Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 fclk f fréttum Morgunblaðið/ Ámi Sæberg Fjðrugir krakkar á furðufataballinu í Garðalundi. SKÍÐAKLÚBBURINN GARÐALUNDI Furðufatafjör í Garðabæ „Þið fáið ekkert poppkorn hjá mér“ virtist sú stutta segja. að voru loðdýr í eltingaleik, kúrekar og ballerínur að borða poppkom að ógleymdum dansandi ösku- kölium og listmálurum, sem mættu blaðamanni og Ijósmyndara Morgunblaðsins er þeir litu inn á furðu- fataball sem Skíðaklúbbur Garðabæjar hélt í Garða- lundi á sunnudag. Stóð ballið yfir frá klukkan 3 til 6 og var dansað sleitulítið, milli þess sem nemendur 6 — 9 bekkjar sáu um skemmtiatriði. Dregið var úr aðgöngumiðunum og fengu nokkrir heppnir ballgestir vinninga, meðal annars skíðatöskur sokka og ennis- bönd, auk klapphúfa. Hápunktur dagsins var svo verðlaunaafhending fyrir bestu búningana. Veitt voru þrenn verðlaun, fýrir frumlegasta, sniðugasta og fallegasta búninginn. í máli formanns dómnefndar kom fram að henni hefði verið nokkur vandi á höndum því margir hefðu verið til kvaddir en fáir útvaldir. Komst dómnefnd að end- ingu að þeirri niðurstöðu að sniðugasti búningurinn hefði verið umslagið hennar Höllu Aðalsteinsdóttur. Aðspurð sagði hún að pabbi hennar hefði átt hugmynd- ina. Fallegasti búningurinn að mati dómnefndar var græn geimvera, Monika Emilsdóttir. Og frumlegasti búningurinn var valinn pulsan „ein með öllu“, Heiðrún Grétarsdóttir. Að þessu loknu héldu ballgestir heim á leið enda farið að nálgast kvöldmat og fólk án efa orðið svangt. Bestu búningamir að mati dómnefndar. Þann frumlegasta átti Heirún Grefarsdóttir , þann fallegasta Monika Emilsdóttir og sniðugasta Halla Aðalsteinsdóttir. HÓTEL SAGA Afslöppuð Hring'ekja Hringekjan kallast skemmti- dagskráin sem Hótel Saga býður Súlnasalsgestum sínum upp á í vetur. í þessari dagskrá skiptast á söngur og jsissballett og gaman- leikarinn Óm Ámason tengir atriðin saman með kynningum og gamanmálum. Stóru veitingahúsin í Reykjavík hafa undanfarin ár átt í talsverðri samkeppni um það sem kalla má laugardagskvöldaskemmtanir. Þannig hafa Saga, Broadway og Þórscafé verið með skemmtidag- skrá að afloknum kvöldverði áður en dans er stiginn. Þessar dagskrár hafa verið með ýmsu móti en flest- ar hafa þær átt það sammerkt að vera fjömgar og hraðar og til þess fallnar að ná upp mikilli stemmn- ingu hjá gestunum. Hringekjan er hinsvegar beggja blands. Aðalþunginn er lagður á jassballett sem Bára Magnúsdóttir hefur samið við tónlist úr frægum söngleikjum og stuðst er við sögu- þráð þeirra. Sú ágæta söngkona Jóhanna Linnet flytur einnig lög úr söngleikjum á milli dansatriða og Bjami Árason látúnsbarki slær botninn í skemmtunina með söng- syrpu í minningu rokkkóngsins Elvis Presley. Háðfuglinn hógværi, Woody Allen, vill klæða páfann i rauðan galla og gera hann að yfirþjóni. WOODY ALLEN Vill gera Vatikanið að vinalegum veitingastað Leikstjórinn, leikarinn, klarinettuleikarinn og háðfuglinn Woody Allen er samur við sig. Nýlega var hann spurður hvað hann myndi gera ef honum byðist að fá að ráða öllu á ítaliu, en þar er stjómarkreppa um þessar mundir, rétt enn einn ganginn. Woody var hreint ekki viss hvem- ig hann myndi leysa þann vanda og sagðist lítinn áhuga hafa á málinu. Hann myndi frekar nýta áer alræðisvaldið til að breyta Vatikaninu í vina- legt veitingahús. „Ég myridi einfaldlega breyta því í vinalegan veitinga- stað...stóran... og með þjónustu á heimsmælikvarða. Allt þjónustuliðið yrði klætt í rautt og maturinn, ummmm, hann yrði það besta sem ítalskt eldhús hefði upp á að bjóða. Vínin yrðu að vera afbragð og ég myndi gera páfann að yfírþjóni tií að taka á móti gestunum.“ sagði hann og brosti hógværlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.