Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 29 gengi þyrftu bændur að geta áhyggjulaust gengið að seiðum vísum til kaups, og jafnframt afsett afurðimar með sem allra auðveld- ustum hætti. Ég gæti því vel hugsað mér að samtök bænda hefðu for- göngu að því að stöðvar til fram- leiðslu á regnbogaseiðum af þessari stærð yrðu settar upp annaðhvort ■í samvinnu við eða alfarið á vegum þeirra aðila sem í dag hafa regn- bogasilunginn undir höndum — frumkvöðulsins Skúla Pálssonar á Laxalóni og samstarfsmanna hans. Þar gætu bændur keypt seiðin að vori og sölusamtök sæju um mark- aðssetningu þegar til sláturs væri komið. En til að hægt sé að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd þarf frumkvæði sem ég tel eðlilegast að komi frá samtökum bænda. Raunar má hugsa sér svipað fyr- irkomulag á fiskeldi í smáum stíl til sveita, bæði framleiðslu á stór- seiðum fyrir laxeldi og matfiski. Eldi á bleikju mun jafnframt verða einn af vaxtarsprotum físk- eldis framtíðarinnar. Bleikju er óvíða að finna utan norðurhjarans. Hún vex við mun lægra hitastig en laxinn sem gerir hana kjörinn kandídat til eldis við ísland. Ekki nóg með það — tilraunir síðustu misseri sýna að upp að ákveðinni stærð vex bleikjan allt að þrefalt hraðar en lax. Þegar hún stækkar dregur hins úr vexti, að öllum líkindum vegna kynþroskans. Við höfum hins vegar náð tökum á því að framleiða gelda bleikju, og höf- um raunar búið til fyrstu geldbleikj- umar í heiminum. Sjóalin bleikja er einhver besti matfískur sem völ er á og ég tet, að bleikjuna væri hægt að markaðssetja sem sérstaka lúxusvöru í Bandaríkjunum og víðar, og held að í henni eigum við mikinn fjársjóð. Lúða er kjörinn kandídat til eldis í íslenskum sjó, ekki síst vegna hraðs vaxtar við lágt hitastig þegar lirfustigi sleppir. Forsenda þess er hins vegar að takist að ná tökum á klaki og þannig öflun ungviðis. Enn er það jarðhitinn sem er mikil- vægur þáttur við að koma lúðuseið- um sem fljótast gegnum hina erfíðu myndbreytingu lirfuskeiðsins. Sandhverfa er annar vonarpen- ingur. Hún er flatfiskur, fágæt og því dýr en þarf hins vegar góðan hita til að vaxa vel. Heppilegasta hitastigið er 18—22 gráður. Ef til vill er hægt að nota volgan jarðsjó, eða einföld hitaskipti, til að ala sandhverfu. Állinn hefur oft verið nefndur sem heppileg tegund til fískeldis þó álaeldi hafí ekki gengið vel í Evrópu til þessa. Hiti er hins vegar alger forsenda álaeldis. Tegundin vex fráleitt nógu vel nema hitastig- ið sé a.m.k. 24 gráður. í stuttu máli: Lághiti er forsenda þess að íslendingar geti orðið sam- keppnisfærir í framleiðslu á alifíski. Fiskeldi er jafnframt besta leiðin — raunar ein örfárra sem við þekkjum enn — til að nýta hina geysilegu orku sem er í landinu í formi lág- hita (0—40 gráður). „Þessi athugnn ber það með sér að i 23 atriðum af 1500, sem athugunin náði til eru frystihúsin óhæf að mati stofnun- arinnar. Þessi atriði verða þó að teljast mjög mis veigamikil o g vafa- samt að meta þau saman með sama mæli- kvarða. Þessi hús eru áframhaldandi í rekstri.“ vegna ofstækis grænfriðunga. Nú orðið er það meginverkefni Ríkismats sjávarafurða að fylgjast með hreinlæti og búnaði í fisk- vinnslu og um borð í fiskiskipum og stofnuninni ber að sjá um að þetta sé í lagi. Nú getur það vel Rannsóknarþörf Til að kleift sé að nýta einungis þá möguleika sem hér hafa verið reifaðir þarf hins vegar verulegt rannsóknarátak af hálfu ríkis og einkaaðila. Nauðsynlegir rannsókn- arþættir eru þessir helstir: 1. Könnun á jarðhita og kortlagn- ing svæða, þar sem saman fer nægilegur jarðhiti og ferskt vatn, sem hægt er að nota til eldis. 2. Mælingar á sjávarhita. Til að hægt sé að setja niður kvíar sem víðast við landið þurfa að liggja fyrir mjög nákvæm gögn um sjávar- hita. Staðbundinn meðalhiti — eða hæsti og lægsti hiti sem ekki skipt- ir síður máli — getur verið breytileg- ur á nokkurra hundruða metra bili vegna staðbundinna strauma. Þessi hitamunur getur hins vegar ráðið úrslitum um fiskeldi á viðkomandi stað eins og margir fískeldismenn þekkja af dýrkeyptri reynslu. Hita- mælingar úr lofti — með gervihnött- um eða flugvélum — eru að líkindum besta og fljótvirkasta leið- in til þess. 3. Fyrir íslensku aðferðina — stórseiðaferilinn — er nauðsynlegt að kanna nokkur grundvallaratriði, sem enn eru lítt þekkt: (a) Hvemig er best að ná upp stórseiðum af mismunandi stærð — hvaða hitastig hentar best til að framleiða stórseiði af ýmsum stærð- um? (b) Það er úrslitaatriði að fjár- magni verði varið til að fínstilla þær grófu aðferðir sem við höfum þróað í dag til að útrýma óæskilegum kynþroska, sem er meðal helstu vágesta í fískeldinu. Þetta stafar ekki síst af því að kynþroski er fýlgifískur mikils vaxt- arhraða og ótímabær kynþroski er því líklegur til að fylgja stórseiða- eldinu. Þá er kynþroski nú þegar til trafala í hefðbundnu seiðaeldi, og stjóm kyns og kynþroska í eldi gæti gert okkur kleift að fara í stjórfelldan útflutning á slíkum seiðum. En geldseiði seljast nú á tvö- til þreföldu verði erlendis. Ekki má heldur horfa fram hjá þvf, að vaxandi áhyggjur em af stofna- blöndun vegna þátttöku flóttafísks úr kvíum í æxlun náttúmlegra stofna í ánum. Engar slíkar áhyggj- ur þyrfti að hafa ef einungis væri notast við geldfísk í kvíaeldi, þar sem slíkur fískur gengur ekki upp í ámar, enda sviptur erindinu þang- að. Þess má geta, að okkur hefur tekist bærilega upp við að þróa geldfisk hér á landi. Nú standa yfir tilraunir í einum fímm eldisstöðvum og okkur hefur tekist að búa til fýrstu geldu bleikjurnar og sjóbirt- ingana í heiminum. (c) ítarlega könnun á stofnum til eldis með tillit til vaxtarhraða, kynþroskaaldurs, mótstöðu við sjúkdóma og dánartíðni þarf að framkvæma. Það þarf að gera hið fyrsta. Þannig má benda á að útlit fýrir að í landinu sé til stofn, Laxa- mýrarstofninn, sem andstætt því sem margir virðast halda vex ágæt- lega á fyrsta ári í sjónum, en virðist þess utan hafa yfírburði yfír aðra stofna að því er varðar síðbúinn kynþroska. Þetta þarf vitaskuld að kanna vísindalega, en það hefur enn ekki verið gert. í kjölfar þess þyrfti að sjálfsögðu að helja kynbætur. Fáar ijárfest- ingar skila jafn skjótum og miklum arði nú um stundir og kynbætur í laxeldi og við höfum í landinu úr- valsmenn á borð við dr. Stefán Aðalsteinsson erfðafræðing, sem vitaskuld er kjörinn til umsjónar með slíkum starfa. (d) Leiðir til stjómunar kyn- þroska klakfisks með ljóslotu og hitastjórnun þarf að þróa hið fyrsta, meðal annars til að tryggja nægan vaxtartíma stórseiða fyrir sjósetn- ingu að vorlagi. 4. í hafbeit þarf að nota kyn- bætur til að auka endurheimtur og vaxtarhraða. Hvers vegna ekki að nota kynbætur til að þróa físk sem dvelur að jafnaði 2 ár í sjó en ekki eitt, áður en hann gengur til baka? Slíkur fiskur er 2—3 kílóum þyngri en fískur sem dvelur einungis eitt ár í sjó. Fyrir fýrirtæki á borð við Vogalax, sem væntir þess að endur- heimta 300 þúsund laxa árlega úr sjó í framtíðinni, gæti þetta þýtt allt að 6—900 tonna árlega fram- leiðsluaukningu. Jafnframt er nauðsynlegt að kanna ítarlega hvaða áhrif vorkom- an í sjónum hefur á afdrif sleppi- seiða í hafbeit. Ymislegt bendir til að síðbúin vorkoma hafí mjög nei- kvæð áhrif á lífslíkur seiðanna, og það er nauðsynlegt að reyna að búa til líkan, þar sem hægt er að ákvarða sleppitíma að vori/sumri út frá stærð mælanlegra þátta í sjónum við strendumar. Þannig er ef til vill hægt að sneiða hjá hárri dánartíðni vegna þess að seiðum er sleppt til hafs áður en aðstæður í sjónum hafa náð æskilegu stigi fyrir sleppinguna. Fjölmargt fleira mætti nefna: Það þarf að leita leiða til að ráða niðurlögum tálknveikinnar, mikils vágests í seiðaeldinu í landinu. Við þurfum að fínna sem hag- kvæmastar leiðir til að nýta íslenskt hráefni til fóðurgerðar innanlands og til útflutnings. Við þyrftum að geta hraða þróun seltuþols í seiðum með ljóslotu- breytingum. Svona mætti lengi telja. Rann- sóknarþörfin hjá ungri grein í örum vexti er nánast óþijótandi. En hvemig er þá best að haga rannsóknum í fiskeldi? Greinin er í eðli sínu þverfagleg, og þarfnast samstarfs margra rannsóknarstofnana sem fýrir eru. Slíkt samstarf er raunar í ýmsum tilvikum komið á. Þátttaka fískeld- isstöðvanna sjálfra í rannsóknum fer vaxandi og ég tel það höfuð- nauðsyn. Eldismennimir finna hvar á þeim brennur, þeir þekkja vand- ann og vita hvað þarf að leysa skjótast. í bili tel ég besta ávöxtun af fjár- magni, sem lagt er í rannsóknir í fískeldi, fást í samvinnuverkefnum, þar sem atvinnugreinin sjálf er mik- ilvægur þátttakandi og tekur þátt í að móta. Rannsóknarsjóðurinn nýstofnaði hefur einmitt lagt áherslu á að styrkja slík verkefni gegn framlagi atvinnugreinarinnar á móti styrkjum úr sjóðnum og hefur þar mætt brýnni þörf. Það er óhætt að fullyrða að sjóðurinn hefur gjörbreytt möguleikum til rannsókna í fiskeldi hér á landi. Sjálfstæð rannsóknar- stofa í fiskeldi Samstarf okkar hinna örfáu, sem vinnum að rannsóknum að fiskeldi við stöðvarnar sjálfar, hefur verið ótrúlega gott og gagnkvæmur skilningur ríkt á þörfum beggja. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar, að sem mest af rannsóknum á sviði fiskeldis eigi að framkvæma í stöðv- unum sjálfum — með ráðum og dáð eldismannanna okkur hinum til full- tingis. Okkur, sem stöndum í rann- sóknum sem tengjast fískeldi, skortir hins vegar oftlega aðstöðu til tilrauna og rannsókna, sem erf- itt er að gera í eldisstöðvunum, bæði tæki og annað. Æskilegasta lausnin á því er að minni hyggju, að sett yrði á stofn sjálfstæð rann- sóknarstofa í fiskeldi, sem leigði út slíka aðstöðu undir tímabundin verkefni. Af því greinin er veik — en gefur gullnar vonir fyrir þjóðina — tel ég að sanngjamt væri að opinberir aðilar ættu þátt í að búa slíka stofu tækjakosti í upphafí. Slíkt framlag gæti allt eins verið hlutaíjárframlag ríkisins á móti framlagi einkaaðila og að hið opinbera hefði að öðra leyti ekki neinar rekstrarlegar skyldur. Rekstrarfé kæmi þá ein- vörðungu af rannsóknarfé tilrauna- manna, sem aftur öfluðu þess sjálfír úr opinberam sjóðum eða frá einka- fyrirtækjum í greininni og utan hennar. Ég tel, að eins og { pottinn er nú búið myndi rannsóknarátak slíkrar stofu verða mjög hnitmiðað, fískeldismenn réðu þá miklu um rannsóknarstefnu og ef ekki reynd- ist í ófyrirsjáanlegri framtíð þörf fyrir slíka þjónustu myndi stofan einfaldlega leggjast niður — í stað þess að fara að búa til misjafnlega þörf verkefni til að halda sjálfri sér gangandi. Verkefni slíkrar rannsóknarstofu í fiskeldi yrðu því mjög hagnýt — eins og vera ber með þvílíkt þjón- ustufyrirtæki. En samhliða verður hins vegar að styðja enn betur við háskólann og gera honurn kleift að framkvæma af auknum þrótti ýms- ar grannrannsóknir sem ekki er hægt að ætlast til að atvinnuvegur- inn geri sjálfur — en era engu að síður nauðsynlegar fískeldi og skyldum greinum. Höfundur er doktor ílíffræði og ritstjóri Þjóðviijans. — Greinin er erindi, sem höfundur flutti á af- mælisráðstefnu Rannsóknarráðs ríkisins. verið að stofnunin telji sig þurfa að láta vita af sér og reyna að sanna tilverarétt sinn. En að auglýsa van- mátt sinn á þennan hátt gefur tilefni til að spyija hvort ekki sé heppilegast að fara með þessa starf- semi heim í hérað og hún sett undir sömu stjórn og önnur heilbrigðis- og umhverfismál í landinu og reyna að efla þá starfsemi. Nú á haustdögum, nánar tiltekið í sláturtíðinni, urðu veraleg átök um veitingu leyfa til slátranar vegna vanhæfrar aðstöðu í slátur- húsum. Kom fram í fréttum að meiri hluti þeirra húsa, sem heimild hafa til slátranar, starfa á undan- þágu frá gildandi lögum og reglum um aðstöðu til þessarar notkunar. Þó virðist á einum stað að steinninn hafí tekið úr og viðkomandi dýra- læknir ekki treyst sér til þess að veita undanþágu. En þá láta hátt- virtir þingmenn málið til sín taka og var nú flutt frumvarp til laga um að lögbinda að matvæli skuli hljóta meðhöndlun í óhæfum húsa- kynnum. Úr þessu varð mikill og ljúffengur fréttamatur og því slegið svo rækilega upp að það hlaut að spyrjast út fyrir landsteina. Nú er þetta eitt sér sjálfsagt ekki alvar- legt mál, þar sem þessi matvæli era að lang mestu leyti ætluð ofan í innfædda, sem í alda raðir hafa lif- að við þetta og því fyrir löngu ónæmir fyrir þessu, ella marg út- dauðir. Að öðra leyti er útflutningur á sláturafurðum óveralegur og hvort eð er rekinn með tapi. Virðist því í þessu tilfelli vera gert mikið mál úr litlu og til þess eins árang- urs að skemma álit okkar út á við. Og nú á nýbyrjuðum vetri sýnir Ríkisútvarpið — Sjónvarp ógnvekj- andi myndir um umgengni okkar um landið og miðin, sem við höfum með hörku og einstæðri samstöðu eignað okkur og teljum okkur bera ábyrgð á. Þessi umfjöllun Sjónvarps er auðvitað til fyrirmyndar, enda eiga starfsmenn stofnunarinnar mikinn heiður skilinn fyrir árvekni á þessu sviði enda spjótum beint að okkur sjálfum. Umfjöllunin var mjög sterk og hlaut að vekja at- hygli, en hún kom á óheppilegum tíma vegna þess að hún verkaði eins og viðbót við framangreindar auglýsingar um ómenningu okkar í hreinlætis- og heilbrigðismálum. Höfundur er tæknifræðingur. ~-Arrow* Vandaóar skyrtur í öllum stæróum LAUGAVEGI 61-63 SÍMI 14519 PARADÍSÞREYTTRA FÓTA EF ÞÉR HAFIÐ MIKLA ifVDOcrfifíii Nýkomnir í öllum stærðum Sími 689212. KRINGWN KI5IM0NM Domus Medica, s. 18519. OTDK HUÓMAR BETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.