflugtími vélarinnar þá 1.459 klukkustund- ir og 45 mínútur. Til Islands kom flugvélin 1. september 1953 um borð í m/s Tröllafossi Eimskipafé- lags íslands. Við komuna til íslands fékk flugvélin einkennisstafina TF- FSB og var hún með skráningar- númer 75. Fyrsta flug TF-FSB var farið 22. október 1953 og var flugmaður í þeirri ferð Sigurður Jónsson („Siggi flug“), fram- kvæmdastjóri loftferðaeftirlits Flugmálastjómar. Á næstu árum var flugvélin TF-FSB notuð við margvísleg verkefni á vegum Flugmálastjórar. Hún var fyrsta flugvélin sem stofnunin hafði til flugprófanna á flugleiðsögutækj- um á jörðu niðri og var m.a. notuð til að sannprófa radartæki í Reykjavík og á Egilsstöðum. Auk þessara verkefna var flugvélin notuð við að flytja starfsmenn Flugmálastjómar milli staða inn- anlands. Hún kom víða við og sést m.a. af leiðarbókum vélarinn- ar að hún var í Keflavík 4. september árið 1957 þegar fyrsta rússneska TU-104 þotan hafði hér viðkomu á leið sinni frá Moskvu til New York en þessi vél mun hafa verið fyrsta farþega- þota til að lenda á íslandi. í desember árið 1963 var TF- FSB seld flugskólanum Flugsýn í Reykjavík og fékk vélin þá ein- kennisstafina TF-AIE. Á vegum Flugsýnar var þessi flugvél fyrst og fremst notuð til leiguflugs en var einnig við flugkennslu. Þann 19. desember 1964 varð TF-AIE fyrir óhappi er flugvélin maga- lenti á Keflavíkurflugvelli, en skemmdist ekki meira en svo að hún var orðin flughæf að nýju í febrúarbyijun 1965. Eftir því sem næst verður komist flaug TF-AIE ekki frá því í maí 1969 fram til október 1973. Síðla árs 1974 var flugvélin seld nokkmm einkaflug- mönnum og var hún í eigu ýmissa áhugaflugmanna þar til hún varð eldinum að bráð á Selfossi sl. föstudag. Heildarflugtími flugvél- arinnar TF-AIE þegar óhappið varð var samtals um 4.746 klukkustundir þar af flaug hún um 3.287 flugtíma á þeim 34 árum er hún var í notkun hérlend- is. Þessi flugvél var ætíð „happa- fley“ og finnst mörgum eftirsjá að henni. Myndir Logi Benediktsson TF-AIE var talin hafa góða flugeiginleika. Aðalfundur æðarræktenda: Bæta þarf eftirlit með loðdýrabúum AfoALFUNDUR Æðaræktarfé- lags Islands, sem haldinn var sl. laugardag, samþykkti m.a. tillög- ur um að bæta þurfi eftirlit með loðdýrabúum og að komið verði í veg fyrir að örnum fjölgi meira en orðið er á Breiðafjarðarsvæð- inu og að reynt verði að flytja þá til annarra svæða. „Æðarræktarbændur vilja _ þó ekki útrýma erninum," sagði Árni Snæbjörnsson, æðarræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, „enda væru þeir þá löngu búnir að því. Síðastliðið sumar var mjög hagstætt fyrir æðarræktarbændur vegna góðs tíðarfars og varpið gekk mjög vel. Nú er verðið á æðardúnin- um um 17 þúsund krónur fyrir kílóið af fullhreinsuðum æðardúni og Japanir kaupa mun meiri æðard- ún af okkur en þeir gerðu áður. í stjóm Æðarræktarfélagsins voru kosin þau Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, formaður, séra Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað og Hermann Guðmundsson í Stykkis- hólmi, en varamenn þeir Agnar Jónsson í Reykjavík og Árni G. Pétursson á Vatnsenda,“ sagði Ámi. Málarar - málarar Sérstakur kynningaraf sláttur til málara út nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX Kynnið ykkur kjörin. Málningarverksmiðja Slippfélagsins, Dugguvogi 4, Reykjavík, sími 91-84255. eru komin á alla útsölustaði Verð 150.- Öll Lionsdagatöl eru merkt og þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til ýmissa líknarmála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.