Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 83 þá voru smábörn, og hjúkraði föð- umum. Sjálf uppskar hún laun þeirrar fómfýsi, þegar hún þurfti á að halda. Bömin hennar hlynntu að henni á allan hátt, vöktu yfir henni og sátu að lokum við dánar- beð hennar. Þannig fékk hún að kveðja þennan heim í rúminu sínu, á heimilinu sem hún hafði unnað og fómað kröftum sínum. Böm þeirra hjóna em 5 talsins. Rúna er kennari og myndlistar- kona, gift Þóri S. Guðbergssyni, félagsráðgjafa; Stír.a er kennari og guðfræðingur; Edda er fóstra og kennari; Hans er bifvélavirki og sölumaður. Kona hans er Heiða Björg Sigurbjartsdóttur, vinnslu- stjóri hjá Pósti og síma; Lilja er hjúkrunarfræðingur, gift Jóni Snorra Sigurðssyni, gullsmið. Bamabömin em 10 talsins. A kveðjustund langar mig að þakka Guði fyrir Thom mágkonu mína. Fyrir hönd okkar, fjölskyld- unnar frá Brautarhóli, vil ég þakka allt sem hún gerði fyrir bróður minn og bömin þeirra, fyrir tengdafólk sitt og fyrir það fósturland sem hún tók tryggð við. Þó að hún væri borin og bamfædd í öðru landi var hún meiri og betri íslendingur en margir þeir sem hér em fæddir og þjóðfélag okkar hefur kostað til náms og þroska. Það býr söknuður í huga því að margs er að minnast. En jafnframt megum við sem unnum henni, vera þakklát fyrir að þrautatímanum er lokið. Síðustu mánuðir og ár vom henni erfið, þessari miklu starfs- konu. Nú verður líkami hennar lagður til hvíldar í íslenskri mold við hlið hans, sem hún á æskuámm batt tryggð við svo að hún yfitgaf föðurland og fjölskyldu til að deila kjömm með honum. En ég trúi því líka að nú, eftir tæplega tveggja ára aðskilnað, hafi þau fengið að httast að nýju í heimi Guðs. Orð hans segir að þar sé sameiginlegt föðurland okkar kristinna manna. Þar hljómar um eilífð gleðisöngur pflagrímanna, sem lokið hafa göngu sinni á jörð og em frammi fyrir hásæti hans, sem er frelsari heims- ins. En á hann settu bæði Gísli og Thora traust sitt. Lilja S. Kristjánsdóttir Mamma er dáin. Guð hefur veitt henni hvfld frá erfiði og þjáningu og tekið hana til sín. Skyldi maður nokkum tíma geta gert sér að fullu ljóst, að mamma er hér ekki lengur og að stundimar með henni heyra aðeins hinu liðna til? Þó að sjúkdómar hafí þjáð hana svo síðustu mánuði og jafnvel ár, að ekki var hægt að spjalla við hana, segja henni fréttir og ræða málin, þá var hún þó hér og dró okkur til sín, svo að hún og heimili hennar var miðdepill flölskyldunn- ar. Það em aðeins tæp 2 ár síðan pabbi dó, og nú er hvomgt þeirra hér lengur. í þessu undarlega ástandi fínn ég samt svo vel, að við emm ekki skilin eftir í tómleika, því að bæði pabbi og. mamma gáfu okkur svo mikið og gerðu okkur, bömin sín, svo rík með öllu lífí sínu og því sem þau kenndu okkur og gerðu fyrir okkur. Nú síðustu vikur og mánuði, þeg- ar við systkinin höfum fengið að hjálpa hjálparvana móður og biðja kvöldbæn með henni, hafa minning- amar þyrlast upp í hugann. Mér hefur orðið það ljósara en nokkm sinni áður, að himinninn og mamma heyra saman. Þegar hún á sínum tíma kenndi okkur að biðja og bað kvöldbænimar með okkur var eins og hún sýndi okkur með svo einföld- um og eðlilegum hætti „ríki Guðs“, svo að mér fínnst ég geta sagt: „Þá opnaðist himinninn". Þar var Guð, og þar var líka staður okkar, því að Jesús hafði gengið á undan og opnað okkur himininn. Þama var rósagarður með mörgum ilmandi og fögmm rósum. Það sögðu söngv- amir, sem mamma kenndi okkur. Og það besta var, að þessi himn- eski rósagarður var ekki bara einhver fjarlæg framtíð að loknu þessu lífí, heldur varð hann þá þeg- ar fyrir mér hluti af daglega lífínu. Mamma kom frá norðanverðri jósku heiðinni um Kaupmannahöfn. Þar varð hún hjúkmnarkona, og þar kynntist hún pabba, Gísla Kristjánssyni. Hún sagði það hafa verið meiri byltingu í lífí sínu að koma frá Jótlandi til Kaupmanna- hafnar en að koma til ísiands. Henni leið vel á íslandi. Hér fann hún sig heima og ræktaði í kringum sig, bæði jörðina og mannfólkið. Faðir hennar hafði átt sér leynda ósk, að Thora yrði kristniboði í suðlægu landi. Hann var því lítt hrifínn af ráðahag dótturinnar, en aðeins móðir hennar lifði það að fylgjast með lífí hennar í norðlæga landinu, þó úr íjarlægð væri. Eftir að mamma eitt sinn sagði okkur frá þessari von föður hennar, hefur oft hvarflað að mér, að kannski varð mamma meiri kristniboði þar sem staður hennar varð hér á íslandi, en föður hennar hafði dreymt um, þótt hún bæri ekki það starfsheiti. Hæfíleikar mömmu vom marg- þættir. Hún var greind kona, sparsöm, nýtin, hagsýn, hugvits- söm, skemmtileg og hafði hlýja, jóska kímnigáfu. Mér er enn í fersku minni, þegar hún var að sauma flíkur á okkur, sem við mátt- um ekki sjá fyrr en á tilsettum degi, þá batt hún fyrir augu okkar, þegar hún mátaði á okkur! Mamma hafði einstaka hæfíleika til að umgangast fólk og sinna fólki í kringum sig, en um leið var hún hógvær og lítillát. Pabbi var í anna- sömu starfí, þar sem hann var umvafinn fólki á allar hliðar, og mamma stóð með honum í því og ieit á það sem hlutverk sitt að ann- ast þá með honum, sem þurftu á hjálp hennar að halda. Hið sama má segja varðandi alla vini okkar systkinanna. Það var bæði húsrúm og hjartarúm, hversu þröngt sem búið var. Mömmu var einstaklega lagið að gera eitthvað gott og fal- legt úr litlu. Ég var ekki gömul, þegar mér var ljóst, að þó að matur- inn og kökumar væm bestar hjá mömmu, notaði hún minni fjármuni í það sem hún bjó til en flestir aðr- ir. Hún hafði lifað tvær heimsstyij- aldir og lært að lifa spart og nýta allt vel. Þar sem mamma var, varð sjálfkrafa notalegt og heimilislegt. Pabbi hafði mikið að gera og var auk þess oft mikið veikur. Enginn, utan systkinahópsins veit í raun og vem í hveiju mamma stóð þá, og hversu ofurmannlegt afrek hún vann í því samhengi. Þegar pabbi var veikastur, vom ekki höfð mörg orð um hvað gerðist heima fyrir, og það starf, sem læknamir trúðu mömmu fyrir, var einstakt. Auk þess hafði hún 5 böm, sem hún þurfti að annast og urðu líka stund- um alvarlega veik. Fjölskylda hennar var öll fjarri í öðm landi og hjálpartæki í lágmarki. En Guð var henni ekki fjarlægur og kraftur- inn, sem hann veitir hinum þreytta, var henni ekki einhver hugljúf helgisögn, heldur staðreynd dag- lega lífsins. Þannig gerðist það sjálfkrafa, að mamma þurfti á okkur bömunum að halda, eins og við þurftum á henni að halda. Hún veitti okkur samfélag og hafði okkur með í verk- efnum, sem hún tók að sér að vinna. Stundum fannst okkur hún leyfa okkur of lítið að hjálpa sér við elda- mennsku og bakstur, svo að heimilisaðstoðin varð nokkuð mikið uppþvottur. Þegar við báðum um að mega hjálpa við bakstur, sem var einkar spennandi, var viðkvæð- ið oftast, að það yrði seinna, þegar hún hefði meiri tíma. Garðvinnan á sumrin var hins vegar samvinna, eins og blaðapökkun, sem mamma sá um fyrir Frey og Fræðslurit Búnaðarfélagsins, sem pabbi rit- stýrði. Minnisstætt er mér það sumar, sem ég veitti mömmu aðstoð við að þurrka heysýnishom úr til- raunareitum í litlum netum, sem voru hengd upp á þurrklofti í gömlu Afurðarsölu SÍS, í húsinu við Fríkirkjuveg, sem síðar varð Glaumbær og er víst orðið listasafn nú. Það var óvenjulegt og spenn- andi starf! 11 ár bjuggum við í risinu í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Tjömina. Þau ár vom mömmu á margan hátt erfíð. Bömin 5 urðu að vera róleg og stillt, hversu ijörmikil sem þau voru. Stofan okkar var skrif- stofa pabba og í gegnum hana þurfti að fara til að komast inn í svefnherbergið. Ef hoppað var á gólfinu, var sem jarðskjálfti kæmi, og hvað hugsuðu þá mennimir á skrifstofunum fyrir neðan? Og ef einhver hrópaði eða grét, þá truflað- ist allt Búnaðarfélag íslands! Það var þvi ekki furða, þó að við væmm send út til að hlaupa af okkur hom- in! Með ámnum hefur okkur orðið ljóst, að það var eðlilegur hlutur, að mamma var stundum, að því er okkur fannst, óþarflega ströng. Óendanlega þreytt hlýtur hún líka oft að hafa verið. Eftir að við fluttum í Hlíðartún f Mosfellssveit breyttist margt. Það var haustið 1956. Nýtt ævintýri tók við og ný verkefni. Húsiýmið marg- faldaðist og umhverfið gjörbreytt- ist. Garðyrkjan varð mikil og margþætt, svo að rósagarðurinn himneski varð að jarðneskum vem- leika, og meira að segja með miklu fleim en rósum! Þetta batt okkur heima, þó að við væmm auðvitað mismikið heima eins og gerist með systkini. Heima fyrir var mamma alltaf fasti punkturinn og miðja samfélagsins. Þær em ófáar stund- imar í eldhúskróknum, þar sem frásagnarhæfíleikar mömmu fengu að njóta sín, þegar hún sagði okkur frá bemskuárum sínum á heimilinu í heimavistarskólanum í Maabjerg, strákapömm stóm bræðra sinna, vinnukonuþjónustu sinni á læknis- heimili, þar sem hún þurfti að fara á fætur kl. 5 að morgni til að þvo þvottinn í ísköldu, héluðu vatni og síðan vinna sleitulaust fram undir miðnætti. Spennandi frásagnir af Q'ölskyldu, vinafólki, aðstæðum og atburðum í lífí hennar urðu stund- um framhaldssögur! í eldhúskróknum, og reyndar hvar sem var, ræddi hún líka við okkur um lífið og tilvemna, hætt- umar og alvömna, gleðina og Guð. Og lífsfræðsla mömmu vom ekki orðin tóm, heldur líf hennar allt. Dönsku vinimir nutu líka frá- sagnarhæfileika mömmu, því hún skrifaði mikið. Sumir fengu aðeins eitt bréf á ári, en það nægði vel til að viðhalda gömlu, góðu kynnun- um, því að bréfín vom bæði löng, ítarleg og skemmtileg. Nóvember var bréfamánuður, því að þetta var ekkert, sem var hægt að hespa af! Bréfaskriftimar vom mikilvægt starf. Það sýndi sig líka, þegar sjúk- dómamir þjörmuðu að mömmu, svo að henni fór að förlast, að henni reyndist eina erfiðast að geta ekki lengiir skrifað. Henni fannst hún svíkja vini og ættingja. Pabbi og mamma vom á margan hátt ólík, en þau áttu margt sameig- inlegt. Tilgangurinn með lífí þeirra og starfi var að verða öðmm að Iiði, þjóna öðmm og fóma sér fyrir aðra — Guði til dýrðar. Til þess notuðu þau fjármuni sína, eigur sínar, heilsu og krafta — já, lífíð sjálft. Þegar ég lít yfír ævi þeirra, þau ár, sem ég þekki af eigin raun, og hin, sem ég hef heyrt um, fínnst mér ótrúlegt, hve einstaklingurinn getur komið miklu til leiðar á stuttri ævi og hversu mörgum mönnum einn maður getur þjónað. Síðasta ár mömmu var erfítt að fínna gjöf handa henni, sem kæmi að notum. Þá varð okkur systkinun- um oft á að rifja upp gömlu dagana, þegar við spurðum „Mamma, hvers óskarðu þér í jólagjöf?" og hún svar- aði með setningu, sem okkur leiddist: „Ég óska mér bara góðra bama.“ Nú fundum við loks sann- leikann í setningunni, þegar hún þurfti ekki lengur á neinu öðru að halda en „góðum bömum“, sem gætu annast hana. Eina þörf henn- ar var umhyggja og kærleikur, og það veittist auðvelt að gefa, þvi að hún hafði sjálf gefíð svo ríkulega úr brunni kærleikans. Þegar ég lít yfír farinn veg og hugsa um það, sem pabbi og mamma gáfu mér, koma ekki upp í hugann pakkar eða peningar. Líf þeirra, umhyggja og kærleikur var mér stærsta gjöfín. Líf þeirra bend- ir mér á mennina í kringum mig — og á þann fjársjóð, sem við eigum á himnum og enginn maður fær eytt. Þess vegna finnst mér eins og ég heyri nú þegar óminn af englasong jólana, sem við, hér og nú, fáum að taka þátt $ öllum þeim, sem Guð hefur helgað og tekið til sín. Þökk sé Guði. Stina Gfsladóttir „Kynslóðir koma, kynslóðir fara allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng." Minningar um tengdamóður og ömmu verða ætíð ljúfar. Hún stend- ur okkur fyrir hugskotssjónum sem sívinnandi móðir og húsmóðir. Úti í garði, inni í gróðurhúsi og innan veggja heimilisins. Sí og æ var hún að spyija hvemig okkar nánustu liði,. móður, systkinum og vinum. Hún vildi fá að fylgjast með öllu og öllum. Þegar nágrannar eða vin- ir áttu í erfiðleikum spurði hún mann sinn og böm hvort þau gætu ekki rétt hjálparhönd. Henni var engin kvöð að hugsa um aðra, það var ekki fóm af hennar hálfu. Henni fannst það forréttindi sem Guð hafði gefíð henni. Þegar á bjátaði fyrir venslafólki og vinum var vart um annað að ræða en að senda þeim eilitla kveðju, þó ekki væri nema blómvöndur úr garðinum, kál, gulrætur eða klasi af vínbeijum úr gróðurhúsinu. Hún hafði aldrei mörg orð um þessa hluti. Hún gekk hreint til verks og sfðan var ekkert minnst á það meira nema aðeins að spyija hvemig heilsaðist. Daginn eftir að tengdamóðir mín dó hitti ég vinkonu hennar og okk- ar á fömum vegi í miðbænum. Ég hafði ekki sagt margar setningar þegar hún greip fram í fyrir mér og fór að rifja upp feril þeirra hjóna, Gísla Kristjánssonar, ritstjóra, sem lést fyrir tveimur ámm á aðfanga- dag jóla og konu hans Thoru M. Kristjánsson, hjúkmnarfræðings. „Það er heiðríkja yfir lífí þeirra. Allt hefur þeim auðnast vel. En ekkert hefur fengist ókeypis. Þau lögðu sig fram í hvívetna. Þau unnu bæði hörðum höndum." Við gengum sem leið lá framhjá styttu Jóns Sigurðssonar við Aust- urvöll sem svo oft hefur minnt mig á brautryðjendastarf Gísla á sviði búnaðarmála á íslandi og hvemig þeim hjónum tókst að sameina vinnu og áhugamál með bömum sínum þegar þau fluttust í Hlfðartún f Mosfellssveit og brejrttu grasi og mýrlendi í gróðursælan reit sem nú prýðir bæinn. Vinkona okkar sem hefur verið tryggur og góður samferðarmaður þeirra hjóna og fjölskyldunnar um áratugi hélt áfram að rilja upp sög- una. Ekki virtist blása byrlega fyrir þeim í Kaupmannahöfn þegar hún hjúkraði honum á langri spítala- legu. En með hæpnar horfur um bata og með dökka skýjabólstra allt um kring var líf þeirra lagt í hendur Guðs sem skóp það í upp- hafí. Framtíðin, hvert fótmál, hver stund var lögð í hendur hans. Heimsstyijöldin síðarí braust út. Ýlfur og væl loftvama kvað við í sífellu í höfuðborg Danmerkur. Dökkar blikur vom á lofti. Ári síðar fæddist þeim fyrsta bamið. Þijár fæddust þeim dætur, Rúna, Stína og Edda á þessum erfíðu tímum f Kaupmannahöfn. Hagsýni, ráðdeild og spamaður var þeim hjónum efst í huga og nýtni Thoru í efnisvali, fatasaum og matvælagerð var orð- lögð. Lífið var enginn dans á rósum og ekkert fékkst ókeypis. Ég hef oft séð í huganum þá minningu konu minnar þegar móðir þeirra systkina sat við pfanóið á sunnudögum eða um jólin og á að- ventunni, spilaði og söng með þeim bamalög og jólasálma. Eða á kvöld- in þegar hún sagði þeim sögur og bað með þeim bænimar. Minningin um trúfasta, hlýja og vinnusama mömmu, tengdamömmu og ömmu mun lifa. Konu sem hafði yndi af því að þjóna og var heimilið því oft þéttsetið gestum og vinum bæði innlendum og erlendum. Allir voru velkomnir. Heimilið var opið öllum. Moldug stígvél vom skilin eftir á tröppunum, hendur vom þvegnar og hárið snyrt aðeins til. Vatn var soðið til kaffigerðar og kökur teknar fram eða nýlagðað vínarbrauðsdeig sett í ofninn og allir gestir og vinir boðnir velkomn- ir. Hver dagur, hver stund var lögð í hendur þess Guðs sem gefur okk- ur lífið og hæfíleika og kallar okkur til sín aftur þegar tíminn er kominn. Við stönsuðum eilitla stund fyrir framan Dómkirkjuna þar sem þau hjónin sóttu guðsþjónustur um ára- bil og var mér þá hugsað til þess lífemis sem tengdamóðir mín hefur • - skilið eftir, okkur til arfleifðar og fyrirmjmdar. í guðsþjónustu hversdagslífsins tókst henni að sameina allan grund- vallarboðskap kristindómsins: að elska Guð og náungann. Orðin vom aldrei mörg. Umgjörðin aldrei mik- il. Falleg blóm, gulrætur, vínbeija- klasi, tvær setningar til örvunar vom allt. Innihaldið var Guð elskar mig, mér þykir vænt um þig. Vinar- greiði og hlýtt þel var henni hvorki kvöð né sérstök fóm — heldur fyrst og fremst forréttindi sem Guð hafði gefíð henni. Ótal minningar koma fram í huga minn þegar rifjaður er upp ferill og návist þeirra hjóna um rúmlega aldarfjórðungsskeið. Mitt í þeim minningum er óhjákvæmilegt að minnast á tvö sfðustu árin í lífi hennar, þegar þessi vinnusama og virka kona fór alvarlega að fínna fyrir sjúkdómum þeim sem höfðu búið um sig á undanfömum ámm. Minnið brást, löngun og geta til að leika á píanóið og syngja hvarf smám saman, garðurinn og gróður- inn, snertingin við móður jörð veitti henni ekki sama unað og áður. Síðustu mánuði og vikur hvarf smám saman glampi og líf í augum hennar sem sagði svo margt áður og gaf til kynna tilfinningar hennar og skynjun. Líf þeirrar persónu sem hafði glatt svo marga, yljað svo mörgum, veitt svo mörgum örvun með hvatningu til nýrra dáða virtist vera að fjara út. Hvað var til ráða? Hvað var unnt að gera? Hvað sögðu læknamir um. horfur? Átti að senda hana á spítala? Átti að fara fram á hjúkr- unarpláss henni til handa? Láta skrá hana á langa biðlista? Heimilið, eiginmaður, böm og tengdaböm, garðurinn og gróður- húsið höfðu verið henni mest virði í lífínu. Þegar hún var spurð að því á stundum áður fyrr hvað hún vildi fá f jólagjöf eða afmælisgjöf svar- aði hún snögglega svo að ekki var um að villast: Góð böm. Það var því einlæg ákvörðun bama hennar að nú skyldi rejmt til hins ýtrasta að halda henni innan þess heimilisramma sem hún þekkti best og hafði veitt henni svo marg- ar unaðsstundir í lífinu. Hún þekkti mjmdimar á veggjunum, gamla píanóið í stofunni og húsgögnin sem öll sögðu henni ákveðna sögu og margar góðar minningar voru "" tengdar við. En umfram allt þekkti hún bömin, bamabömin og tengda- bömin. Þegar þau jmgstu komu til ömmu sinnar, stmku henni blfðlega á handleggi hennar og spurðu með einlægni í hjarta sem bömum einum er svo tamt: „Hvemig líður þér, amma mín?“ þá brosti hún svo und- urblítt í þjáningum sinum að ekki fór á milli mála hvað hún vildi segja. Og bömin sögðu við mömmu sína með ákefð og einlægni og sömu svömn f sínum augum: „Sástu, mamma, hún brosti?" Stína og Edda studdu við bakið á henni á sérstaklega eftirminnileg- an hátt þennan tíma og Lilja, Hans og Rúna réttu henni hjálparhönd* - eftir mætti. Þau vom samhent systkini sem sýndu þakklæti sitt í verki fyrir einlæga umhyggju, trú og fyrirbænir, fyrir allt það góða veganesti sem þau höfðu hlotið í foreldrahúsum í æsku og bemsku. Með tár í augum og hjarta sem slær af þakklæti fyrir minningu um góða og heilstejrpta konu, þökkum við böm hennar, tengdaböm og bamaböm góðum Guði fyrir ljúfa samfylgd og gleðjumst um leið jrfir .unaðssöngnum sem hljómaði á Betlehemsvöllum forðum og ómar^ enn yfír gjörvalla heimsbyggð: Fjárhirðum fluttu fyrst þann söng Guðs engiar, unaðssöng sem aldrei þver. Friður á foldu, fagna þú maður, frelsari heimsins fæddur er. (B.S. Ingeman Matthías Jochumsson) Þórir S. Guðbergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.