Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 ffttrip Útgefandi tttWUifetfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakið. Menntun o g atvinnulíf Fríverslun og fjáröflun ríki Aþingi Farmanna- og fískimannasambands ís- lands fyrir skömmu var samþykkt ályktun þess efnis, að kannað yrði hvort hægt væri að breyta skólakerfínu á þann veg, að starfskraftar unglinga og ungs fólks á aldr- inum 16-20 ára nýttust betur á vinnumarkaðnum. í því sambandi var lagt til, að skólaárinu yrði breytt þannig, að nemendur gætu unnið a.m.k. 5 mánuði á ári en jafn- framt yrðu kennslustundir lengdar nokkuð. I Morgunblaðinu í gær var Birgir ísl. Gunnarsson, menntamálaráðherra, spurður álits á þessum hugmyndum og sagði hann þá m.a.: „Ég óttast, að þjóðfélag, sem gerir menntun að eins konar auka- vinnu með krefjandi aðalstarfí dragist fljótt aftur úr öðrum á sviði menningar, menntunar og tækni... Það er ekki unnt að stytta námstímann án þess að það komi niður á náminu." Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri Verzlunarskóla íslands segir af sama tilefíii: „Hag- sveiflur á íslandi eru skamm- lífar en skólakerfí, sem stendur undir nafni, er langlíft og hafíð yfír stundarhagsmuni atvinnulífsins. Hins vegar er ég hljmntur því, að framhalds- skólakerfíð verði endurskoðað en þá með það að markmiði að samræma það því, sem þekkist í nágrannalöndunum, sem útskrifa stúdenta ári yngri en við eða í Banda- ríkjunum en þarlendir setjast í háskóla tveimur árum yngri en íslendingar. Þó tel ég nauð- sjmlegt að hafa í framhalds- skólakerfínu valkost fyrir þá, sem þurfa og vilja vinna með námi sínu. En mér sýnist þessi ályktun farmanna- og físki- mannasambandsins alls ekki vera framkvæmanleg án þess að menntun í landinu líði fyrir það.“ Guðni Guðmundsson, rekt- or Menntaskólans í Reykjavík, sejgir um þessa ályktun FFSÍ: „Eg sé ekki að hægt sé að stytta skólaárið án þess að það komi niður á náminu. Endurtekning er mikilvæg fyrir nemendur, þeir tileinka sér meðal annars nýjan fróð- leik með því að heyra hann endurtekinn enn og aftur." Það hefur alla tíð tíðkast hér á íslandi, að ungt fólk vinni að sumri til og jafnvel í fríum á öðrum árstímum. Engin spuming er um það, að þetta fyrirkomulag hefur jákvæð áhrif á uppeldi og þroska ungs fólks. Sumar- vinna á skólaárum hefur leitt til nánari kynna margra ung- menna við atvinnulífíð í landinu en ella hefði orðið og er ómetanleg reynsla fyrir ungt fólk. Slík sumarvinna tíðkast ekki nema að tak- mörkuðu leyti annars staðar. Við eigum hins vegar að halda fast í þessa rótgrónu hefð í landi okkar. Hitt er alveg ljóst, að vinnu- aflsskortur í atvinnulífí okkar í góðæri verður ekki leystur með því að gjörbreyta skóla- kerfínu og stytta þann tíma, sem nemendur stunda skóla- nám. Það er rétt, sem menntamálaráðherra segir, að það þjóðfélag,* sem gripi til slíkra ráða, mundi fljótt drag- ast aftur úr öðrum þjóðum og þarf ekki að tíunda rökin fyr- ir því, svo augljóst, sem það er. Það má vafalaust margt bæta í skólakerfí okkar, en þær breytingar hljótá frekar að taka mið af því að auka þær kröfur, sem gerðar eru til nemenda á vissum skóla- stigum, þannig að þeir væru betur búnir undir alvarlegt skólanám á æðsta stigi skóla- kerfísins. Sá mikli fjöldi nemenda, sem fellur á prófum t.d. í Háskóla íslands, er vísbending um, að einhvers staðar í skólakerfínu þurfí að gera meiri kröfur fremur en minni. Við ráðum heldur ekki bót á vinnuaflsskorti í atvinnulíf- inu með þvi að flytja inn útlendinga í stórum stíl. Eins og áður hefur verið bent á í forystugrein Morgunblaðsins getur slíkt leitt til alvarlegri og erfíðari vandamála en þessi innflutningur á að leysa. At- vinnulífíð verður að aðlaga sig þeim aðstæðum, sem við bú- um við m.a. þeim mannfjölda, sem er í landinu. eftirJón Sigvrðsson F rí verslunarstefnan í grein í Nýjum félagsritum árið 1843 sagði Jón Sigurðsson, forseti: „ ... verzlaninni er eins háttað á Islandi eins og annars staðar: að því frjáisari sem hún verður, því hagsælli verður hún landinu." Greinilegt er af samhenginu, sem þessi orð standa í, að Jón á við allt í senn innflutningsverslun, útflutn- ingsverslun og innanlandsverslun. Þessi orð hafa í engu glatað gildi sínu síðastliðin eitt hundrað fjörutíu og fjögur ár. Raunar er fullvíst að þau eiga enn betur við nú en um miðja nítjándu öld. Fríverslun er ríkjandi stefna í viðskiptum í þeim heimshluta sem við byggjum — að minnsta kosti í orði lcveðnu. En þrátt fyrir að frjáls- ræði í milliríkjaverslun hafí átt stóran þátt í að færa íbúum Vestur- landa meiri hagsæld á síðustu áratugum en áður eru dæmi um, á fríverslunarstefnan sífellt undir högg að sækja. í því sambandi má nefna vaxandi tilhneigingu til vemdarstefnu í Bandaríkjunum vegna mikils viðskiptahalla og erf- iðleika í ýmsum rótgrónum atvinnu- greinum þar í landi. Þá er landbúnaðarstefna Evrópubanda- lagsins í algerri andstöðu við fríverslun og svartur blettur á sam- starfí Evrópuþjóða. Enda er fátt sem dregur meira úr möguleikum þróunarríkjanna til að bjarga sér sjálf en offramleiðsla ríkja Evrópu- bandalagsins á landbúnaðarafurð- um. Raunar þarf ekki að leita út fyr- ir landsteinana að dæmum af þessu tagi. Óþarfí er að ljölyrða um mál- efni íslensks landbúnaðar. Allir vita f hvaða vanda þau eru komin og það af nákvæmlega sömu ástæðum og liggja að baki landbúnaðarvanda Evrópubandalagsins. Annað mál af innlendum vettvangi sem mjög hef- ur verið á döfínni undanfamar vikur er skýrt dæmi um það hversu lítill hugur fylgir oft máli þegar kemur að fríverslun. Hér á ég við leyfí þau til útflutnings á frystum fiski til Bandaríkjanna sem veitt vom sex fyrirtækjum í októbermánuði síðastliðnum. Með veitingu lejrfanna var í reynd verið að hrinda í fram- kvæmd yfirlýstri stefnu ríkisstjóm- arinnar í þessum málaflokki eins og hún birtist í starfsáætlun hennar sem þingmenn stjómarflokkanna samþykktu í sumar. En þegar á reynir kemur annað hljóð í strokk- inn. Sumirþeir, sem mest hafatalað um nauðsyn aukins fíjálsræðis á öllum sviðum, ætla af göflunum að ganga einmitt þegar fíjálsræði á einu sviði — að þessu sinni í út- flutningsverslun — er aukið og það ekki nema lítillega. Ef eitthvað er má helst liggja mér á hálsi fyrir að ganga ekki nógu langt í þessu eftii því enn vantar verulega á að útflutningur á frystum físki til Bandaríkjanna hafí verið gefínn ftjáls. Þetta er þó ekki aðalefni þessar- ar greinar heldur málefni innflutn- ingsverslunarinnar og þá einkum í ljósi breytinga í tolla- og skattalög- um sem búið er að gera eða eru í bígerð. Þær em einmitt í ætt við fríverslun þar sem þær miða meðal annars að þvi að koma á jafnræði með einstökum greinum innflutn- ingsverslunar og draga úr marg- víslegri mismunun sem myndast hefur í tfmans rás. En dæmin, sem ég hef rakið af innlendum vett- vangi, sýna að gæslumenn sér- hagsmuna em sffeilt á varðbergi gegn því að hróflað sé við forrétt- indum þeirra hvað sem þeir kunna að segja í hátíðarræðum. Starfsáætlun ríkisstjórnarinnar í starfsáætlun ríkisstjómarinnar er kveðið skýrt að orði að fríverslun verði meginstefna í viðskiptum. Ríkisstjómin Iítur á það sem helsta hlutverk sitt í efnahagsmálum að móta meginreglur um efnahagsleg samskipti og umgjörð atvinnulífs sem tryggi eðlilega samkeppni og samkeppnishæfni íslenskra at- vinnuvega. Þá mun hún beita sér fyrir því að afskipti ríkisins af ein- stökum atvinnugreinum og fyrir- tækjum verði sem minnst. Ríkis- stjómin telur farsælast að frjáls verðlagning verði aðalreglan í verð- myndun en hún mun stuðla að aukinni samkeppni og leitast við að efla verðgæslu þar sem sam- keppni er ófullnægjandi. Jafnframt hyggst ríkisstjómin auka aðhald að verðmyndun í innflutningsverslun meðal annars með reglulegum sam- anburðarathugunum á verði hér á landi og í öðrum löndum. Einnig verður löggjöf gegn samkeppnis- hömlum, hringamjmdun og óeðli- legum viðskiptaháttum endurskoð- uð á kjörtfmabilinu. Þetta er samtíningur á nokkmm almennum atriðum í starfsáætlun ríkisstjómarinnar sem öll snerta með einum eða öðrum hætti versl- unina í landinu og þar með talda innflutningsverslunina. Ég hef mót- að starf viðskiptaráðunejrtisins undanfama mánuði á þessum grundvelli. Við mótun viðskipta- stefnu þarf að gæta þess að mikil- vægir þættir í umgjörð efnahags- lífsins — eins og til dæmis gengi og lánskjör — samrýmist sem best þörfum almennings og atvinnuvega og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. En þótt mikilvægt sé að ná jafn- vægi í þjóðarbúskapnum á líðandi stund er ekki síður mikilvægt að vinna jafnframt að umbótum til lengri tíma litið. Einföldun skatta ogtolla Þar með er komið að einu slíku umbótaverkefni sem er endurskoð- un laga og reglna um aðflutnings- og vörugjöld. Þetta er í raun ekki nema hluti — en þó mikilvægur hluti — af mun stærra umbótaverk- efni sem er heildarendurskoðun á tekjuöflunarkerfí ríkisins. Aðrir mikilvægir þættir þessarar endur- skoðunar eru staðgreiðslukerfi beinna skatta einstaklinga sém tek- ið verður upp um áramótin og nýtt og bætt söluskattskerfí með miklu færri undanþágum en verið hafa sem undanfari virðisaukaskatts. Helstu sjónarmiðin sem liggja til grundvallar þessari endurskoðun og þá ekki hvað síst í sambandi við aðflutnings- og vörugjöldin eru: 1) í fyrsta lagi að megintekjustofn- ar hins opinbera verði sem almenn- astir svo að skattlagning verði sem hlutlausust. 2) í öðru lagi að skattlagning mis- muni ekki atvinnugreinum og fyrirtækjum. 3) í þriðja lagi að undanþágum og sérreglum fækki þannig að álagn- ingarprósentur geti verið sem lægstar og auðveit verði að koma við eftirliti með innheimtu. í samræmi við starfsáætlun ríkis- stómarinnar skipaði fjármálaráð- herra starfshóp nú í sumar til að undirbúa nýja, samræmda og ein- faldaða gjaldskrá aðflutnings- og vömgjalda sem taka skyldi gildi á árinu 1988. Ríkisstjómin ítrekaði þessa stefnumörkun í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár. Þær brejrting- ar, sem hér eru boðaðar, em svo miklar að líkja má við byltingu. Með þeim er stefnt að verulegri einföldun á núgildandi kerfí. Áður en ég vík nánar að þessum breyting- um er rétt að ég reki nokkuð aðdragandann að og afleiðingamar af núverandi kerfí aðflutnings- og vömgjalda, sem er orðið æði flókið. Aðdragandinn er í stuttu máli sá að allt frá því að íslendingar gengu í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, árið 1970 og gerðu fríversl- unarsamning við Evrópubandalagið 1972 hafa tollar, hvort sem er vemdar- eða fjáröflunartollar, al- mennt farið lækkandi. Til þess að mæta tekjutapi ríkissjóðs vegna þessara tollalækkana hefur meðal annars verið gripið til þess ráðs að ríghalda f háa tolla á þeim vömm sem ákvæði fríverslunarsamning- anna ná ekki til og einnig að leggja margvísleg aukagjöld á sömu vör- ur. Þá hafa margháttuð vömgjöld verið lögð á innflutning og innlend framleiðslu sumra vömtegunda. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að mikið misræmi hefur skapast milli innflutningsverðs og innlends vömverðs einstakra vömflokka annárs vegar og hins vegar hefur innlendri framleiðslu verið mismun- að. Með öðmm orðum verðhlutföll- um hefur verið stórlega raskað sem óhjákvæmilega hefur haft áhrif á neysluval innanlands. Þá hefur orð- ið að veita víðtækar undanþágur frá gjaldtöku af hráefnum og vélum og tækjum til iðnaðar til þess að jafna sem mest samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum aðilum. Allt þetta hefur síðan orðið til þess að torvelda mjög álagningu og inn- heimtu aðflutnings- og vömgjalda. Það var fyrir löngu orðið tímabært að grisja þennan fmmskóg. Róttæk breyting Mikilvægustu þættir þeirrar kerfisbreytingar sem nú hefur verið ákveðin em eftirfarandi. Framvegis verður byggt á tveimur tekjustofn- un, almennum tolli og einu vöm- gjaldi, í stað margra smærri gjaldstofna áður. Þannig verða eft- irtalin gjöld felld niður. Sérstakt vömgjald af innflutningi og inn- lendri framleiðslu, vömgjald af innflutningi og innlendri fram- leiðslu, tollafgreiðslugjald og byggingariðnaðarsjóðsgjald. Hæstu tollar verða lækkaðir úr 80% niður í 30% að tóbaki og bensíni undan- skildu. í stað flömtíu mismunandi tollstiga frá 0 til 80% koma sjö toll- stig frá 0 til 30%. Og af 6 þúsund tollnúmemm bera 5 þúsund engan toll. Þá er gert ráð fyrir því að toll- ar á matvælum faili nær undan- tekningarlaust niður en hámark- stollar á þeim em nú 40%. Loks verður stigið lokaskrefíð í átt til samræmingar á álagningu aðflutn- ingsgjalda á atvinnurekstur með því að allir tollar og vömgjöld af vélum, tækjum og varahlutum til land- búnaðar og þjónustuiðnaðar falla niður. Þessar tollalækkanir og niðurfell- ing gjalda em taldar hafa í för með sér um 4V2 milljarðs króna telq'utap fyrir ríkissjóð. Því verður mætt með upptöku gjalds á nokkra vöm- flokka, bæíði innflutning og inn- lenda framleiðslu. Jafnframt verður söluskattsstofninn breikkaður með vemlegri fækkun undanþága. Með- al annars verða öll matvæli sölu- skattsskyld. Á ríkisstjómarfundi sem haldinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.