Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 Thora Kristjáns- son — Minning Fædd 27. apríl 1910 Dáin 3. desember 1987 Thora Margrethe Christoffersen Nielsen var hennar fulla meyjar- nafn, en hún var ekkja Gísla Kristjánssonar, fyrrv. ritstjóra. Thora hafði átt við heilsuleysi að stríða síðustu 2 til 3 árin og lést á heimili sínu fímmtudaginn 3. des- ember sl. Stína Gísladóttir, guð- fræðingur, dóttir hennar, annaðist hana mekð aðstoð systkina sinna og var heima þar til yfír lauk. Thora var fædd í Mábjerg við Holstebro á Jótlandi og var faðir hennar skólastjóri heimavistarskól- ans í bænum. Hún var ein fímm systkina og sú flórða í röðinni. For- eldrar hennar áttu rætur sínar að rekja til bænda á Fjóni og Jót- landi, svo sem var reyndar um marga af þeirri kynslóð. Að loknu bama- og unglinganámi lærði hún hjúkrun á Rfkisspítalanum í Kaup- mannahöfn og lauk námi þaðan. Þau Gísli og Thora kynntust er Gísli var sjúklingur á þessu sjúkra- húsi og þau kynni leiddu til hjóna- bands árið 1937. Gísli stundaði nám sitt á þessum árum við Landbúnað- arháskólann danska og Thora vann að hjúkrunarstörfum. Heim ætluðu þau árið 1939, en af völdum stríðsins varð ekki úr því. Heim til íslands komu þau svo með hinni frægu ferð Esju, þeirri fyrstu frá Danmörku eftir stríðið, ásamt fjölda íslendinga sem höfðu dvalist í Danmörku á stríðsárunum. Þau Thora og Gfsli settust að í húsi Búnaðarfélags íslands við Lækjargötu, er Gísli tók við rit- stjóm Búnaðarblaðsins Freys. iÞama bjuggu þau með bömum sínum fimm, Rúnu, Stínu og Eddu, sem allar voru fæddar í Danmörku, en þau yngstu, tvíburamir Hans og Lilja, fæddust 1949. Þeir sem til þekkja vita, að þá var Búnaðarfé- lagshúsið skrifstofuhúsnæði á þrem hæðum og bjuggu þau í risinu. Má nærri geta að ekki var búsetan þama auðveld, en Thora lét sér fátt um fínnast og leysti allan vanda og þarfír fjölskyldunnar innanhúss með bros á vör svo að allir undu glaðir við sitt. Við Gísli urðum samstarfsmenn 1947 svo að ég kom oft á heimili þeirra hjóna í húsinu við fjömina og k}mntist mannkostum Thoru, sem ávallt tók mér og reyndar öllum fagnandi á heimili sínu, en fyöldi manns átti þá erindi við húsbónd- ann. Það gæti verið merkilegt rann- sóknarefni að kanna fjölda og feril hinna mörgu dönsku stúlkna sem giftust námsmönnum og reyndar öðrum íslendingum erlendis og komu til búsetu með mönnum sínum hingað til ísiands eins og ekkert væri. Nærri má geta, að ekki hefír það alltaf verið auðvelt fyrir þær að skipta um umhverfí frá Dan- mörku blíðunnar og beykiskóganna til okkar lands með gjörólíka veðr- áttu og gróður. Ég átti því láni að fagna að kynnast mörgum þessara kvenna, sem komu ótrauðar til landsins kalda og svo sannarlega hlýjuðu þær upp með glaðværð, kjarki og manndómi sem heiman- mund. Ræktunaráhuginn var þeim í blóð borinn og fegrað var bæði innan stokks og utan. Á engan er hallað þó að ég segi hér og nú, að mér fannst Thora skara fram úr um fegrun og rækt- un. Tækifærið bauðst, er fjölskyld- an flutti í Mosfellssveitina 1956. Gísli og Thora ræktuðu grænmeti og kartöflur árin sem þau bjuggu í Reykjavík á ýmsum stöðum við erfíðar aðstæður, en er þau fengu lóðina í Hlíðartúninu var ekki sleg- ið slöku við. Með húsmóðurstörfum á stóru heimili og móttöku fjölda gesta var það ræktunin, garðurinn og gróðurhúsið, sem átti hug henn- ar allan, hvenær sem færi gafst. Áhugi og elja fylgdist hér.að, og yfirleitt var ræktað meira af alls kyns grænmeti og ávöxtum en not- að var til heimilisins. Þá var útbýtt til vina og kunningja og kannske eitthvað selt á markað. Thora var kát og glöð í viðmóti, dásamlega hláturmild og fundvís á hið spaugilega, svo sem títt er um marga Dani, en samt var alvaran og ábyrgðartilfínningin ekki langt undan. Thora var trúuð kona og guðrækin, og skyldur sínar rækti hún í samræmi við það með fjöl- skyldu sinni. Eins og áður er minnst á barðist Gísli, maður hennar, við heilsuleysi meira og minna alla tíð, en bar sig ávallt vel og Thora beitti reynslu sinni og kunnáttu í sameig- inlegri baráttu þeirra hjónanna fyrir heilsu húsbóndans. Árvekni og kjarkur hennar var með fádæmum og aldrei skyldi gefast upp. Oft munaði litlu, en almættið studdi viðleitni Thoru til þess að Gísli væri rólfær, og maðurinn með ljáinn varð að hopa á stundum. Gleðistundir þessarar fjölskyldu voru margar og góðar þegar allir voru frískir. Þá var gaman að lifa og njóta samvista við fólkið í Hlíðartúni, þar sem hin danska hefðarkona var hrókur alls fagnað- ar. Þau Thora og Gísli eignuðust fímm börn, sem sum eiga afkom- endur og öll gegna þýðingarmiklum störfum í samræmi við þá menntun, sem þau hafa hlotið. Thora arfleið- ir ísland að þessum fjársjóði og að leiðarlokum kveðjum við og óskum henni allrar blessunar Guðs á hinni ókunnu strönd fyrir handan. Aðstandendum vottum við sam- úð. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. + Móðir okkar, ÁSTRÓS JÓHANNESDÓTTIR, andaöist á Hrafnistu í Reykjavík 10. desember. Margrét Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir. t Föðurbróðir okkar, ÞÓRÐUR G. SIGURÐSSON, Rauðarárstíg 11, lést þann 10. desember. Steinlaug Slgurjónsdóttir, Sofffa M. Sigurjónsdóttir, Hreinn Sigurjónsson, Helgi Þ. Sigurjónsson. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður greín, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar ’aðra daga. + Ástkær systir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG KARLSDÓTTIR, Skarphéðinsgötu 12, sem lést þann 7. desember, veröur jarösungin frá Hallgríms- kirkju þriöjudaginn 15. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna eða Hallgríms- kirkju. Ragnheiður Karlsdóttir, Hörður Hákonarson, Þórdfs Sveinsdóttir, Ragnheiður Edda Hákonardóttir, Guðbjörg K. Hákonardóttir, Birgir Scheving, Kristfn H. Hákonardóttir, Anna M. Hákonardóttir, Guðborg H. Hákonardóttir, Sigtryggur Stefánsson, Jón Hákonarson, Þorsteinn Hákonarson, Guðrtín S. Hákonardóttir, Gylfi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. Blóma- og w skreytingaþjónusta ™ hvert sem tileftiið er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Állheimum 74. sími 84200 „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng. Gleymist þó aldrei eilífa lagið við pOagrimsins gieðisöng." (Ingemann - M. Joch.) Æviferill mannsins á þessari jörð er oft undarlegt sambland bjartra og dimmra daga. Árið 1949 var 3. desember gleði- og hamingjudagur í lífí Gísla bróður míns, eiginkonu hans, Thoru, og litlu telpnanna þeirra þriggja. Þær höfðu í langan tíma beðið bæði Guð og móður sína að gefa sér lítinn bróður. Að kvöldi þessa dags var ósk þeirra uppfyllt og meira en það, því að þá eignuðust þær líka litla systur, enda var gleði þeirra mikil. Á eftir hafði ein þeirra orð á því, að Guð væri svo góður, að hann gæfí miklu meira en beðið væri um. Árin hafa liðið. Enn var kominn 3. desember. Um sama leyti kvölds og tvíburamir voru í heiminn bom- ir mörgum árum áður sátu bömin nú við dánarbeð móður sinnar. Góð og mikil kona lokaði því augum sínum í hinsta sin eftir langt, fóm- fúst og farsælt ævistarf. Thora Margrethe Nielsen var fædd í Mábjerg í útjaðri Holstebro á Jótlandi 27. apríl 1910. Foreldrar hennar vom Hans Nielsen, skóla- stjóri, og eiginkona hans, Margret- he, hjúkrunarkona, fædd Christ- offersen. Hún var jósk að uppmna en hann var ættaður frá Fjóni. Thora var næstyngst fímm bama þeirra hjóna. En af þeim em nú tveir bræður á lífí. Ég veit af orðum þeirra sem til þekktu, að foreldram- ir vom sæmdar- og merkishjón enda bar Thora þess glögg merki, að hún ólst upp á góðu heimili, þar sem kristindómur var í heiðri hafður. Ung að ámm fór hún til Kaup- mannahafnar að læra hjúkmn og fetaði þannig í spor móður sinnar. Sumarið 1931 fór ungur svarf- dælskur piltur, Gísli Kristjánsson, til Kaupmannahafnar og hugðist nema þar landbúnaðarfræði. Ekki hafði hann stundað nám sitt nema nokkrar vikur, er hann veiktist af berklum í mjöðm og lá rúmfastur á sjúkrahúsum þar svo skipti ámm. Reyndar átti hann alla ævi síðan við þann sjúkdóm að stríða, þó að vinnuþrek hans og viljastyrkur væri jafnframt með ólíkindum. Um jólin, þegar ég var 12 ára, barst foreldmm mínum sem oftar bréf frá Gísla, sem þá hafði orðið fótavist. Þegar umslagið var opnað kom í Ijós langt bréf og mynd af honum ásamt fallegri, ungri stúiku. í bréfínu skýrði hann frá því, að hún væri unnusta sín og næst Guði ætti hann henni að þakka þá heilsu, sem hann hafði fengið. Upp frá þessu fóm okkur líka að berast bréf frá ungu stúlkunni. Þá hófust mínar fyrstu tilraunir að lesa og skilja dönsku. Um jólin eft- ir þetta sendi hún móður minni oft einhvem hlut sem hún hafði sjálf unnið. Kom það þá strax í ljós að þó að hún væri sannur og góður Dani, vildi hún líka vera góður ís- lendingur. Enda var öll ævi hennar eftir það staðfesting á því. Er sjúkrahúsvistinni lauk hóf Gísli nám að nýju. Meðan hann stundaði það vann hún fyrir heimil- inu. En þau giftu sig 25. júlí 1937. Thora vissi alltaf að Gísli hugðist fara heim til íslands að rrámi loknu. Af skiljanlegum ástæðum þótti for- eldmm hennar það ekki fysilegt fyrir hana að bindast sjúklingi og fylgja honum síðan út í óvissuna í Blóm og skreytingar við öll tœkifceri framandi landi. En ákvörðun henn- ar varð ekki haggað. Kærleikur hennar og tryggð veitti Gísla líka þrek. Heimsstyijöldin 1939—45 aftraði heimför þeirra um sinn. En þegar henni var lokið komu þau til íslands með Esju, sem varð að fara ýmsar krókaleiðir vegna tundurdufla- hættu. Hér heima beið Gísla starf við ritstjóm búnaðarblaðsins Freys. En húsnæði lá ekki á lausu. Um haustið fluttu þau á efstu hasð Búnaðarfélagshússins við Lælq'ar- götu. Þó að þau fengju þak yfir höfuðið var það á margan hátt óheppileg vistarvera, einkum fyrir fjölskyldu með lítil böm. En á betra varð ekki kosið. Þau hjónin reyndu fljótlega að sjá um þá lagfæringu á íbúðinni, sem við varð komið. Thora var nægjusöm. „Mér hefur aldrei liðið betur," sagði hún. Þó að stofan þeirra jafnframt skrif- stofa Gísla þar sem gestir, er áttu erindi við hann, gengu út og inn allan daginn. Til upphitunar í stof- unni var kolakyntur ofn. Þangað upp, á 3. hæð, varð hún að bera öll kol til daglegra nota. Skrifstofustúlkumar í húsinu og ræstingakonan urðu brátt góðir kunningjar Thom. Daglega komu þær upp í eldhúsið hennar og fengu þar kaffisopa. Þangað komu líka margir aðrir, því að það var alltaf opið hús. Það var því mikið starf sem Thora leysti af hendi, einkum eftir að bömin urðú fímm. Fyrstu árin eftir stríðið var vömskortur á mörgum sviðum. Oft þurfti að standa í biðröð til að fá nauðsyn- lega hluti, einkum skótau og efni í fatnað. En Thora saumaði sjálf föt bamanna. Sumarið 1947 vann ég um tíma skrifstofustörf í húsinu, og á ámn- um 1949—52 var ég svo að segja daglegur gestur á heimili þeirra. Þangað var ég líka boðin á jólunum. Ég þekkti því mágkonu mína vel og var þakklát fyrir hve heppinn Gísli var með kvonfang sitt. Sagði ég stundum við hann að Thora væri besti innflutningurinn til ís- lands á þessum ámm. Hún var mjög hjálpsöm og fómfús. Ef veik- indi bar að höndum í fjölskyldu okkar taldi hún það ætfð skyldu sína að hlaupa undir bagga, þó að verkefnin væm nóg fyrir. Móður- systir okkar systkinanna var eitt sinn send norðan úr landi til Reykjavíkur til lækninga. Hún var þá orðin gömul kona og þurfti húsa- skjól. Þá fór Thora inn í stofu til Gísla og sagði: „Okkur ber skylda til að hýsa frænku þína.“ Þó að þröngt væri búið fannst samt smuga fyrir gömlu konuna. Thora var mikill ræktunar- og blómaunnandi. Meðan fjölskyldan bjó í húsi Búnaðarfélagsins hafði hún garð í nokkur ár í útjaðri borg- arinnar, sem nú er fyrir löngu kominn undir götur og hús. Þangað hjólaði hún og ræktaði bæði kartöfl- ur og grænmeti. En gámurinn, sem geymt hafði húsgögn þeirra á leið til landsins, hlaut þá upphefð að verða eins konar garðskáli og áhaldageymsla. Eftir 11 ára búsetu í Búnaðarfé- lagshúsinu flutti fjölskyldan upp í Mosfellssveit, í nýreist hús að Hlíðartúni 6. Þar fékk ræktunar- áhugi Thom byr undir báða vængi. Gróðurhús var byggt þar sem tóm- atar, vínber og annað góðgæti dafnaði vel og margir nutu góðs af. Alls kyns grænmeti var ræktað. Tijám, mnnum og blómum var plantað í stóm lóðina sem þau fengu til afnota, svo að þar er nú gróður- sæll og fallegur reitur. Eins og áður hefur komið fram í orðum mínum var Thora mikil og hagsýn húsmóðir, góð eiginkona og móðir og mjög gestrisin. Hún var greind, vel verki farin og ákveðinn persónuleiki, hreinlynd og sönn. Jafnframt kunni hún að greina hismi frá kjama, bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Meðan hún gat var hún trúfastur samkomu- gestur í húsi KFUM og K. Kirkju- legt starf og kristniboð studdi hún af heilum hug. Þegar faðir Thom lá sjúkur og beið dauðans vom þau Gísli enn búsett í Kaupmannahöfn. Fór hún þá heim á bemskustöðvamar með dætur sínar, Rúnu og Stínu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.