Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987
BASEL
ZÚRICH
pSONNENBERG- SgS
GÖNGIN VIÐ LUZERN
nákvæmlega að rörunum og ræsun-
um, sem liggja um fjallið. Síðan
voru trégámar, sem skipt er í 64
hluta, settir saman og þeim komið
fyrir í göngunum endilöngum. Kon-
ur, börn og eldri menn eiga að fá
Hraðbrautin liggur eftir tveimur
göngum inni í fjallinu. Þeim er lok-
að með §órum 350 tonna hliðum,
sem leynast inni í fjallshlíðinni
nokkra tugi metra fyrir innan opið
á göngunum. Á veginum við hlið
V-ÞÝSKALAND
ITALIA
Sonnenberg-göngin eru í Luzern á leiðinni frá Vestur-Þýskálandi
til Ítalíu.
eitt hólf hvert til umráða. Þau eru
190x70x65 sm á stærð og þar á
fólkið að dvelja þar til hætta er lið-
in hjá.
Starfsemi neyðarsjúkrahússins í
fjallinu miðju hófst síðust. Útbúnað-
Unnið við að loka Sonnenberg-göngunum.
Sviss:
Umferðargöngum breytt í
loftvarnarbyrgi og spítala
ZUrich.
Þeir sem hafa ekið í gegnum
Sviss á leið frá Norður-Evrópu
suður á bóginn eftir hraðbraut-
inni E9 eða N2 hafa farið í
gegnum Sonnenberg-göngin við
Luzern. Göngin eru rúmlega 1,5
kílómetra löng og virðast í
fljótu bragði í engu frábrugðin
öðrum fjallsgöngum. En þetta
eru stórmerkileg göng við nán-
ari athugun. Þau eru þannig úr
garði gerð að það er hægt að
Joka þeim og útbúa loftvarnar-
byrgi fyrir 20.000 manns á
hinum fjórum akreinum gang-
anna og inni í þeim miðjum eru
dyr að sjö hæða jarðhýsi þar
sem neyðarsjúkrahús fyrir 300
sjúldinga yrði sett á laggirnar
ef stríð brytist út.
Göngin voru opnuð fyrír bílaum-
ferð fyrir rúmum 10 árum. Þau eru
á einni helstu umferðaræð Vestur-
Evrópu og fara dagiega um 32.000
bflar um þau að meðaltali. Það er
þvf ekki hlaupið að því að loka þeim
til að æfa uppsetningu loftvamar-
byrgisins.
Svissneska ríkisstjórnin veitti
borgaryfirvöldum í Luzem þó loks
leyfi í maí sl. til að loka göngunum
fyrir allri umferð í sex daga til
þess að starfrækja byrgið og sjúkra-
húsið í æfingaskyni. Það tók sinn
tíma að skipuleggja æfínguna, en
á mánudagsmorgun 16. nóvember
var allri umferð beint fram hjá
göngunum og hafíst handa við að
útbúa þau í fyrsta skipti eins og
stríð væri í vændum.
Starfsmenn almannavarna hvílast og fá sér bjór.
Erlendum blaðamönnum var boð-
ið að litast um í fjallinu í upphafi
æfíngar. Herflutningabíll flutti okk-
ur frá lestarstöðinni í Luzem að
strætisvagnastöð í úthverfí borgar-
innar. Þaðan gengum við eftir
gangstétt að rammlegri hurð og
dyrum inn í fy'allið. Löng, mjó göng,
með stórum og litlum rörum til
hvorrar handar lágu inn í mann-
virkið í Sonnenberg. Þar voru
bláklæddir karlmenn, flestir á miðj-
um aldri, önnum kafnir við að leggja
fleiri rör og pípur, stilla stór tæki
oer flvtia hluti fram og aftur.
þeirra em þykkar stálplötur, sem
hægt er að fjarlægja, og undir þeim
em spor fyrir hliðin. Það á að taka
Qömtíu manns með fullkominn
tækjabúnað átta klukkustundir að
loka öllum hliðunum. Það tók Iengri
tíma en ætlað var að loka fyrsta
hliðinu á æfíngunni en tókst þó
áður en yfir lauk. 150 sm breitt
stálsteypuhliðið mjakaðist yfír göt-
una og stór hópur manna fylgdist
andaktugur með.
Inni í göngunum var byijað á að
setja upp þvotta- og salemisað-
stöðu. Pípumar þurftu að falla
urinn fyrir sjálf byrgin er geymdur
í húsakynnum þess og því þarf að
færa hann út og setja upp byrgin
áður en hægt er að fara sinna sjúk-
um og slösuðum í sjúkrahúsinu.
Komi til styijaldar verða stóm
hliðin ekki opnuð fyrr en öll hætta
er liðin hjá. Hliðardyr á fjallinu
verða notaðar til að komast inn og
út úr því. Loftvamarbyrgið hefur
sína eigin rafstöð, loftræstikerfi og
vatnsveitu, sem notar jarðvatn.
Fólk { því á að vera óhult gegn
efna- og kjamorkustríði, svo ekki
sé minnst á venjulegt stríð. Það á
-að koma með nesti fyrir þijá daga
með sér, en annars em neyðarmat-
arbirgðir á staðnum fyrir nokkra
daga. „Það deyr enginn úr hungri
þótt hann fái lítið að borða í nokkr-
ar vikur,“ sagði talsmaður varnar-
málaráðuneytisins. Hann gaf í skyn
að fólk gæti búið í fj^llinu allt upp
í mánuð án þess að komast út ef
nauðsyn krefði.
Samkvæmt landslögum eiga
sveitarfélögin í Sviss að sjá til þess
að allir íbúar þeirra hafi loftvarnar-
byrgi að leita í á hættutímum. Byrgi
fyrir 83% af íbúum landsins em
þegar tilbúin. Hér í kjallaranum hjá
mér í Zurich er til dæmis pláss fyr-
ir 14 manns á bak við sterklega
hurð. Við emm 10 í húsinu og not-
um byrgið sem geymslu á friðar-
tímum. Tæplega 70% íbúa Luzem
hafa loftvamarbyrgi heima hjá sér
eða í nágrenninu. En um þriðjungur
íbúanna, flestir úr elsta hluta borg-
arinnar, eiga að leita sér skjóls í
Sonnenberg. Þar verða einnig bæki-
stöðvar yfirstjórnar hersins og .
almannavama í Luzern.
Svissneskir karlmenn gegna her-
skyldu frá 18 ára aldri fram til
fímmtugs. Eftir það verða þeir að
taka þátt í almannavamakerfi
landsihs í 10 ár. Yngri menn, sem
geta ekki gegnt herskyldu af ein-
hveijum ástæðum, em einnig í
almannavamasveit þjóðarinnar.
Vamarmálaráðuneytinu reiknast til
að 650.000 manns séu í svissneska
hemum og 520.000 í almannavöm-
um. Eldri mennimir em kallaðir út
í tvo til þrjá daga á ári til að rifja
upp það sem þeir eiga að gera á
ófriðartímum. Bláklæddu garpamir
í Sonnenberg-göngunum vom slíkir
menn. Alls tóku 1.200 þátt í æfifig-
unni þar.
Hlutverk ganganna er einstakt
fyrirbæri á Vesturlöndum. Hug-
myndin að nýta þau sem loftvamar-
byrgi varð til þegar þau vom á
teikniborðinu fyrir um 20 ámm.
Luzern átti þá í vandræðum með
byrgi fyrir stóran hluta íbúanna,
en nú eiga þeir allir í ömggt skjól
að venda og ferðamenn í borginni
líka. Það kostaði 80 milljónir að
leggja göngin fyrir hraðbrautina og
40 milljónir til viðbótar að útbúa
þau sem hugsanlegt byrgi. Menn
deila um ágæti þeirra, en allir hljóta
að vona að reynslan leiði aldrei í
ljós hvort þau séu gagnleg fyrir
■annað og meira en umferð.
Texti: Anna Bjarnadóttir.
Eldhús er á þriðju hæð í 20.000 manns verður komið fyrir í risatrékössum, í hverjum Loftvamarbyrgið útbúið á hraðbrautinni.
„húsi“ í miðju fjallinu. kassa em 64 hólf hver.