Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
Morgunblaðið/Rax
Appelsín frá Sól
Nýtt appelsín frá Sól hf. kom í verslanir í gær og var fyrsti kass-
in afhentur í Hólagarði í Breiðholti. Hér tekur Bragi Bjömsson
verslunarstjóri við fyrstu kössunum sem Magnús Kristjánsson og
Kjartan Sigurðsson satarfsmenn Sólar hf. færðu honum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 11. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hassta Laagsta MeAal- Magn Heildar-
verö verö varö (lestir) vorA (kr.)
Þorskur(ósL) 49..-5D 30,00 40,75 52,2 2.100.000
Ýsa(ósl.) 50,00 57,50 55,57 11,7 650.000
Ufsi(ósl-) 21,00 22,50 21,77 12,5 270.000
Keila 12.00 14,00 12,78 7,3 94.000
Samtals 37.80 89,716 3.391.265
Selt var úr dagróörabátum. Selt verður úr dagróðrabátum í dag
og úr togaranum Hauki GK á mánudaginn.
FAXAMARKAÐUR hf í Reykjavík
Hœsta Lssgsta MaAal- Magn Holldar-
vorð vorð verA (lestir) varA (kr.)
Þorskur 18,00 18,00 18,00 0,376 6.800
Ýsa 45,00 50,00 49,53 4,489 222.300
Samtals 24,96 32.851 819.961
Selt var úr Jóni Baldvini. Á mánudaginn verða seld rúmlega 100
tonn úr Viðey og m.a. 40 tonn af karfa úr Ásgeiri.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík
Hæsta Lægsta MeAal- Magn Heildar-
verð verð verA (lestir) verð (kr.)
Þorskur(sl.) 42,00 59,00 55,83 9,795 546.862
Ýsa 55,00 78,00 62,69 13,285 832.912
Karfi 18,50 22,00 20,91 17.393 363.666
Samtals 41,37 65,885 2.725.732
Selt var m.a. úr KeHi, Hamrasvani, Steinunni og Stakkavik. Á
mánudaginn verður m.a. selt úr Ými HF og Gunnjóni GK.
FISKMARKAÐUR NORÐURLANDS
Haasta Laagsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur(ósl.) 35,80 35,10 35,50 2,3 816.400
Selt var úr 2 bátum. Einnig verður selt úr 2 bátum á mánudag.
Kennarar 7.-9. bekkjar í Víðistaðaskóla:
Reykingaskýli fyrir nemendur
Á FUNDI kennara í unglinga-
deild (7.-9. bekk) Víðistaðaskóla
var nýlega samþykkt tillaga um
að reist verði í útjaðri skólalóðar-
innar reykingaskýli fyrir
nemendur. Níu kennarar
greiddu tillögunni atkvæði sitt, 3
voru á móti en nokkrir sátu hjá.
Tillagan var send fræðslunefnd
bæjarins til meðferðar.
Það var Sigurður Björgvinsson
kennari sem bar tillöguna fram.
Ástæðuna segir hann vera þá að
lítill hópur nemenda í unglinga-
deildum, 10-20 talsins, reyki ogþar
sem reykingar séu bannaðar á
skólalóðinni stundi þessi hópur það
að fara út fyrir lóðina og leiti þá
skjóls undir veggjum timburhúsa í
grennd við skólann. Eigendur hús-
anna hafi iðulega kvartað undan
þessu við skólastjóra og lögreglu.
Sigurður kvaðst telja aö reykingar
væru ekki stórt vandamál hjá nem-
endum Víðistaðaskóla, síst stærra
en í öðrum skólum. „Aðeins fáeinir
nemendur reykja og, sem betur fer,
ber heldur minna á þessu í ár en
undanfama vetur," sagði Sigurður
„en með því að byggja skýli eða
skjólvegg, þar sem reykingar eru
látnar óátaldar, er vandamálið ein-
gangrað. Þá er tryggt að nemendur
séu ekki að híma undir veggjum
timburhúsanna í grennd við skól-
ann, eigendum þeirra til hrellingar."
Sigurður sagði að á líkan hátt hefði
verið brugðist við þessum vanda í
Flataskóla í Garðabæ og taldi að
QENQISSKRÁNINÖ
Nr. 236. 11 desember 1987
Kr. Kr. Toll-
Eln. KJ. 09.16 Kaup Sala gangl
Dollari 36.28000 36,40000 36,59000
Sterlp. 66,66500 66,88500 66,83200
Kan. dollari 27,81100 27,90300 27,99900
Dönsk kr. 5,76650 5,78560 5,77360
Norsk kr. 5.71340 5.73230 5,73200
Sænsk kr. 6,11960 6,13980 6,13210
Fi. mark 9.03720 9,06710 9.05420
Fr. franki 6,54580 6,56740 6,55910
Belg. franki 1,06200 1,06550 1.06700
Sv. franki 27,31930 27.40960 27,24500
Holl. gyllini 19.77490 19.84030 19,79230
V-þ. mark 22,25080 22.32440 22,32460
ít. líra 0,03011 0,03020 0,03022
Austurr. sch. 3,16230 3,17280 3.17280
Port. escudo 0,27200 0,27290 0.27220
Sp. peseti 0,32880 0,32980 0,33090
Jap. yen 0,28201 0,28294 0,27667
írskt pund 59,11800 59,3140 59,23000
SDR (Sérst.) 50.17340 50,33940 50,20290
ECU, evr. m. 45.87240 46.02420 46,04300
Tollgengi fyrir desember er sölugengi 30. nóv.
Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er
þar hefði náðst sá árangur sem að
var stefnt. Sigurður sagðist vilja
taka fram að hann hefði einnig lagt
fram tillögu um að fræðsla meðal
unglinga um skaðsemi reykinga
yrði aukin og að Æskulýðsráð
Hafnarfjarðar gengist fyrir nám-
skeiði fyrir unglinga sem vilji hætta
að reykja.
Ámi Hjörleifsson formaður
fræðslunefndar HafnarQarðar
sagði að nefndin hefði skoðað tillög-
una en ekki ennþá afgreitt hana.
Ámi sagði að sér virtist sem tillag-
an væri ekki samrýmanleg
markmiðum laga um tóbaksvamir
og kvaðst telja að nefndinni væri
skylt að vísa henni frá á þeim for-
sendum.
JÓLATRÉSSALA Knattspyrnu-
félags Reykjavíkur stendur nú
yfir við KR-heimilið að Frosta-
skjóli. Opið er virka daga kl.
16-21, og um helgar kl. 10-21.
Allur ágóði af sölunni rennur til
iþrótta- og unglingastarfs K.R.
Ingimar Sigurðsson deildarstjóri
í Heilbrigðisráðuneytinu sagði að
samkvæmt lögum um tóbaksvamir
væri bannað að selja_ bömum undir
16 ára aldri tóbak. Ég tel að þessi
ályktun kennaranna geti alls ekki
samrýmst markmiðum tóbaksvam-
arlaganna," sagði Ingimar. „Að
vísu gengur misjafnlega vel að
framfylgja lögunum en það skýtur
skökku við að kennarar viðurkenni
með þessum hætti að það sé ekki
gert sagði Ingimar Sigurðsson.
Loftur Magnússon skólastjóri
Víðistaðaskóla vildi ekki tjá sig um
ályktunina að öðru leyti en því að
hann hefði greitt atkvæði gegn
henni.
Salan stendur til jóla, eða á með-
an birgðir endast. Á Þorláksmessu
er svo opið frá kl. 10-24.
Trén em innflutt rauðgreni, fura
og norðmannsþinur. Þegar jólatrés-
sölunni lýkur hefst svo flugeldasala
á vegum Knattspymudeildar K.R.
Jólatréssala
K.R. hafín
Morgunblaðið/Bjami
Þrir knáir KR-ingar innan-
um jólatré og greinar við
KR-heimilið í Frostaskjóli.
Hákon Einarsson
í Vík — minning
Fæddur 9. júlí 1898
Dáinn 1. desember 1987
í litlu þorpi eins og Vík, þar sem
allir þekkjast, er háttemi og hegðan
sérhvers íbúa hluti af daglegu lífi
annars. Þannig mynda íbúar þessa
litla samfélags eina stóra fjölskyldu.
Nú, þegar hann Konni gamli er all-
ur, er ekki bara einum fáerra í
fjölskyldunni, heldur er lífið einnig
miklu tómlegra. Hinir fostu punktar
í lffi og tilveru þorpsbúans hverfa
einn af öðram.
Sá, sem fer fram hjá húsinu hans
Munda, sér ekki iengur gamlingj-
ann sitja fyrir innan gluggann að
reyra net. Hann kemur ekki lengur
útí gluggann og tekur þann tali,
sem um götuna fer. Gamli, brúni
Landroverinn dólar ekki lengur eft-
ir Víkurbrautinni. Lífíð, fjörið og
ærslagangurinn í kringum gamla
pakkhúsið hefur §arað út. Þorps-
búinn þarf að finna sér nýja punkta
í tilveruna.
Lífið reynist mönnum misjafn-
lega létt. Hákon Einarsson fékk að
kynnast lífinu, gleði þess og sorg-
um. Hann missir móður sfna 9 ára
gamall og var þá komið f fóstur
hjá móðurbróður sínum, Sæmundi
Bjamasyni í Eyjarhólum. í Eyjar-
hólum ólst hann upp til 25 ára
aldurs þar til að hann flutti til Víkur
og settist að hjá Magnúsi Einars-
syni pósti. Hákon giftist Karólínu,
dóttur Magnúsar, árið 1926. Þau
Hákon og Karolfna eignuðust tvö
böm, Hrefnu, fædd 1927, búsett í
Vík, gift Kristmundi' Gunnarssyni
og Magnús, fæddur 1931, búsettur
á Selfossi, kvæntur Tove Hákonar-
son. Hrefna veiktist af berklum á
unga aldri og hefur verið fötluð
sfðan. Veikindi hennar og margra
ára sjúkrahússlega tóku mjög á
Hákon. Á þessum áram vann hann
mestan hluta árs fjarri heimili. Árið
1931 veikist Karolfna af alvarlegum
sjúkdómi og átti í erfiðri baráttu
við hann í mörg ár, eða þar til hún
lést árið 1950. Það hefur þurft
mikinn styrk og sálarró til að tak-
ast á við lífíð við þessar aðstæður.
Öllum þessum áföllum tók Hákon
af miklu æðraleysi og karlmennsku.
Þó hygg ég að fáir hafí vitað í raun,
hversu þungt þessir erfiðleikar
lögðust á hann. Hákon var dulur
maður og bar ekki sorg sína á torg
þá, frekar en veikindi sín hin síðari
ár.
Frá því að Karolína dó dvaldist
Hákon á heimili Munda og Ebbu,
eins og þau era kölluð. Þau bjuggu
lengst af í þriggja herbergja íbúð
með fimm böm og gamlingjann að
auki. Það var því oft þéttsetinn
bekkurinn. En þar var ekki verið
að kvarta, þrátt fyrir þrengsli, eril
og fötlun. Þvf var tekið, sem að
höndum bar. Síðustu tíu árin hefur
Hákon meira og minna verið sjúkl-
ingur. Ef maður hins vegar spurði
hann hvemig hann hefði það, þá
var svarið ávallt það sama: „Alveg
ágætt. Finn hvergi til. Það tekur
því nú ekki að vera að kvarta."
Fyrir mér var Konni sem afi,
enda var hann með sérstaklega
bamgóður. Ég var ungur drengur
þegar ég fyrst man eftir honum.
Hann leit öðra hvoru við heima hjá
pabba og mömmu. Hann kom ekki
oft, en þó sennilega oftar en í nokk-
urt annað hús í Víkinni, ef fr 1 eru
taldar heimsóknir hans til Guðna
vinar síns í Stöð. Fram undir ferm-
ingaraldur sá hann alveg um að
klippa okkur bræðuma. Sennilega
væri sú klipping í tísku í dag, en
það var hún ekki í þá daga. Því
lengi eftir hveija klippingu gengum
við með húfu til að fela skallann.
Við eram nokkrir sem lærðum að
kejrra bíl hjá Konna löngu áður en
við höfðum aldur til. Honum fannst
ágætt að láta okkur keyra sig þeg-
ar hann hafði fengið sér í staupinu,
en það þótti honum gott og gerði
mikið af því um tíma. Þær vora
ófáar ferðimar, sem ég og litli
Konni, dóttursonur hans fóram með
hann á gamla Willy’s jeppanum út
í Mýrdal og austur í Tungu. í þess-
ar ferðir fóram við alltaf vel
nestaðir af sælgæti, þannig að við
hefðum eitthvað til að maula í okk-
ur meðan hann skrapp inn til að
tala við kallana. Fyrir 10 og 15 ára
stráka með óstöðvandi bíladellu
vora þessar ferðir hreint ævintýri.
Hákon var í hjarta sínu einlægur
framsóknar- og samvinnumaður.
Eftir að ég fluttist frá Vík og fór
að hafa afskipti af stjómmálum,
bar fundum okkar því miður æ
sjaldnar saman. í hvert skipti sem
ég kom austur til að heimsækja
foreldra mína, lágu fyrir mér
strengileg skilaboð um að hitta
þann gamla. Hann þurfti, eftir því
sem hann sagði sjálfur, að ganga
úr skugga um, að hann væri öragg-
lega með réttar áherslur í pólitík-
inni. Svo sannfærður var hann í
trúnni á málstaðinn að ef talið barst
að pólitískum andstæðingum, þá
hryllti hann sig og fékk gæsahúð.
Harðduglegri og ósérhlífnari
mann en Hákon var erfitt að finna,
enda eftirsóttur alls staðar til vinnu.
Hvar sem hann kom og hvert sem
hann fór var hans minnst fyrir
dugnað og harðfylgi. Vandvirkni
hans var við bragðið og verk hans
Öll fljótt og vel af hendi leyst. Mál-
tækið ,Margur er knár, þótt hann
sé smár“ átti einkar vel við um
hann. Þetta litla hörkutól, sem bar
með sér þetta rösklega fas og var
ævinlega tilbúinn til að láta hina
léttari strengi óma. í raun var hann
Konni gamli stríðinn og það var
fátt, sem honum kom ekki í hug,
til að gera mönnum skráveifur, en
það var allt í gamni gert og engin
rætni lá þar að baki.
Samvinnuhreyfíngin naut lengst
af starfskrafta hans, en áður en
hann hóf störf í pakkhúsinu hjá
Kaupfélagi Skaftfellinga, hafði
hann kynnst hinum fjölbreyttustu
störfum til sjávar og sveita, eins
og títt var um menn á hans aldri.
Þeir sem nú minnast Konna gamla
muna flestir eftir honum sem pakk-
húskallinum. Þessum litla, hressa
og snaggaralega karli, sem lét hlut-
ina ekki vaxa sér í augum. Hann
vildi hvers manns götu greiða og
hann leysti hlutina fljótt og öragg-
lega af hendi. Oft kvaddi hann þá
sem í pakkhúsið komu með því að
láta stoppunálaroddinn, sem hann
geymdi í græna sloppvasanum, kitla
á þeim afturendann, svona rétt til
að minna þá á, að í pakkhúsið hefðu
þeir komið.
Ég hygg að ég mæli hér fyrir
munn allra ættingja, afkomenda og
annarra samferðamanna Hákonar
Einarssonar, er ég flyt honum
þakkir að ferðalokum fyrir að hafa
gert okkur, sem eftjr lifum, lífið
auðugra og betra. í dag verður
hann lagður til hinstu hvflu við hlið
Karolínu eiginkonu sinnar í kirkju-
garðinum heima í Vík. Þar vildi
hann að lokum hvfla. Þar var lífinu
lifað. Þar vildi hann bera beinin.
Finnur Ingólfsson