Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 63 Undirritaður fór fyrstu hringina með hringekjunni fyrir skömmu sem og margir fleiri því setið var í hvetju sæti salarins. Þrátt fyrir það gekk fljótt að afgreiða alla þrjá réttina sem boðið var upp á í kvöld- matnum. Maður hefur vanist því að búast ekki við of miklu þegar nokkrum hundruðum er gefið að borða í einu en maturinn var þokka- legur í þetta skipti. Boðið var upp á sjávarréttapate, svínakjöt og frómas á eftir. Ég heyrði frá næstu borðum að fólk var misánægt með matinn og kvartaði yfir því að geta ekki valið á milli rétta. Slíkt væri sjálfsagt illframkvæmanlegt við svona aðstæður en er samt komið hér á framfæri. Skemmtunin hófst síðan með dansatriði úr söngleiknum On Your Toes. Dansaramir voru úr íslenska Jassballettflokknum og Dansflokki JBS. Þar sem ég þekki ekki til þessa söngleiks og hef raunar lítið vit á dansi, verð ég að viðurkenna að þetta atriði höfðaði ekki sérlega til mín. Auk þess var athyglin varla vöknuð svona rétt eftir matinn. Aðalhlutverk í þessu atriði léku Margrét Ólafsdóttir, Júlíus Haf- steinsson, Sigurður Guðjóhnsen og Hrafn Friðbjömsson. Ég sperrti hinsvegar eymn þegar Jóhanna Linnet kom fram á eftir og söng lög úr Kabarett, því mér hefur lengi þótt Jóhanna vera í hópi okkar bestu söngkvenna, alveg frá því hún söng Segulstöðvarblús- inn. Jóhanna hefur sérkennilega en mjög skemmtilega rödd og góða sviðsframkomu og raunar fannst mér að hennar þáttur hefði mátt vera stærri í sýningunni. Að söng Jóhönnu loknum komu dansaramir fram aftur og fluttu atriði úr Evítu. Ég kunni betur við þetta atriði en það fyrsta og mér fannst dansaramir koma ágætlega til skila túlkun sinni á persónunum úr söngleiknum. Aðalhlutverk í þessu atriði voru í höndum Soffíu Marteinsdóttur, Hrafns Friðbjöms- sonar og Ágústu H. Kolbeinssonar. Jóhanna Linnet söng síðan aftur og siðan var þriðja dansatriðið, að þessu sinni við tónlist úr Chorus Line. Kannski vegna þess að ég var loks búinn að fá kaffið og koníakið fannst mér þetta atriði bara skemmtilegt og gaman að horfa á dansarana túlka dansara á æfingu fyrir söngleik. Þá skilaði Nadia K. Banine aðalhlutverkinu vel. Lokaatrlðið var síðan söngsyrpa Bjama Arasonar, en Öm Ámason upplýsti að þar sem söngvarinn væri aðeins 16 ára og mætti því ekki vera á vínveitingahúsum yrði að smygla honum inn gegnum eld- húsið. Það er hinsvegar ekkert unglingslegt við röddina í Bjama og raunar ótrúlegt hve hún er þroskuð. Röddin á vel við Presley- lög, hvort sem það voru hraðir rokkarar eða tilfinningarík lög á borð við My Way, sem flestir tengja raunar við Frank Sinatra. En það var dálítið óraunverulegt að sjá 16 ára ungling standa á sviðinu íklæddan leðurfötum með indíána- kögri syngjandi My Way með þessari djúpu röddu. Bjami Árason hefur alla burði til að ná langt á söngpviðinu ef hann ræktar hæfileika sína rétt og fær réttu tækifærin. Hann virðist einnig njóta þess að koma fram og á auðvelt með að fá áhorfendur á sitt band enda var honum ágætlega fagnað á Sögu þetta kvöld. Eins og vonandi hefur mátt lesa úr þessari umsögn eru skemmtiat- riði Hringelqunnar á Hótel Sögu vönduð en það er spuming hvort þau höfða til nægilega breiðs hóps. Hringekjan er heldur ekki til þess fallin að fá fólk til að standa upp og klappa og syngja með, eða til að standa á öndinni af hlátri. Miklu frekar er þama um afslappaða skemmtun að ræða sem auðvitað er eðlilegur valkostur í skemmtana- lífi borgarinnar á laugardagskvöld- um. GSH 10% afsláttur Bjóðum 10% afslátt á KIMADAN mykjudælum 2,5 og 3,0 metra á meðan birgðirendast. ,-rOK-E* V\G VELDU ®TDK iÞEGAR ÞÚ VILT I HAFAALLTÁ » HREINU COSPER C05PER — Bíddu aðeins svona þar til ég hef sett fuglahræðuna upp. fimmtudaginn 19. nóv. kl. 21.00 TONMAR JAZZ OG BLUES TRÍÓ GUÐMUNDARINGÓLFSSONAR HAUKUR MORTHENS BUBBI MORTHENS MEGAS ÞAÐ VERÐUR STUÐ JAZZVAKNING GEís FRA MANF0RD Vorum að takaupp enska herrafrakka úrkasmírull Einhnepptir °g tvíhnepptir Margar gerðir oglitir. Verð aðeinskr. 8.950,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.