Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 61 Nokkrar Myndlist Bragi Ásgeirsson Eftirfarandi listasyrpa markar nokkur tímamót varðandi umfjöll- un um myndlistarviðburði á höfuðborgarsvæðinu hér i blað- inu, þvi að fyrirhugað er að þjappa henni saman vegna siaukins fjölda sýninga. Lætur nærri, að þær nálgist það að vera jafnmargar mánaðardögunum og af hinni margvíslegustu gerð og stærð- argráðum, og eru þá einungis þær meðtaldar, sem fá inni i hinum viðurkenndu sýningarsölum. Þessar breytingar hafa legið i loftinu árum saman, þvi að ekki er stætt á þvi, að hver sýning fái sérstaka umfjöllun, enda þarf Morgunblaðið að sinna fleiri skyldum en að vera listtímarit og svo önnur blöð einnig, er sinna þessari sjálfsögðu miðlunarskyldu í nútíma þjóðfélagi. Stefnt verður að markvissara formi og um leið réttlátara, svo Niccolo Machiavelli sýningar Ófeigur Björnsson: „Margull". að hinir stærri og merkari listvið- burðir hverfí ekki i öllu listas- kvaldrinu, en fiestra sýninga verði getið að einhveiju, uppfylli þær lágmarkskröfur um ytri umbúnað og listrænt vægi. Gallerí Gangfskör Jólasýning hefur verið opnuð í Gallerí Gangskör og er í alla staði nyög vandað til hennar. Má minna á, að þessi sýningarsalur er rekinn í sjálfboðaliðsvinnu nokkurra ein- staklinga, er fást við listir og listíðir. Sumir eru landskunnir fyrir athafnir sínar og umsvif heima sem erlendis og verðlaunahafar á alþjóðlegum sýningum. Þeir, sem eiga myndir á sýningunni að þessu sinni, eru þær Hafdís Ólafsdóttir, Kristjana Samper, Jenný Guðmundsdóttir, Lísa K. Guðjónsson, Lísbet Sveins- dóttír, Ragna Ingimundardóttír, Sigrid Valtingojer og Þórdis A. Sigurðardóttir. Á sýningunni kennir margra grasa innan list- og listiðnaðar auk verka, sem vega salt milli þessara tveggja listhugtaka. Innan um eru ágætir gripir og vel listrænir og sumir á alþjóða- og heimsmælikvarða ... Gallerí Gijót Gallerí Gijót við Skólavörðustíg Gunnar J. Straumland Sólrún Einarsdóttir og Sören Larsen. er þegar orðin gróin og þekkt stærð í Reykjavík, þótt ekki fari mikið fyr- ir starfseminni. Þegar ekki eru þar einkasýningar af hóflegri stærðinni sýna félagamir, sem að því standa, nýrri og eldri framleiðslu sína í mál- verki, höggmyndalist, grafík, leirlist svo og skartgripafaginu. Hér er um að ræða listamenn, sem eru af fram- sæknari tegundinni, eða þau Jónínu Guðnadóttur, Magnús Tómasson, Ófeig Björnsson, Ragnheiði Jóns- dóttur, Steinunni Þórarinsdóttur, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Hörn Þorsteinsson — auk þess hef- ur bæst við nýr liðsmaður, sem er Páll Guðmundsson málari og mynd- höggvari frá Húsafelli. Það er einmitt ein slík samsýning sem er á döfinni um þessar mundir og má þar að venju sjá marga áhugaverða hluti og í háum listrænum gæðaflokki. Höggmyndir nýliðans Páls Guð- mundssonar setja mikinn svip á húsnæðið, enda óvenjulegar auk þess að vera höggmyndir í orðsins bók- staflega skilningi, sem er sjaldgæft nú á dögum, — og meira að segja hoggnar í gijót... Hafnargallerí í Hafnargalleríi hafa undanfarið hangið uppi nokkrar myndir eftir Gunnar J. Straumland. Gunnar lauk námi við auglýsinga- deild MHÍ á sl. vori og er þetta frumraun hans á sýningarvettvangi í Reykjavík — og þó átti hann víst verk á samsýningu NArt í Borgar- skála 1986 — makalausri fram- kvæmd, er fór framhjá flestum, jafnvel sumum þátttakendanna. Gunnar sýnir 13 teikningar í hinum vistlegu húsakynnum og eru hér fuglastúdíur aðalviðfangsefnið, — en vel að merkja mjög stílfærðir fuglar. Teikningamar eru nostursamlega gerðar, en frekar daufar í útfærslu. Tvær þeirra skera sig úr „Þrír eins“ (3) og „Það þarf sterk bein til að þola góða daga“ (8). Báðar þeirra búa yfir meiri líf- og formrænum krafti en allar aðrar myndir á sýning- unni. Afmælissýning í verzlun íslenzks heimilisiðnaðar við Hafnarstræti hefur undanfarið staðið yfir sýning á glermunum úr verkstæði þeirra Sigrúnar Einars- dóttur og Sörens Larsen i Bergvík á Kjalamesi. Á fimm ámm hafa þau Sigrún og Sören lagt gmnn að list- rænum íslenzkum gleriðnaði, en þau hafa byggt upp þennan iðnað af hreint engu. Glerblástur er fom list- grein, svo sem kunnugt er, en til skamms tíma höfum við íslendingar látið okkur nægja að flytja alfarið glermunina inn eða þar til hin hug- myndaríku hjón tóku af skarið. Þau hafa þegar unnið sér nafn og sýnt gripi sína víða, bæði heima og erlendis, og dijúga athygli vakið. Jafnan er mikið um eigulega og listræna gripi þá þau em á ferð með sýningar og er svo einnig að þessu sinni, auk þess sem úrvalið er óvenju mikið jafnt af smærri sem stærri gerðinni. Þetta er þarft framtak og er mikil prýði að mununum í verzlun- inni svo og í glugga... Furstinn — Mál ög menning gef- ur út rit Machiavellis MÁL OG menning hefur gefíð út bókina Furstínn eftir Niccolo Machiavelli, eitt frægasta stjóm- málarit allra tíma. Bókin er leiðarvísir handa furstum um hvernig halda skuli völdum og auka þau, hvaða brögðum beri að beita og hvaða lærdóm megi draga af sögunni. Um leið sýnii hún einkar vel hugsunarhátt og aðferðir valdhafa gegnum ald- iraar. Purstinn eftir Machiavelli varí til á endurreisnarskeiðinu á Ítalíu miklum umbrotatíma þegar listii blómstra, verslunin tekur Qörkipp heimsmyndin breytist og nútímim verður til. En um ieið er þetta tím mikilla átaka I ítölsku borgríkjun um, hart er barist um yfirráð of margir foringjar koma við sögu Machiavelli var áhrifamaðurí Flór ens í byijun 16. aldar, en var sviptui embættum og áhrifum þegai Medici-ættin komst til valda á nj árið 1512. Þá skrifaði hann þesss bók en hún kom fyrst út árið 1532 Furstinn telst nú til sígildra bók mennta fyrir vægðarlausa grein- ingu á háttemi stjómmálamanna. Ásgrímur Albertsson þýddi bók- ina og samdi skýringar og eftirmák þar sem hann gerir grein fyrir sögu legum bakgrunni verksins. Bókii er 180 bls. að stærð og er prýdc fjölda mynda. Mál og menning gef- ur út, Teikn hannaði kápu, en bókii er prentuð í Prentstofu Guðmundai Benediktssonar. (Úr fréttatilkynningu.) öö PIONEER ÚTVÖRP UNDRALAND JÓLANNA W tó m 70-100 1.01-1.25 1.26-1.50 1.51- 1.75 1.76-2.00 2.01-2.50 2.51- 3.00 íslenskt rauðgreni Kr. 395,- Kr. 650,- Kr. 920,- Kr. 1.230,- Kr. 1.630,- Kr. 1.960,- Kr. 2.450,- íslensk fura Kr. 520,- Kr. 850,- Kr. 1.190, Kr. 1.600,- Kr. 2.125,- Þinur-Eðalgfeflí- Kr. 850,- Kr. 1.150,- Kr. 1.730,- Kr. 2.150,- Kr. 2.820,- Kr. 3.350,- Algjör nýjung: Lifandi íslensk jólatré úr Skorradal í fallegum pottum. Einnig pottar undir jólatré úr garðinum kr. 225,- Grenibúnt kr. 90,- og kr. 165,- Leiðisgreinar kr. 695,- - Leiðiskross kr. 1.120,- - Leiðiskrans kr. 1.650,- E Og þjónusta. Nýtt kreditkortatímabil hafið hjá okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.