Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Árangur stórveldanna ekki síst samstöðu NATO-ríkja að þakka - segir Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra „Á FUNDI utanríkisráðherra NATO-ríkja kom fram, að menn telja þann fyrsta áfanga, sem náðst hefur í samningum stór- veldanna, ekki síst samstöðu aðildarríkjanna að þakka," sagði Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, þegar Morgun- blaðið náði sambandi við hann i Brlissel i gær, en þar sat hann fund utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins á föstudag. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði starfsbræð- rum sínum grein fyrir niðurstöðum leiðtogafundarins í Washington. í yfíriýsingu, sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn, segir meðal annars að allir aðilar bandalagsins verði að leggja sitt af mörkum til að tryggja sameiginlegt öryggi. Ráðherramir séu sammála um að ríkin verði sameiginlega að svara hemaðarógn Sovétríkjanna. Fyrir- sjáanlegt sé að ekkert geti komið í staðinn fyrir núgildandi stefnu bandalagsins sem miði að því að koma í veg fyrir stríð, fælingar- stefnuna, sem byggist á hæfílegri skiptingu milli kröftugs kjamorku- herafla og venjulegs herafla. Undan því verði ekki vikist að hvor tveggja sé til staðar. „Ég held að menn telji almennt að þessi fyrsti áfangi sem náðst hefur í samningum stórveldanna sé ekki síst því að þakka að aðild- arríki NATO hafa staðið saman," sagði Steingrímur. „Ríkin hafa mætt hemaðaruppbyggingu Sov- étríkjanna með eigin uppbyggingu svipaðra vopna. Þar með hefur Sov- étríkjunum og fleimm orðið ljóst að þessi braut hervæðingar var ekki fær lengur. Þá er sú skoðun einnig ríkjandi innan bandalagsins að næstu áföngum, það er helmings fækkun langdrægra eldflauga, út- rýmingu efnavopna og fleira, verði því aðeins náð að NATO-ríkin standi vel saman og sýni engan bilbug. Ef ríkin sundrast og fara hvert í sína áttina þá telja menn að þessir samningar mundu ekki nást.“ Steingrímur sagði að vissulega legðu menn mismikla áherslu á fælingarstefnuna og hann hefði sjálfur alltaf haft sínar efasemdir um hana. „Ég er hins vegar sam- mála því að samstaða ríkjanna innan vébanda NATO hefur alltaf verið þeirra styrkur," sagði ráð- herrann. „Það ríkti mikil bjartsýni á fundinum hér í Briissel og það kom skýrt fram að það er enn langt í land að samningum milli stórveld- anna sé lokið. Það mikilvægasta við samkomulag ríkjanna nú er sú von sem það gefur um frekari samninga. Frakkar lögðu til dæmis á það mikla áherslu að þá fyrst væri þessi samningur mikils virði ef framhaldið yrði í samræmi við hann,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra. VEÐURHORFUR í DAG, 12.15.87 YFiRLIT á hádegl ( gær: Yfir norðaustur Grænfandi ar 1020 mb hæð og 1010 mb hæð yfir Skotlandi en hægfara 970 mb lægð um 1400 km suðvestur ( hafí og frá henni lægöardrág norður á Græn- landshaf. Hitl breytist lítið. SPÁ: í dag verður austlæg átt á landinu, stinnlngskaldi á annesjum norðanlands en annars gola eða kaldi. Suðvestanlands veröur 3—6 stlga hiti og dálftíl rigning en hití nálægt frostmarki og snjómugga eða slydda á vfð og dreif um norðan- og austanvert landlð. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austlæg átt og fremur hlýtt. Rignlng á Suður- og Austurlandi, en þurrt að mestu ó Norð- ur- og Vesturlandí. ) gráður á Celsius Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TÁKN: x Norðan, 4 vlndstig: ' Vindörin sýnir vjnd- é stefnu og fjaðrirnar / \ Heiðskfrt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / / 7 Rigning Hélfskýjað / / / * / # Skýjað / * / * Slydda / * / Alskýjað # * # * * * * Snjókoma # # # f 10 V •) 5 5 oo 4 K VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Akureyri Rsykjavfk hltl +2 6 veöur úrkoma f gr. rfgn.ás.klst. Bergen 4 skýjað Halsínki +7 léttskýjað J»n Msyan +16 léttskýjað Kaupmannah. 1 súld Narssarstuaq +1 anjókoma Nuuk +3 snjókoma Osló 1 skýjað Stokkhólmur 0 hélfskýjað Þörahöfn 7 rlgning Algarva 17 skýjað Amsterdam +2 þokumóða Aþena 13 þokumóða Barcelona 16 hálfskýjað Berlfn +4 anjókoma Chlcago +4 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt +2 þokumóða Glasgow +1 þoka f gr. Hamborg +5 þokumóða Las Palmas 22 skýjað London 2 mistur LosAngeles 9 helðskfrt Lúxemborg +3 þokumóða Madrfd 12 skýjað Malaga 17 alakýjað Mallorca 17 skýjaö Montreal +1 léttskýjað NewYork 3 hálfekýjað Parfs 0 rlgnlng Róm 16 rign. á s. klst. Vfn +3 þokumóða Washington 4 úrk. I gr. Winnipeg +11 anjók.ás.kls Valencia 18 hálfskýjað Veiðileyfi í Elliðaám hækka um 27 prósent VEIÐILEYFI í Elliðaánum hækka um 27% á dag fyrir hverja stöng næsta sumar og mun dagurinn kosta kr. 8.000. Á liðnu sumri var leyfið selt á kr. 6.300 á dag. f leigusamingi milli Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Stangveiði- félags Reykjavíkur um leigu á Elliðaánum er ákvæði um áilega endurskoðun á leígu. Hefur náðst samkomulag um að. leiga fyrir veiðitímabilið 1988 hækki úr tæp- lega 2,6 milljónum og verði 3,3 milljónir á milli ára. Guðmundur Guðmimds- son forsljóri látinn Guðmundur Guðmundsson fyrr- verandi forstjóri Trésmiðjunnar Víðis lést í Reykjavík á sunnu- daginn. Hann var 77 ára að aldri. Guðmundur fæddist að Önundar- holti í Villingaholtshreppi þann 4. júní 1910. Hann var sonur hjónanna Hildar Bjamadóttur og Guðmundar Bjamasonar bónda. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur árið 1911. Þegar Guðmundur var á 7. ári varð hann fyrir slysi og missti sjón- ina. Guðmundur rak húsgagnavinnu- stofu (Reykjavík, fyrst að Ljósvalla- götu 12 frá 1930 til 1938 og síðan á Víðimel 31 til 1945. Þá stofnaði hann Trésmiðjuna Víði og var for- stjóri hennar lengst af. Arið 1985 stofnaði Guðmundur ásamt sonum sínum Trésmiðjuna Viðju. Guðmundur var varamaður í bankaráði Iðnaðarbanka íslands 1960—1978. Hann sat í fulltrúaráði Landsmálafélagsins Varðar frá 1960. Guðmundur var í stjórn Fé- lags húsgagnaverslana frá 1961 og var formaður félagsins 1968—1970. Guðmundur Guðmundsson Hann starfaði mikið í Vinnuveit- endasambandinu og var í stjórn Reylqaprents, útgáfufélags Vísis. Eftirlifandi eiginkona Guðmund- ar er Ólafía Ólafsdóttir. Tryggvi Jónsson forstfóri látinn TRYGGVI Jónsson forstjóri Nið- ursuðuverskmiðjunnar Ora lést í Reykjavík á föstudaginn. Hann var 73 ára að aldri. Tryggvi Jónsson fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 14. september 1914. Foreldrar hans voru Jón Brynjólfsson kaupmaður og Lovísa Jónsdóttir. Tryggvi ólst upp hjá móðurforeldrum sínum Jóni Jónssyni og Önnu Árnadóttur. Hann fluttist til Akureyrar átta ára gamall. Er hann var 17 ára fór hann til náms í niðursuðu til Svíþjóðar. Þar vann hann hjá Amel bra'ðrum í Gravarna í eitt ár. Þá fór hann til Hállers og Co. þar sem hann lærði niðursuðu á humri og rækju. Árið 1935 fór Tryggvi til fyrirtækisins P. Lykkeberg í Dan- mörku þar sem hann lærði niður- suðu á sjólaxi. Sama ár fluttist hann aftur til íslands og hóf störf sem forstöðu- maður hjá nýstofnaðri niðursuðu- verksmiðju á ísafirði. Ári síðar fór hann aftur utan og stofnaði niður- suðuverskmiðjuna Vinco í Kaup- mannahöfn ásamt tveimur íslendingum, þeim Joni Helgasyni og Jóni Kristjánssyni. Í byijun stríðsins seldi hann sinn hlut í verk- smiðjunni og flutti til íslands. Hann hóf þá störf við niðursuðu- verksmiðju SÍF og var forstjóri hennar frá 1944 til 1952. Þá hafði Tryggvi Jónsson. hann stofnað fýrirtækið Kjöt og rengi ásamt Amljóti Guðmundssyni og ári síðar Ora með Arnljóti og Magnúsi J. Brynjólfssyni. Þeir köll- uðu fyrirtækið þá Ora-Kjöt og rengi hf. og var Tryggvi forstjóri fyrir- tækisins frá upphafi. Tryggvi kvæntist eftirlifandi konu sinni Kristínu Magnúsdóttur árið 1938. Þau eignuðust tvö börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.