Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
39
Saltá-kvörnin. Malar um 2000 tonn árlega af bíó-dýnamísku mjöli.
í forgrunni er hluti af eldiviðarstöflunum sem tilheyra bakaríinu,
en það bakar sín brauð með viðarkyntum ofnum.
Frá Saltá. Þar er vinnuskóli fyrir um 60 þroskahefta einstaklinga
á aldrinum 15 til 60 ára.
hann bindur sig á annan hátt við
grunnlagið en venjuleg málning; fer
djúpt inn í undirlagið, hvort sem það
er steypa, tré eða eitthvert annað
byggingarefni. Því verður áferðin
ekki „massív" himna, sem flagnar
svo af með tímanum — lasúrinn
flagnar ekki af, hann umbreytist;
tónskali litanna breikkar. Lasúrinn
er mjög veðurþolinn og súra rigning-
in hér hefur engin merkjanleg áhrif.
Laseraður flötur er í sjálfu sér hvergi
eins. Flöturinn er í mörgum tónum
sama grunnlitar og hefur því yfir sér
þetta „svífandi" yfirbragð sem flest-
ar byggingar antrópósófanna hafa.
Skammt frá Litla-húsinu er kapell-
an. Margir antrópósófar tilheyra
sérstökum eigin kristnum söfnuði,
sem kannski skilur sig í mestu frá
þessum hefðbundnu kristnu söfnuð-
um í spurningunum um dauðann,
endurfæðingu og tímabilið þar á
milli.
pósófískum anda. Fyrst er að nefna
NORLA, Nordiska Labratorien; apó-
tek antrópósófanna. Þar eru á
boðstólum, flest aðeins gegn lyfseðli
og samkvæmt læknisráði, um 3 þús-
und náttúrulyf. Ýmist búin til í
NORLA eða innflutt frá Þýskalandi
og Sviss.
Þá má nefna Grynningen sem býr
til ullamærfot með sérstökum hætti.
Geigers-leikföng er einnig að finna
í Jáma; leikfangaverkstæði og versl-
un sem á ekki margar sínar líkar.
Telleby-flautuverkstæðið er vemdað-
ur vinnustaður með um 50 starfs-
menn, flesta þroskahefta. Þar em
búnar til um 15 þúsund flautur ár-
lega, svokallaðar Choroi-flautur, sem
flestar em fluttar út. Þetta em sér-
hannaðar flautur; allt frá einföldum
tveggja tóna flautum upp í meiri og
vandaðri konsert-flautur.
Fleiri fyrirtæki mætti telja, en lát-
um upptalningunni lokið — þau
helstu hafa þegar verið nefnd.
Mikill sogkraftur en hijóöiát
mótor. Fóthnappur.
Tveiraukahausar.
itebviöstaögreiðslu
4J)
Læknandi uppeidisfræði
Gmnnur starfsins með þroska-
heftu einstaklingana á Saltá er það
sem kallast á sænsku „Lakepedagog-
ik“, eða læknandi uppeldisfræði. Læt
ég að sinni nægja að segja að kjam-
inn í þeirri uppeldisfræði er sá að
hver einasti einstaklingur, hversu
mikið sem hann annars virðist sjúkur
eða bæklaður, hefur heilbrigða eigjnd
innst inni. Og það er til þessa heil-
brigða „égs“ í hveijum og einum sem
antrópósófar reyna að höfða og kalla
fram sé djúpt á því. Forsenda þess
að þeir fullyrða að heilbrigt „ég“ sé
að fínna hjá öllum mönnum er sú
skoðun þeirra að við séum öll af sömu
gmnn„hugmynd“, af sama anda
sköpuð. Það er okkar andlega eðli
sem er heilbrigt þótt það sé múrað
á bak við þroskahöft af einhverju
tagi.
I Jáma em nú rekin af antrópósóf-
um fimm sjálfstæð heimili og þrír
skólar fyrir um 150 þroskahefta ein-
stalinga, þeir yngstu 5—6 ára. Auk
Saltá em þetta Solberga, Mora Park,
Almen og sem fyrr Mikaelgárden.
Þar fyrir utan em fleiri heimili í
næsta nágrenni Járna sem ýmist em
rekin alfarið af antrópósófum eða
ríkisrekin samkvæmt þeirra fyrir-
mynd. Árangurinn af meðferð
atnrópsófóa þykir það góður og við-
urkenndur (fyrir utan jú að vera
ódýrari fyrir ríkið) að þangað er yfír-
leitt komið „erfiðustu" einstakling-
unum; þeim sem ríkisstofnanimar
hafa gefíst upp á. Og það er engum
ofsögum sagt að breytinga í hegðun
og upplifun hins þroskahefta ein-
staklings á sjálfum sér er ( flestum
tilvikum fljótlega að vænta.
Nokkurönnur
fyrirtæki
I sjálfum Jáma-bænum em einnig
nokkur fyrirtæki sem starfa í antró-
Höfundur er lausamaður búsettur
íJMma.
Raðgreiðslur VISA-, ódýr
og þægilegur greiðslumáti
Léttiö greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðsl-
um VISA í allt að 12 mánuði vegna stærri viðskipta eða
við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar,
tryggingagjalda o.fl.
Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir
afborgunarsamningar og til muna þægilegri, bæði fyrir
kaupanda og seljanda.
Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferða-
lög, heimilistæki, tryggingar, sportvörur, hljómtæki,
húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur, tölvubúnaður,
skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri
fyrirtæki bjóða nú þennan þægilega greiðslumáta.
Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar
VISA þekkja eftirfarandi hlunnindi: ferðaslysatryggingu,
sjúkratryggingu (erl.), viðlagaþjónustu (erl.), bankaþjón-
ustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gistiþjónustu, vildar-
kjör, tímaritið VILD.
Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ.
VISA:
Boðgreiðslur,
Raðgreiðslur,
Símgreiðslur.
STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍUUÐS ÍSLANDS