Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
Leikið með birtu og’blæ-
brigði ljóss o g skugga
Rætt við Aðalstein Ingólfsson listfræðing um bók hans um Kristínu Jónsdóttur
AÐALSTEINN Ingólfsson list-
fræðingur hefur skrifað bókina
Kristín Jónsdóttir - Listakona
i gTÓandanum, sem nýlega kom
út hjá _ Bókaútgáfunni Þjóð-
sögu. í tilefni þess ræddi
Morgunblaðið við Aðalstein um
bókina og líf og list Kristínar,
sem var fyrst íslenskra kvenna
til að gera myndlistina að ævi-
starfi. Aðalsteinn var fyrst
spurður að því hvernig bókin
varð til.
„Ég vissi ekki mikið um
Kristínu Jónsdóttur áður en Haf-
steinn Guðmundsson hjá Þjóðsögu
fór þess á leit við mig að ég skrif-
aði bók um hana,“ sagði hann.
„Ég hreifst mjög af sýningu á
verkum hennar 1980, en vantaði
allar upplýsingar um Kristínu til
að setja þetta í samhengi.
Smám saman fékk ég mikinn
áhuga á verkefninu og eftir því
sem ég fræddist meir um líf og
myndlist þessarar konu því hrifn-
ari varð ég af henni."
Aðalsteinn sagði að það hefði
auðveldað sér mjög vinnuna að
ættingjar Kristínar höfðu ljós-
myndað ein 400 verk fyrir sýning-
una 1980 og búið til spjaldskrá
með upplýsingum um þær. Þetta
hafi verið mjög góður grunnur að
byggja á og sparað honum um
hálfs árs vinnu. Hann fékk ótak-
markaðan aðgang að öllum
plöggum Kristínar í fórum ætt-
ingjanna og talaði við fólk sem
þekkti hana. Þar á meðal marga
sem voru heimagangar á heimili
Kristínar og Valtýs Stefánssonar
á Laufásveginum.
„Það er mjög gleðilegt að geta
dregið fram í dagsljósið upplýs-
ingar um það sem hefur verið að
gerast í íslenskri myndlist á þess-
um tíma. Mér þótti einnig
ánægjulegt að komast að ein-
hveiju sem jafnvel nánustu
ættingjar vissu ekki um. En hlut-
verk mitt var aðallega að afla
upplýsinga um Kristínu, fá þær
staðfestar og draga þær fram í
dagsljósið, en ég gerði minna af
því að leggjast í djúpvitrar túlkan-
ir á verkum hennar," sagði
Aðalsteinn.
Sterkur og ákveðinn
persónuleiki
„Kristín setti helst aldrei ártal
á myndimar og í mörgum tilfell-
um ekki einu sinni upphafsstafí
sína. Þetta er bagalegt fyrir allar
rannsóknir á ferli hennar vegna
þess að hún þróaðist mjög hægt
og virtist öðru hvoru staldra við
og fara til baka í gamalt tema
eða tækni og bera saman við það
sem hún var að fást við. Þetta
hefur vafalaust haft mikla þýð-
ingu fyrir hana, en það er óvenju-
legt að listamenn þróist á þennan
hátt.“
-Hvemig manneskja var
Kristín?
„Kristín var sterkur og ákveð-
inn persónuieiki. Hún gerði aldrei
tilkall til að vera tekin neitt öðm
vísi en aðrir myndlistarmenn. Hún
var listamaður og jafningi ann-
arra listamanna hvort sem það
voru konur eða karlmenn. Aðrir
listamenn báru mikla virðingu
fyrir henni.
Eftir að hún kynnist Valtý Stef-
ánssyni hélt hún sjálfstæði sínu.
Það kemur fram í bréfum hennar
að hún gaf ekkert eftir, hvorki
hugsjónir né þarfír. Þegar starfi
Valtýs lauk í Danmörku 1918
hafði hún lokið námi í Akade-
míunni. Nám Valtýs miðaði að því
að hann myndi starfa á íslandi
og ég býst við að á þessum tíma
hefði þótt eðlilegt að kona fylgdi
manni sínum. En það stóð alls
ekki til hjá Kristínu að flytja strax
til íslands. Hún ætlaði sér að hefja
sinn feril í Danmörk og sættust
Morgunblaðið/Þorkell
Aðalsteinn Ingólfsson flettir
bók sinni Kristín Jónsdóttir -
Listakona í gróandanum
þau á að búa sitt í hvom landinu
um tíma.
Aðstæður voru
Kristínu í hag
Kristín tók myndlistina strax
sem sitt ævistarf og gaf ekkert
eftir. Hvergi er að finna í bréfum
að Valtýr hafi iðrast þess og virð-
ast þau hafa komist að þessu
samkomulagi og þótt það sjálf-
sagt.
Þau fluttu siðan til Islands árið
1924 en þá hafði Valtýr fengið
starf sem ritstjóri Morgunblaðs-
ins. Þá virðist Kristín hafa tekið
það sem sjálfsagðan hlut að flytja
heim. Hún hafði þá haldið nokkr-
ar sýningar.
Eitt fyrsta verk þeirra eftir að
heim komu var að láta byggja
húsið á Laufásveginum. Þar er frá
upphafí gert ráð fyrir vinnustofu
fyrir Kristínu á efri hæðinni.
Kristín viðurkenndi alltaf að
hún var einstaklega lánsöm þegar
Elín Óladóttir réðst til þeirra sem
ráðskona. Þetta gerði Kristínu
kleyft að vinna að list sinni án
þess að þurfa að hafa áhyggjur
af heimilisstörfunum. Kristín var
sem sagt ákveðin kona og fylgin
sinni köllun en aðstæðumar vom
henni einnig í hag.
Það má segja að Kristín hafi
gegnt nokkurs konar móðurhlut-
verki hjá listamönnum, bæði af
hennar eigin kynslóð og einnig
yngri listamönnum. Heimili henn-
ar og Valtýs var opið og ekki var
farið í manngreinarálit eða fólk
flokkað eftir stjómmálaskoðun-
um.
Ákveðni Kristínar lýsir sér
einnig í því að hún lét sig varða
ýmis mál listamanna og tók af-
stöðu til þeirra. Eitt sinn skrifaði
hún greinar í Morgunblaðið um
málefni listamanna. Það hlýtur
að hafa verið óþægilegt fyrir
Valtý ritstjóra, enda stönguðust
skoðanir Kristínar á við skoðanir
blaðsins á málinu. En þau hjónin
virðast hafa náð að stilla strengi
sína vel saman. Ég tel það vera
þeim báðum til hróss. En mörgum
þótti Kristín vera allt of sjálf-
stæð.“
Uppstillingarnar og
blómamyndirnar góð-
ar
-Hvað kom þér mest á óvart í
sambandi við Kristínu?
„Það sem gladdi mig mest og
kom mér mjög á óvart var hve
uppstillingar hennar og blóma-
myndirnar voru góðar. I heildina
séð eru þessar myndir með því
sterkasta og merkilegasta sem
hún gerði. Hún notar einföld
mótív til að kryfja til mergjar
ýmis vandamál sem hún notar
síðan í stærri verkum. Mér fínnst
þessar myndir með því albesta
sem íslenskur myndlistarmaður
hefur afrekað. Þetta eru heil-
steypt verk sem hafa sérstaka
eiginleika. Þar er leikið með birtu
og blæbrigði ljóss og skugga og
leitar þetta mjög á mann.
Þegar Kristín er farin að þrosk-
ast og komin frá því að nota liti
til að fylla upp form verða litimir
ljósgjafi í myndum hennar. Hún
notar liti til að varpa birtu á allt
sem gerist í myndinni.
Það kom mér líka á óvart hvað
Kristín var sterkur listamaður,
ákveðin og sjálfri sér samkvæm
í listinni. Einnig var hún fjöl-
hæfari en hún hefur fengið orð
fyrir að vera. Hún hannaði til
dæmis húsgögn og málaði þau.“
-Hvað heldur þú að hafi orðið
til þess að Kristín ákvað að læra
myndlist?
„Það er erfítt að segja. Mikið
hagleiksfólk var í ætt Kristínar
og hún hélt sig oftar í trésmiðju
föður síns, en í eldhúsinu hjá
móður sinni. Hún virðist hafa
fengið að leika sér að öllu sem
þar var. En líklega hefur dvöl
hennar í Reykjavík, er hún nam
hússtjóm, haft mikil áhrif á hana.
Þá hefur hún eflaust séð verk
ýmissa ungra málara_ svo sem
Ásgríms Jónssonar. Á þessum
ámm hélt Kjarval einmitt sína
fyrstu sýningu. Einnig benda líkur
til þess að hún hafi lært eitthvað
af Stefáni Eiríkssyni myndskera
á þessum árum.
Þyrfti að vera til rann-
sóknarsjóður
-Að lokum Aðalsteinn. Telur
þú nauðsynlegt að skrá ævi og
feril íslenskra listamanna?
„Já, en það er óskaplega mikið
ógert í þeim efnum ennþá. Við
vitum grátlega lítið um ýmsa
burðarása í íslenskri listasögu.
Vandinn er sá að það er dýrt að
gefa út svona bækur og þær em
ekki metsölubækur. Þær krefjast
mikillar undirbúningsvinnu sem
útgefendur em yfirleitt tregir til
að greiða fyrir. Til þess að gera
mönnum kleift að vinna svona
verk þyrfti að vera til rannsóknar-
sjóður, sem veitti fék til rannsókn-
anna.“ : „
ÁHEIT
TIL HJÁLPAR
Gíróraúmer
6210 05
KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN
ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVlK
S 62 10 05 OG 62 35 50
ALtT
Á HREINU
MEÐ
&TDK