Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.11.1987, Qupperneq 46
46 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1987 félk í fréttum Morgunblaðið/Sverrir Séð yfir hópinn sem sótti listkynningn „Intemational Women of Reykjavík". Lengst til vinstri situr formaðurinn Linda Stillmann Zube og aftast stendur Hrafnhildur Schram, sem hélt fyrirlesturinn. „INTERNATIONAL WOMEN OF REYKJAVÍK“ Kynning á íslenskri list Intemational Women of Reykjavík" er félagsskapur sem er ekki ýkja þekktur hér, en hefur þó starfað af fullum krafti í Qögur ár. í félaginu eru mestmegnis er- lendar konur, allt frá eiginkonum sendiherra til ritara og einnig nokkrar íslenskar konur. Er til- gangurinn með félaginu að þær kynnist og skilningur erlendu kvennanna á íslensku fólki og þjóðlífí aukist. A vegum félagsins eru starfræktir tungumálahópar og sæikeraklúbbur. Þá stendur félagið einnig fyrir listkynningum og á þriðjudag héldu konumar fund þar sem íslensk list var kynnt. Pundurinn var haldinn í Galleríi List og kynnti Hrafnhildur Schram íslenska málaralist. Hún talaði með- al annars um fæðingu íslenskrar málaralistar, sagði það ákaflega mikilvægt að vita hvað á undan væri gengið þegar íslensk nútíma- list væri skoðuð, en í galleríinu var sýning á nútímaverkum nokkura íslensk'ra málara. Andy, með hönd undir kinn horfir dapurá aðdáendaskarann sem óx honum yfir höfuð. BRESKIR POPPAÐDÁENDUR Má bjóða ykkúr upp á tesopa? Æstir aðdáendur þykja afar þreytandi fyrirbrigði og það mun ungur söngvari á uppleið, Andy Bell, söngvari Erasure geta tekið undir. Hljómsveitin á þó nokkrum vinsældum að fagna og hafa aðdáendur Andys tekið upp á þeim leiða sið að hanga fyrir utan heimili hans og gildir einu hvort dagur er eða nótt og hvort veður eru válynd eður ei. Andy er ungur að árum og hafði ekki tileinkað sér þá leiðindaframkomu sem sumar stjömumar sýna þolinmóðum aðdáendum. Dag einn bauð hann því þeim er héngu fyrir utan, inn til sín og bauð þeim upp á te. Aðdáendumir sem ekki voru margir, þáðu boðið með þökkum og drukku teið í góðu yfirlæti. Gerðist þetta nokkrum sinnum og fjölgaði sífellt þeim er fréttu af tesamsætinu. En þegar fjöldinn var kominn upp í rúmlega 50 manns þótti Andy nóg komið og sagði því tedrykkju lokið. íhugar hann nú að flytja í rólegra umhverfí, en aðdáendumir sitja fyrir utan og bíða. Og bíða. BREZKA KONUNGSFJÖLSKYLDAN Nokkrar skemmtisögiir Fréttir af kóngafólki þykja víða vinsælt efni hjá fjölmiðlum og ekki á þetta sízt við um brezku konungsfjölskylduna. Svo mikið er víst að hér á f slandi vita fiestir eitthvað um Elisabetu drottningu, böm hennar, tengdaböm og bamaböm. En á nýliðnu sumri kom út bók í Bretlandi sem nefnist á tungu þarlendra „The Royal Family Quiz & Fact Book“, eða bók með upplýsingum og staðreyndum um konungsijölskylduna. Bókin er skrifuð í léttum dúr og er uppfull af lítt þekktum sögum af þessari þekktu fjölskyldu. Fara hér á eftir örfáar þeirra. 1. Áður en Karl prins af Wales kvæntist lafði Díönu Spencer virtist hann meira en lítið hrifínn af Davinu Sheffield, en því ævintýri lauk skyndilega þegar brezku blöðin birtu orðróm um að efast mætti um skírlífí hennar. Hvort sem þessi orðrómur átti við rök að styðjast eða ekki, þá kom hann í veg fyrir að hún gæti nokkru sinni hlotið samþykki sem væntanleg eiginkona verðandi konungs Bretlands. 2. Eitt sinn íhugaði prinsinn af Elísabet fl, 5 ára með prakkarasvip. Wales að kvænast lafði Diönu Spencer, en hætti við og kvæntist þess í stað Augustu prinsessu. En sá prins og sú lafði Diana voru ekki þau sem nú eru svo oft í fréttunum. Prinsinn þessi var Friðrik Louis, en faðir hans, Georg II., var konungur árin 1727-60. 3. Elizabet drottning safnar frímerkjum. Sonur hennar, Karl prins, er í hópi þeirra fáu sem safnagömlum klósettsetum. 4. Þegar Andrew prins fæddist kom upp orðrómur um að hann Anna og Mark Philips brosa blítt. Ekki ber hann mikinn svip af móður sinni blessaður drengur- inn hann Carolo sem þarna heldur utan um elskuna sína, hana Drew, en það hefur heldur tognað úr henni síðan við sáum hana i ET. KÆRUSTUPÖR Carolo og Drew eru orðin stór Hvað er það sem tengir þau Sophiu Loren og ET saman? Það eru blessuð bömin. Carolo Ponti, sonur Sophiu Loren og Carlo Ponti, er nú kominn á giftingarald- urinn, orðinn fullra 18 ára. En hugsi ungar stúlkur á svipuðu reki sér gott til glóðarinnar skal þeim bent á að drengurinn er nú þegar lofað- ur, þó ungur sé. Það er Drew Barrimore sem hefur fangið hjarta hans, en hún hefur unnið sér það helst til frægðar að hafa knúsað sjálfan ET. Er Carolo hennar fyrsti kærasti enda stúlkan einungis 15 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.