Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 33 ar, að mappan er fallegur safngrip- ur og skemmtileg gjöf. Hins vegar verður seint svo gert að ekki megi finna eitthvað að. Ljóst er, að mynd- in af Lómagnúpi er tekin með aðdráttarlinsu. Við það verður öll fjarlægð villandi. Þetta lítur oft fallega út í augum þeirra, sem þekkja lítið til landslagsins, en á stundum kemur þetta hálfhlálega út í augum þeirra, sem kunnugir eru. Við þekkjum þetta vel af mörg- um myndum, sem komið hafa út á veggalmanökum. Hér verður alls ekki sagt, að þetta komi svo mjög að sök, en aldrei þykir mér þetta skemmtilegt. Þá veit ég, að ýmsum þykir það galli á ársmöppunni, að erlendu textamir eru á lausu blaði, enda er þá fremur hætt við, að þeir geti týnzt. Þessi skemmtilega ársmappa er vissulega einkum ætl- uð frímerkjasöfnurum, en hún er líka tilvalin til gjafa, hvort sem er innan lands eða utan. Verð möpp- unnar er 590 krónur. Fallegasta íslenzka frímerkið 1987? Ég vil benda lesendum þáttarins á, að Póst- og símamálastofnunin býður mönnum upp á að taka þátt í skoðanakönnun um fallegasta frímerki þessa árs. Jafnframt eiga menn að tilgreina tvö önnur frímerki, sem þeim finnst koma þar næst. Til nokkurs er að vinna, því að dregin verða út nöfn 25 þátttak- enda, og hljóta þeir ókeypis árs- áskrift 1988 að íslenzkum frímerkjum, þ.e. einu fyrstadags- umslagi og óstimplaðri flórblokk. Atkvæðaseðlar hafa verið sendir til allra þeirra, sem fá tilkynningar um nýjar útgáfur frá Frímerkjasölu Póst- og símamálastofnunarinnar. Einnig liggja atkvæðaseðlar frammi á öllum póstafgreiðslum landsins til nota fyrir viðskiptavini. í fyrra var dreift rúmlega 30 þúsund seðlum. Bárust seðlar frá alls 48 löndum. Danir urðu þar flestir eða 929. Við urðum í öðru sæti með 700 atkvæði, og Svíar komu á hæla okkar með 695 at- kvæði. Nánar má lesa um atkvæða- greiðsluna í fyrra í brytlingi, sem póststjómin lætur fylgja nýjum at- kvæðaseðli. Sem fulltrúi frímerkja- safnara í útgáfunefnd Póst- og símamálastofnunarinnar vil ég ein- dregið hvetja íslenzka frímerkja- safnara og eins aðra þá, sem láta sig íslenzk frímerki varða, til þess að taka þátt í þessari atkvæða- greiðslu. Skilafrestur er til 1. febrúar. Niðurstöður slíkrar skoð- anakönnunar geta einmitt komið nefndinni síðar að haldi við val myndefnis á íslenzk frímerki. Þar sem þetta verður síðasti þátt- ur um frímerki fyrir jól, sendi ég lesendum bestu jóla- og nýársóskir. MATRHÐSLUBÓKIN PIZZAOQPASIA AnGartartk^sw Bók um pizzur og pastarétti SETBERG hefur gefið út mat- reiðslubókina Pizza og pasta. Ari Garðar Georgsson matreiðslu- meistari þýddi og staðfærði bókina. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin leiðir okkur um leyndardóm- ana að baki pizzunnar og pöstunnar með myndskreytingum og ná- kvæmum skýringum, þannig að matreiðslan verður léttur leikur." Ný ljóðabók eftir Stef- án Snævarr komin út NÝ ljóðabók eftir Stefán Snæ- varr, „Hraðar en ljóðið“ er komin út. Þetta er fjórða ljóða- bók höfundar, en hann hefur einnig samið smásögur sem birst hafa í ýmsum tímaritum og skrifað fjölda greina í íslensk og erlend blöð. Stefán hefur dvalið erlendis meira og minna síðastliðin fjórtán ár við nám í Noregi og Þýska- landi, auk þess sem hann dvaldi um tíma í Danmörku og Portú- gal, en nú kennir hann heimspeki við háskólann í Osló. Aðspurður um hvort ljóð hans bæru merki þess að hann hefði dvalist lang- dvölum erlendis, sagðist Stefán ekki vera viss um hvort það hefði mikil áhrif, en hins vegar kæmi heimspekimenntun hans og heim- Stefán Snævarr. spekileg hugsun glögglega fram í ljóðunum. „Hraðar en ljóðið" er 64 blað- síður að stærð og inniheldur 45 ljóð. Útgáfu annaðist Símon Jón Jóhannsson, en Magnús V. Guð- laugsson gerði kápu. „Þessi ljóðabók er að þvi leyti frábrugðin hinum fyrri að hún er persónulegri. Að öðru leyti get ég ekki skilgreint ljóðin, þau tala sínu eigin máli." sagði Stefán Snævarr í samtali við Morgunblaðið um hina nýju ljóðabók. i Nú stendur yfir mesti umferðar- mánuður ársins og því er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Ef „athyglin“ er í lagi, munt þú gera þér grein fyrir alvöru málsins. SAMANBURÐUR Á FJÖLDA UMFERÐAR- ÓHAPPA Á TÍMABILINU JANÚAR TIL NÓVEMBER Á ÁRUNUM 1986 og 1987: 1986 1987 10.735 slasaðir slasaðir 854 954 Á fyrstu 11 mánuðum þessa árs hefur umferðaróhöppum fjölgað um tæp 14% miðað við sama tímabil í fyrra. Bak við þessar tölur standa ómældar þjáningar og gífurlegt fjárhagslegt tjón þeirra sem hlut eiga að máli. Fararheill 87 vill nota tækifærið til að þakka lögreglumönnum um land allt fyrir framlag þeirra til umferðaröryggismála með hvatningu um að halda áfram á sömu braut. En mikilvægast er að þú og aðrir ökumenn haldið óskertri athygli undir stýri í þessum mesta um- ferðarmánuði ársins, því það er undir ykkur komið hvort um- ferðaróhöppum fjölgar enn frekar. • Tölur: Bifrciðatryggingafélögin ÁTAK BIFREIÐATRYGGINGAFÉLAGANNA TlMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.