Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 1987 Viðskipti íslands og Sovétríkjanna - eftir Óla Björn Kárason Viðskiptasamningar okkar ís- lendinga eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið nokkuð margir. Fyrsta árið eftir stríð gerðum við samninga við Finnland, Tékkóslóvakíu, Svíþjóð, Frakkland og Pólland. Venjan var að endurnýja þessa samninga árlega. A þessum árum voru viðskipti við Evrópu yfirleitt á jafnkeypisgrundvelli þó til væru undantekningar eins og Noregur og Danmörk. Einn þýðingarmesti samningur- inn var undirritaður í Moskvu 27. maí 1947. Þetta var sölu- og kaupa- samningur við verslunarfyrirtæki Sovétríkjanna. Samkvæmt honum keyptu Sovétmenn 15 þúsund tonn af hraðfrystum fiski og um 35% síldarframleiðslunnar þó ekki meira en 12 þúsund tonn. A móti keyptum við 10 þúsund tonn af timbri og 30 þúsund tonn af kolum. Arið 1948 tók alveg fyrir viðskiptin við Sovétríkin og lágu þau niðri allt til ársins 1953. í ágústmánuði var undirritaður viðskipta- og greiðslu- samningur við Sovétríkin á jafn- keypisgrundvelli. íslendingar seldu 21 þúsund tonn af frystum fisk- flökum og 80 þúsund tunnur af saltsíld, auk frystrar síldar. Og við keyptum olíu, bensín, kornvörur og sement. Þetta voru vörur sem við höfðum áður keypt fyrir gjaldeyri. Arið 1954 voru Sovétríkin orðið annað mikilvægasta viðskiptaland okkar og um 15% útflutningsins fór þangað. Arið 1957 var þetta hlut- fall komið upp í 21,6% og það ár komu 20,5% innflutnings frá Ráð- stjórnarríkjunum. Sósíalistaflokk- urinn sem þá var í ríkisstjórn vinstri flokkanna lagði mikla áherslu á að efla viðskiptin við „móðurlandið" og allt virðist benda til að Kremlar- herrar hafi viljað auka og efla áhrif sín hér á landi. Vinstri stjórnin hafði það á stefnuskrá sinni að vísa bandaríska vamarliðinu úr landi en 4 milljón dollara lán frá Bandaríkjunum í árslok 1956 kann að hafa ráðið ein- hverju um að ekkert varð úr þeim heitstrengingum. Þegar viðskipti Islendinga og risans í austri á þessum tíma eru skoðuð verður að hafa í huga að- stæður hér innanlands og utan. Hér á landi voru inn- og útflutningur að meira eða minna leyti bundin niður í fjötra reglugerða og laga. í Evrópu vom margskonar hindranir á viðskiptum milli landa en unnið var að því að auka frjálsræðið. Viðskipti íslands við vömskipta- löndin jukust verulega á ámnum 1949 til 1954 en það ár vom t.d. í gildi eða endurnýjaðir vömskipta- samningar við Brasilíu, Finnland, ísrael, Pólland, Spán, Sovétríkin, Tékkóslóvakíu og Ungveijaland. Um og eftir 1960 minnkuðu við- skiptin við þessi lönd og við fómm að eiga meiri samskipti við hinn fijálsa heim. Árið 1961 fóm um 84% af útflutningi okkar til fijálsra landa. Sjötta mikilvægasta viðskiptalandið En víkjum að Ráðstjórnarríkjun- um og samskiptum okkar við þau á síðustu ámm. Á liðnu ári dró vemlega úr útflutningi okkar til Sovétríkjanna frá árinu 1985. Um 5% útflutningsins 1986 fóm til Sov- étríkjanna á móti 8% 1985. Fyrstu sjö mánuði þessa árs var hlutfallið komið niður i 4%. Um 46,8% út- flutnings til Sovétríkjanna em fryst fiskflök og 27% saltsíld. Sovétríkin keyptu 99% af allri saltsíld, 21% af pijónavörum og 36% af skinna- vömm sem fluttar vom út á síðasta ári. Mikilvægi Sovétviðskiptanna em því óneitanlega mikil fyrir ein- stakar starfsgreinar og vömr. Hitt er að Sovétmenn greiða yfirleitt mun lægra verð en aðrar þjóðir fyrir íslenskar vömr, stundum miklu lægra. Ef nahag’ssam vinna Samningur Islands við Sovétríkin um efnahagssamvinnu sem undir- ritaður var í júlímánuði 1982 markar mikil tímamót í samskiptum landanna. Eins og menn rekur eflaust minni til urðu miklar deilur um samninginn og Bjöm Bjamason sagði meðal annars í Morgunblað- inu: „Samningurinn er hættulegur vegna þess hve óljós hann er. Hann opnar möguleika fyrir Sovétríkin til að færa sig upp á skaftið og hreyfa á nýjum forsendum gömlum áhuga- málum í samskiptunum við íslend- inga; loftferðarsamningi, aðild að virkjunum, olíustöð, tilraunaveiðum og aðstöðu til að skipta um áhafnir á fiskiskipum í Reykjavíkurhöfn. Allt þetta má færa undir ákvæði þessa óljósa samnings." Rök þeirra sem stóðu að eða voru fylgjandi samningnum við Sovétríkin er að finna í greinargerð sem formaður samninganefndar- innar afhenti félögum sínum. Gunnar Flovenz, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, birti hluta hennar í grein sem hann ritaði í Morgunblaðið. I greinargerðinni segir orðrétt: „Rússneskir embætt- ismenn sem annast viðskiptin við Vesturlönd héldu því fram, að það myndi gera þeim léttara fyrir innan sovéska kerfisins að fá stuðning við eflingu viðskipta við ísland, þ.e.a.s. fá fjárveitingu fyrír kaupum á íslenskum vörum, ef svona samn- ingur yrði gerður. Það kom í ljós í þessum og öðrum viðræðum að tregða okkar til að ræða um samn- ingsgerð var farin að hafa neikvæð áhrif á afstöðu einstakra embættis- manna til viðskipta okkar og var ástæða til að óttast að þetta gerð- ist, ef neitað væri algjörlega að ræða um samningsgerð." Tómas Ámason, þáverandi við- skiptaráðherra, notar raunar þetta orðalag einnig nær orðrétt í grein sem hann ritaði í Morgnnblaðið 6. júlí 1982, þar sem hann reynir að veija samninginn. Þetta eru satt að segja hreint ótrúleg rök. Ráðamönnum í Kreml hafði tekist með þrýstingi og hótun- um um að hætta viðskiptum að fá íslendinga ekki aðeins til að ræða samning um efnahagssamvinnu heldur einnig undirrita hann. Eða eins og segir í áðumefndri greinar- gerð: „Með þessum samningi er aðeins verið að tryggja frekara áframhald þessara viðskipta." Allt frá 1973 höfðu Sovétmenn reynt að fá slíka samninga við Islendinga en fram til 1982 án árangurs. Gunnar Flovenz segir ennfremur í áðumefndri grein: „Allir þeir sem um mál þetta fjölluðu voru sam- mála um að það gæti valdið okkur erfiðleikum í samkeppninni um markað í Sovétríkjunum fyrir afurð- ir okkar, ef við einir þjóða neituðum slíkum samningi.“ Þar vitnar Gunn- ar til þess að ýmsar vestrænar þjóðir hefðu gert slíka samninga. Tómas Árnason beitir raunar sömu röksemdafærslu í fyrrnefndri grein. Meðal þeirra ríkja sem höfðu gert þennan samning voru Noregur og Danmörk. Fyrir utan hve aðstæður eru allar mjög ólíkar, einkum vegna fólks- fæðar hér á landi, ættu það ekki að vera rök okkar fyrir samningum við önnur ríki að einhver önnur þjóð hafi gert svipaða samninga. Slíkar röksemdir „eiga heima hjá Sovét- mönnum og þjóna þeirra hagsmun- um, en ekki okkar Islendinga", eins og Björn Bjamason bendir réttilega á í gp’ein hér í Morgunblaðinu 9. júlí 1982. Stjórnmál og viðskipti Það hefur alltaf verið erfítt að aðgreina stjórnmál og viðskipti. Talsmenn samningsins um efna- hagssamvinnu Islands og Ráð- stjórnarríkjanna lögðu þunga áherslu á í málsvöm sinni að pólitík hefði engin áhrif haft á gerð samn- ingsins. Tómas Árnason sagði: „Við erum þeirrar skoðunar að ekki eigi að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum ...“ En allar rök- semdir sem færðar voru fyrir samningnum benda til annars, eins og áður er sagt. Kjarni málsins er sá að Sovétríkj- unum opnaðist leið til að auka ítök sín hér á landi, jafnhliða því sem þau byggðu og byggja upp flota- veldi í hafinu umhverfis landið. Það væri einfeldni að halda að alræð- isríki eins og Sovétríkin noti ekki viðskipti við smáþjóð sér til fram- dráttar. Ráðamenn sem ganga til samninga án þess að hafa þetta í huga eru að blekkja sjálfa sig og aðra. í gegnum árin hafa orðið brestir í samskiptum íslands og annarra þjóða í Atlantshafsbandalaginu. Síðustu dæmin em hvalveiðideilan við Bandaríkin, kjötsala til varnar- liðsins, og þorskveiðideilur. Samn- ingurinn um efnahagssamvinnu getur gefið Sovétríkjunum tækifæri á að nýta sér slíkt ástand. Hótanir Sovétmanna um að minnka viðskiptin og jafnvel hætta þeim voru ekki til annars gerðar en að knýja fram samning sem annars hefði ekki verið gerður, samning sem gefur þeim betri og meiri möguleika hér á landi, en áður. Framkoma okkar íslendinga gagnvart bandalagsþjóðum okkar hefur oft ekki aðeins verið heimsku- leg heldur stórhættuleg. Við getum ekki gert kröfu til þess þegar við blöndum varnar- og öryggismálum þjóðarinnar inn í deilur sem við kunnum að eiga við einstakar vina- þjóðir, að vera tekin sem trúverðug- ir bandamenn. Stjórnmálamenn sem segjast ekki vilja blanda saman viðskiptum og stjómmálum ganga fram fyrir skjöldu og draga varnar- samninginn inn í hvalveiðideilu eða sölu á kindakjöti til varnarliðsins. Ekki efnahagsleg nauðsyn Dr. Þór Whitehead, prófessor, birti ritgerð um austurviðskipti ís- lendinga í 3. hefti Frelsisins árið 1983. Þar segir hann meðal ann- ars: „Enda þótt engum hafi tekist að sanna, að þessi viðskipti hafi breytt nokkru um utanríkisstefnu Islendinga, mætti spyija: Fengi ráð- stjórnin að halda hér úti margfalt fjölmennara starfsliði en önnur ríki ef Islendingar ættu engra viðskipta- hagsmuna að gæta í viðskiptum við Ráðstjóm.“ En það sem meira er. Ráðstjóm- in virðist hafa litið viðskiptin við okkur smáþjóðina öðmm augum en við aðrar þjóðir. Sovétmenn hafa marg oft sagt og gefið í skyn að þeim bæri engin efnahagsleg nauð- syn á að kaupa íslenskar vömr. Á þetta bendir dr. Þór Whitehead í áðumefndri ritgerð. Þetta verður ekki skilið á annan veg en að ástæð- ur viðskiptanna séu ekki viðskipta- legar heldur stjórnmálalegar. Með þetta í huga skyldu menn skoða samninginn um efnahagssamvinnu landanna, sem knúinn var fram með hótunum. í viðtali við Tímann 3. júlí 1982 segir Steingrímur Hermannsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi utanríkisráðherra: „Við íslendingar munum vera eina þjóðin í heiminum sem Sovétríkin kaupa af umtalsvert magn af fiski og greiða fyrir í föstum gjaldmiðli. Þeir eiga einnig viðskipti við önnur ríki á þessu sviði, svo sem Kanada og Portúgal, en þó er oftast um að ræða skipti á einni fisktegund fyrir aðra. Þeir gera undantekningu með þessi viðskipti við okkur." Ráð- herrann virðist ekki hugleiða hvaða ástæður kunni að liggja að baki þeim ákvörðunum Kremlveija að láta okkur njóta sérstakra kjara í fískviðskiptum. Grillur Evrópubúa Margir Evrópubúar eru haldnir þeirri grillu að grundvallar breyt- ingar séu að verða á stjómskipulagi og þar með öllum lifnaðarháttum í Sovétríkjunum. Gorbaehev ætlar sér ekki að losa tök kommúnista- flokksins heldur nota þau til þess að gera lífsnauðsynlegar breyting- ar. Leynilegar kosningar um æðstu ráðamenn lýðveldanna 15 þar sem flokksnefndir á hveijum stað geta valið fleiri en einn til framboðs er dæmi um þetta. Þetta svokallaða „sósíalíska lýðræði“ með því að breyta atkvæðagreiðslum úr ein- faldri handauppréttingu í leynilegar kosningar á að hvetja þá sem vald- ir eru til að taka meira tillit til umbjóðenda sinna. En í flokki þar sem allar tilskipanir koma að ofan hafa þessar breytingar lítil áhrif, til þess þurfa aðrar breytingar að koma til. Eitt skref væri að tak- marka þann tíma sem hver og einn getur gegnt embætti. í Póllandi var þetta gert en undanþágur frá regl- untú eru yfirleitt gerðar. Kommún- istaríkin hafa forðast að gera grundvallarbreytingar á flokks- skipulaginu ekki aðeins af ótta við að eitra andrúmsloftið innan flokk- anna heldur fyrst og fremst vegna hræðslu við að völd þeirra minnki. Og við megum ekki gleyma því að Kruschev reyndi umbætur eftir ógnartíma Stalíns en hrökklaðist frá völdum. Tass-fréttastofan sagði fyrr á þessu ári að stefnt væri bæði að aukirini valddreifingu og valda- þjöppun. Valddreifingin felst væntanlega í auknum áhrifum starfsmanna fyrirtækja og ákvörð- unarrétt þeirra til að velja sér stjómendur. Verkamenn fá meiri ábyrgð á því hvernig verksmiðjum þeirra reiðir af. Sovétríkin hafa gengið í gegnum svipaðar valddreif- ingar-tilraunir. Það var á tímum Kosygin árið 1965. Þær tilraunir fóru út um þúfur. Innan við 2% af útflutningi OECD-ríkjanna fer til Sovétríkj- anna. Vegna þessara breytinga binda margir frammámenn í við- skiptalífi Vesturlanda enn einu sinni miklar vonir við að nýr og stór markaður sé að opnast í Sovétríkj- unum. Menn eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum vegna þeirrar ein- földu staðreyndar að Ráðstjórn- arríkin hafa ekki efni á meiri innflutningi. Milli 75 og 80% út- flutnings Sovét til OECD eru olía og gas. Verðlækkun á olíu hefur dregið verulega úr getu Sovétríkj- anna til að kaupa erlendar vörur. Samkvæmt upplýsingum PlanEcon í Washington lækkaði verð á elds- neyti sem lýðræðisríkin kaupa af Sovétríkjunum um 35% að meðal- tali á fyrstu níu mánuðum 1986 miðað við sama tíma 1985. Þetta verðfall hefur verið enn alvarlegra vegna lækkunar dollars, en Sov- étríkin selja sínar vörur að mestu í dollurum og kaupa mest vörur fyrir Evrópumyntir. Á síðasta ári jókst olíuframleiðsla Sovétríkjanna um 3% eftir tveggja ára samdráttartímabil. Nýlegar at- huganir benda hins vegar til að framleiðslan eigi eftir að minnka verulega á síðasta áratugi þessarar aldar - úr um 70 miiljónum tonna í 40 milljón tonn um miðbik næsta áratugar óg niður í 25 milljónír tonna um og eftir aldamót. Aukin gasvinnsla mun ekki vinna upp þetta mikla tap. Aukin sala á gulli myndi ekki gera annað en lækka gullverð. Breytingarnar snerta Islendinga Breytingarnar í Sovétríkjunum snerta okkur Islendinga. Jafnvel þó dregið hafi úr mikilvægi Ráðstjórn- arríkjanna í útflutningi voru þau 6. mikilvægasta viðskiptaland okk- ar á liðnu ári. Gorbachev stefnir að því að draga úr innflutningi að undanskildum tækjum og tæknivör- um hvers konar, sem nýtast í því að koma verksmiðjunum í nútíma- legra horf. Vegna þessa er líklegra en hitt að mjög eigi eftir að draga úr viðskiptum okkar við Sovétríkin á næstu árum. Að vonum kom flestum á óvart að takast skyldi að semja við Sov- étríkin um síldarkaup. Samkvæmt samningnum greiða Sovétmenn hærra verð fyrir síldina en þeir hefðu þurft ef keypt hefði verið af öðrum þjóðum. Hvaða ástæður lágu að baki ákvörðun Sovétmanna að greiða hærra verð og veija til þess takmörkuðum gjaldeyrisforða og -tekjum? Ástæðurnar hljóta að vera aðrar en viðskiptalegar. Það er erfitt að aðskilja viðskipti og stjórnmál og það er útilokað að aðgreina viðskipti, sjálfstæði þjóðar og öryggi. Þegar heil atvinnugrein á allt sitt undir viðskiptum við eina þjóð getur það skaðað efnahagslegt sjálfstæði okkar íslendinga. Samhjálp kynnir starf- semi sína SAMHJÁLP sem er gefið út af Samhjálp Hvítasunnumanna er komið út, 3. tölublað á þessu ári. Hefur útgáfa blaðsins á þessu ári beinst að því að efla blaðið. Hafa þessi blöð verið prentuð í stærra upplagi en venjulega. Þetta þriðja tölublað kemur út og er dréift í 40.0p0 eintökum, segir rit- stjórinn Óli Ágústsson. í þessu blaði er birt frásögn Vals og Rósu frá Vestmannaeyjum: „Þá kom þessi hlýi friður og fyllti hjartað". Önnur aðalgreinin er „Tíu ár í Samhjálp", sem er safn frásagna frá starfi Samhjálpar í máli og myndum. Hugvekju skrifar Kristinn Olason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.