Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 42

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 42
42_______ Persaflói MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Mannskæðasta árásin í olíuskipastríðinu — 21 skipverji íransks olíuskips talinn af. Skipstjórinn norskur Ósló, Bahrain. Reuter. ÓTTAST er, að 21 maður úr áhöfn íransks olíuskips hafi far- ist þegar íraskar orrustuþotur réðust á það og skildu við í ljósum logum. Var skipstjórinn Norð- maður en skipverjar annars flestir Filippseyingar og Pólverj- ar. Er hér um að ræða mesta manntjón, sem orðið hefur i árás- um írana og íraka á olíuskip á Persaflóa. Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag skutu íraskar orrustu- þotur Exocet-flaugum að olíuskip- inu Susangird, sem er 218,467 tonn, þegar það var á leið frá írönsku olíuhöfninni á Kharg-eyju fullhlaðið olíu. Per Paust, talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að 21 skipverji væri talinn af, þar á meðal norski skip- stjórinn, en fimm menn komust af og eru nú á írönsku sjúkrahúsi. Það var norska fyrirtækið Reksten, sem sá um útgerð og rekstur skipsins fyrir íranska eigendur. A síðasta ári fórust 52 menn í árásum íraka og írana á skip á Persaflóa og höfðu 50 týnt lífí á þessu ári áður en ráðist var á Sus- angird. Frá upphafi Persaflóastríðs- ins hafa rúmlega 350 skip orðið fyrir árás. Norski skipstjórinn Olav Leröy frá Bergen. um lacoste pinn eóða smekk! Sala á hlutabréfum British Caledonian: 25% hlutafjáreign S AS er ekki ólögleg St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FLUGMALAYFIRVOLD sögðu um helgina, að ekki væri þörf á að vísa sölunni á hlutabréfum í flugfélaginu British Caledoninan til viðskiptaráðuneytisins. Brit- ish Airways, sem einnig hefur boðið í British Caledonian, hótaði að krefjast opinberrar rannsókn- ar á þvi, hvort ekki bæri að svipta British Caledonian flugleyfum, vegna þess að það yrði í eigu útlendinga. SAS hefur boðið 130 milljónir punda fyrir 25% hluta- bréfa í British Caledonian, en British Airways hefur boðið 200 milljónir punda fyrir allt fyrir- tækið. Ljóst var, að um 2000 manns mundu missa vinnuna við yfirtöku British Airways, en SAS hefur sagt, að allir starfsmenn British Caledonian mundu halda vinnunni, ef gengið yrði að til- boði þess. Flugmálayfirvöld kváðu upp þann úrskurð rétt fyrir helgina, að 25% hlutaíjáreign SAS bryti ekki í bága við reglur um eign útlendinga á breskum flugfélögum. Því gæti British Caledonian haldið öllum flugleiðum sínum. King lávarður, stjómarformaður British Airways, lýsti þegar í stað yfir, að hann mundi krefjast rann- sóknar á því, hvort þessi úrskurður stæðist. Yfirmenn British Caledon- ian telja, að þessi yfirlýsing Kings muni hafa þveröfug áhrif og stappa stálinu í starfsmenn og eigendur British Calidonian. Tekin verður ákvörðun um tilboð SAS á stjórnar- fundi síðar í vikunni. Vitað er, að ýmsir íhaldsmenn eru fullir vantrausts á SAS vegna afstöðu þess til frjálsrar samkeppni í flugrekstri. Þeir óttast einnig, að þetta mál gæti orðið annað West- land-mál, en fátt skaðaði stjórnina meira á síðasta kjörtímabili. er ótrúlega auðvelt að sendavinunnogvanda- mönnum erlendis bloma kveöju í tilefni jola. Meðsamstaríisinuviö interflorablómahnnginn sendir Blómaval blom um allanheim. tSKSKSESj eru blómin korran i hendur Komdu "fnum þínum^eða ZSTSS-" Fagleg þekking, - fag,e9 Þionusta \Mmmm llV^*' "',fi89070 Kringlunni.simr689770. Gróöurhúsinu viö Sigtun, simi 68 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.