Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
Falleg jólaföt
,HAGKAUP4
góðu verði
Peysa 1.499-
Skyrta 699-
Slaufa 299-
Flauelsbuxur 899-
Jakki 1.899-
Blússa 1.489-
Blöðrupils 1.699-
Buxur 1.799-
HAGKAUP
Reykj tivík Aktireyri Njarðvik
Póstsími
91-30980
AÐ LEITA EÐA FINNA
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Málaralistin hefur á sér margar
hliðar og þær kenndir, sem fá menn
til að gefa sig málunargleðinni á
hönd, er af hinum ólíklegasta toga.
Sumir mála af innri þörf til að tjá
sig — þeim liggur mikið á hjarta,
en verk þeirra eru eintai við lífslög-
málið og kemur fæstum utanaðkom-
andi við nema þá sem meðal til
lífsviðurværis.
Þannig eru sýningar þeirra ein-
ungis til þess að skapa þeim aukin
tækifæri til listiðkana og koma
ákveðnum hlutum frá sér — leggja
þá undir dóm sögunnar.
Slíkir eru iðulega uppfinninga-
menn í ríki lita og forma, og með
hveijum áfanga, sem þeir ná, birtast
þeim tíu nýir í næsta sjónmáli. Þeir
þurfa ekki að leita því þeir fínna,
sjá ög upplifa. Aðrir mála sér til
afþreyingar og lífsfyllingar frá dag-
legu amstri og nota hveija tómstund
sem gefst til að leita uppi myndefni
og stemmningar, sem hrífa þá og
þeir vilja færa í viðeigandi búning —
helst fagran og upphafinn.
Á vorum dögum er þessi mynd-
efnaleit ekki einskorðuð við landslag,
því að fjölda manna verður það helst
að myndefni, sem aðrir hafa þegar
upplifa í útlandinu — og gera
hremmingar ýmiss konar, firringu
eða fágætan lífsfögnuð annarra að
sínum. Og það er ekki af fijósamari
toga þótt meiri viðurkenningar njóti
í þröngum hópi listfróðra.
— Myndræn rannsókn miðast ekki
lengur við ákveðin stílbrögð, sem
hlotið hafa náð í útlandinu, heldur
gerir hún miklu meiri kröfur til þess,
að menn séu sér meðvitaðir um nán-
asta umhverfi sitt — finni uppruna-
lega fegurðina jafnt í hinu smágerða
sem mikilfenglega.
Og myndræn rannsókn leggur
einnig á herðar gerandanum þá
skyldu, að hann sé virkur í samtím-
anum, jafnvel þótt hann sæki
myndefni til fortíðarinnar. Myndefni
skiptir aldrei höfuðmáli, heldur af-
staðan til þess og hvernig viðkom-
andi túlkar það í verki sínu. Þannig
getur ekkert myndefni verið öðru
æðra í myndlistinni, heldur skiptir
útfærslan og tjáblossinn öllu.
Þetta allt hugleiddi ég á sýningu
Hauks Clausen í vestri sal Kjar-
#£SA>/
—- ; . JÍP&l&V'-