Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 rokksíðan Umsjón: Andrés Magnússon Billy Joel popparfyrir sovéskan æskulýð TÍT -fr SEM KUNNUGT er verða vald- hafar f Sovótríkjunum œ poppaðri og að undanförnu hafa þeir feng- ið hvern Vesturlandapopparann á fætur öðrum tll þess að koma austur fyrir járntjald og kynna sovéskum æskulýð hnignun hins kapftalíska heims. Ekki fær þó hver sem er að koma og þurfa menn að ganga f gegn um nálar- auga sovóskra stjórnvalda. Billy Joel fékk að fara austur yfir síðastliðið sumar og hélt nokkra tónleika fyrir troðfullu húsi. Nú er búið að gefa upptökur af þessum tónleikum út og það er stuð á mínum. Aðal Billy Joels er vitaskuld góð- ar melódíur og þaer komast vle til skila á þessari plötu. Ekki svo að skilja að yfir skífunni ríki einhver lognmolia, síður en svo. Hér er það bandarískt gæðarokk, sem ræður ríkjum. Áplötunni leikur Joel öll helstu lög sín fyrr og síðar: Honesty, Innocent Man, Allentown, A Matt- er of Trust, Only The Good Die Young, Sometimes A Fantasy, Uptown Girl og Big Shot. Næstsí- ðast en ekki síst taka Joel og hljómsveit hans bítlalagið Back In The U.S.S.R. Uppklappslagið er svo gamla Dylan-lagið The Times They Are A Changin', en í því lagi leikur Joel einn á gítar. Þessi plata er góður þverskurð- ur af lögum Joels með skemmti- legri tónleikastemmningu í bland. Það sem gerir plötuna þó e.t:v. enn skemmtilegri er hinn rúss- neski túlkur, sem jafnharðan snarar orðum Joels yfir á rúss- nesku. Þetta er ekki besta tónleika- plata, sem maður hefur heyrt, en hún er sérstök og góðra gjalda verð. A.M. Sovóskur æskulýður poppar. Headon dæmdur fýrir heróín NICK „Topper" Headon, fyrrver- andi trumbuleikari bresku hljóm- sveitarinnar The Clash var fyrir slcömmu dæmdur í 15 mánaöa fangelsi fyrir aö hafa látið manni í tó herófn. Sá lóst af of stórum skammti efnisins. Maðurinn, Barry Waller, vargam- all vinur Headon, en lést hinn 7. febrúar sl. eftir að hafa neytt her- óíns, sem Headon útvegaði honum. Headon játaði að hafa látið Wall- er fá lítilsháttar af heróíni, en það var greinilega nóg samt. Kona Headons, Katherine, kvaðst sak- laus af heróínsölu, en var dæmd í þriggja mánaöa fangelsi fyrir að hafa haft heróín í fórum sínum. The Clash var ein fremsta hljóm- sveit pönksins og síðar nýbylgjunn- ar á áttunda áratugnum. Helstu plötur þeirra voru The Clash, Lon- don Calling og Sandinista, en sveitin lagði upp laupana snemma á þessum áratug. Nýjasta tækni og vísindi: Eru hátalara- stæðurnar úr sögunni? Hver sá sem stundað hefur rokktónleika aö einhverju marki ætti ab kannast viö þá veggi, sem hlaðnir eru úr risavöxnum hátölurum. Úr þeim streymir síðan afurðin, yfirleitt í grennd við 100 db eða þaðan af hærra. Nú Iftur hins vegar út fyrír það að þessir staflar verði brátt óþarfir því bandarískir vísinda- menn hafa fundlð upp nýja gerð af hátölurum, sem eru svo afl- miklir að eitt hátalarapar ætti að nægja f flestum tilvikum. Venjulega þurfa hljómleika- gestir aö sætta sig við alls konar galla á hljómflutningi — bjögun og suð — og stundum ekki neitt ef vindurinn blæs í öfuga átt. Auk þess hafa núverandi hátalarar takmörk hvað hávaða viðvíkur, því sé reynt að keyra þá of mikið eyðileggjast þeir einfaldlega. Hin vanalega lausn er því að hlaða upp hrauk af hátölurum, en raf- magnseyðslan eykst í réttu hlutfalli við fjöldann. Bandarískir vísindamenn hafa nú þróað nýja aðferð til þess að fá hljóð úr horni, sem þeir nefna Servodrive. Upphaflega átti að nota tæknina um borð í geim- stöðvum til þess að færa hluti með hátíðnihljóði, en fyrirtækið Intersonics í lllinois-fylki smíðaði Verða stæðurnar brátt fyrir bf? aðra gerð ætlaða til tónlistar- flutnings. Venjulegir hátalarar gefa frá sér hljóö í takt við rafbylgjur, en breytingar á segulsviðiriu um- hverfis pappann (eða plastið) ráða því hversu mikið og hratt hann hreyfist, en sú hreyfing veldur hljóðinu, sem við heyrum. Upp að vissu marki heyrist meira í hátalaranum eftir því sem raf- boðin eru sterkari og pappinn hreyfist lengra fram og til baka. Gallinn er sá að þegar komið er upp að 120 db hitna vírarnir um of og bráðna eða kveikja einfald- lega í hátalaranum, sem ekki er nógu gott. Nýja kerfið byggir á hinn bóg- inn á rafmagnsmótor, sem knýr hátalarann fram og aftur og er ekki bundið sömu takmörkunum og gamla kerfið. Bæði eru nýju hátalararnir mun kraftmeiri og nákvæmari en þeir gömlu og hefur muninum verið líkt við muninn á plötuspilara og leysi- spilara. Þeir draga mun lengra og þar að auki er mun auðveld- ara að dreifa hljóðinu eins og hver vill. Hér ræðir vafalítið um framtíð- ina, en samt eiga nú örugglega einhverjir eftir að sakna gömlu hátalarastæðanna, þó ekki væri nema vegna þess hve voldugar þær eru í útliti. Mammoth ósamt væntanlegum hljómborðsleikara sveftarinnar. Stór hljómsveit Mammoth Kapparnir á meðfylgjandi mynd eru í hljómsveitinni Mammoth, sem sagt er að hljóti að vera stærsta hljómsveit í heimi. að minnsta kosti að rúmmálil Hljómsveitin fer svo sannarlega ekki í felur með vaxtarlagið og í raun mun það vera einkenni henn- ar (nafnið Mammútur getur ekki verið tilviljun). Meðlimirnir eru m.a. John McCoy, en hann handlék bassann hjá lan Gillan (nú í Deep Purple) af mikilli snilld hér áður fyrr. söngvarann Vinnie Moore muna eflaust einhverjir eftir með Sam- son. Sagt er að rokkið sé í þyngra lagi hjá piltunum og skal það ekki efað. Fyrsta útgefna lagið heitir að sjálfsögðu „Fat Man“. Nr. Flytjandi—titill Venjul. verð Afslverð 1. Bjartmar Guðlaugsson - í fylgd með fullorðnun 899 809 2. Ríó Trió - Á þjóðlegum nótum 899 809 3. Bubbi Morthens - Dögun 899 809 4. Greifamir-Dúblíhom 899 809 5. Megas-Loftmynd 899 809 6. Grafik-Leyndarmál 899 809 7. LaBamba-Úrmynd 799 719 8. GeorgeMichael-Faith 799 719 9. Cock Robin - After here trough Midland 799 639 10. Madonna - You can dance 799 719 11. Rauðir fletir - Minn stærsti draumur 899 809 12. BeeGees-ESP 799 719 13. George Harrison — Cloud nine 799 719 14. Reynir Jónasson — Leikið tveim skjöldum 899 809 15. Lög Jóns Múla Árnasonar 899 809 16. Micael Jackson - BAD 799 719 17. Eurythmics-Savage 799 719 18. Model-Model 899 809 19. Hörður Torfason — Hugflæði 899 809 20. Bryan Ferry - Bete Noire 799 719 Tilboðvikunnar: Cock Robin - After here Through Midland Venjulegt verð: 799,- Tilboðsverð: 639.- Póstkröfuþjónusta. Rauðarárstíg 16 s. 11620 og 28316 Símsvari opinn allan sólarhringinn. Sími 28316. Goð þjónusta. SKAL LA^ ☆ STEINAR HF ☆ Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstíg, Strandgötu og Hagkaup, Kringl- unni. Póstkröfusími 11620 og 28316 (sfmsvari).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.