Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 23

Morgunblaðið - 29.11.1987, Side 23
r MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 C 23 Ásgeir Ásgeirsson, forseti, í heimsókn til Siglufjarðar. Vinstra megin við hann (frá sjónarhomi skoð- Gamla kirkjan á Þormóðseyri, sem notuð var anda) Jón Kjartansson, bæjarstjóri, siðar forstjóri ÁTVR, hægra megin Einar Ingimundarson, bæjar- fram yfir 1930. Ný kirkja í Siglufirði var vígð fógeti, lengi þingmaður, nú bæjarfógeti í Hafnarfirði. 1932. (Mjög gömul mynd) SÝNING á gömlum ljósmyndum frá Siglufirði, sem Vig- fús Sigurgeirsson ljósmyndari tók, var opnuð í Ráðhúsinu á Siglufirði um helgina. Um 100 myndir eru á sýning- unni og vöru þær teknar á árunum 1925 til 1935 og í opinberum heimsóknum forsetanna Sveins Bjömssonar 1944 ogÁsgeirsÁsgeirssonar 1954 til Siglufjarðar. GunnarG. Vigfús- son ljósmyndari, sonur Vigfúsar hefur unnið myndimar og sett sýninguna upp. Vigfús Sigurgeirsson fæddist árið 1900 og nam ljósmyndaiðn hjá Hallgrími Einarssyni ljósmyndara á Akureyri árið 1920. Hann rak síðan eigin ljósmyndastofu þar í bæ frá 1923 til 1935. Á þeim árum kom hann oft til Sigluljarðar og tók mikið af ljós- myndum sem sýna bæði atvinnulíf og staðhætti. Vigfús fór til frekara náms í ljósmyndun og kvikmyndagerð, til Þýskalands og dvaldi þar veturna 1935 og 1936. Hann hélt ljósmyndasýningar í Hamborg, þar sem hann sýndi m.a. nokkr- ar þeirra mynda sem eru á sýningunni. Heimkominn frá Þýskalandi vorið 1936 settist Vigfús að í Reykjavík og rak þar ljósmyndastofu til dauðadags, 1984. Frá stofnun forsetaembættisins 1944 var Vigfús sérlegur ljós- myndari þess og ferðaðist með forsetunum í opinberum heim- sóknum þeirra, innanlands og utan. Gamlir skíðakappar frá Sigló: F.v. Jónas Ásgeirsson, nú sölumaður i Rvík, Jón Þorsteinsson, bifreiðastjóri í Siglufirði, Ketill Ólafsson, nú bifreiðastjóri Rvik og Alfreð Jónsson, lengi oddviti í Grímsey. Fyrsta forsetaheimsóknin í ágúst 1944. Fyrir miðju (hægra megin við lögregluþjón). Guðmundur Hannes- son, bæjarfógeti. Síðan Sveinn Björnsson forseti. Hægra megin við hann Þormóður Eyjólfsson, söngstjóri og konsúll. Að baki þeirra (milli hans og forseta) má sjá Gunnar Jóhanns, verkalýðsleiðtoga og þing- mann (með sixpensara). 4- Á síldarplaninu. Maðurinn sem sést framan í hægra megin miðju myndar er líklegaat sá þjóðfrægi síldarkóngur, Óskar Halldórsson. Gömul mynd af Nýja-Bíó — Viðbygging í smíðum. Á efri hæð þess var bíó-bar, dans- staður á síldarvertíðum fyrir margt löngu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.