Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Hnlips Sfónvörp 20” með þráðlausri fjarstýringu SSSBs- Litir:Svartoggratt. . ISD VERÐ AÐEINS KR. 20” án fjarstýringar minni. Statræn ( öllum stillingum, ofl. oti. Litir: Hnotaoggratt. VERÐ AÐEINS KR. 16” ferðasjónvarp an fjarstýringar _ wssöSS" j§J| Litir: svart og grátt. El verðaðeinskr. _ ANP- 405. s t r a ifmtn e yt? ^ s u rna rbu s t a ö i n n Tengist meöstraumb^i íl2wltab^lge^ ofl. Litur: svart og grátt. VERÐ AÐEINS KR. 990.- Verö eru miðuð við staðgreiðslu MEÐSPENNUBREYTIAÐEINSKR. 31.980.- ^ HeimilistæKihf SIM.-.691S1S & HAFNARSTRÆTI 3-' FRJÁLS Á KROSS- GÖTUNUM Bókmenntlr Jóhanna Kristjónsdóttir Halla Linker: Uppgjör konu. Endurminningar. Útg. Iðunn 1987 Sennilega gerum við flest, okkur strax á unga aldri, einhveijar hug- myndir um, hvað við ætlum að verða, þegar við erum orðin stór. Kannski lögga eða sjúkrakona. Kannski jólasveinn. Sjaldnast er þessu nú fylgt eftir; þegar út í alvör- una er komið. An efa dreymir marga um frama og ferðalög. ífyrir nú utan hjónabandssæluna. Þær hugrenningar eru óskilgreinanleg- ar, því að hamingjuna er ekki auðvelt að afgreiða á einu bretti. Né heldur mætir hún á svæðið í eitt skipti fyrir öll; við þurfum að hafa mikið fyrir að halda henni hjá okkur og tekst það misjafnlega. Og í öllum blundar einhvers konar þörf eftir ævintýrum, þótt við hugsum þetta, hvert á sinn hátt. í margra augum er Halla Linker eins konar ævintýraprinsessa, fal- leg og broshýr. Giftist spennandi manni, eignaðist sætan strák og ferðaðist í vellystingum praktug- lega um allan heim og var fræg í sjónvarpi vestanhafs. Hún hefur nú sent frá sér bók um lífshlaup sitt og þar kennir fleiri grasa en mig óraði fyrir. Ung, ljóshærð, ósjálfstæð og nýútskrifuð úr menntaskóla kynnist hún efnilegum og áQáðum banda- rískum kvikmyndatökumanni og það er eins og við manninn mælt; hvort sem henni finnst nú í endur- minningunni að hún hafi verið hrifin af honum eða ekki, að fáeinum vik- um liðnum eru þau gift. Og við tekur líf, sem var öllu erfiðara en hún hafði búizt við, því að ekki var peningum fyrir að fara og þrátt fyrir útsjónarsemi og dugnað eigin- mannsins að útvega þeim auglýs- ingar og vinnu hefur ekki verið neitt sældarbrauð að detta nánast óforvarendis inn í það líf sem beið hennar. En svo fer að rofa til og verkefn- in verða æ meiri og spennandi. Heimsreisan með bamið á fyrsta árið, hefur vitanlega verið mikil og erfið reynsla, hrein þrekraun. En síðar kemur að því að tíminn leysir okkur frá beizkjunni og við sjáum þetta - ekki endilega í rómantísku ljósi - en getum alla vega notið. Það er betra en ekki. Jafnvel þótt það sé leiðinlegt að geta ekki notið fyrr en eftir á. Frásagnimar af ferðalögum þeirra hjóna og drengsins, eftir að þau hafa nú fest sig í sessi og sjá um vikulegan sjónvarpsþátt, em framúrskarandi skemmtilegar og upplýsandi. Athygli Höllu beinist að svo ótal mörgu og hún nýtur Halla Linker lífsins fram í fingurgóma. Og það gerir lesandi líka, því að frásögnin er svo lifandi. Velgengnin þegar fram líða stundir, virðist aldrei stfga henni til höfuðs og hún gerir létti- lega grín að fínheitum og snobbi. Og sjálfa sig tekur hún mátulega alvarlega. Kaflamir í seinni hlutanum, eft- ir að Halla er orðin ekkja og hún fer að skynja og upplifa sjálfa sig á nýjan hátt og upplifa tilfínningar, sem hún hefur aldrei kynnzt áður. Þessar hugleiðingar Höllu era góð lesning og vitna um vitra konu. Og rómantíska. Þótt hún slái þar á létta strengi jafnframt. Það er ávinning- ur að þeirri fi-ásögn og fagna má hispursleysi sem aldrei fer þó út í öfgar, að mínum dómi. Það sem ég var ekki alls kostar sátt við var lýsing hennar á tengda- móðurinni. Sýnilega hefur sú fuil- orðna reynt á þolrifin í henni, en það hefði ekki sakað að líta kelling- una af ögn meiri kímni. Ég er öldungis ekki viss um, að Halla Linker hefði orðið ánægðari eða betri manneskja, þótt líf hennar hefði farið í annan farveg en raun- in varð á. Það má vel vera, að eiginmaður hennar hafi verið ráðríkur og afbrýðissamur, en frá- sagnir hennar af því geta ekki hneykslað neinn. Því að hér er far- ið smekklega með viðkvæmt mál. Hún hefur þrátt fyrir allt grætt, sem manneskja, á lífi þeirra saman og hún fer ekki dult með, að hún mat hann mikils og hún gerir sér mæta vel grein fyrir því góða í sam- búðinni. Enda strikar enginn út tuttugu og átta ár úr lífinu sínu. Halla hefði kannski ekki orðið jafn sterk manneskja ef hún hefði ekki gengið í gegnum sínar þrengingar. En hér er engin píslarvottur að segja sögu sína og það hvarflar ekki að mér að það sé ætlun henn- ar. Hún kemur sögunni til lesanda á viðfelldin og læsilegan hátt, svo að það er álíka ávinningur fyrir okkur að lesa hana og fyrir hana að hafa skrifað þessa bók. ■ Kennarasamband íslands og stjómvöld: Viðræður um nýja kjarasamn- inga hefjast eftir áramót VIÐRÆÐUR Kennarasambands Islands og stjórnvalda um nýja kjarasamninga hefjast eftir ára- mót og vinnur nú kjararáð KÍ að mótun kröfugerðar & grundvelli tillagna starfskjaranefndar KÍ, fjármálaráðuneytis og mennta- málaráðuneytis, en nefndin var skipuð samkvæmt ákvæði I siðustu kjarasamningum aðila. Náist samningar ekki verður gildandi samningi sagt upp með 15 daga fyrirvara, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, sem KÍ hefur sent fjölmiðlum. Starfskjaranefnd hefur lokið störf- um og í tillögum hennar er meðal annars lögð áhersla á eftirfarandi: Hækkun launa kennara frá því sem nú er, bætta vinnuaðstöðu í skólum, málefni skóla í dreifbýli, að starfsald- urshækkanir komi fyrr en nú er og fullum starfsaldri verði náð eftir 10 ára starf, vinnuálag kennara verði jafnað með þvi að kennsluskylda þeirri verði mismunandi og flölgun námsorlofa. Að lokum segir í fréttatilkynning- unni: „Kennarasamband íslands fagnar þeim skilningi sem fram hef- ur komið í starfskjaranefnd að auka þurfi til muna fjármagn til skóla- starfs, bæta kjör félagsmanna KÍ og hækka föst laun þeirra". Félagar í Kennarasambandi ís- lands era einkum kennarar í grann- skólum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.