Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 RYK OG DÝRÐ Á sviði lífsins Bökmenntir Jóhann Hjálmarsson Sigfús Daðason: ÚTLÍNUR BAKVIÐ MINNIÐ. Fjórða Ijóðakver. Iðunn 1987. í ljóðum Sigfúsar Daðasonar eins og hjá fleiri rosknum skáldum gætir þeirrar tilhneigingar að gagnrýna samtíðina, hafa á homum sér ýmis- legt af því sem kalla má daglegt líf og naumast verður umflúið hvað sem öllum skáldskap líður. Þetta er gömul saga. f upphafsljóðinu, Veröldinni, er að því vikið að „líkt sem eitthvurt gling- urprang" sé „komið í tímann". Og i Síðustu bjartsýnisljóðum er sjálf bjartsýnin orðin „ávani, óvani, veikl- un, freisting,/ stríðir á móti skynsem- inni, lífeðlisfræðinni, sögunni,/ og er framleidd nú á tímum eins og hver annar iðnvamingur/ með bandarískri flármögnun": Ó hve himinninn er blár, 6 hve hafið er bjart og augu okkar og ibúðin okkar tandurhrein og lífið með pabba og mðmmu sífellt fegurra og betra. En hinn göfugi sjáandi, hinn glöggskyggni! Hver mun minnast hans? Rödd skáldsins verður spámannleg í bjartsýnisljóðunum. Bjartsýnin vefst fýrir því. Jafnvel skáldskapurinn og spekin eiga sér ekki annað takmark en fara að dæmi rómversks fom- skálds og lofa rykið og reykinn. Eða eins og Sigfús orðar það hátíðlega og stuðlað: „Lofstafl fomhelga flytj- um/ rykinu og reyknum." Vtðar talar Sigfús í orðastað róm- verskra fomskálda. í Gullöld er það sjónarhom Virgils sem ræður þegar bomir eru saman „siðir fortíðarinnar" og „fra mtímans". Þar kemur á dag- inn að Rómarsaga er enn að gerast þvi herrar heimsins „ög grimmir" hugsa sér enn til hreyfings. Að minnsta kosti skil ég ljóðið þannig. í Útlínum bakvið minnið opnari ljóðstfi en stundum áður. En dæmi em um svipuð vinnubrögð skáldsins í fyrri bókum þess, einkum Höndum og orðum (1959) og Fá ein ljóð (1977). Ekki má skilja orð mín svo að Sigfús Daðason sé farinn að stunda mjög hversdagslega umræðu. En vandlæt- ing hans og kaldhæðni leiða hann stundum inn á brautir sem minna á Sigfús Daðason ræðustfi. Kunnátta skáldsins kemur í veg fyrir að ljóðin verði mjög einhliða boðskapur, jafnvægis er gætt milli skáldskapar og merkingar. Dálítill frásagnarstíll fer ljóðum Sigfúsar vel. Dæmi eru Inni og Spek- ingamir gömlu. í Inni sem er eins konar uppriQun eins og fleiri ljóð Útlína bakvið minnið er hermt frá því sem kemur f ljós í neðstu hillunni þegaT- farið er að róta. Meðal þess er guðfræðibók um Elegíur, yfrið fögur þýzk útgáfa,/ og myndir af ískyggi- Íegri nom, Klöm Westhoff,/ (í þýzkum heimildum var hún þó sögð fögur)/ og af Balasjínu, með dauða skáldsins í augunum." Hér er líf elegíuskáldsins Rainers Maria Rilke yrkisefni. I elegíum Sigfúsar er ljóðræn fegurð, tignarlegar myndir náttúm og mannlífs eins og við þekkjum svo vel úr skáldskap hans. Elegiumar lýsa m. a. því þegar óbærileg tilvera herp- ir að hjarta og á ferli í storminum er ekkert nema munúðarlaust hug- boð. En líka er ort um dýrð sem einmananum hlotnast. Þegar ort er um sára hamingju minningarinnar er rúm fyrir mynd veislugesta sem skemmtu sér við einkennilega tvíræð gamanmál:/ félagslegan gimda- annál/ og nýjustu umboð fyrirtækj- anna“. Þessi heimtuffeka innrás hversdagsleikans í hið ljóðræna and- rúmsloft er til vitnis um hve hið óskáldlega" er fyrirferðarmikið í skáldskap Sigfúsar Daðasonar eins og hann birtist í Útlínum bakvið minnið. Það er kannski út í bláinn að minna á einu sinn enn að Ijóð þarf að lesa vel. Ljóð Sigfúsar Daðasonar þola að lesast oft því að þannig vaxa þau og stækka f vitundinni. Athugasemd skáldsins f bókarlok er góð leiðbeining fyrir lesendur, sannar að skýringar geta verið gagnlegar. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Silja Aðalsteinsdóttir: í AÐAL- HLUTVERKI INGA LAXNESS. Endurminningar Ingibjargar Ein- arsdóttur. Mál og menning 1987. BÆKUR eftir, um eða með einhverj- um hætti tengdar Halldóri Laxness em margar á þessu ári og að vonum. Ein þessara bóka og áreiðanlega ekki sú sísta nefnist í aðalhlutverki Inga Laxness. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða bók um Ingu Lax- ness, fyrri konu Halldórs Laxness sem upphaflega hét Ingibjörg Einars- dóttir. Hún var löngum kölluð Inga Laxness leikkona, enda kom hún eft- irminnilega við sögu íslenskrar leik- listar eftir að hún hætti að fylgja skáldinu um veröldina. Silja Aðalsteinsdóttir hefur skráð minningar Ingu Laxness og valið þann kost að búa til samtalsbók með eigin innskotum. Á þessu fer ekki illa. Inga nýtur sín ágætlega í frá- sögninni og Silja kemur sfnum skoðunum að, einkum á rithöfundin- um Halldóri. Skoðanir hennar eru ekki bara bókmenntalegs eðlis heldur þjóðfélagslegar sem réttlætist af því að skáldið samdi helstu verk sín í anda félagslegra bókmennta á því tfmabili sem hann var kvæntur Ingu. I samtalsbók af þessu tagi er yfir- leitt ekki leitað að svörum við hábókmenntalegum eða sfjómmáia- legum spumingum. Það em einstök tilsvör, einstakar myndir úr lífi per- sóna og leikenda sem skipta máli. Þó sakar ekki að reynt sé að brjóta viss mál til mergjar. En þau verða sjaldan til að varpa ljósi á heildar- myndina. Þótt í aðalhlutverki Inga Laxness snúist að stómm hluta um Halldór Laxness er það Inga sjálf sem við þekkjum best eftir lesturinn. Eins og Silja Aðalsteinsdóttir getur um í upp- hafi er Inga Laxness orðheppin, en afar sjaldan orðhvöt, að minnsta kosti ekki í þessari bók. Það er rétt sem Silja segir að Inga talar borgarmál. Þessu heldur Silja í frásögninni og með því móti fær lesandinn nokkra hugmynd um dönskuskotna reykví- sku eins og hún var áður töluð í fínum húsum. Enska er Ingu líka töm. Ingu Laxness tekst vel að lýsa uppmna sínum, foreldmm, systkin- um, vinum, vinkonum og ýmsu öðm fólki. Sérstakur fengur er í lýsingum á fslensku leikhúslífi og leiklist á fimmta áratugnum og í byijun þess sjötta. í þessum lýsingum er Inga vissulega sjálf í aðalhlutverki, en á öðmm stöðum í bókinni á hún í nok- kurri samkeppni við annan leikara. Svo em nokkrir sem stíga fram á blöðum bókarinnar og öðlast líf þótt stundum sé það takmarkað: Erlendur í Unuhúsi, Hallbjöm Halldórsson, Indriði Waage, Jón Helgason, Nikk- ólína Ámadóttir, Grétar Fells. Undir lok bókarinnar segir Inga við Silju: „Maður skáldar ailtaf þegar maður er að rifla upp liðna tíð, en ekki dug- ar að skálda of mikið." Án þess að vera dómbær hef ég það ekki á tilfinningunni að Inga Laxness skáldi of mikið. En hún skáldar alveg nóg til þess að frásögn hennar verður forvitnileg og oft lif- andi. Fólk vill vitanlega fá fréttir af því hvemig skáldið hafi verið á áram áður og hvemig það hafi reynst f sambúð. Þeir sem leita slíkra upplýs- inga í bók Ingu Laxness verða ekki fyrir vonbrigðum, en öll persónuleg umfjöllun er fremur hófsöm. Það má aftur á móti lesa milli lína. Sumar myndimar úr ferðum þeirra Ingu og Halldórs Laxness um Evrópu em litríkar og gaman er að lesa um ferðalag þeirra á PEN-þing í Arg- entfnu 1936. Sú frásögn er þó fremur Jólatilboð Borð og fjórir stólar kr. 37.000,- stgr. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími 82275 ÍGEYMIÐl B/CKLINGINN 1 1877 ÍSAFOLD 1987 J WIKA Þrýstimælar Ailar stæröir og geröir SfloartlaDaiiswir <3t ©@ Vosturgötu .16, sími 13280 SIGILDUR SAFNGRIPUR JÓLASKEIÐIN 1987 í 40 ár höfum við smíðað hinar sígildu og vinsælu jólaskeiðar. Með árunum hafa þær orðið safngripir og aukið verðgildi sitt. Nú er jólaskeiðin 1987 komin. Hún er fagurlega skreyií með mynd af furugrein á skaftinu, en gyllt á skeiðarblaði. GUÐLAUGUR A. MAGNÚSSON LAUGARVEOl 22a S. 15272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.