Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 80
80 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Jón Kr. Guðjónsson Eskifirði - Kveðja Fæddur 6. júní 1906 Dáinn 6. desember 1987 Fallinn er til foldar félagi traustur, sem sannarlega er saknað af sviði. Félagi góður, sem fann sig ætíð knu- inn til að leggja lítilmagnanum lið, trúr sinni vonglöðu, vorbjörtu hug- sjón, sem hann gerði að sinni í æsku, sem hann vonaði að yrði virkileiki morgundagsins. Allt til æviloka var hann sannur og einlægur merkisberi mannúðarstefnu sósíalismans, hún var honum ekki þurr fræðikenning, heldur lifandi vakning til áhrifa og athafna alls staðar í þjóðlífinu, þar sem mann- gildi er ofar öllu gullsins gildi. Hann var Iöngum hinn virki og vel færi þátttakandi, ekki óvirkur gagn- rýnandi, eins og svo mörgum lætur best f dag. Hreinskiptinn og hreinskil- inn talaði hann enga tæpitungu, en var þó prúðmennið mikla, lipur og situ oYS 3 aoifrt'er'ð 6777 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF laginn, þrátt fyrir að umbúðalaust væru málin reifuð og rædd. Ég mat þennan prýðisgreinda al- þýðumann mikils, ráðhollur og glöggur gaf hann á sínum tíma ung- um manni ýmis heilræði og fræddi manna best um kverkatök kreppunn- ar miklu á alþýðu sjávarþorpanna, sem harðast gekk að þeim, sem minnst máttu sín, þó aldrei væri um það að ræða að bogna eða brotna. Það baráttufólk er skírðist í þeim eldi var hugsjónafólk af lífi og sál og á þeim hrein ekki auðvaldsins svarti- galdur, sem svo ótalmarga hefur ært af vegi. Jón Kristinn Guðjónsson var einn þeirra er auðguðu samfélag sitt með sannfæringu sinni, sókndjarfur vel og áttu þau rök, er ætíð dugðu. Samstíga og samhent voru þau hjónin í því sem öðru, einörð og fylg- in sér til allra verka. Verðugt vökufólk hugsjónarinnar, en raunsæ, sönn og einlæg í athöfn allri sem orðum. Kveðjuorð um horf- inn heilladreng verða fátæklegri en ég vildi, en þau eru þrungin mikilli þökk fyrir svo margt í okkar löngu og kæru kynningu og vörmu vináttu í áranna rás. Ég þekkti hann best sem bóndann og verkamanninn, en harðfylginn sjó- maður var hann á árum áður. Allt rækti hann af alúð, vann hörðum höndum, hugsaði margt, og lét gjam- an flakka í ferskeytlum enda ekki langt að sækja góða skáldgáfu. Hlut- skipti sínu sem bóndi lengst starfsævi undi hann vel, þó ekki hefði hann kosið sér það að ævistarfi, hefði hug- ur einn mátt ráða ævileið. Svo var um mörg böm sjávarþorpa þess tíma, naumt var um nám, þó næg væm andans föng og auðna rík að öðm leyti en nægum aflaföngum til náms- kostnaðar. Býsna örðug örlög þeim, sem fundu sig í fæmm til að nema og ná langt á þekkingarbraut. En Jón Kristinn horfði beiskjulaus til þessa tíma og einnig til örðugleika kreppuáranna, er bamaflölskyldan átti sannarlega í vök að veijast. A þeim tíma tók hann virkan þátt í félagsstarfi hinna róttæku fullhuga á Eskifirði, sem Amfinnur Jónsson leiddi og þar var honum trúað til starfa m.a í sveitarstjóm um hríð. Röskum fullhuga mun hafa fallið það vel og víst er að hann brást í engu því, sem honum var trúað fyrir. Saga kreppuáranna á Eskifirði hefur sem betur fer verið vel bókfest og er merkileg heimild um mikinn leiðtoga og óvenju marga verkfæra og valda liðsmenn. Þar var Jón Krist- inn einn þeirra vöskustu og verk- fæmstu. Búskapur hans var farsæll hið besta, enda hvergi slakað á klónni, þar sem allir lögðu fram. lið- sinni sitt. Hólmar em enda kostajörð um margt og ábúandinn einkar natinn hirðumaður, sem bjó vel að sínu í hvívetna. Ég ætla ekki að rekja starfssögu vinar míns, en aðeins skal að nokkr- um áfangastöðum vikið. Jón Kristinn var fæddur 5. júní 1906 að Kotmúla, Fáskrúðsfjarðar- hreppi, og var því á áttugasta og öðm aldursári er hann lést. Foreldrar hans vom hjónin Kristín Jónsdóttir og Guðjón Jónsson (Ólafs- sonar skálds og ritstjóra), er þá bjuggu á Kolmúla, fluttu' síðar að Kaldalæk í Fáskrúðsfirði, en 1913 fluttist Jón ásamt foreldrum sínum til Eskifjarðar, en systkinin vom alls níu, svo hópurinn var stór. Á Eski- firði stundaði Jón alla algenga verkamannavinnu, en mest sjó- mennsku og hafði af henni yndi. Hann var bráðgerr, bæði knár og röskur og harður af sér, en jafnframt hvers manns hugljúfí. Þáttaskil urðu í lífi hans, er þau Þóra Jónsdóttir Snædal frá Eskifirði gengu í hjónaband árið 1929. Þóra er hin ágæta og vel verki fama húsmóðir, greind kona og glögg og hefur ætíð haft lifandi áhuga á þjóðmálum, en fyrst og fremst er hún kona glaðlynd og hjartanleg í við- móti og sannur vinur vina sinna. Þau settu saman bú á Eskifirði og Jón stundaði alla algenga vinnu, mest tengt sjónum, -en svo varð hann fyrir alvarlegu slysi um borð í bát, fótur hans mölbrotnaði og varð hann aldrei heill eftir. En harkan var mikil og þegar ekki var unnt að stunda sjómennsku var haldið inn að Hólmum í Reyðarfirði og þar hafinn búskapur og búskapar- sagan stóð í 26 ár, en þá var bmgði búi og flutt til Eskifjarðar á ný og áfram unnið og þar var unað allt til æviloka. Þau Þóra áttu bamaláni að fagna, en sonur dó bamungur og tvær ,dætur fæddust andvana. Böm þeirra er upp komust í réttri aldursröð em: Ragnhildur, húsfreyja Hafnarfírði; Guðjón Einar, kennari Akureyri; Jón Snædal, húsasmíðameistari, Sauðár- króki; Gísli, fiskmatsmaður, Vopnaf- irði; Guðni Þór, húsgagnasmíðameist- ari, Eskifirði, Selma Kristín, húsffeyja í Vogum, Auðbergur, heil- sugæslulæknir, Eskifirði, Þorvaldur, verkstjóri, Reyðarfirði, og Helga Ósk, húsfreyja, Reyðarfirði. Öll em bömin mikið ágætis- og mannkostafólk. Bamabömin em 39 og bama- bamabömin 27 og er það fríður og föngulegur hópur. Jón Kristinn lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað hinn 6. desember sl. Komið er að kveðjustund, þar sem þökkin fyrir samfylgd góða er í huga hæst. Þökk fyrir fylgdina góðu, fyrir trúnað við málstað mætan, fyrir mannkostina traustu, fyrir einlægni hjartaþelsins hlýja, sem hann átti svo ríka auðlegð af að miðla. Kærri vinkonu, Þóm, em sendar okkar alúðarfyllstu samúðarkveðjur, svo og öllum þeirra bömum og þeirra fólki. Genginn er góður vinur og fjarska trúr félagi. Einlægnin sönn og at- höfnin þörf fyrir aðalsmerki hans. Ég minnist hans í hljóðri þökk sem eins hins besta og hugumprúðasta drengs, sem ég hefi haft af kynni. Sú er myndin er ég hefi í huga nú. Sú mynd tindrar tær og hrein og tendrar ljós á vegi. Helgi Seljan Hau^tslánun- Rúmlega 63 þúsund slátrað I 24. október 1987 Bæjarstjórn tekur við af hreppsnefnd VfyíÍ&W, ,v VS-is:. | Höfðirtglog gjóf Borgfirð- ingur — nýtt fréttabréf Borgfirðinga Hvannatúni f Andakfl. NÝLEGA kom út 1. tölublað Borgfirðings, fréttablaðs, sem Ungmennasamband Borgar- fjarðar og Verkalýðsfélag Borgarness standa að. Blaðinu er ætlað að ná til allra Borgfirð- inga, heima og brottfluttra. Blaðinu á ekki að vera málgagn þessara félagasamtaka, heldur að vera opið öllum. UMSB og VB hafa í mörg ár gefið út myndarleg frétta- bréf og ritnefnd Borgfírðings hefur talsverða reynslu á þessu sviði, sem kemur berlega í ljós á vönduðu efni blaðsins. Blaðið er 12 síður að stærð í heldur minna broti en Morgunblað- ið, auglýsingar em í hófi, letur vel læsilegt og pappír góður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ingimundur Ingimundarsson. - D.J. ELDHUSUNDRL ; EINSTOK FRAAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! KM21 fráAEG er sannkallað eldhúsundur enda er fjölhœfnin undraverð. Bara að nefna það, KM2.1 gerirþað: Hrœrir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá AEG er margra tœkja maki en á makalausu verði, aðeins kr. 6.903.- Vestur-þýsk gœói á þessu verSi, - engin spurning! AE G heimilistœki því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! B R Æ Ð U R N I R OKMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.