Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR 283. tbl. 75. árg. Spánn: STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsuis Ellefu falla í sprengjuárás Saragoua, Spáni. Rcuter. ELLEFU manns létust og að minnsta kosti 34 sœrðust þegar sprengja sprakk í bifreið fyrir utan herbúðir i borginni Sara- gossa á Norður-Spáni í gær. Aðskilnaðarsamtök Baska (ETA) eru sökuð um að hafa komið sprengjunni fyrir. Á meðal hinna látnu voru Qögur böm, þtjár konur og tveir þjóð- varðliðar. í herbúðunum bjuggu fimmtíu fjölskyldur auk fjörutíu einstaklinga. Margir af þeim vom í herskóla Saragossa-borgar. Þetta var mesta hryðjuverk á Spáni síðan aðskilnaðarsinnar Baska komu sprengju fyrir utan við verslun í Barcelona í júní en þá lét 21 maður lífíð. Vitni segja að sprengjan hafí sprungið í þann mund er þjóðvarð- liði tók eftir gmnsamlegri bifreið fyrir utan herbúðimar. Síðan sáust hermdarverkamennimir aka með hraði af vettvangi. Flóttabifreiðin fannst síðar mannlaus. Aðskilnaðarsamtök Baska hafa haft hljótt um sig um skeið og tengdu sérffæðingar það því að í Alsír hafa undanfarið farið fram viðræður milli útlægra leiðtoga Baska og spánskra stjómvalda um leiðir til að binda enda á 19 ára langa blóðuga baráttu Baska fyrir sjálfstæði. Slökkvilið og björgunarmenn leita að fómarlömbum sprengju- árásar á herbúðir í Saragossa á Norður-Spáni. Aðskilnaðarsam- tök Baska hafa verið sökuð um að standa fyrir árásinni sem varð tíu manns að bana. Reuter Ronald Reagan um viðræður sínar við Gorbatsjov: Geimvamaáæfhmm stend- ur ekki í vegi afvopmmar Niðurstöðum leiðtogafundarins fagnað í Briissel og Austur-Berlín Washington, Briissel, Austur-Berlín. Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti sagði í gær að leiðtoga- fundurinn í Washington hefði leitt til þess að geimvarnaáætlun- Noregur: Sala ríkisskulda- bréfa í rannsókn ÓsI6. Reuter. NORSKA lögreglan er nú að kanna hvort rétt er, að rikis- skuldabréf fyrir fjóra milljarða nkr., um 23 mil(jarða ísl. kr., Járnbrautarslys í Egyptalandi: Tugir skóla- barna farast Kairó, Reuter. ÓTTAST er að 52 böm hafi látið lífið og 80 slasast í gærkvöldi er skólabifreið og jámbrautalest rákust saman nærri Kaíró, höf- uðborg Egyptalands. Að sögn lögreglu vom um 150 böm í bflnum sem ætlaður var 42. Þau vom á leið heim úr skólaferða- lagi. Þetta er annað slysið í vikunni í Egyptalandi sem verður við árekstur lestar og bifreiðar. Fjórir lögreglumenn létust og 13 slösuð- ust fyrir viku er lögreglubifreið ók í veg fyrir neðanjarðarlest í höfuð- borginni. hafi verið seld með ólöglegum hætti erlendis. Kom þetta í gær fram hjá forstöðumanni banka- og verðbréfaeftirlitsins í Nor- egi. Erling Selvig, forstöðumaður banka- og verðbréfaeftirlitsins, sagði, að gmnur léki á, að erlend tryggingafélög hefðu á ámnum 1984 og ’85 selt útlendum fjárfest- endum norsku ríkisskuldabréfin en þau bera mjög háa vexti. „Ef rannsókn lögreglunnar leiðir í ljós, að stundaður hafí verið skipulagður útflutningur á norsk- um ríkisskuldabréfum, þá er um mjög alvarlegt mál að ræða,“ sagði Selvig. Frá árinu 1983 hefur verið bannað að selja útlendum Qárfest- endum norsk skuldabréf en þó með þeirri undantekningu, að erlend tryggingafélög, sem starfa í Nor- egi, mega kaupa þau til að verða sér úti um norskan gjaldeyri. í heimildarskjali seðlabankans, sem jafnan fylgir bréfunum, er hins vegar skýrt tekið fram, að bréfín megi ekki fara úr landi. in væri ekki lengur Þrándur 1 Götu samkomulags um lang- drægar flaugar. Kröfu Sovét- manna um að settar verði skorður á geimvamaáætlunina hefur verið „ýtt til hliðar," sagði Reagan á fréttamannafundi. Þessi ummæli Reagans eru mun afdráttarlausari en yfirlýsingar bandarískra embættismanna eft- ir ieiðtogafundinn. Frammámenn risaveldanna eyddu gærdeginum í að greina bandamönnum sínum frá helstu niðurstöðum leiðtogafundarins. Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtogi hélt til Austur-Berlínar og í Briissel fundaði George Shultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna með starfsbræðrum sínum í Atlantshafs- bandalaginu. Shultz sagði að hann myndi hitta Eduard Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna þrisvar að máli fram að næsta leið- togafundi í Moskvu í maí eða júní. í Moskvu yrði væntanlega undirrit- að samkomulag um helmingsfækk- un langdrægra vopna. Utanríkisráðherrar NATO sam- þykktu f gær yfírlýsingu um niðurstöður leiðtogafundarins. í henni sagði meðal annars að sam- komulagið um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamaflauga á landi (INF-sáttmálinn) hefði verið „í fullu samræmi við öryggishags- muni bandalagsins". Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjanna voru hvattir til að staðfesta sáttmálann við fyrsta tækifæri. Einnig var vænst frekari árangurs í afvopnun- armálum, einkum samkomulags um helmingsfækkun langdrægra flauga á næstunni. Því var einnig fagnað að Sovétmenn hefðu sýnt banni við notkun efnavopna aukinn áhuga. í Briissel gerðu Bandaríkin og fímm NATO-ríki með sér samkomu- lag í samræmi við INF-sáttmálann um að Sovétmenn fengju að fylgj- ast með því að honum væri fram- fylgt í viðkomandi ríkjum. Sambærilegt samkomulag var einnig gert í Austur-Berlín á fundi Varsjárbandalagsríkja, miili Sovét- manna, Tékka og Austur-Þjóðverja. Leiðtogar Varsjárbandalagsins fögnuðu afvopnunarsamkomulagi risaveldanna en lýstu jafnframt nokkrum áhyggjum sínum vegna þess að teikn væru á lofti vestan- tjalds um að NATO færði út kvíamar á öðrum sviðum vopnabún- aðar en þeim sem falla undir INF-sáttmálann. Gorbatsjov sagði í skálaræðu að samkomulagið sem undirritað var í Washington væri „meðal mikilvægustu heimssögu- legra viðburða frá því eftir stríð". Reuter Míkhail Gorbatsjov heilsaði Erich Honecker leiðtoga komm- únistaflokks Austur-Þýskalands innilega þegar þeir hittust í gær í Austur-Berlín. Atlantshafsbandalagið: Wörner útnefndur framkvæmdastj ór i Brdssel, Reuter. Utanríkisráðherrar 16 Atl- antshafsbandalagsríkja út- nefndu í gær Manfred Wörner vamarmálaráðherra Vestur- Þýskalands næsta fram- kvæmdastjóra bandalagsins. Þann 1. júlí á næsta árí mun Wömer taka við af Carrington lávarði sem gegnt hefur emb- ættinu undanfarin fjögur ár. Þessi ákvörðun kom ekki á óvart eftir að Káre Willoch fyrrum forsætisráðherra Noregs dró framboð sitt til baka fyrir skömmu. Wömer sem er óþreyt- andi talsmaður aukinna útgjalda til hermála til að efla vamir NATO naut frá upphafí stuðnings lyk- ilrikja í bandalaginu til embættis- ins. Bandarflqamenn og Bretar hafa sagt að tími sé til kominn að tekið sé tillit til lykilstöðu Vest- ur-Þýskalands innan NATO vegna landfrasðilegrar legu þess í fremstu víglínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.