Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 ÁSTIN ER VINNA Békmenntir Erlendur Jónsson Jón Dan: 1919, ÁRIÐ EFTIR SPÖNSKU VEIKINA. 238 bls. Bókaútg. Keilir. Reykjavík, 1987. Aftan á kápu stendur að þetta sé »ástarsaga. Og hún er nefnd skáldsaga og er það þó varla í venjulegum skilningi. Flestar ef ekki allar persónurnar hafa átt sér fyrirmyndir í veruleikanum, enda er nöfnum ekki alltaf breytt. Við þykjumst t.a.m. sjá sjálfan höfund- inn í hópnum, ekki háan í loftinu.« Kona á sextugsaldri, ógift og bamlaus, tekur að sér heimili þar sem húsmóðirin hefur nýverið fall- ið frá (úr spænsku veikinni). Tvílráð og hikandi gengur konan á vit þessa hlutskiptis; hefur allt til þess farið á mis við lífið og ástina; og vill ekki bindast neinum tilfínningaböndum úr því sem kom- ið er. En hlutverkið hrífur hana meir og skjótar en hún hafði búist við. Bömin, sem eru hjálpar þurfi, grípa hug hennar. Og þótt henni eigi alls ekki að koma það við ýf- ist hún ósjálfrátt þegar nágranna- kona tekur að renna hým auga til húsbóndans. Er konunni þá loks búið framtíðarheimili og ævihlut- verk? Allar líkur benda til að svo geti orðið. En fyrr en varir syrtir aftur í álinn: húsbóndinn veikist og deyr. Og heimilið, sem konan er búin að taka ástfóstri við, leys- ist upp. Þetta má skoðast aðalefni sög- unnar. Og konan, Valgerður, þá jafnframt aðalpersónan, enda þótt frásögnin deilist á fleiri söguhetj- ur, og þá einkum bömin á heimil- inu. Segja má að frásögnin snúist að langmestu leyti um hið daglega heimilislíf. Viðbrigði konunnar, sem hefur lifað ein — að ekki sé sagt einmana — alla sína ævi þar til er hún tekur að sér þetta nýja hlutverk, verða í fyllsta máta gagnger: »Alls staðar er líf og hávaði, ærsl og hlátur, köll og grátur. Aldrei kyrrstæð stund eða biðstaða heldur stöðugur bylgju- gangur.« Frá síðu til síðu er frásögnin byggð upp sem skáldsaga: samtöl, hversdagslífslýsingar; stemmning- ar tengdar andartakinu; geðbrigði og hughrif. Yfír öllu er svo ævi- sögublær, endurminningaskin. Frændur og frænkur em þama hver á sínum stað, einnig vinir og kunningjar, jafnvel þótt þeir skipti engu höfuðmáli fyrir rás atburð- anna. En að þessu tvennu vegnu og metnu: skáldskapnum annars vegar og sannfræðinni hins vegar, hlýtur bókin þó að skoðast sem skáldverk fyrst og fremst; sögulegt skáldverk skulum við segja. Og ástarsaga! Jú, víst er þetta ástar- saga, að minnsta kosti í þeim skilningi sem góður rithöfundur lagði eitt sinn í orðið; en hann sagði: ástin er vinna. Þannig er ástin í sögu þessari: gleði þess sem gefur. Höfundur gerir að mínum dómi rétt í því að miða söguna við stað og stund; tiltaka ártöl og draga ekki fjöður yfír að þarna sé sagt frá raunverulegu fólki og atburð- um. En sagan gerist í átthögum hans. Og árið er 1919 eins og líka rækilega er tekið fram í bókar- heitinu sjálfu; og nær raunar fram á árið 1920. Árin frá 1918 til 1930 hafa lítt freistað skáldsagnahöfunda hing- að til. Svo lítið hefur verið talið hafa gerst í þjóðlífínu og landsmál- unum á þeim tíma: sjálfstæðis- baráttunni lokið, en verkalýðs- hreyfíng lítið farin að láta til sín taka; kreppa og seinni heimsstyij- öld handan sjónmáls. Þeir, sem hugsa stórt, virðast því líta svo á að ár þessi hafí verið of smá og friðsæl til að þangað megi sækja verðug efni í ritverk. Skáldsaga Jóns Dan ber merki þess ef þvílíkur skilningur er lagður í orðin. Þetta er ekki átakasaga á landsvísu. Heimilið í sögunni er lokuð veröld og þar að auki veröld sem var; heimur þar sem hið forna gildis- mat er enn í heiðri haft; smáheim- ur, en eigi að síður stór frá eigin sjónarhóli séð. Því innan síns af- markaða ramma er þessi smáheim- ur engu ómerkari en stóri heimurinn. Og óneitanlega bæði betri og manneskjulegri. Og þá um leið auðugri af tilfínningu og sam- kennd. Það, sem gerist innan veggja heimilisins, tekur mið af sjónarhomi bamanna, sem þar al- ast upp, svo og þeirra sem veita bömunum forsjá. Framtíð bam- anna er það sameiginlega markmið sem geftir lífínu gildi. Vinir og nágrannar, sem stíga þama inn fyrir þröskuldinn, bregða líka stómm svip á þetta þrönga svið. Sorgin vegna móðurmissis hvílir þungt á einstæðum föður ekki síður en ungum herðum. En aldrei hriktir í stoðum vegna frétta af fjariægum atburðum. Spænska veikin telst til stórviðburða vegna þess að hún kvaddi þama dyra og hreif á brott móður bamanna. Nýliðin heimsstyijöld og langþráð fullveldi eru hins vegar fjariægir viðburðir sem fáu breyta í daglega lífínu í þessu takmarkaða um- hverfi. Það er hið smáa og hvers- dagslega sem þarna verður stórt; Jón Dan líf hvers og eins, og líf einnar fjöl- skyldu undir sama þaki — það markar sjónhringinn í sögunni. Að sjá hið altæka í hinu sértæka og gera hið smáa stórt, hugðnæmt og hrífandi er ávallt list út af fyr- ir sig. En það hefur höfundi að mínu viti tekist með ágætum. Hér er það hið smáa í hversdagslífínu Annarí Tónlist Jón Ásgeirsson Annar í Hafliðadögum var sl. sunnudagskvöld og þá vom flutt sex tónverk eftir Hafliða Hall- grímsson. Tónleikarnir hófust á því að Knut Ödegárd, forstjóri Norræna hússins, bauð tónleika- gesti velkomna, en þessir Hafliða- dagar em haldnir fyrir fmmkvæði hans og á vegum Norræna húss- ins. Tónverkin sem leikin vom á seinni tónleikunum vom Jakobs- stigi fyrir gítar, sem Pétur Jónas- son lék mjög fallega, Tristia er sami Pétur og höfundurinn léku, en þar mátti heyra hve Hafliði er góður sellisti, Verse I er Kolbeinn Bjamason, flautuleikari, og höf- undurinn fluttu og síðasta verkið sem Hafliði lék með í var Fimma en á píanóið lék Halldór Haralds- son. Öll þessi verk em gædd sterkri íhugun og á köflum mjög hægferð- ug, sem gefur þeim alvarlegt svipmót og hvort sem leikið er með ómstreytur, óvenjulega tón- mótun eða önnur nútímaleg tóntil- tæki, em þau gædd tilfinningu og fegurð sem sprottin er upp af mannlegri hlýju. Þessvegna em það ekki stoðir þær sem verkin sem skapar hið stóra: þjónustan við lífið og heiðarleikinn gagnvart sjálfum sér sem um leið gefur öðr- um traust og tiltrú. Ásamt svo þeim sígildu lífsannindum að aldrei sé of seint að höndla gæfuna; ald- ursárin dæmi engan endanlega frá því að njóta ástar og fínna sér hlutverk við hæfi. Þrátt fyrir ærsl og læti innan veggja heimilisins er lífið þama bæði friðsælt og ljúft. Samhjálpina og samhuginn þarf aldei að orða allt kemur það svo sem af sjálfu sér. Svo náttúrlegt er að hver styðji annan. Ágreiningsefni, sem upp koma, em farsællega leyst. Maður, sem kemur úr fjarlægu héraði í þeim tilgangi, að helst verður séð, að hefna sín á hús- bóndanum, gengur að lokum í lið með honum og viðhefur um síðir sinn hátt á því að tjá hlýhug sinn til fjölskyldunnar. Og nágrannar, sem verður það á að setjast að sumbli á heimilinu í óþökk húsráð- enda, iðrast sárlega gerða sinna þegar af þeim rennur. Bömin hafa áður séð útúrdmkknar, afvelta rottur og hryllir síðan við áfengi. Fyrir þeim skal ekki hafa annað en gott. Raunsæisverk verður þetta varla talið. Hins vegar er sagan í fyllsta máta sjálfri sér samkvæm eða — eins og sagt var á ámm áður: heilsteypt. Þama er bmgðið upp mynd af mannlegu samfélagi — ekki nauðsynlega eins og gerist og gengur á öllum tímum og öllum stöðum, heldur eins og það var á þessum stað og á þessum tíma. Þama var heimur þar sem hið illa hafði ekki náð að festa rætur. Enn er sú tíð að einstaklingurinn reyn- ir að hemja hið tryllta og óstýriláta í eðli sínu. Enn ráða fornar hefðir í samskiptum manna. Viðhorf þeirra, hvers til annars, mótast af lífsbaráttu þar sem samhjálpin var ekki aðeins besti kosturinn heldur beinlínis lífsnauðsynleg. Mann- gerðimar í sögunni — hver með sínum sérkennum — em því býsna samhverfar þegar öllu er á botninn hvolft. Ekkert verður til að raska jafnvægi daganna; og þar með sögunnar. Jafnvel dauðinn, sem sífellt vofír yfír, verður aðeins sem skuggi eða baksvipur lífsins, óhjá- kvæmilegur fömnautur þess. Jón Dan fór hægt af stað en hefur gerst mikilvirkur með ámn- um. Framan af lýsti hann hinu fmmstæða og myrka í mannlegu eðli, kenndum þeim sem maðurinn ræður ekki við. Með þessari bók er hann að ýmsu leyti nýr. Hér er dregin upp mynd af því hvernig mannlegt samfélag getur verið ef það er gmndallað á ást sem fólgin er í að veita fremur en að taka. Hafhðadögum Hafliði Hallgrímsson em styrkt með, heldur af hvaða tilefni tónskáldið fann sig knúinn til að yrkja, sem em gmnnþættir tónverkanna. Á seinni hluta tónleikanna vom flutt tvö verk. Fyrra verkið heitir Triptych er Hafliði samdi í minn- ingu sómakonunnar Mary Miller, er undirritaður ásamt mörgum öðmm þáði af margan góðan beina. Hamrahlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur flutti þetta margslungna verk af glæsibrag og sterkri innlifun. A engan er hallað þó því sé haldið fram að með söng Hamrahlíðar- kórsins hafi tónleikamir risið hæst. Síðasta verkið á efnisskránni var strengjaverk sem Hafliði samdi fyrir finnska nemenda- hljómsveit. Þarna em það þjóðlög- in sem unnið er úr og allt með fínlegum hætti og mjög í anda þess sem heyra má í þjóðlaga- stykkjunum fjórum fyrir píanó. Kammersveit Reykjavíkur flutti verkið undir stjóm höfundar. Um tónsmíðar Hafliða Hallgrímssonar mætti margt segja, bæði er snertir uppbyggingu tónverkanna og túlkandi innihald. Þrátt fyrir að hann tileinki sér nútímaleg vinnubrögð, verða leik- tæknibrellumar aldrei markmið tilraunarinnar vegna, heldur tæki til að túlka með tilfinningar og stemmnignar og yrkja í. Hann tengir saman gamaldags lagferli og nútímalegar tónhugmyndir á fínlegan máta eins og sönnum fagurkera er eiginlegt. P.S.: Prentvillupúkinn gerði mér glennu í gær, grautaði saman fyr- irsögnum tveim, brenglaði naftiið á Brahms, svo rétt er að biðja forláts á mistökum þeim. J.Ásg. Sumarið ’63 Gray og Swayze gera góða hluti í ágætri mynd, í djörfum dansi. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: í djörfum dansi — Dirty Dancing ★ ★ ★ Leikstjóri: Emile Ardolino. Framleiðandi: Linda Gottlieb. Handrit: Elanor Bergstein. Kvik- myndataka: Jeff Jur. Tónlist: John Morris, Danny Goldberg. Dansatriði: Kenny Ortega. Dolby stereo. Aðalleikendur: Jennifer Gray, Patrick Swayze, Jerry Orbach, Cynthia Rhodes, Jack Weston, Jane Brucker, Kelly Bishop, Lonny Price. Bandarísk. Westron Pictures 1987. Sumarið ’63 vekur hjá mér ljúf- sárar endurminningar, enda á svipuðu reki og söguhetjur mynd- arinnar. Átján. Og veröldin enn svo saklaus þrátt fyrir aukin tilræði við flekkleysið. Lífíð sæluvíma eða svitaböð, enda engin pilla á mark- aðnum. Bílar voru bílar, (krómið af Buick ’57 dugar eflaust í dæhatsúlús, súsúkí, únó, eða hvað þær heita þessar pjáturdósir samtímans, sem hefðu vakið al- mennan hlátur á rúntinum í gamla daga, þegar ekkert dugði minna en 8 strokkar og tvö tonn af stáli. Tónlistin svo mögnuð að enn þann dag í dag heyrist hún álíka mikið og það sem vinsælast er hverju sinni. Rokkið var rokk og tjúttið tjútt, ekkert steingelt diskóvapp. Aðalsögupersónur í djörfum dansi er Baby, ung stúlka af gyð- ingaættum, sem ásamt fjölskyldu sinni heldur í sumarfrí í einskonar gyðingaparadís, fjallahótel í norð- urhluta NY-ríkis; og Johnny, ungur dansari sem vinnur á hótelínu, og er algjör andstaða stúlkunnar. IUa menntaður, af lágum almúgaætt- um, býr í óvistlegum vinnubúðum starfsliðsins þegar Baby nýtur þess sem gyðinglegt uppeldi hennar býður uppá. En Johnny er glæstur foli og óhemjudansari, eðlið vaknar í ungmeyjarbarmi og fyrr en varir er hún farin að dansa munaðar- fulla dansa með þjónustufólkinu og eyða lunganum úr nóttinni í óhrjálegum vistarverum Johnny. Hann kennir henni hvort tveggja, að elska og dansa. Inní myndina blandast fjöldi minniháttar persóna, eins og Jenny, sem verður ólétt, viðrinið Neil Kellerman, sem kemur til með að erfa hótelið, þjónninn, skíthæll- inn Robbie, sem hlýtur náð fyrir augum föður Baby, þar sem hann stundar læknanám við Yale á vet- uma. Afskaplega yfírborðskennt allt saman, en myndin er knúin áfram af kraftmikilli tónlist og enn bragð- meiri dönsum, þeim frísklegustu sem sést hafa á tjaldinu í herrans mörg ár. Enda verður þess örugg- lega ekki langt að bíða að dansskól- ar okkar og stúdíó fari að auglýsa eftirlíkingar. Þau Sawyze, sem reyndar er helst til frummannsleg- ur, og Grey, sem býr yfír fínlegri, ósnortinni fegurð, gera það gott í aðalhlutverkunum. Orbach (Prince of the City), er fáséður úrvalsleik- ari, sem fer hér myndarlega með stirðlega skrifað hlutverk læknis- ins, föður Baby. Jack Weston er góður að venju og skapar skemmti- lega persónu þar sem er útsmoginn, samansaumaður hótelstjórinn. Eins er ástæða til að nefna Lonny Price, sem skapar einkar ófélega persónu á tjaldinu, þar sem er einkaerfíng- inn, og Cynthiu Rhodes, sem stendur sig vel í hlutverki hinnar beisku Penny. Allir þessir leikarar ásamt tónlist gullaldaráranna en þó fyrst og fremst dansinn, gera myndina í djörfum dansi að prýð- isafþreyingu, sem reyndar kemur róti á tilfínningamar líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.