Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 96
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Framtiö
ER VIÐ SKEIFUNA
t SUZUKI
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Flugleiðir:
Samið við Luxair
um flug til Kýpur
SAMNINGAR stainda nú yfir
miklli Flugleiða og Luxair í Lux-
emborg um samvinnu vegna
flugs frá íslandi til Kýpur.
Hyggjast félðgin hefja flug
þangað skömmu fyrir næstu
páska.
Sigfús Erlingsson framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Flugleiða sagði
Heiðlóuríhóp-
um í Eyjum
HÓPAR af heiðlóum halda sig
enn i Vestmannaeyjum og hafa
vakið verðskuldaða athygli
þegar þær tylla sér i húsagarða
og ná i ormana sína, því enn
er býsn af slikum kræsingum
á boðstélum þótt komið sé að
jólum.
Tún eru enn allgróin í Eyjum
og því óhætt að segja að jólin séu
á næstu grösum. Þær virðast
klókar lóurnar, því það mun vera
napurt á meginlandi Evrópu á
sama tíma og ýmis sumarblóm
eru enn í fullum skrúða í Vest-
mannaeyjum.
í samtali við Morgunblaðið að ætl-
unin væri að bjóða flug frá Keflavík
til Lamaca á gríska hluta Kýpur.
Sagði hann að Laraaca væri nú
mjög vinsæll ferðamannastaður,
sérstaklega meðal Norðurlandabúa.
Flogið verður vikulega til Kýpur
og er fyrirhugað er að farþegar
fari frá íslandi að morgni fímmtu-
dags áleiðis til Luxemborgar. Eftir
einnar og hálfrar stundar viðdvöl
verður haldið áfram til Lamaca með
vél frá Luxair á sama flugnúmeri
og frá íslandi. íslensk flugfreyja
fylgir farþegunum alla leið.
Að morgni föstudags er flogið
frá Kýpur og lent í Luxemborg um
hádegisbilið. Þar verður skipt um
vél og flogið til íslands með vél frá
Flugleiðum.
Sigfús sagði að Flugleiðir teldu
ástæðu til að gera tilraun með þetta
flug. Það yrði jafnframt hluti af
áætlunarflugi félagsins og tengist
Ameríkuflugi. Mjög góðar feiju- og
flugsamgöngur væru milli Kýpur
og nágrannalandanna, sem gæfu
marga möguleika á lengri og styttri
ferðum þaðan.
Happdrættisimð-
ar fyrir milljarð
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hafði
skðmmu fyrir síðustu mánaðar-
mót gefið út leyfi fyrir 151
happdr?etti. Útgefnir voru um það
bU 4,1 milþ'ón happdrættismiða
og er heUdarsðluverð þeirra var
rúmlega 1,1 milþ'arður króna.
Verðmæti vinninga þessara happ-
drætta var alis um 216 miíljónir
króna. Stóru happdrættin þrjú, Hap-
drætti Háskólans, DAS og SÍBS eru
utan við þessa upptalningu, svo og
Lottó og Getraunir en smámiðahapp-
drættin, nýjasta tískan á happdrætt-
ismarkaðinum, eru meðtalin. Fyrsta
leyfið fyrir slíku var gefíð út 28.
ágúst til Rauða Krossins og síðan
hafa hann, Landssamband Hjálpar-
sveita skáta og Ungmennafélag
Hveragerðis og Ölfuss fengið leyfi til
að selja 950 þúsund slíkra miða fyrir
tæpar 50 milljónir króna en þar af
fara rúmar 15 milljónir í vinninga.
Minnstu happdrættin voru hjá Ein-
heija á Vopnafírði, Golfklúbbnum
Mostra, Stykkishólmi og 2. bekk
Verkmenntaskólans á Akureyri. Upp-
lag hjá hveiju þeirra var aðeins 300
miðar. Mest upplag var af smámiða-
happdrætti Landsambands Hjálpar-
sveita skáta, 500 þúsund miðar.
Langdýrastir eru miðamir í happ-
drætti Borgaraflokksins, 5000
krónur hver.
Fært um alla
vegi landsins
Einstakt á þessum árstíma
ÓVENJU sqjólétt hefur verið um
allt land í haust. Að sðgn Ólafs
Torfasonar vegaeftirlitsmanns
hefur þó borið við að þurft hafi
að ryðja snjó & Vestfjörðum og
Austfjðrðum. Sagði hann að nú
hamiaði snjór hvergi færð á
landinu og væri það alveg ein-
stakt á þessum árstíma.
Allir vegir á landinu eru nú fær-
ir nema Vestfjarðarvegur í Vattar-
firði. Þar er mikil aurbleyta og
vegurinn því varla fær fólksbflum.
Þar er nú leyfður 7 tonna öxul-
þungi. ,
Snjó- og hálkuieysið á þessu ári
hefur sparað Reykjavíkurborg 6,7
milljónir króna ef miðað er við árið
í fyrra, sem þó var snjólétt ár. Ingi
Ú. Magnússon gatnamálastjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
að á sama tíma í fyrra hefði snjó-
"inokstur og hálkueyðing kostað
borgina 2ð,7 milljónir króna, en 23
milljónir í ár. Sagði Ingi að alltaf
væru menn á vakt með snjómokst-
urstæki tilbúin ef gerði snjókomu
eða hálku og því væri spamaðurinn
ekki meiri en raun ber vitni.
Eldsvoði á Skagaströnd:
Morgunblaðíð/Bjarni
Jólasveinar úr Mosfellsveit
KRAKKARNIR úr 3 bekk SI í Varmárskóla velli, þar sem þessari mynd var smellt af.
skruppu til Reykjavíkur í gærmorgun. Nem- Vegfarendur veittu krökkunum verðskuldaða
endurnir, sem eru 8 ára gamlir, löbbuðu niður athygli því þeir voru allir í jólasveinabúning-
Laugaveginn og gerðu stuttan stanz á Austur- um.
„Hræðilegt að koma að
stofunni í ljósum logumu
- segir Erlingur Stefánsson, sem slapp naum-
lega ásamt konu sinni o g tveimur börnum
Skagaströnd.
ELDUR var laus í gðmlu einbýlis-
húsi við Strandgötu rétt fyrir
hádegi í gær. Slökkviliðið kom á
staðinn skömmu síðar, en þá voru
íbúarnir, Hrund Eronsdóttir og
Erlingur Stefánsson sloppin út
með börnin sin tvö.
„Það var hræðilegt að koma að
stofunni í ljósum logum," sagði
Erlingur. „Við hjónin vorum ekki
komin á fætur og krakkamir voru
að horfa á sjónvarpið í stofunni.
Allt í einu kom strákurinn, sem er
þriggja ára, inn í herbergi til okkar
og sagði að það væri reykur í stof-
unni. Ég stökk strax fram og þá
var stofan alelda og húsið fullt af
reyk. Ekki var um annað að ræða
en koma sér út og við sluppum út
á náttfötuniim. Við gátum engu
bjargað nema litla stelpan mín eins
og hálfs árs hljóp til baka inn í
herbergið sitt og náði í dúkkuna
sína. Eg má ekki til þess hugsa
hvað hefði geta gerst ef kviknað
hefði f um miðja nótt. Þá er ekki
víst að við hefðum sloppið svona
vel,“ sagði Erlingur.
„Okkur hjónin langar að koma á
framfæri þökkum til allra sem lagt
hafa okkur lið í dag, meðal annars
með fatagjöfum, þvf við stóðum
þarna úti berfætt á náttfötunum,"
sagði hann ennfremur.
Slökkviliðinu gekk vel að slökkva
eldinn, sem var bara í einu her-
bergi. Gífurlegur hiti myndaðist þó
í húsinu og skemmdist það mikið
af eldi reyk og vatni. Innbú þeirra
hjóna eyðilagðist allt, en það var
óvátryggt. Eldsupptök eru ókunn,
en talið er að kviknað hafí í út frá
rafmagni.
ÓB