Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987 P pierre cardin Skartgripur sem mœlir tímann Jón og Óskar Laugavegi 70 MEBA Magnús E. Baldvinsson Kringlunni Guðmundur Þorsteinsson Bankastræti 12 Klukkan Hamraborg 1 Kópavogi Georg V. Hannah Keflavík Jón Bjarnason Akureyri Myndverk úr máli JÓN DAN 1919 - ÁRIÐ EFITR SPÖNSEIVEIKINA Saga byggö á raunverulegum atburöum, í senn harmsöguleg og kímin. Saga sem hittir lesand- ann beint í hjartastað. BÓKAÚTGÁFAN KEILIR Bókmenntir Friðrika Benónýs Stálnótt. Höfundur: Sjón. Útgefandi: Mál og menning, 1987. Í ritdómi um ljóðasafnið Dreng- urinn með röntgenaugun í nýjasta hefti Tímaritsins Máls og menning- ar (TMM/4/87) heldur Ástráður Eysteinsson því fram að Sjón sé neðansjávarskáld. Gott og vel. En í fyrstu skáldsögu sinni, Stálnótt, rís hann úr djúpinu, undir nafninu Johnny Triumph, brunar framhjá sokknu flakinu af Medúsu RE 23, og ekur á land. Hann sáir eggjum sínum í geislavirka jörð og upp rísa djöflar Qórir, einn til höfuðs hverri höfuðátt. Það kemur svo í hlut gam- alla kunningja úr Ævintýrabókum Enid Blyton, Finnsins, Jonnans, Dísunnar og Onnunnar að vera full- trúar hverrar áttar fyrir sig og eiga stefnumót við djöflana í nóttinni. Ekkert þeirra, nema Annan, lifir þann fund af; Finnurinn hverfur í hafið, Jonninn sogast inn í himininn og Dísan klofnar í tvennt við fæð- ingu afkvæmis djöfulsins. En Annan gerir meira en lifa af. Hún sem var lömuð fær mátt og gengur til verks við að koma eggjum Johnny Triumph fyrir kattamef. Eða hvað? Skolar þeim ekki óðara á land aftur? Hér er vissara að staldra við og taka fram að þessi söguþráður er mín útkoma úr þvi púsluspili sem bókin er. í Stálnótt er nefnilega ekki um neinn línulegan söguþráð að ræða. Bókin er sett saman úr myndbrotum, sínu úr hverri áttinni og lesanda látið eftir að raða þeim saman. Stíllinn er knappur, kaflar byija stundum í miðri setningu og ekkert er skýrt út. Öllu er lýst utan frá eins og i kvikmynd og það þög- ulli kvikmynd því engin persónanna mælir orð frá munni. Þessi aðferð er líka vel við hæfi því það eru myndimar sem bera frásögnina uppi; undraheimur afþreyingar- myndanna er uppspretta Qölmargra lýsinga ( bókinni og ásamt súrrealf- skri/demónskri myndlist greinilega sterkasti áhrifavaldurinn. Mikil rækt er lögð við smáatriðalýsingar og útlistað nákvæmlega hveiju per- sónur klæðast og jafnvel hvemig þær mála sig. Litadýrðin er gífurleg Sjón (Siguijón B. Sigurðsson) og eykur enn á þá tilfinningu að hér sé um myndverk að ræða ekki síður en bókmenntir. Ég minnist þess ekki að hafa séð í íslenskri skáldsögu annan eins myndvefnað, nema þá helst hjá Thor Vilhjálms- syni. En það er á fleiri máta sem Stál- nótt sker sig úr í íslensku bók- menntasafni síðari ár. Einmitt núna, þegar menningarvitar hafa þyngri áhyggjur en nokkru sinni fyrr af því flóði erlendrar afþreying- ar sem yfír okkur ríður, og dagskip- un rithöfunda virðist vera að sækja sér efnivið í hinn íslenska sagna- arf, þá geysist Sjón inn á skáld- sagnaakurinn með sögu sem gefur öllum slíkum vangaveltum eins langt nef og hugsast getur. Trúr sinni súrrealísku stefnu ögrar hann viðteknum hugmyndum, en er hann ekki lfka að koma til skila þeim sagnaheimi sem kynslóð hans og þær sem á eftir koma þekkja best? Eru ekki Ævintýrabækumar og afþreyingamyndimar, tfskufatnað- ur og geislavirkni mun sterkara afl í mótun ungs fólks en íslendinga- sögur og þjóðsögur? Og hvers vegna þú ekki að gera þeirri mótun skil f bókmenntunum? Það er kannski á þessum forsend- um sem því er lialdið fram að Stálnótt sé unglingabók, eins og Þórður Helgason gerði í umfjöllun um hana f Rfkisútvarpinu. Én ég trúi ekki öðru en þeir sem eldrí eru kunni jafnvel að meta hana, ef þeim tekst að hrekja afþreyingargrýluna úr huganum og lesa bókina nem það bókmenntaverk tem hún vissu- lega er. Hún er ekki íullkomin, en myndimar, málfarið, Etíllinn og hugmyndimar standa fyllilega jafn- fætis þvf besta sem Líjón hefur gert f ljóðum sfnum. Það iná kannski lfka með nokkmm rétti halda þvf fram að Stálnótt sé ekki skáld- saga, heldur Ijóðaflokkur, en ég fæ ekki séð að það skipti nokkru máli. Ekki frekar er spumingar um það hvort Sjón sé súrrealisti, dadaisti, fútúristi eða frík, skipta máli; hann er skáld. Sunnudaginn 13. desember veröur efnt til Framsóknarvistar ac! Hótel Sögu, Súlnasal kl. 14.00. í tilefni 50 ára afmælis Framsóknarvistar veróa vegleg verö- laun. Þar á meóal feróirtil Amsterdam, bókaverölaun og jóla-matarkörfur. Guömundur G. Þórarinsson, alþingismaöur flytur ávarp. Aðgangseyrir er kr. 350.- Kaffiveitingar innifaldar FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR Myndbanda- skáparnirvinsælu komnir. Fjórargerðir. VALHÚSGÖGN Araib S. .i-*r USTB FRAMSORNARVIST Á HÓTEL SÖGU SUNNUDAGINN 13. desember. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.