Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 STORIÐJA AISLANDI eftir Guðrúnu Zoega Stóriðja hefur löngum verið við- kvæmt mál, sem valdið hefur flokkadráttum og deilum. Umræður hafa snúist um erlenda eignaraðild og áhrif eða ítök erlendra eigenda í landinu, sbr. umræður á Alþingi, þegar Alusuisse-samningar voru gerðir og gömlu fossamálin. Þess vegna hafa áherslur verið mismun- andi eftir því hverjir hafa verið við völd hveiju sinni. Aftur á móti virðast deilur um stóriðju, sem leið til að nýta þær náttúruauðlindir, sem fólgnar eru í vatnsafli og nú jarðhita nánast úr sögunni. Orkufrekur iðnaður kaupir nú meira rafmagn en allir aðrir raforkunotendur landsins samtals, þannig að eðlilega er mjög litið til stóricju, þegar rætt er um nýtingu á orkulindum okkar. Eignaraðild Eignarhluti íslenska ríkisins í orkufrekum iðnaði er mjög mismun- andi. Áburðarverksmiðjan er 100% í eigu íslenska ríkisins, en það er fyrsta orkufreka iðnfyrirtækið hér á landi. ÍSAL er 100% í eigu Alu- suisse, íslendingar eiga um 60% í Kísiliðjunni við Mývatn, og 55% í Jámblendifélaginu á Grundar- tanga. I samningum við Rio Tinto Zink var gengið út frá því, að íslenska ríkið ætti 40% í kísilmálm- verksmiðjunni á Reyðarfírði. Ástæðan fyrir mismunandi eignaraðild útlendinga í ÍSAL og Kísiliðjunni, enda þótt bæði fyrir- tækin hafí verið undirbúin á sama tíma, er sú, að í Kísiliðjunni er um námuvinnslu að ræða, þar sem unn- ið er úr íslensku hráefni, þ.e. þau g'ónarmið réðu þá, að íslendingar ættu að eiga meirihluta í fyrirtækj- um, sem nýta beint íslenskt hráefni. Stefna ríkisstjómarinnar nú er eins að þessu leyti, þ.e. að tryggt verði að eriendir aðilar nái ekki tökum á náttúruauðlindum okkar. Sú stefna hefur alltaf verið ríkjandi og óumdeild, að Islendingar eigi orkuverin. Varðandi eignarað- ild að stóriðjufyrirtækjunum er stefna ríkisstjómarinnar sú, að þau verði alveg í eigu erlendra fyrir- tælga. Ástæðan fyrir því er, að hér em miklar ijárfestingar og jafn- framt um mikla áhættu að ræða. Samstarf við erlend fyrirtæki, sem búa yfír þeirri tækni- og markaðs- þekkingu, sem til þarf, er nauðsyn- legt. Nýtt álver við Straumsvík Á undanfömum árum hefur mik- ið verið reynt að fá útlendinga til samstarfs á þessu sviði, en vegna óhagstæðrar markaðsþróunar og lækkandi verðs á málmmörkuðum, auk mikillar samkeppni frá ríkjum sem bjóða mjög ódýra orku eins og Venezuela, Kanada og Ástralíu, hefur það enn ekki tekist. Nú hefur ástandið á málmmörkuðum batnað og álverið hefur hækkað, þannig að útlitið er betra nú en á allra síðustu árum. Á vegum nefndar um stækkun álvers, undir forystu dr. Jóhannesar Nordal, er unnið að fmmhagkvæmniathugun á nýju 180 þús. tonna álveri við Straumsvík, og eru nokkrar vonir bundnar við, að samstarf takist við nokkra evrópska álframleiðendur um stofnun undirbúningsfélags, sem gætí leitt til byggingar þess. Svokölluð staðarvalsnefnd var skipuð árið 1980 til að kanna hvar helst ætti að velja orkufrekum iðn- aði stað. Nefnd þessi vann mikið starf allt fram á árið 1986 og skil- aði miklum skýrslum. Það er hins vegar augljóst, að Straumsvík er besti kosturinn sem við getum boð- ið, þar sem þar er þegar ýmis aðstaða og þjónusta, sem á þarf að halda. Ef raunverulegur áhugi er á að fá hingað stóriðju, þá verð- um við að bjóða þann kost sem hagkvæmastur er. Valið er því ekki um það, hvort álver rísi í Straumsvík eða annars staðar á landinu, heldur um það, hvort álver rísi í Straumsvík eða erlendis. Á undanfömum árum hafa hin sex stóru álfyrirtæki, sem áður framleiddu langstærstan hluta af því áli, sem framleitt var í heimin- um, smám saman minnkað hlutdeild sína í hráálsframleiðslu, en aukið hana í úrvinnsluiðnaði. Annað, sem gerst hefur á undanfömum ámm, er að samstarfsfyrirtæki í hrááls- vinnslu hafa orði algengari. Þessi þróun er jákvæð fyrir Islendinga, þar sem öryggi er í því fólgið, að samstarfsfyrirtæki fleiri aðila, sem allir hafa yfír mörkupum að ráða, íjárfesti hér á landi. Álver sem sett yrði upp í Straumsvík yrði m.a. til þess ,að tryggja eigendum þess hrá- ál til úrvinnslu á eigin vegum. Afkoma slíks fyrirtækis yrði tryggð með aðgangi að mörkuðum, sem eigendur þeirra ráða yfír. U rvinnsluiðnaður Iðnaðarráðuneytið réði í byijun nóvember svissneska ráðgjafafyrir- tækið Profílex til að gera könnun á möguleikum á úrvinnslu áls hér á landi. í framhaldi af því verður reynt að kynna erlendum notendum á áli möguleika á að koma upp hér á landi meðalstóm álsteypufyrir- tæki, er nýtti ál og skapaði aukin verðmæti í tengslum við orkufreka iðnaðinn hér á landi. Hugsanlega er hér um að ræða fyrirtæki sem em af þeirri stærð, að íslensk einka- fyrirtæki eða einstaklingar gætu átt talsverðan hlut í þeim. Nú þegar er nokkur úrvinnsla úr áli hérlendis. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði er Alpan á Eyrar- bakka, en í nokkmm öðram fyrir- tækjum er steypt úr áli í minna mæli. ÍSAL mun vera að undirbúa framleiðslu á steyptum álbobbing- um. Heildamotkun á áli í íslenskum álsteypum er innan við 200 tonn á ári. Enda þótt þetta sé ekki stór hluti af hráálsframleiðslunni, sem er um 85 þús. tonn, hefur þetta þýðingu í okkar atvinnulífi, ekki síst í minni byggðarlögum. Sérsamningar um orkufrekan iðnað Við höfum, sem og flestar þjóðir aðrar, boðið fram sérsamninga um stærri fjárfestingar og þykir eðli- legt að gera ráð fyrir framhaldi á því. Nú stendur reyndar yfír endur- skoðun og samræming á reglum um erlendar fjárfestingar, sem væntanlega auðveldar slíkar fjár- festingar, en engu að síður mun verða nauðsynlegt að gera fjárfest- ingarsamninga vegna stærri verk- efna. Stefnan er og verður sú, að sem ríkast samræmi verði milli al- mennra laga um iðjuver hér á landi og starfsemi orkufreku iðnfyrir- tækjanna, og að samningamir um stóriðju feli í sér aðeins sérreglur í undantekningartillfellum. Þó ber að hafa í huga, að vegna þess að hér em um mjög miklar fjárfestinar að ræða, er oft nauðsynlegt og eðlilegt að setja sérstakar reglur, enda em slíkir samningar lagðir fyrir Al- þingi, og þarf samþykki þess til að þeir taki gildi. Þess ber einnig að geta, að leyfí Alþingis þarf til nýrra virlqana. Orkusala — Kynningarstarf Árið 1986 notaði orkufrekur iðn- aður um 53% af allri raforku í landinu, eða um 2150 GWH, en raforkunotkun alls var um 4050 GWh. Orkuþörf 180 þús. tonna ál- vers er áætluð um 2500 GWh á ári en aflþörf um 300 MW. Iðnaðarráðherra hefur nýlega skipað nýja nefnd, er kemur í stað- inn fyrir stóriðjunefnd, samninga- nefnd um stóriðju og svokallaða fmmkvæðisnefnd. Þeirri nefnd, sem er undir forystu Vals Valssonar, bankastjóra, með aðild fulltrúa stjómarflokkanna, er ætlað að móta tillögur varðandi starf Iðnaðarráðu- neytisins um erlendar fjárfestingar hér á landi. Nauðsynlegt er, að samræma þessa vinnu og halda úti öflugu kynningarstarfí um mögu- leika til fjárfestinga í iðnaði hér á landi, bæði í stómm og smáum fyr- ritækjum. Undirbúningnr í nánu samstarfi við iðnfyrirtækin Iðnaðarráðherra hefur lagt áherslu á, að ekki verði ráðist í kostnað við áætlanagerð nema í samráði við aðila í viðkomandi iðn- grein. Ekki þýðir að eyða stórfé í rannsóknir á iðjukostum alveg án tengsla við markaðinn og aðila í iðngreininni. Dæmi um slík vinnu- brögð em t.d. tijákvoðumálið og sá mikli kostnaður, sem lagður var í hönnun kísiimálmverksmiðju, áður en ljóst var hvort af fyrirtækinu yrði. í þessu sambandi er rétt að taka fram að sú framhagkvæmniat- hugun, sem nú er unnið að varðandi nýtt álver, er unnin í samráði við álfyrirtæki í Evrópu og með mikil- vægri aðstoð þeirra. Ekki verður ráðist í frekari kostnað við það verk- efni nema erlent álfélag eða félög fáist til þátttöku í gerð endanlegrar hagkvæmniathugunar. Leitað hefur verið eftir því við EB í Bmssel að það taki þátt í þessari athugun en það mun styrkja stöðu okkar í þessu máli mjög. Umhverfismál í aðalsamningi ríkisstjómarinnar og Alusuisse frá 28. mars 1966 em ítarleg ákvæði um mengunarvarnir og um ábyrgð fyrirtækisins varð- andi yón vegna gastegunda og ryks. I samræmi við aðaisamning- inn hefur svokölluð flúornefnd verið starfandi frá upphafi. Nefndin fylg- ist með flúormengun á svæði, sem er í allt að 15 km fjarlægð frá verk- smiðjunni. Er skemmst frá því að segja, að engin mengun hefur fund- ist í jarðvegi, lofti eða drykkjar- vatni. Nokkur flúor mældist í gróðri og náði það hámarki árið 1976, en í kjölfar aukinna mengunarvama fór það minnkandi til 1982 og hef- ur haldist á því stigi síðan, en það er nú eins og árið 1969, á fyrsta rekstrarári verksmiðjunnar. Skýr ákvæði um mengunarvamir em í lögum og samningum um Jám- blendiverksmiðjuna, Kísiliðjuna við Mývatn og Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Aðbúnaður starfsmanna í aðalsamningum við Alusuisse vom ákvæði um öryggi, heilbrigði og hreinlæti og hefur verið ítarlega á þeim málum tekið í síðari samn- ingum um orkufrekan iðnað. Hjá ÍSAL og íslenska Jámblendifélag- inu er allur aðbúnaður starfsfólks til fyrirmyndar. Þessi fyrirtæki hafa enn fremur haft forystu um örygg-. ismál á vinnustað. Þetta vom líka fyrstu fyrirtækin, sem tóku upp vinnustaðasamningana, en síðan hafa ríkisverksmiðjurnar fylgt á eftir með það. Meðalstarfsaldur í ÍSAL er nú um tólf ár, en verk- smiðjan hefur nú starfað í um átján ár. Meðallaun em með því hæsta, sem þekkist hérlendis, og það ásamt góðum aðbúnaði veldur því að starfsmenn standa lengi við. Síðast- liðin 5—6 ár hefur gegnumstreymi starfsfólks verið um 3% á ári. í ljósi þessa hljómar það undar- lega, þegar Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans, heldur því fram að þetta séu vinnustaðir, sem fæstir geti hugsað sér fyrir sig og sína. Ef til nýrrar stóriðju eða orku- freks iðnaðar kemur mun áfram verða lögð á hersla á, að aðbúnaður starfsfólks verði sem bestur. Guðrún Zoega „ A undanf örnum árum hafa hin sex stóru ál- fyrirtæki, sem áður framleiddu langstærst- an hluta af þvi áli, sem framleitt var í heimin- um, smám saman minnkað hlutdeiid sína í hráálsframleiðslu, en aukið hana í úrvinnslu- iðnaði. Annað, sem v gerst hefur á undan- förnum árum, er að samstarfsfyrirtæki í hráálsvinnslu hafa orð- ið algengari. Þessi þróun er jákvæð fyrir Islendinga, þar sem ör- yggi er í því fólgið, að samstarfsfyrirtæki fleiri aðila, sem allir hafa yfir mörkuðum að ráða, fjárfesti hér á landi.“ Skattlagning stóriðju Stefnan við skattlagningu orku- freks iðnaðar hefur þróast nokkuð. Þannig var stefnan sú varðandi ál- verið í Straumsvík, að framleiðslu- gjaid skyldi vera pr. framleitt tonn. Utreikningar á framleiðslugjaldi vom byggðar á þáverandi skatt- kerfí. Við endurskoðun samninga nýlega varð niðurstaðan sú, að tekjuskattur skyldi tekinn upp að hluta. Skattlagning Jámblendifé- lagsins var miðuð við íslenskar skattareglur með vissum sérreglum og sama meginsjónarmiði var fyrir- hugað að beita varðandi kísilmálm- verksmiðju. Aukið samstarf við EB Við undirbúning að nýju álveri við Straumsvík hefur verið haft samráð við EB í Brassel. Áliðnaður í Evrópu býr við 6% tollvemd, sem til þessa hefur aðallega komið úr- vinnsluiðnaðinum til góða, þar sem nettó innflutningur á hrááli til Evr- ópu hefur ekki verið mikill fyrr en á allra síðustu ámm. Innflutningur til Evrópu er nú um 500.000 tonn af þeim ca. 4 millj. tonna sem not- uð era í Evrópu á ári. Fram til aldamóta er reiknað með að álfram- leiðsla dragist saman í Evrópu um c.a. 500.000 tonn og að notkun aukist um ca. 100.000, þannig að innflutningur verði rúm 1.100.000 tonn árlega um aldamót. Áhrif tolls- ins vom lítil meðan nettó innflutn- ingur var lítill, því fyrirtækin gátu með vömskiptum komist hjá tollvið- skiptum. Eftir því sem aukningin verður á nettó innflutning eykst þýðing tollvemdarinnar og það get- ur styrkt samskeppnisstöðu álvers hér á landi í nánustu framtíð. Evr- ópubandalagið hefur sýnt því áhuga, að tryggja að framleiðsla á þessu mikilvæga hráefni haldist innan Evrópu. Af þeirri ástæðu, og með hliðsjón af aukinni þýðingu innri markaðar EB fyrir iðnaðar- framleiðslu hér á landi, hefur Iðnaðarráðuneytið beitt sér fyrir auknu samstarfí við EB á iðnaðar- sviðinu. Iðnaðarráðherra hefur átt fund í Bmssel með hr. Karl-Heinz Naijes, framkvæmdastjóra EB sem sér um iðnaðarmál, þar sem rætt var um samstarf í iðnaði, þ.á m. um hugsanlega þátttöku banda- lagsins í hagkvæmniathugun varðandi nýtt álver. Raforkusala um sæ- streng — Stóriðja Að undanförnu hefur sala á raf- orku um sæstreng verið nokkuð til umræðu í kjölfar frétta af áhuga breska fyrirtækisins North Venture á þessum málum og viðræðna full- trúa þeirra við ráðamenn hérlendis. Þetta er möguleiki, sem Landsvirkj- un hefur haft til skoðunar á undanfömum ámm og virðist nú brátt geta orðið raunhæfur. Áhugi manna á íslenskri orku byggist fyrst og fremst á því, að hér er um hreina orku að ræða, en mengun af völdum kolaorkuvera í Evrópu er mikil og auk þess er vaxandi andstaða gegn kjarnorkuveram. Slíkar umræður vekja athygli á þeirri orku, sem við höfum upp á að bjóða, en þó virðist, eins og sak- ir standa a.m.k., vænlegra að leggja áherslu á að laða að erlend iðnfyrir- tæki, sem nota mikla orku, eins og gert hefur verið. Ávinningur okkar af slíkum fyrirtælqum hér á landi er margvíslegur og mun meiri en orkusalan ein, enda þótt hún sé mikils virði. Því er áríðandi, að áfram verði haldið á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið og lýst hér á undan. Okkur ber að nýta auðlindir okkar á sem skynsamlegastan hátt og stóriðja og annar orkufrekur iðnað- ur er ein leið til þess. Höfundur er aðstoðarmaður iðn- aðarráðherra. Grein þessi er byggð á erindi sem haldið var á ráðstefnu VFÍ um stóriðju á íslandi 26. nóvember sl. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá jólatréssölu Hjálparsveita skáta við Snorrabraut. Jólatréssala Hjálparsveitar skáta í Reykjavík; Ókeypis heimsendingarþjónusta HJÁLPARVSVEIT skáta í Reykjavík stendur nú í fyrsta skipti fyrir sölu á jólatijám í húsakynnum sínum við hliðina á Skátabúðinni við Snorra- braut. Þar er boðið upp á ókeypis heimsendingu á jólatijám. Jólatrén kaupa skátamir af félögum sínum í Hjálparsveit skáta í Hafnarfírði sem selt hafa jólatré síðastliðin 15 ár. Salan við Snorrabraut er opin virka daga frá 14-22 og um helgar frá 10-22.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.