Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Þorsteinn Gauti leikur í Norræna húsinu ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 12. desember. Tónleikamir hefjast kl. 15.00. Þorsteinn Gauti Sigurðsson er fæddur árið 1960. Hóf ungur píanónám og lauk einleikaraprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979, undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Framhaldsnám stundaði hann í Juilliard School of Music í New York og í Róm á Ítalíu. Meðal kennara hans má nefna Sacha Gorodnitsky, Guido Augusti, Eug- ene List og fleiri. Þorsteinn Gauti hefur komið fram á tónleikum á Norðurlönd- um, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi. Einnig sem einleik- ari með útvarpshljómsveitinni í Helsinki, Krinkast-hljómsveitinni í Osló og Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Chopin, Rachmaninoff og Skjabin. Þorsteinn Gauti Sigurðsson Séra Valgeir Ástráðsson stendur hér í anddyri kirkjumiðstöðvarinnar við likan af byggingunni fullgerðri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Seljakirkja vígð á morgun SELJASÓKN er ein stærsta sóknin í borginni og til hennar telj- ast um 9 þúsund Reykvíkingar. Hingað til hefur söfnuðurinn verið á hrakhólum með húsnæði undir starfsemi sína og á þeim sjö árum sem hann hefur starfað hefur sóknarpresturinn, séra Valgeir Ástráðsson, haldið guðsþjónustur á 18 stöðum, viðs veg- ar um borgina. í byrjun sumars 1983 tók biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, fyrstu skóflustungu að Kirkjumiðstöð Selja- sóknar, byggingu sem ætlað er að hýsa hvers kyns safnaðarstarf. Fyrsti hluti miðstöðvarinnar var tekinn í notkun 10. október siðastliðinn og á morgun, þriðja sunnudag í aðventu, vígir Sigurð- ur Guðmundsson settur biskup kirkjusalinn og þar með verður Seljakirkja orðin að veruleika. „Við erum mjög glöð, öll sem höfum staðið að þessari byggingu, hvemig allt heftir tekist til, “ sagði séra Valgeir Ástráðsson. „Þetta hefur verið mjög snöggt átak og erfitt en afskaplega skemmtilegt og þá helst fyrir það hvað menn hafa verið samhuga um þetta. Við hlökkum afskaplega mikið til vígsludagsins og vitum að það verður mikill gleðidagur í þessu hverfí. Bygginganefndin hefur unnið sem einn maður, allt frá því að farið var að huga að hönn- un byggingarinnar í samstarfi við Sverri Norðjörð arkitekt. Það var strax ákveðið að þetta yrði kirkju- miðstöð, hús þar sem allt safnað- arstarfið rúmaðist og frá því að við tókum fyrsta áfangann í notk- un hefur komið í Ijós að þörfín fyrir húsið er gífurleg. Hér æfír kórinn og fermingarundirbúning- ur fer hér fram. Kvenfélag sóknarinnar, KFUM og K og AA samtökin halda fundi og nám- skeið, alls koma hingað 2-300 manns á hveijum degi til að taka þátt í því uppbyggilegu starfí. Að kirkjunni meðtalinni er meira en helmingur hússins kominn í gagn- ið og vonandi líður ekki á löngu áður en við getum byijað á næsta áfanga en fyrst þurfum við að gera upp fjárhaginn." Valgeir sagði að áhugi og þátttaka safn- aðarfólksins væri til fyrirmyndar. „Allt frá því að við hófumst handa höfum við fundið mikinn áhuga og velvild fólksins í hverfínu. Enda væri byggingin ekki mögu- leg ef þess nyti ekki við. Hún er nánast eingöngu kostuð af sókn- argjöldum og framlögum sóknar- bama og hingað hafa margir komið færandi hendi." Valgeir nefndi að þegar fyrsti áfanginn var tekinn í notkun, laugardaginn 10. október hefði verið opið hús milli klukkan 2 og 5 og þá komið hátt á annað þúsund manns að skoða húsið og nú verður íbúum Seljahverfis öðru sinni boðið til veislu því að lokinni vígsluathöfn- inni á morgun býður kvenfélagið gestum og sóknarbömum upp á Morgunblaðifl/Árni Sæberg John F. Zalewski bygginga- meistari. í baksýn sjást iðnað- armenn vinna við tengingu hljóðkerfis kirkjunnar en að sögn safnaðarforkólfa er hljómburður hússins mjög góð- ur. kaffíveitingar í kirkjumiðstöðinni. Það var mikið um að vera í Seljakirkju þegar blaðamaður leit þar inn á fímmtudag. „Það em 20-25 manns að ljúka við innrétt- ingu og frágang salarins," sagði John F. Zalewski byggingameist- ari. Hann var ráðinn bygginga- meistari í upphafí og hefur stjómað verkinu í samráði við bygginganefndina. „Þetta hefur verið unnið í skorpum með hléum á milli. Það hefur verið lögð mik- il áhersla á hagkvæmni við byginguna og má til marks um það nefria að allir útveggir voru steyptir upp á einum mánuði." Útveggimir em steyptir en pýr- amídalaga þökin borin uppi af límtrésbitum. „Þegar kirkjusalur- inn er kominn í gagnið emm við búin með 900 fermetra en mið- stöðin verður 1300 fermetrar þegar öll húsin fjögur em komin í notkun. Við emm núna að setja upp hátalarakerfi og lýsingu og verið er að smíða pall undir alt- ari, predikunarstól og skímarfont. Síðan er eftir að koma fyrir stólum í salnum og snurfusa kirlq'usalinn en það er ekki nokkur minnsti vafí á að þetta hús verður fullfrá- gengið innanstokks á sunnudag- inn,“ sagði byggingameistarinn John F. Zalewski. Vígsluathöfnin hefst klukkan 16 á sunnudag. Strax að lokinni vígslu hefst guðsþjónusta. Þar mun kirkjukór Seljasóknar undir stjóm Kjartans Siguijónssonar flytja meðal annars verk • eftir Mozart og Heinrich Schultz. Að lokinni guðsþjónustunni er gest- um og safnaðarfólki boðið upp á veitingar í kirkjumiðstöðinni. Tillögnr um breytt umferðarskipulag í gamla Austurbænum: Tekið verði upp kerfi einstefnugatna og sett- ar upp hraðahindranir Umferðamefnd Reykjavíkur hélt fund með (búum gamla Aust- urbæjarins sl. miðvíkudag um tillögur Guttorms Þormar, verk- fræðings hjá Reykjavíkurborg, um breytt umferðarskipulag fyrir þann hluta gamla Austurbæj arins sem afmarkast af Laugavegi, Hringbraut, Snorrabraut, Lækjar- götu, Fríkirkjuvegi og Sóleyjar- götu. Búið er að leggja þessar tillögur fram I Umferðamefnd og Skipulagsnefnd til kynningar. Guttormur sagði á fundinum að hann hefði t.d. gert tillögur um kerfi einstefnugatna og uppsetn- ingu nokkurra hraðahindrana í hverfinu til að minnka hraðakstur í þvi. íbúamir lögðu fram nokkrar tillögur ó fundinum, t.d. um upp- setningu hraðahindrana á Óðins- götu og Bergstaðastræti. Guttormur sagði að Reykjavíkur- borg hefði nú þegar gert ýmislegt til að minnka hraðakstur í hverfínu. Til dæmis væri 30 km. hámarks- hraði I því og settar hefðu verið upþ hraðahindranir á Njarðargötu og Barónsstíg. Hann hefði hins vegar lagt til að kerfí einstefnugatna yrði tekið upp í hverfinu og settar upp hraðahindranir á Eiríksgötu, Laufás- vegi, Bergstaðastræti og Njarðar- götu-.d-.-.......... Frá fundinum um breytt umferðarskipulag fyrir hluta gamla Austurbæjarins. Morgunbiaðifl/BAR Guttormur sagðist einnig hafa sett fram tillögur um uppsetningu umferðarljósa á gatnamótum Bar- ónsstígs og Eiríksgötu og þrengingu gatnamóta Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs og óðinsgötu og Skólavörðustígs. Of hraður akstur væri hins vegar ekki vandamál í hverfínu nema á tiltölulega fáum götum, því þær væru flestar tiltölu- lega stuttar. Hann sagði að hægt væri að fjölga bílastæðum um 70% með því að leggja bílum á ská við gangstéttir í staðinn fyrir að leggja þeim samsíða gangstéttunum. Því hefði hann lagt til að málaðar yrðu skálínur við gangstéttir í hverfínu. íbúamir gerðu ýmsar athuga- semdir við tillögur Guttorms og lögðu m.a. fram tillögu sem á annað hundr- að íbúar við Bergstaðastræti og óðinsgötu höfðu skrifað undir og afhent borgaryfírvöldum til umfjöll- unar í maí ( fyrra. í tillögunni segir m.a.: Við, íbúar Bergstaðastrætis og Óðinsgötu, fórum fram á það við borgarráð að settar verði upp hraða- hindranir við þessar götur, þó sérs- taklega við Hótel Holt. Einnig forum við fram á að einstefna verði niður Hellusund, því umferðin hefur aukist mikið um þá götu eftir að einstefn- unni var breytt f henni. Guttormur sagði að þær tillögur, sem lagðar voru fram á fundinum, yrðu teknar til athugunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.