Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 1
285. tbl. 75. árg.________________________________ÞRIÐJUDAGUR 15, DESEMBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Belgía:
Stj órnin held-
ur meirihluta
Ungir Palestínumenn kasta grjóti að ísraelskum öryggissveitum. Reuter
Israel:
Mannfall í átökum
á Gaza-svæðinu
Arafat hótar að hefna hinna látnu
Brtissel, Reuter.
BELGÍSKU stjórnarflokkarnir
hafa nauman þingmeirihluta eft-
ir kosningarnar sem fram fóru á
sunnudag. Wilfried Martens, for-
sætisráðherra Belgíu, sagði af
sér í gær þegar úrslit kosning-
anna lágu fyrir. í tilkynningu frá
konungshöllinni sagði að Martens
hefði sagt formlega af sér á fundi
með Baldvini konungi sem hefði
samþykkt afsögn hans og farið
George Shultz:
Hvetur Daui
til að efla
varnir sínar
Ósló, Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, mælti í
Kaupmannahöfn á sunnudag gegn
hugmyndinni um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndunum og
hvatti Dani til að veita meira fé
til varnarmála. Shultz hélt til Nor-
egs eftir heimsóknina til Dan-
merkur. Kom til átaka milli
lögreglu og mótmælenda í Ósló í
gær vegna komu Shultz þangað,
en hann gagnrýndi störf friðar-
hreyfinga.
Shultz sagði á blaðamannafundi,
sem hann hélt í Kaupmannahöfn
áður en hann fór til Óslóar, að hann
teldi að með því að auka fjárveiting-
ar til vamarmála væru Danir að
leggja meira fé til friðarmála.
Aðspurður hvers vegna hann
leggðist gegn hugmyndinni um
kjamorkuvopnalaust svæði á Norð-
urlöndum sagði Shultz að hann sæi
ekki hvemig Vesturlönd ætluðu að
komast af án kjamorkuvopna. „Ykk-
ar vandamál er að Sovétmenn eiga
kjarnorkuvopn sem þeir geta beint
að löndum ykkar, það sem skiptir
mestu er hvem þau hitta,“ sagði
hann. Shultz féllst á að þörf væri á
fækkun kjamavopna en bætti við,
„við viljum fara varlega, því við vilj-
um ekki kasta því á glæ sem stuðlar
fram á að hann gegndi embætti
þar til ný stjórn tæki við. Talið
er að kosningaúrslitin hafi
breikkað enn bilið milli frönsku-
og flæmskumælandi Belga.
Sigurvegarar í kosningunum vom
frönskumælandi sósíalistar sem
fengu 40 þingsæti en höfðu áður
35. Flokksformaðurinn Guy Spitaels
sagði að flokkurinn hefði fullan hug
á stjómarsetu eftir 6 ára stjómar-
andstöðu. Spitaels er sjálfur útilok-
aður frá setu í ríkisstjóm vegna
lélegrar flæmskukunnáttu, en
tungumáladeilur vegna kröfu um
málakunnáttu embættismanna urðu
fráfarandi stjóm að falli. Kristilegi
þjóðarflokkurinn, stærsti flokkur
flæmskumælandi fólks í landinu,
tapaði 6 þingsætum.
Stjómmálafræðingar í Belgíu
telja að ekki takist að mynda stjóm
í landinu nema með þátttöku sósíal-
ista. Þeir telja að mynduð verði ný
samsteypustjóm með þátttöku
kristilegra demókrata og beggja
sósíalistaflokkanna. Flæmskumæl-
andi og frönskumælandi sósíalistar
fengu samtals 72 þingsæti, það er
tíu þingsætum meira en kristilegu
flokkamir tveir, sem áður höfðu
meirihluta. Sósíalistar verða því að
leita eftir samvinnu kristilegu flokk-
anna tveggja til að ná þingmeiri-
hluta.
Reuter
Verkamaður tekur saman kosn-
ingaspjöld í Belgíu.
Gaza, Reuter.
ÍSRAELSKAR hersveitir urðu
tveimur Palestinumönnum að
bana er þær skutu á þátttakend-
ur í mótmælum gegn hersetu
ísraela á Gaza-svæðinu í gær.
Læknir á sjúkrahúsi í bænum
Khan Yunis segir að þar hafi
Palestínumaður látist af skot-
sárum. Talið er að alls hafi sjö
manns látið lifið í átökum sem
staðið hafa síðustu sjö daga á
Gaza-svæðinu. Eru þetta mestu
átök síðan 1967. Yasser Arafat,
leiðtogi frelsishreyfingar Pal-
estínuaraba, PLO, hefur haft í
hótunum vegna átakanna.
Átökin á Gaza-svæðinu og á vest-
urbakka Jórdanár hófust þegar
fjórir verkamenn létust í árekstri
við ísraelskan herflutningabíl í
síðustu viku. Síðan hefur slegið í
brýnu milli araba _og ísraelskra her-
manna daglega. Utgöngubann sem
sett hefur verið þijá daga í röð
hefur ekki verið virt. Hefur verið
kveikt í hjólbörðum og kastað gijóti
í hermenn. Yfirmaður friðargæslu-
sveita SÞ sagði þessi átök þau
verstu síðan ísraelar hemámu
Gaza-svæðið árið 1967.
Forsætisráðherra ísraels, Yitzh-
OPEC-ríkin ráku í gær smiðs-
höggið á nýjan samning um
óbreytta framleiðslu og olíuverð
næstu sex mánuðina, en viðbrögð
ak Shamir, sagði að „skæmliðar
sem vildu fá verkamenn uppá móti
öryggisveitum ísraela", stæðu að
baki óeirðunum. Arafat, leiðtogi
PLO, sagði í gær að 32 Palestínu-
menn hefðu látist í átökunum og
að ísraelski herinn notaði banda-
rískar þyrlur og skriðdreka til að
ráðast á palestínska borgara. Hafði
Arafat í hótunum og sagði: „Of-
beldi getur af sér meira ofbeldi."
markaðarins voru samt þau, að
verðið lækkaði á fijálsum mark-
aði frá því, sem var á föstudag.
Spá því ýmsir sérfræðingar í
olíuviðskiptum, að verðið muni
lækka meira á næstunni.
Samkomulagið var um, að fram-
leiðslan verði 15,06 milljónir olíu-
fata á dag og verðið 18 dollarar
fyrir fatið, en-íranir kröfðust þess,
að verðið yrði hækkað í 20 dollara.
Er ekki vitað hvort þeir munu undir-
rita samkomulagið formlega en
sérfræðingar og þeir, sem stunda
olíuviðskipti, segja, að í raun sé um
að ræða bráðabirgðasamkomulag
milli írana og arabaríkjanna við
Persaflóa og ekkert líklegra en að
OPEC-ríkin fari fram úr kvótanum
og framleiði meira en markaðurinn
getur tekið við.
Vegna þessa lækkaði í gær verð-
ið á Brent-hráolíu úr Norðursjó í
16,75 dollara, en hún var í 17,65
á föstudag. Þess má geta, að írak-
ar, sem ekki eru aðilar að sam-
komulaginu, háfa framleitt
helmingi meiri olíu en þeir hafa
heimild til samkvæmt kvóta.
Sjá frétt um OPEC-fundinn á
bls. 47.
að friði".
Sovétríkin:
Hvetur til stuðn-
ings við samninginn
Moskvu, Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov sagði í sjónvarpsávarpi í gær að sem fyrst
þyrfti að staðfesta með löglegum hætti samkomulagið um upp-
rætingu meðal- og skammdrægra eldflauga, sem hann og Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti undirrituðu fyrir viku.
Gorbatsjov hélt óvænt 15
mínútna ávarp í sovéska sjónvarp-
inu í gærkvöldi. Þar sagði hann
meðal annars að mikilvægt væri
að halda jákvæðu hugarfari í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna, „þó of snemmt sé að segja
að grundvallarbreyting hafi átt sér
stað í samskiptum þjóðanna voru
viðræður við forsetann uppbyggi-
legri en áður“. Gorbatsjov sagði
að sumir hefðu talið siikan samning
draumóra en nú væri hann stað-
reynd. „Við vérðum að staðfesta
þennan samning, gera hann lögleg-
an _sem allra fyrst," sagði hann.
Ávarp Gorbatsjovs i gærkvöldi
var ólíkt styttra en sjónvarpsávörp
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov flytur ávarp sitt í sovéska sjónvarpinu í gærkvöldi.
hans hafa verið til þessa og virtist
sem hann væri að æskja eftir
stuðningi almennings við samning-
inn. Sagði hann að stjómmálaráð
sovéska kommúnistaflokksins
myndi fjalla ítarlega um samning-
inn og bætti við að leiðtogar
Varsjárbandalagsins hefðu þegar
lýst stuðningi við samninginn.
Sérfræðingar spá
lækkandi otíuverði
þrátt fyrir samkomulag OPEC-ríkja
Vín, Reuter.