Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 49 r > sins var 4. desember 1987 var tekin ákvörðun um að hrinda þessum breytingum í framkvæmd um næstu áramót. Jafnframt var ákveðið að söluskatturinn yrði jafn- hár, 25%, á allar vörur. Til þess að tryggja að mikilvægar neysluvörur heimilanna hækki ekki í verði verð- ur um leið gripið til umfangsmikilla niðurgreiðslna. Þannig helst verð á mjólk, dilkakjöti, smjöri og skyri óbreytt þrátt fyrir 25% söluskatt- inn. Auk þess verður dregið veru- lega úr verðhækkunum á öðrum kjötvörum með lækkun kjamfóður- skatts. Loks verða lífeyrisgreiðslur og bamabætur hækkaðar. I þessum aðgerðum felst ein mesta skattkerf- isbreyting sem gerð hefur verið um áratugaskeið. Með henni er lagður grunnur að upptöku virðisauka- skatts í ársbyijun 1989. Auðvitað er engum ljúft að leggja söluskatt á matvæli, t.d. físk, en þá ákvörðun verður að skoða í víðu samhengi, ekki síst hvað varðar lokun undan- skotsleiða og bætta skattheimtu. Hið nýja vörugjald verður 14% og verður lagt á skýrt afmarkaða vöruflokka sem nú bera margvísleg vömgjöld á bilinu 17—30%. Hér má nefna sælgæti, öl og gos- drykki, hreinlætistæki, hljómtæki, raflagnaefni, blöndunartæki og fleira. í þessu felst mikil uppstokk- un og einföldun og innlendum gjaldendum fækkar til muna. Með því verður allt eftirlit einfaldara og innheimta skilvirkari. Þessi kerfisbreyting aðflutnings- og vörugjalda mun hafa í för með sér talsverðar breytingar á verð- hlutföllum hér innanlands. Þess em dæmi að einstakar vömtegundir muni lækka í verði um 30—40% en aðrar hækka um 15—20%. Þetta er óhjákvæmileg afleiðing kerfís- breytingarinnar að samræma og einfalda álagningu og bæta inn- heimtu aðflutningsgjalda og jafn- framt draga úr áhrifum skattlagn- ingar á verðhlutföll og neysluval. Það segir sig sjálft að áhrif svo mikillar breytingar sem hér um ræðir em ákaflega vandmetin og á það jafnt við um áhrif á tekjur ríkis- sjóðs og áhrifín á verðlag. Þó virðist ljóst að framfærslukostnaður heim- ilanna muni lækka við þessar breytingar og sömuleiðis bygging- arkostnaður. Lánskjaravísitalan mun því einnig lækka. Að svo stöddu er þó ekki rétt að setja fram alltof nákvæmar tölur um þessi væntanlegu verðlagsáhrif en gera má ráð fyrir að þau séu í námunda við 1% til lækkunar á lánskjaravísi- tölu. Ég hef falið Verðlagsstofnun að fylgjast grannt með því að tolla- lækkanimar skili sér til neytenda í lægra vömverði. Þegar á heildina er litið er gerð mikil hreinsun á tolla- og skatta- málum sem er hagsmunamál allra, jafnt innflytjenda sem neytenda. I því sambandi má nefna sérstaklega að við það að dregið er úr misræmi milli innflutningsverðs og innan- landsverðs ætti verslunin að flytjast í ríkari mæli inn í landið en verið hefur. En verkinu er ekki lokið. Svo- nefndir ytri toliar, það er tollar á vömm frá öðmm ríkjum en era i EFTA og Evrópubandalaginu, lækka við þessar breytingar en vel má vera að æskilegt sé að þeir lækki enn frekar meðal annars með hliðsjón af lækkandi gengi Banda- ríkjadollars. Þetta mál verður án efa athugað nánar á næstunni jafn- vel þegar í þingnefndinni sem fj'alla mun um tollskrárlagafmmvarpið sem ríkisstjómin hefur nú lagt fram á Alþingi. Reyndar tengist ákvörð- Jón Sigurðsson í starfsáætlun ríkis- stjórnarinnar er kveðið skýrt að orði að fríverslun verði megin- stefna í viðskiptum. Ríkisstjórnin lítur á það sem helsta hlutverk sitt í efnahagsmálum að móta meginreglur um efnahagsleg samskipti og umgjörð atvinnulífs sem tryggi eðlilega samkeppni og sam- keppnishæfni íslenskra atvinnuvega. un þessara ytri tolla stærra máli þegar litið er til lengri tíma þar sem em einhvers konar fríverslunar- samningar við Bandaríkin. Tollkrít En það er fleira í deiglunni sem varðar innflutningsverslunina. Fyrst má nefna tollkrítina sem svo er kölluð. Samkvæmt nýju tollalög- unum sem samþykkt vom á Alþingi síðastliðið vor getur fjármálaráð- herra heimilað tollstjómm að veita innflytjendum greiðslufrest á að- flutningsgjöldum samkvæmt nánari reglugerð. Greiðslufresturinn getur verið að meðaltali tveir mánuðir. Þessi heimild hefur ekki enn verið nýtt og ekki er fyrirhugað að svo verði gert í drögum að reglugerð sem taka mun gildi 1. janúar 1988. Ástæðumar fyrir þessu em einkum þijár. í fyrsta lagi þarf að kanna betur áhrif tollkrítar á tekjur ríkis- sjóðs. í öðm lagi veltur fram- kvæmdin á því að tölvuvæðing tollþjónustunnar verði komin í ör- ugga höfn. Loks er þess að gæta að um þessar mundir er mikil þensla {íslenskum þjóðarbúskap en horfur á að ytri skilyrði versni til muna á næstunni. Við þessar aðstæður er erfitt um vik að slaka til þótt annað kunni að mæla með því að svo verði gert. Þetta á reyndar einnig við um næsta atriði sem ég vildi nefna en það em greiðslufrestir erlendis eða erlend vörakaupalán. Greiðslufrestir erlendis Með nýjum lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála sem samþykkt vora á síðasta þingi var svonefnd bankastimplun afnumin, með öðmm orðum það lagaákvæði að ekki megi tollafgreiða vöm nema staðfesting gjaldeyrísbanka liggi fyrir um að greiðsla hafí verið innt af hendi eða tryggð með öðmm hætti var fellt úr gildi. Þessi breyt- ing þótti eðlileg samfara nýjum tollalögum. Um leið og meginþorri innflutn- ings var gefínn frjáls í ársbyijun 1960 var heimilað að nýta almennt þriggja mánaða greiðslufrest sem veittur væri af seljendum vöm til íslands. Þessi regla var skert fyrst árið 1963 og aftur ári síðar með því að felldar vora niður heimildir til að nýta greiðslufrest vegna inn- flutnings á heimilistækjum, fólks- biffeiðum, fatnaði og fleiru. Sú breyting var svo gerð árið 1972 að gefínn var út listi yfir þær vömr sem flytja mátti inn með greiðslu- fresti í stað þess að áður náði listinn yfír þær vömtegundir sem ekki mátti flytja inn með greiðslufresti. Sá listi, sem nú er í gildi, var gef- inn út á fyrri hluta árs 1980. Því er ekki að neita að hér er á ferðinni óþarflega flókið kerfí. Greiðslufrestlistinn samanstendur í raun af fímm vöralistum. í fyrsta lagi em vömr sem flytja má inn með allt að þriggja mánaða greiðslufresti. Á þessum lista em allar vömr sem flytja má inn með greiðslufresti. í öðm lagi em fjórir listar með vömm sem flytja má inn með eitt hundrað og fímm daga til tólf mánaða greiðslufresti ýmist með 20% staðgreiðslu eða ekki. Erfítt er að koma auga á skynsam- lega ástæðu fyrir þessum mismun- andi reglum eftir vömflokkum. Á þessu sviði er nauðsynlegt að sem almennastar reglur gildi um allan vöminnflutning og hann sé eins fijáls og kostur er. Afnám lagaákvæðisins um bankastimplun breytir hins vegar engu um reglu- gerðir, sem í gildi em, um erlendar lántökur og greiðslufresti erlendis. Enda þótt ríkisstjómin telji æskilegt að innflutningsreglur verði sem fijálsastar er óhjákvæmilegt að við núverandi aðstæður í þjóðarbú- skapnum að halda aftur af erlend- um lántökum og notkun greiðslu- frests. Hin öra aukning á innflutningi að undanfömu bendir ekki til þess að núgildandi reglur torveldi mjög innflutning til lands- ins. Það breytir þó ekki því að til lengri tíma litið þarf að huga að því hvemig megi breyta reglum um reikningsviðskipti við útlönd í ftjáls- ræðisátt. Þetta mál verður kannað vandlega á næstu missemm. Lokaorð Nú er útlit fyrir að hlé verði á þeim uppgangi sem ríkt hefur í íslenskum þjóðarbúskap undanfarin þijú ár. Innflutningsverslunin hefur dafnað vel á þessum tíma eins og greinilega hefiir komið fram í mik- illi aukningu innflutnings. En þótt hlé verði á uppganginum fer því fjarri að við horfum fram á eymd og volæði. Miklu nær er að segja að næsta ár verði venjulegt ár eftir tvö eða þijú afbragðs góð ár. Þær breytingar í átt til einföldunar á skattakefínu sem verið er að gera munu auðvelda stjómvöldum að fást við þann jafnvægisvanda sem kann að fylgja því að úr hagvexti dregur. Þar sem skattar, bæði bein- ir og óbeinir, em helsta hagstjóm- artæki stjómvalda ætti það að liggja í augum uppi að eftir því sem skattakerfíð er einfaldara 'og skatt- stofnar almennari þeim mun markvissari getur stjóm efnahags- mála verið. Ástæða er til þess að lokum að líta yfír farinn veg frá árinu 1970. Það ár markar tímamót í fjármála- sögu þjóðarinnar. Þá gerðust íslendingar aðilar að EFTA og þá vom um það bil eitt hundrað ár lið- in frá því að aðflutningsgjöld urðu helsta tekjulind ríkissjóðs, sem hélst langt fram á þessa öld. Fríverslun- arsamningurinn við EFTA gerði það að verkum að á þessu hlaut að verða breyting. Finna varð nýjar fjáröfl- unarleiðir fyrir ríkið sem hlutu að byggjast á almennum beinum og óbeinum sköttum eins og gerist með flestum nálægum þjóðum. Þær breytingar sem nú em boðaðar em mikilvægt skref í átt til samræm- ingar á íslenska skattakerfínu og þeim skattakerfum sem tíðkast í ríkjum EFTA og Evrópubandalags- ins. Segja má að sá tími nálgist nú óðum að þessi samræmingarferill sem hófst árið 1970 nái sinni rök- réttu niðurstöðu sem er skattakerfi með tiltölulega lágum aðflutnings- gjöldum á innflutning, almennum virðisaukaskatti innanlands og al- mennum, einföldum beinum skött- um sem innheimtast jafnóðum og teknanna er aflað. Einfalt og hlut- laust tekjuöflunarkerfi þar sem jafnræði ríkir í skattlagningu hlýtur að vera markmiðið í fyáröflun ríkis- ins við skilyrði fríverslunar. Höfundur er viðskiptaráðherra. Sælgæti ekki nema brot af sykumeyslu — segir Kristinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Nóa-Síríusar SÆLGÆTISNEYSLA íslendinga er ekki nema lítið brot af því sykurmagni sem við neytum ár- lega, að sögn Kristins Björnsson- ar, framkvæmdastjóra Nóa- Siríusar hf. Heildarinnflutning- ur á sykri á síðasta ári var um 11.500 tonn, en heildarsala á sælgæti, innlendu og erlendu, um 3.500 tonn. „Manneldisráð og ýmsir aðilar hafa oftsinnis lagt að jöfnu sykur- innflutning til landsins og sælgætis- neyslu, án þess að kanna málið betur," sagði Kristinn Bjömsson í samtali við Morgunblaðið. „Þessir aðilar hafa tíundað heildarinnflutn- ing á sykri og sykumeyslu á mann og helst rekið áróður fyrir því að Iandsmenn borði minna af sælgæti til að minnka sykumeyslu. Hinsveg- ar er mestur hlutiþess sykurmagns, sem fer ofan í Islendinga, ekki í formi sælgætis." Kristinn sagði að heildarinnflutn- ingur á sykri til landsins árið 1986 hefði verið um 11.500 tonn, sam- kvæmt upplýsingum úr nýjasta hefti Hagtíðinda. Um 600 tonn fæm til niðurlagningar á sfld, sem síðan væri að mestu leyti flutt út, þannig að um 10.900 tonna af sykri hefði verið neytt á síðasta ári, eða um 45 kfló á mann. Samkvæmt markaðshlutdeildarkönnun Hag- stofú íslands hefði íslensk sælgæt- isframleiðsla um 47% markaðshlut- deild, eða nærri 1.500 tonn. „Sykur er um 30% af því hráefni sem fer í sælgæti, þannig að þó að samanlögð neysla á íslensku og erlendu sælgæti hafí verið um 3.500 tonn á sfðasta ári, þá er það langt frá þeim 10.900 tonnum sem flutt vom inn af sykri til landsins." sagði Kristinn Bjömsson. Iceland Seafood Ltd: Söluskrifstofa sett upp 1 Frakklandi ICELAND Seafood Ltd, fisksölu- fyrirtæki Sambandsins fyrir Evrópu, hefur ákveðið að efna til sérstaks markaðsátaks í Frakklandi á næsta ári. Stefnt er að þvi að opna söluskrifstofu i Boulogne á næsta ári. Til þessa starfs hefur verið ráðinn Hösk- uldur Ásgeirsson, viðskiptafræð- ingur. Höskuldur hefur undanfarin tvö ár verið við framhaldsnám í Bret- landi og um leið unnið að sérstökupi verkefnum fyrir Iceland Seafood. Hann mun til að byija með hafa aðsetur á skrifstofu fyrirtækisins í Hull, en mun væntanlega flytjast til Frakklands á næsta ári. í frétt frá Sjávarafurðadeild sam- bandsins segir að talið sé að í Frakklandi séu miklir möguleika á sölu sjávarafurða. Með þessu átaki geri forsvarsmenn Iceland Seafood sér vonir um að takast muni að ná fastari tökum á þessum markaði og að unnt verði að nýta sér sölu- möguleika þar betur en gert hefur verið til þessa. Höskuldur Ásgeirsson Fyrirtækið rekur aðalskrífstofu sína í Hull ( Bretlandi, en hefur um nokkurra ára skeið haft útibú í Hamborg. Sambandið hættir hrossaútflutningi Borgar sig ekki lengur, segir fram- kvæmdastjóri búvörudeildar BÚVÖRUDEILD SÍS hefur ákveðið að hætta útflutningi á hestum. Búvörudeildin hefur i samvinnu við Félag hrossabænda staðið að útflutningi þúsunda hesta, bæði reið- og sláturhrossa, með sérstökum gripaflutninga- skipum á undanförnum þremur árum. Forsvarsmenn Félags hrossabænda segjast vera undr- andi á þessari ákvörðun búvöru- deildarmanna. Magnús Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri búvömdeildarinnar sagði að útflutningurinn hefði ekki staðið undir sér en lítið vantað þar upp á. Nú væm þau tímamót í þess- ari þjónustu að reiðhestaútflytjend- ur snera sér í auknu mæli til annarra flutningsaðila auk þess sem erfíðara væri að fá sláturhross til að fylla skipin. Áhættan við að taka hrossaskipin á leigu hefði auk- ist að mun við þetta og ekki fyrirsjá- anlegt að hægt verði að láta útflutninginn borga sig. Því hefði búvömdeildin' ákveðið að hætta hrossaútflutningi en hefði í bréfí til Félags hrossabænda boðist til að veita félaginu allar upplýsingar um reiðhestasölu ef það vildi sjálft standa að útflutningnum eða af- henda hann öðmm. Einnig væri deildin tilbúin til að endurskoða þessa ákvörðun ef aðstæður breytt- ust þannig að líkur væm á að útflutningurinn borgaði sig. Magnús sagði að þessi ákvörðun hefði verið ákaflega erfíð. Búið hefði verið að leggja í mikla vinnu við þetta verkefni og samvinnan við Félag hrossabænda góð. „En vié verðum að vera raunsæir og viður- kenna að gmndvöllurinn er brost- inn,“ sagði Magnús. Halldór Gunnarsson { Holti formaður markaðsnefndar Félags hrossabænda, sagði að lítið vær hægt að segja um þessa ákvörður búvöradeildarmanna á þessu stigi Hrossabændur væm undrandi í ákvörðuninni. Forsvarsmenn fé- lagsins væm að meta forsendui hennar og leita eftir því hvort þetts væri endanleg afstaða deildarinnar Hann sagðist ekki vera þeirrai skoðunar að fjárhagsgrundvöllui útflutningsins væri brostinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.