Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Serenaða eftir Moz- art í Kristskirkju TÓNLEIKAR verður haldnir i Kristskirkju, Landakoti, sunnu- daginn 13. desember kl. 15.30. A tónieikunum verður flutt Seren- aða eftir Mozart. Aðventuhátíð í Æfingadeild Kennarahá- skólans FORELDRA- og kennarafélag Æfingadeildar Kennaraháskóla íslands heldur aðventuhátíð sunnudaginn 13. desember. Há- tíðin hefst kl. 17.00. Á aðventuhátíðinni les guðfræði- nemi hugvekju og Jakob Þór Jakobsson leikari les jólasögu. Einnig syngur skólakórinn jólalög og leikið verður leikrit. Blásarakvintett Reykjavíkur, þ.e. þeir Bemharður Wilkinson flautu- leikari, Daði Kolbeinsson óbóleikari, Einar Jóhannesson klarinettleikari, Joseph Ognibene homleikari og Hafsteinn Guðmundsson fagottleik- ari, hefur fengið til liðs við sig níu félaga úr Sinfóníuhljómsveit Islands til að leika Kvöldlokkur á vegum Tónlistarfélags Kristskirkju. Viðfangsefni þeirra er Serenaða í B dúr, K 361 eftir Mozart, fyrir 13 blásturshljóðfæri og kontra- bassa. í fréttatilkynningu segir að verkið sé það viðamesta og lengsta sem Mozart samdi fyrir blásara: 2 óbó, 2 klarinett, 2 bassahom, 4 valdhom, 2 fagott, kontrafagott og kontrabassa. Þykir hljómur hennar fagur og frumlegur, og næsta ein- stakur í þessum flokki tónverka. Þetta er í fyrsta sinn sem Serenað- an er flutt hér á landi í heild og með fullri hljóðfæraskipan. Sjö systkim syngja á hljómplötu Á KROSSGÖTUM nefnist hljóm- plata með trúarlegum söngvum sem nýkomin er út hjá útgáfunni Krossgötur. Á plötunni syngja sjö systkini á aldrinum 19-35 ára, þau Hrefna, Ingibjörg, Sigríður, Sólveig , Þórey, Karl og Loftur Guðnabörn. Þau semja einnig flesta texta plötunnar, ásamt móður sinni, Jóhönnu Karlsdótt- ur. „Við systkinin höfum öll alist upp við söng svo að segja frá fæðingu." sagði Ingibjörg Guðnadóttir í sam- tali við Morgunblaðið. „Faðir okkar, sem nú er dáinn, var yfirleitt laga- höfundurinn, og mamma samdi texta, og við höfum komið víða fram á vegum Krossins með trúarlega tónlist." Flestir textamir á plötunni eru eftir þau systkinin, og móður þeirra, og sagði Ingibjörg að sér fínndist trúin gefa tónlistinni aukið gildi. „Við höfum eitthvað til að syngja um, ekki bara eitthvað merkingarlaust út í loftið. Við höf- um ákveðinn boðskap fram að færa, og vonandi hlustar fólk á það sem við höfum að segja." Flest laganna á plötunni eru eft- ir Birgi Jóhann Birgisson, sem sá einnig um allar útsetningar, lék á hljómborð og stjómaði upptökum. Aðrir hljóðfæraleikarar em Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem, Jó- hann Ásmundsson, Kristinn Sva- varsson og Steingrímur Guðmundsson. Hljómplatan var hljóðrituð í Stúdíó Stefí. Systkinin sem syngja á hljómplötunni Á Krossgötum, f.v. Loftur Guðnason, Þórey Borg Guðnadóttir, Hrefna Guðnadóttir, Sólveig Guðnadóttir, Sigríður Guðnadóttir, Ingibjörg Guðnadóttir og Karl Guðnason. Niðurstoður Washington- fundarins ALBERT Jónsson stjórnmála- fræðingur og framkvæmdastjóri Öryggismálanefndar talar um niðurstöður leiðtogafundarins í Washington á fundi SVS og Varðbergs í hádeginu i dag. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal Hótel Sögu og verður húsið opnað 12 á hádegi. INNLENT MIÐILSHENDUR EINARS Á EINARSSTÖÐU M Athugasemd um fyrsta geisladiskinn Hr. ritstjóri. Að gefnu tilefni vill Kór Lang- holtskirkju koma eftirfarandi á framfæri: Undanfama daga hafa ítrekað birst fréttir frá Polýfónkómum þess efnis, að hann hafí gefíð út fyrsta íslenska geisladiskinn með sígildri tónlist, þ.e. óratoríunni Messías eft- ir Handel. Við eftirgrennslan kom í ljós að þessi útgáfa er hvergi fáan- leg í hljómplötuverslunum. Miðilshendur Einars á Einarsstöðum BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg hefur gefið út bókina „Miðils- hendur Einars á Einarsstöð- um“. Bókin er gefín út til minningar um læknamiðilinn landskunna Einar Jónsson á Einarsstöðum, sem lést fyrir nokkm. Hún er einn- ig þakklætisvottur þeirra fjöl- 'mörgu sem telja sig eiga honum þakkir að gjalda. í bókinni segja þijátíu menn frá reynslu sinni af læknamiðlinum og staðfesta allir lýsingar sínar með eiginhandamndirskriftum. Erlingur Davíðsson, rithöfundur á Akureyri, skráði meginhluta bókarinnar og bjó hana til prent- unar. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson ritar grein um Einar og störf hans. Bókin sem Skjaldborg sendir nú á markað er þriðja útgáfa bók- arinnar. Kór Snæfellinga- félagsins með jólatónleika KÓR Snæfellingafélagsins í Reykjavík verður með jólatón- leika í Kirkju óháða safnaðarins við Háteigsveg sunnudaginn 13. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Á tónleikunum á sunnudaginn flytur kórinn ýmis verk, m.a. eftir Bach, Mozart og Schubert. Söngstjóri kórsins er Friðrik S. Kristinsson og undirleik annast Þóra V. Guðmundsdóttir. í útgáfustarfsemi almennt mið- ast útgáfudagur við þann dag er vömnni hefur verið dreift fullgerðri í verslanir. Gildir þetta að sjálf- sögðu einnig um hljómplötur og geisladiska. Geisladiskur Pólýfón- kórsins er því, þegar þetta er ritað, 10.12., ekki kominn út, enda segir á veggspjaldi frá kómum að út- gáfan verði þann 12. desember. Þótt metnaður Kórs Langholts- kirkju beinist fyrst og fremst að vönduðum tónlistarflutningi, en ekki að því að safna öðmm skraut- fjöðrum í hattinn, viljum við gjaman gera grein fyrir réttri hlið þessa máls. Að morgni mánudagsins 7.12. var geisladiskum með flutningi Kórs Langholtskirkju á Jóhannes- arpassíu eftir J.S. Bach dreift í verslanir. Þriðjudaginn 8.12. var haldinn blaðamannafundur þar sem þessi útgáfa var kynnt og á upplýs- ingablaði sem þar var dreift kom fram, að þessi geisladiskur væri tvímælalaust hinn fyrsti íslenski með sígildri tónlist, sem unninn er algjörlega stafrænt (DDD). Þeim upplýsingum slepptu hins vegar blaðamenn blaðs yðar í umfjöllun sinni. Víst hefur Pólýfónkórinn mtt brautina fyrir aðra kóra á mörgum sviðum og oft verið til fyrirmyndar. En fréttaflutningur hans undan- fama daga er ekki til fyrirmyndar og sæmir ekki metnaðarfullum kór, að skreyta sig stolnum fjöðmm. Við viljum að lokum senda Pólý- fónkómum og stjómanda hans góðar kveðjur í tilefni 30 ára af- mælisins og óskum þeim, sem og öðmm söngvinum í landinu, vel- famaðar í framtíðinni. Einnig óskum við þeim til hamingju með diskinn, sem við þykjumst fullviss um að verði þeim til sóma, þótt hann sé ekki sá fyrsti. Stjóm og stjórnandi Kórs Langholtskirkju. Athugasemd við grein Athugasemd vegna greinar um sjósetningarbúnað gúmmibjörg- unarbáta í Morgunblaðnu 10. desember 1987 í grein sem Sigmar Þór Svein- bjömsson, stýrimaður á Heijólfí frá Vestmannaeyjum og nefndarmaður í Rannsóknamefnd sjóslysa ritar um sjósetningarbúnað gúmmíbjör- ugunarbáta, hinn 10. desember sl. gerir hann m.a. að umræðuefni gildandi reglur um sjósetningarbún- að gúmmíbjörgunarbáta og fram- kvæmd þeirra í Tjaldi ÍS-116, sem fórst í ísasfjarðardjúpi hinn 18. desember 1986 með hörmulegum afleiðingum. í greininni fullyrðir höfundur á einum stað að Tjaldur ÍS-116 hafí ekki verið með sjósetningarbúnað í samræmi við gildandi reglur. Þetta er rangt. Reyndar verður höfundi tvísaga því að á öðmm stað í greininni seg- ir hann svo: „Báturinn er búinn öllum þeim öryggistækjum sem svona bátar eiga að hafa og vom þau öll skoðuð og dæmd í lagi.“ Hið rétta er að Tjaldur ÍS-116 var að öllu leyti búinn skv. gildandi reglum þegar hann fórst, eftir því sem vitað er. Báturinn var skoðaður hinn 10. júní 1986 á ísafírði og reyndist búnaður hans og ástand í góðu lagi og engar athugasemdir gerðar. Orsakir þessa hörmulega slyss er því ekki hægt að rekja til þess að báturinn hafí ekki verið búinn björgunarbúnaði skv. gildandi regl- um. Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.