Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 57 Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Sveitarfélögm verði fjár- hagslega sjálfstæðari Saman fari ákvörðun, framkvæmd og ábyrgð Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, mælti fyrir stjórnar- fumvarpi um breytta verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga á kvöldfundi neðri deildar Alþingis i fyrradag (fimmtudag). Frumvarpið er efnd á fyrirheiti i starfsáætlun ríkisstjórnarinnar, sem kveður á um skýrari verkaskiptingu. Stefnt er að því að saman fari ákvörðun, framkvæmd og ábyrgð. Forsætisráðherra sagði að fyrstu skrefin að þessum markmiðum hafi verið stigin með gerð fjárlagafrum- varps. Þetta frumvarp felur síðan í sér breytingu á ákvæðum í átta lögum, er varða samskipti ríkis og sveitarfélaga, m.a. að því er varðar málefni fatlaðra, byggingu íþrótta- mannvirkja, félagsheimila, dagvist- arstofnana, rekstur tónlistarskóla, byggðasafna og landshafna og Þorsteinn herra Pálsson forsætisráð- felldir eru niður ríkisstyrkir til vatn- sveitna. „Til að draga úr áhrifum þessara breytinga á rekstur einstakra sveit- Stjórnarfrumvörp um söluskatt, tolla og vörugjald: E g hef enn ekki tekið afstöðu - segir Eyjólfur Konráð Jónsson Á FUNDI efri deildar aðfaranótt föstudags sagði Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvík) að hann myndi ekki taka afstöðu til frumvarpa rikisstjórnarinnar um söluskatt, tolla og vörugjald, fyrr en hann hefði séð skýrslu hinnar svoköll- uðu „hallanefndar" um halla ríkissjóðs og kynnt sér gaum- gæfilega fyrirliggjandi frum- vörp. Fyrir um ári skipaði, þáverandi fjármálaráðherra, Þorsteinn Páls- son, nefnd sérfræðinga til þess að kanna hver raunverulegur „halli“ hefði verið á ríkissjóði undanfarin ár. I nefndinni sitja fulltrúar frá Seðlabanka, Háskóla íslands, Þjóð- hagsstofnun og Qármálaráðuneyti. Á fundi efri deildar fór Eyjólfur Konráð Jónsson fram á það að fjár- hags- og viðskiptanefnd efri deildar fengi að sjá skýrsluna og kvaðst fjármálaráðherra ætla að reyna að verða við því. Á fundi nefndarinnar í gærmorgun lagði Svavar Gestsson fram bókun, þar sem þess var beð- ist að álitið yrði lagt fram og að nefndarmenn kæmu á fund þing- nefndarinnar. arfélaga," sagði forsætisráðherra, „er gert ráð fyrir breytingu á hlut- verki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga". Frumvarpið er í aðalatriðum byggt á tillögum tveggja nefnda, sem starfað hafa að stefnumörkum á þessum vettvangi. Samkvæmt þeim tillögum ber sveitarfélögum einkum að hafa með höndum verk- efni sem ráðast af staðbundnum þörfum, þar sem ætla má að þekk- ing á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri og hag- kvæmari þjónustu. Ríkið annast fremur verkefni sem hagkvæmara er að leysa á landsvísu. Sveitarfé- lögin verði fjárhagslega sjálfstæð- ari og síður háð ríkisvaldinu. Verkaskiptin verði skýrari og ein- faldari og dregið úr samaðild. I frumvarpi þessu' eru einungis tillögur um breytingar á þeim grein- um í lögum sem ijalla um fjármála- skuldbindingar ríkis og sveitarfé- laga. Með verkefnaflutningi, sem felst í frumvarpinu, er talið að um 200 m.kr. útgjöld færist frá ríki til sveitarfélaga, en sveitarfélögum eru jafnframt tryggðar auknar tekj- um með hærra framlagi úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. Forsætisráðherra sagði frum- varpið ekki flutt til að spara ríkinu útgjöld. Það væri fyrsta skrefið í uppstokkun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. „Frá hendi ríkis- stjómarinnar eru með frumvarpi þessu stigin þýðingarmikil skref til að styrkja sveitarfélögin og gera þau sjálfstæðari." Hlustað á Alexander Alexander Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, mælti fyrir nefndaráliti meirihluta félagsmálanefndar neðri deildar Alþingis um húsnæðisfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra, í fyrrakvöld. Síðan var umræðu frestað en verður fram haldið i dag, laugardag. Það vakti athygli að fyrrverandi félagsmálaráðherra las nær ein- vörðungu texta nefndarálitsins, en sagði lítið sem ekkert frá eigin bijósti. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sem hér sést hlusta grannt á „framsögu" Alexanders (ásamt Jóni Sigurðssyni, við- skipta- og dómsmálaráðherra), er með texta nefndarálitsins fyrir framan sig. Áður en frumvarpið kom formlega á dagskrá þæfðu stjómarand- stæðingar um þingsköp og málsmeðferð í rúman klukkutíma. Sljórnarandstaðan um tekjuhlið fjárlaganna: Skattar aukist um 8-9 millj- arða í tíð ríkisstjórnarinnar UMRÆÐUR héldu áfram í efri deild Alþingis um frumvörp ríkisstjórn- arinnar að breyttum lögum um tolla, söluskatt og vörugjald síðastliðið fimmtudagskvöld, eftir að Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráð- herra hafði flutt framsöguræðu. Umræðunni lauk ekki fyrr en um kl. þijú um nóttina. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lánasjóð námsmanna til gjalda, þrátt fyrir það að lán úr þessum sjóðum séu verðtryggð og beri sum nokkra vexti," sagði Eyjólfur Konr- áð Jónsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Svavar Gestsson (Abl/Rvík) ræddi um þá aukningu, sem hann taldi hafa orðið á skattbyrðinni. Kvað hann skattbyrðina hafa aukist um 8.580 milljónir króna frá því að ríkis- stjómin tók við og vera nú um 24,7% af vergri landsframleiðslu, sem væri hæsta hlutfall síðastliðin 19 ár, sem hann hefði upplýsingar um og hefði Jón Baldvin slegið met ríkisstjómar Gunnars Thoroddsen. „Óska ég Sjálf- stæðisflokknum til hamingju með Það kom fram í ræðu Eyjólfs í efri deild að bráðabirgðatölur nefndarinnar fælu það í sér að á árabilinu '80—’85 hefði meðaltekju- afgangur ríkissjóðs numið um þremur prósentustigum af lands- framleiðslu. Þýddi þetta um 6—7 milljarða tekjuafgang að meðaltali. „Orsakir þess að menn hafa allt- af fengið út halla er sú reiknisaðferð að færa framlög ríkisins í sína eig- in sjóði eins og byggingarsjóð og Þorvaldur Garðar Krisljánsson forseti Sameinaðs þings: Nær daglegir samráðs- fundir þingforseta og* þingflokksf ormanna AIÞHMSI VEGNA fyrirspurna og gagnrýni þingmanna stjórnarandstöðunnar á skipulag þingstarfsins fyrir jól, sagði Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson, forseti sameinaðs þings á fundi þess síðastliðinn fimmtudag að nánast daglega hefðu forsetar þingsins kvatt á sinn fund for- menn þingflokkanna til að ráða ráðum sínum um þinghaldið. Kvað hann á þessum fundum koma fram samstarfsvilja þing- manna jafnt úr stjórnarliði sem stjórnarandstöðu, svo að þing- störf gætu farið sem best fram. í umræðu um þingsköp var þeirri fyrirspum beint til Þorvaldar, hvort hann sem forseti teldi það ekki óeðli- legt að ríkisstjóm eða fjármálaráð- herra gerði tillögur til Qárveitinga- nefndar um einstök atriði fjárlagafrumvarps. Svo taldi Þorvald- ur ekki vera. „Það nær ekki lengra nema Qárveitinganefnd geri það að sfnum tillögum sem frá ríkisstjóminni berst og eru þá orðnar tillögur fjár- veitinganefndar, sem nefndin leggur fram á Alþingi til endanlegrar ákv- örðunar," sagði Þorvaldur. árangurinn í baráttunni fyrir lækkun skatta.“ Svavar kvað hinn svokallaða mat- arskatt myndu nema 5.700 milljón- um á næsta ári, sem kæmi stórlega illa við lágtekjufólkið, sem verði mestum hluta tekna sinna til mat- vælakaupa. Taldi Svavar eðlilegra að snúa sér að fyrirtækjum landsins í stað almennings. Þegar horft væri til aukinnar skattbyrði, hækkaðra útsvara og fasteignagjalda, væri ljóst að tekjur heimilinna myndu skerðast verulega, sérstaklega á fyrri hluta ársins. Um það sem koma ætti á móti sagði Svavar að það væri allt mjög ótryggt, losaralega væri búið um niðurgreiðslur á landbúnaðaraf- urðum og engin útfærsla væri á greiðslu ellilífeyris og bamabóta. Um sjálft söluskattsfrumvarpið sagði Svavar að sér fyndist lítið bera á skilvirkni og samræmingu í frum- varpinu. Taldi hann litla skilvirkni felast í því að skattleggja vélbindingu heys, nema koma ætti fyrir búðar- kössum á hverri heybindivél og að hann sæi ekki samræmið í því að skattleggja nauðsynjavörur, en und- anþiggja afruglara. Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði það skyldu stjómarandstöðunnar að koma í veg fyrir að frumvörp ríkis- stjómarinnar um söluskatt, tolla og vörgjald næðu fram að ganga og að koma ríkisstjóminni frá. Taldi hann það fráleitt að það markmið þessara laga um lækkun verðbólgu næði fram að ganga, enda gæti verðbólgan vart lækkað þegar lagður væri 26% skatt- ur á matvörur. Hin aukna skattlagn- ing hlyti að leiða til þess að verkalýðshreyfingin og launþega- samtök gerðu auknar kröfur; slíkt hlyti að kalla á aukna verðbólgu. Hann taldi það og mikla blekkingu að útgjaldaaukning vegna hækkunar matvæla yrði aðeins 7%, enda borg- uðu láglaunafjölskyldumar mun stærri hluta af tekjum sínum í mat- væli en aðrir þjóðfélagsþegnar. Júlíus varaði og við þeim áhrifum sem þess- ar hækkanir kæmu til með að hafa á ferðamannaiðnaðinn; útlendingar hlytu að flykkjast frá landinu þegar þeir sæju þetta verðlag. Guðrún Agnarsdóttir (K/Rvík) kvað það vera erfitt fyrir sig að ræða þessi frumvörp málefnalega af nokkru viti, enda hefði hún ekki haft tækifæri til þess að kynna sér efnisatriði þeirra á þeim stutta tíma sem liðinn væri frá því að þau vom lögð fram. Þó væru nokkur atriði sem hún vildi tæpa á. Guðrún kvað Kvennalistann vera mjög á móti þeirri auknu skattlagn- ingu á almenning, sem í þessum frumvörpum fælist, sem verst bitnaði á láglaunafólkinu og líklegt væri, þegar að samningum kæmi að leiddi til aukinnar verðbólgu. Einnig átaldi Guðrún það sem hún taldi frávik frá manneldisstefnu ríkisstjómarinnar, sem fælist í því að skattleggja mat- væli. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra kvað tölur Svavars um auknar skattbyrðar vera úr lausu lofti gripnar; væru þær sóttar í „óvandaða og hraksmánarlega unna frétt í DV.“ Hið rétta væri að skatt- ar hefðu aukist um 5.700 milljónir i tíð núverandi ríkisstjómar. Þar af væri með þessum frumvörpum, sem nú væri verið að afgreiða, gert ráð fyrir rúmlega tveimur milljörðum í aukna tekjuöflun fyrir ríkissjóð og væri þeirri upphæð nákvæmlega var- ið til útgreiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.