Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 49 RÉTTUR ER SETTUR John Hurt og Judd Nelson í myndinni Laganeminn, sem sýnd er í Bíóborginni. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Laganeminn (From the Hip). Sýnd í Bíóborginni. Stjörnu- gjöf: ★ ★ . Bandarísk. Leikstjóri: Bob Glark. Handrit: David E. Kelley og Bob Clark. Framleiðendur: René Dupon og Bob Clark. Kvikmyndataka: Dante Spi- notti. Helstu hlutverk: Judd Nelson, Elisabeth Perkins og John Hurt. Perry Mason hefði verið án- ægður. Nú þykir engin mynd með myndum nema hún hafi a.m.k. eitt atriði í réttarsal. Fjöldi slíkra mynda kemur í hugann í fljótu bragði allt frá Skörðótta hnífsblaðinu (Jagged Edge) til Lagarefa (Leagal Eagles) og Svefnherbergisgluggans (The Bedroom Window) til í kröppum ieik (The Big Easy). í sjónvarpinu yfirheyrir Matlock vitni sín með föðurlegri hlýju, slægð og brögð- um og það er ekki laust við að manni fínnist eins og Robin Weat- hers (Judd Nelson) í myndinni Laganeminn (From the Hip), sem sýnd er í Bíóborginni og er rétt- ardrama með gamansömu ívafi, hafi gengið í læri hjá honum. Weathers beitir a.m.k. á einum stað nákvæmlega sama bragðinu og Matlock notaði í fyrsta þættin- um í sjónvarpinu þegar hann benti á dyrnar í réttarsalnum og sagði aj) eftir 15 sekúndur myndi kona, sem átti að hafa verið myrt en hvers lík hafði aldrei fundist, ganga inn í réttarsalinn. Hún kom auðvitað aldrei en allir viðstaddir trúðu því eitt andartak að hún gæti verið á lífi. Þetta er aðeins eitt bragð af mörgum sem Weathers beitir við vöm á skjólstæðingi sínum Dou- glas Benoit (John Hurt), sem sakaður hefur verið um morð af fantalegasta tæi í þessari nýju gamanmynd Bob Clarks (Pork- y’s). Það væri kannski nær að kalla hana „dramagaman" eins og Bandaríkjamenn eru farnir að kalla sjónvarpsþættina sína sem blanda saman gamni og alvöru í jöfnum hlutföllum. Laganeminn er sæmileg skemmtun, alls ekki gallalaus en lífleg og gamansöm þegar best lætur. Sovésk kvikmyndavika: Rússneskur Rambó Sendiförin (Odinochnoye Pla- vaniye). Leikstjóri: Mikhail Tumanishvili. Handrit: Yevg- eny Mesyatser. Framleiðandi: Mosfilm. Sovéskir kvikmyndagerðar- menn hafa haft margt annað að gera um dagana en að framleiða ofbeldisfullar hasarmyndir ólíkt starfsbræðrum sínum vestur í Hollywood. Myndir eins og Rambó tvö og Rauð dögun hafa farið svo í taugamar á yfirvöld- um í Moskvu að þau hafa kvartað opinberlega yfir þeim og sagt þær vera and-sovéskar og sýna dýrkun á stríði. En það er ekki nóg að kvarta og áður en nokkur gat sagt svo mikið sem glasnost hafði æfin- týra-hasarmyndin Sendiförin slegið aðsóknarmet í Moskvu. Það var sumarið 1986. Myndin er svar hins ríkisrekna kvik- myndafyrirtækis Mosfílm við þjóðernisrembingi og stríðsæs- ingi-auðvaldsmyndanna í vestri, en það verður að segjast eins og er að þeir hefðu átt að láta sér nægja að kvarta. Sendiförin er blanda af lélegustu B-myndum frá Hong Kong og grimmum áróðri gegn Bandaríkjunum, neyðarlega barnaleg í lýsingu á vonda auðvaldinu, en sjálfsagt einhvetjum ánægjuleg útlistun á Hefnandinn (The Retaliator). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf: '/2. Bandarísk. Helstu hlutverk: Robert Ginty og Sandahl Berg- man. Robert Ginty hlýtur að teljast með lélegustu karlleikurum sem nokkumtíma hafa farið með aðal- hlutverk í kvikmynd. Hann er B-leikari af guðs náð og hentar því mjög vel í lélegar B-myndir eins og Hefnandann, sem sýnd er í Laugarásbíói. Það er hægt að fínna B-lyktina af henni langar leiðir. Væntingamar vom ekki mikl- ar, svo manni kom lítið á óvart. Fyrir það fyrsta er tæknivinnan hroðaleg; kvimyndatakan (ef tek- in er mynd framan á bíl á ferð er hann úr fókus og myndavélin hossast án afláts), lýsingin, klipp- ingin og hljóðvinnslan. Þetta em reglulegir fylgifískar mynda eins friðelskandi Rússum. Það má margt gott um sovéska kvik- myndaiðnaðinn segja, en Rússar eiga óraveg í land með gerð spennumynda. Ároðurinn kunna þeir þó uppá 10. Helstu tilfinningarnar sem þessi hjartnæma mynd vekur, utan heimalandsins a.mk., er hlátur. Fólið í myndinni er arfaljótur napalmbrenndur fyirurn banda- rískur hermaður ur Vtetnam, sadisti og geðsjúklingur sem á að hafa framið hryllileg voðaverk í stríðinu. Hann er auðvitað CIA- maður líka. Frelsarinn er majór í sovéska hemum, Shatokhin (Mikhail Nozhkin) að nafni, fal- legur í hugsun og á fæti. Hefur honum verið lýst sem hinum rúss- neska Rambó. Týndir drengir (The Lost Bo- ys). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnu- gjöf: ★ ★. Bandarísk. Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Janice Fischer, James Jeremias og Jeffrey Boam. Kvikmyndataka: og Hefnandans. Einnig krumma- legt handrit. Það er eins og notast hafi verið við fyrsta uppkast að beinagrind að tillögu um handrit (ef eitthvað hefur verið notað). Ginty fær svo staðlaðar hetjusetn- ingar að hann þarf í sjálfu sér ekki að fara eftir handriti. Sagan er magnað rugl um lík af hryðju- verkakvendi sem kemst í hend- umar á CIA er býr til úr þvi' fjarstýrða drápsvél með því að setja einhvern kubb í heilann á því (minnir á samskonar vitleysu í nýlegri unglingamynd sem þó var draumur miðað við þessa). En þetta er ekki það versta. Leikurinn slær bókstaflega allt annað út og þar fer Ginty auðvit- að á kostum; hann leikur ekki heldur er bara þama til að fara með setningarnar. Allt hjálpast að við að gera Hefnandann að mest óspennandi spennumynd ársins. Fyrir þá sem unna lélegum B-myndum er hún aftur á móti ómissandi. Þannig er að vopnaframleið- endum (fímm hvítklæddir golf- leikarar) í Bandaríkjunum þykir nóg um hvað friðarviðræður á milli stór\eldanna eru famar að ganga vel og gera áætlun í sam- vinnu við CIA um að sverta álit heimsbyggðarinnar á Sovétríkj- unum. „Napalmbruninn" er í framhaldi af því fenginn til að skjóta á amerískt farþegaskip á Kyrrahafí og á það að líta út eins og Sovétmenn hafí gert það. Eitthvað fer úrskeiðis, „Na- palmbruninn" klikkast enn meira en áður (ef það er mögulegt) og ætlar næst að skjóta kjarnaeld- flaug á loft. Shatokhin er látinn fínna vitleysinginn og eftir nokk- uð ruglingslega atburðarás er friður í höfn. En Sendiförin II verður að vera án majórsins þvf hann lætur lífíð fyrir föðurlandið. Michael Chapman. Tónlist: Thomas Newman. Helstu hlut- verk: Jason Patric, Corey Haim, Dianne Wiest, Ed Herr- mann, Kiefer Sutherland og Jami Gertz. Jæja, við skulum þróa ungl- ingamyndina aðeins frekar eða nánar tiltekið unglingahrollvekj- una. Það er ennþá hægt að græða á þessari lákúru, en við þurfum eitthvað nýtt og ferskt. Nýtt blóð. Já, hvernig væri að hafa blóðsug- ur í henni, unglingagengi, sem býr í hellum og hangir eins og leðurblökur niður úr loftinu á dag- inn en bmnar um kolsvarta nóttina í leit að blóði. Og annað strákagengi berst við það. Nóg af gríni og glensi og tæknibrellum undir dúndrandi rokktónlist til að magna fjörið. Og pfnulitla ást, bara til að hafa hana með. Fáum leikstjóra, sem sýnt hefur að hann kann á unglingaleikara og drífum í þessu. Það má vera að einhvernveginn svona hafi hugmyndin að gaman- unglingahrollvekjunni Týndir drengir (The Lost Boys), sem sýnd er í Bíóhöllinni, orðið til. Ekkert verri hugmynd en gengur og ge- rist með þessar unglingamyndir sem gerðar em fyrir snögga inn- töku og gleymast um leið og (jósin em kveikt. Joel Schumacher er vandaður leikstjóri og þótt mynd- in Týndu drengimir sé fráleitt skref framávið fyrir hann má hafa nokkuð gaman af henni — ef maður á annað borð hefur gam- Nozhkin i hlutverki majórsins; fallegur í hugsun og á fæti. Aðeins eitt að lokum: Sendiför- in er sannarlega léleg mynd, en maður hefur séð a.m.k. jafnlélega framleiðslu úr landi hasarmynd- anna. an af blóðsugusögum. Kiefer Sutherland á ekki í nein- um vandræðum með að stýra blóðsugugenginu, fjarska líkur pabba sínum, Donald, og svo er bara að fletta í Hollywoodskránni yfir unga og efnilega; Corey Haim var miklu betri (og yngri) þegar hann lék Lúkas i samnefndri mynd, Jami Gertz var í Quicksil- ver og St. Elmo’s Fire'en var ekki eftirminnileg og er það ekki enn og Corey Feldman var ekki eins skrípalegur í Stand By Me. Fullorðna fólkið er leikið af Dianne Wiest, sem tekur sér frí frá Woody AUen til að leika rin- glaða móður strákanna sem beijast við blóðsugumar og Ed- ward Herrmann, góðlegur en ekki allur þar sem hann er séður, leik- Helsti gallinn er sá að Bob Clark ræður sér ekki fyrir kæti og fer hvað eftir annað yfír strik- ið með mannskapinn. Kímnin verður stundum yfírdrifín og leik- stjómin kjánaleg eins og oft vill verða í unglingamyndum; í hvert skipti sem Weathers gerir eitthvað sniðugt t.d. standa allir upp í rétt- arsalnum til að klappa fyrir hetjunni ungu (sic), félagar hans á lögfræðistofunni eru sífellt að dást að snilli hans, konan í lífi hans (Elisabeth Perkins) er ekki til annars en að stappa í hann stálinu og segja hvað hann er mikill snillingur, allir eru alltaf að dást að snilli hans. Úff, það á ekki að fara framhjá neinum hvað í stráknum býr. Það er ekki fyrr en John Hurt í hlutverki Benoit kemur til sög- unnar að það slær nokkuð á unglingamyndamóralinn. Hurt tekst einstaklega vel að halda manni í vafa um hvort hann er morðingi eða ekki, stundum er hann eins og sakleysið uppmálað, stundum talar hann eins og kal- drifjaður morðingi, stundum er hann illskulegur og stundum ljúf- mennskan ein. ur vonbiðil hennar. Mestanpart gott lið, en það fær ekki notið sfn, jafnvel þótt það setji markið ívið hærra en svona mynd leyfír. Schumacher heldur að vísu uppi ágætum hraða, en spennan er ekkert til að eyðileggja negl- umar útaf og ef handritið er tnjög fyndið kemur það ekki greinilega fram í myndinni. Það- er kannski skemmtilegra aflestrar. Afgang- urinn er í höndum förðunar- og tæknibrelludeiidarinnar og strák- arnir þar bregðast ekki frekar en endranær. Richard Donner, sem gert hefur nokkrar eftirminnilegar afþrey- ingarmyndir, bæði fyrir unglinga og fullorðna, hafði um^jón með gerð Týndu drengjanna. Jami Gertz og Jason Patric í Týndu drengjunum. OSPENNANDI Týnda kynslóðin: Hrollvekja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.