Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987
15
KJÖRBÓK VEIÐIMANIMSINS í ÁR
Á veiðislóðum er sannarlega kjörbók sportveiðimannsins í ár.
Nafn bókarinnar segir raunar allt sem segja þarf um efni henn-
ar. Hún skiptist í þrjá meginkafla: Viðtöl; Með „klakmönnum“
íslands í Laxá í Aðaldal“ og Veiðisögur. Viðtölin eru við fjóra
kunna laxveiðimenn: Guðmund Ámason, Hörð Óskarsson, Stefán
Á. Magnússon og Magnús Jónasson. Viðhorf og reynsla þessara
manna er í senn lík og ólík. Þeir hafa allir séð og reynt margt á
sportveiðiferli sínum en auk veiðimennskunnar eiga þeir það
sameiginlegt að segja skemmtilega frá. „Klakmenn Islands“ er
hópur manna sem farið hefur í Laxá í Aðaldal haust hvert og
veitt laxa sem settir eru í klak. Höfundur slóst í för með „klak-
mönnunum“ sl. haust og segir frá vem sinni með þeim á einkar
lifandi og skemmtilegan hátt. Veiðisögumar í bókinni em úr
næstum jafnmörgum áttum og þær em margar. Flestar magnað-
ar, sumar furðulegar og ótrúlegar en allar em þær sannar eins
og góðar veiðisögur em jafnan. Þama er t.d. Qallað um stærsta
lax sem veiðst hefur á stöng hérlendis en var hvergi bókaður.
Fjölmargar myndir, m.a. margar litmyndir, em í bókinni.
Verð kr. 2.195,00
HÖFUNDURINN:
Höfundur bókarinnar Á VEIÐISLÓ-
UM, GuÖmundur Guðjónsson er
kunnurfyrirfyrri bœkursinar um veið-
ar og veiðimenn. Fyrsta bók hans
„ Varstu að fá hann?" kom út árið
1983. „Vatnavitjun"kom útárið 1984
og „ Grímsá - drottning laxveiÖiánna “
kom út í fyrra en þá bók vann Guð-
mundur ísamvinnu við Björn heitinn
Blöndal. GuÖmundur hefur um árabil
séÖ um vinsælan veiöiþátt i Morgun-
blaÖinu og hann er einnig kunnur fyrir
vandaöar náttúrulifsgreinar sem birst
hafa í blaöinu.
GwdMWÚw Gudiówssow
Hrafnhildur Valgarðsdóttir kveður sér eftirminnilega hljóðs með
smásagnabók sinni í RANGRIVERÖLD. Þetta em meitlaðar
sögur, lausar við orðskrúð og yfirlæti. Lesandinn er kynntur fyr-
ir ólíkum persónum og ólíkum örlögum þeirra. Höfundur gefur
lesandanum næma innsýn í hugarheim og líf söguhetja sinna en
skilur jafnframt eftir margar spumingar sem lesandanum er eftir-
látið að svara. Nöfn smásagnanna í bókinni eru: Hús ekkjunnar;
í rangri veröld; Dulúð; Þankar í kvistherbergi; Vika úr lífi Jóels;
Paradís; Ást og náttúra; Dóttir Satans; Blóð, sviti og tár; Leyndar-
dómur Júlíu og Himnabrúður. Síðastnefnda sagan var í bók
úrvalssmásagna sem Listahátíð í Reykjavík gaf út eftir smásagna-
samkeppni árið 1986.
Verð kr. 1.195,00
HÖFUNDURINN:
Hrafnhildur ValgarÖsdóttir er kunn
fyrir barna- og unglingabœkur sinar
sem hafa verið verÖlaunaÖar og kom
t.d. út nú nýlega unglingabók sem
hlaut fyrstu verölaun í samkeppni.
Hún hefur um árabil fengist við að
skrifa smásögur en ÍRANGRI VER-
ÖLD er fyrsta bók hennar sem œtluÖ
erfullorÖnum. Þaö erþó enginn byrj-
endabragur á þessari bók. Efnistök
hennar og efnismeöferö ber vandvirkni
ogyfirlegu vitni og með bókinni skip-
ar Hrafnhildur sér í hóp athyglisverÖ-
ustu höfunda sem gefiÖ hafa út bækur
hérlendis á siöustu árum.
HRAFNHILDUR VALGARÐSDÓTTIR
í rangri veröld
smósögur
Frjálstframtak
Ármúla 18 - Simi 82300