Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987
43
Ítalía:
Þrír hermdarverka-
menn fyrir rétti
Róm, Reuter.
PALESTÍNSKUR skæruliðaforingi, Abu Nidal, og tveir arabar úr
skæruliðahópi hans koma fyrir rétt í dag ásakaðir um árás sem
gerð var í flugstöðinni i Róm fyrir tveimur árum, en hún kostaði
16 manns lífið. Þeir eru allir ákærðir fyrir fjöldamorð og eiga
iífstiðarfangelsi yfir höfði.
Auk Abu Nidal koma Rashid A1
Hamieda og Ibrahim Mahmood
Khaled fyrir réttinn, en Khaled var
sá eini af fjórum skæruliðum sem
komst af eftir að hafa gert árás
með sjálfvirkum rifflum og hand-
sprengjum á Rómarflugvelli 27.
desember árið 1985. í skýrslu sakn-
sóknarans, Domenico Sica, sem
réttarhöldin byggjast á, segir að
skæruliðahópur Abu Nidals sé
Náðanir í Austur-
Þýzkalandi:
Tíundi hver
fangi aftur
í steininum
Austur-Berlín. Reuter.
AUSTUR-Þjóðverjar nær tæmdu
öll fangelsi landsins í almennri
sakaruppgjöf á tímabilinu 12.
október til 12. desember, en vest-
rænir stjórnarerindrekar töldu í
gær að um 10% sakamannanna
væru aftur komnir á bak við lás
og slá.
Samkvæmt upplýsingum skrif-
stofu ríkissaksóknara Austur-
Þýzkalands voru látnir lausir
24.621 fangi. Stjórnarerindrekar
og lögmenn telja að hluti fanganna,
eða um 10% þeirra, séu nú aftur
komnir inn vegna nýrra afbrota.
Náðunin var ekki algjör heldur
skilorðsbundin, að sögn vestrænna
stjórnarerindreka, því „hrasi“ við-
komandi á næstu þremur árum
verða þeir að afplána það sem þeir
áttu eftir af fyrri refsingu að við-
bættri hinni nýju refsingu.
Sendifulltrúar erlendra ríkja
sögðu að náðunin hefði verið til-
kynnt í júlí vegna heimsóknar
Erichs Honecker, leiðtoga Austur-
Þýzkalands, til Vestur-Þýzkalands
í september. I hópi hinna náðuðu
voru 88 Vestur-Þjóðvetjar.
ábyrgur fyrir hermdarverkunum á
Rómarflugvelli og Vínarflugvelli,
sem framin voru um svipað leyti.
Höfuðstöðvar hópsins séu í Sýrlandi
og hópurinn sé í tengslum við sýr-
lensku leyniþjónustuna.
Mikill hluti skýrslunnar er byggð-
ur á játningum Khalads, og þær
hafa að miklu leyti verið staðfestar
með öðrum leiðum að sögn Sicas.
Khaled sagði Sica að hópurinn hefði
ætlað að sprengja flugvél frá E1
Al-flugfélaginu yfir Tel Aviv. Hann
sagði ennfremur að Abu Nidal og
Hamieda hefðu skipulagt árásina í
Róm og Hamieda hefði líklega ver-
ið á flugvellinum fyrir árásina og
gefið merki um að hún skyldi hefj-
ast.
Að loknum þessum réttarhöldum
er líklegt að aröbunum þremur verði
stefnt aftur og þá verði þeir ákærð-
ir ásamt um níu öðrum fyrir að
vera í vopnaðri skæruliðasveit.
Reuter
Setningar herlaga minnst í Póllandi
Þrátt fyrir mikinn kulda mættu rúmlega þús- í Póllandi. í göngunni mátti sjá slagorð eins
und manns í kröfugöngu í Gdansk í gær í tilefni og „fari kommúnisminn í glatkistu sögunnar"
þess að 6 ár eru liðin síðan herlög tóku gildi og „við sigrum með samstöðunni'*.
Fyrrum háttsettur hernaðarráðgjafi Sandinista í viðtali við bandarískt dagblað:
Gífurleg efling hers
Sandinista fyririiuguð
Varnarmálaráðherrann tekur í sama streng
Wasliington, Managua, Reuter.
ROGER Miranda, fyrrum aðstoð-
armaður varnarmálaráðherra
Nicaragua, sem flúði til Banda-
ríkjanna í október segir að
sovésk stjórnvöld hafi samþykkt
að senda MiG 21 orrustuþotur til
Nicaragua og sjá Sandinistum
fyrir nægilegum hergögnum fyr-
ir 500.000 manna her árið 1995.
í viðtali við dagblaðið Washing-
ton Post í lok síðustu viku segir
Miranda að Sandinistar hyggist
snúa friðaráætlun fyrir Mið-
Ameríku upp í vopn til festa sig
í sessi og ráða niðurlögum
kontra-skæruliða. Einnig hefðu
Nicaragua, Kúba og Sovétríkin
gert tvær fimm ára hernaðará-
ætlanir síðan Sandinistar komust
til valda.
. Samkvæmt frétt Washington
Post hafa bandarískir embættis-
menn undir höndum leynileg
herskjöl sem Miranda tók með sér
til Bandaríkjanna. I þeim er meðal
annars gert ráð fyrir að her Nic-
aragua vaxi úr 250.000 hermönn-
um nú, í 370.000 árið 1990 og í
500.000 árið 1995. Samkvæmt öðru
skjali ætla Sandinistar að fá eina
Aukaþing rúmenska kommúnistaflokksins:
Ceausescu boðar „róttækar
ráðstafanir“ í efnahagsmálum
- segir ástandið m.a. stafa af minni
hugsjónaeldi meðal flokksmanna
Búkarest. Reuter.
NICOLAE Ceausescu, forseti Rúmeníu, setti í gær aukaþing rúm-
enska kommúnistaflokksins með langri ræðu þar sem í hendur
héldust loforð um launahækkanir og heitstrengingar um, að staðið
yrði við framleiðsluáætlanir ríkisins. Rúmenar eiga við alvarlega
efnahajgserfiðleika að etja um þessar mundir og hefur sums staðar
komið til mótmæla og átaka vegna ástandsins.
I maraþonræðu, sem rúmenska urkenning á því, að ekki sé allt
fréttastofan Agerpress greindi frá,
viðurkenndi Ceausescu, að fram-
leiðsluáætlanir hefðu ekki staðist
fyrstu tvö ár fimm ára áætlunarinn-
ar, frá 1986-90, og lagði áherslu
á, að grípa yrði til „róttækra ráð-
stafana". Sagði hann, að dregið
hefði úr sjálfsaga og hugsjónaeldi
meðal flokks- og embættismanna
og hefði það m.a. haft sín áhrif í
efnahagslífinu og á öðrum sviðum.
„Nú er kominn tími til að upp-
ræta í eitt skipti fyrir öll alla
sjálfsánægju, linkind og kæruleysi.
Það verður að draga þá til ábyrgð-
ar, sem bijóta landslög og sam-
þykktir flokksins,“ sagði Ceausescu
og eru ummælin talin sjaldgæf við-
með felldu. Að öðru leyti þótti ræð-
an ekki einkennast af „nýrri
hugsun“ eins og nú þykir hlýða
meðal ráðamanna í Austur-Evrópu.
Aukaþing rúmenska kommún-
istaflokksins fer fram á sama tíma
og vaxandi ókyrrðar gætir meðal
rúmensks almennings og er
skemmst að minnast uppþota í
borginni Brasov þar sem fólk hróp-
aði „niður með einræðisherrann“.
Fyrir íjórum dögum tilkynnti Ceau-
sescu, að verkamönnum yrði greidd
10% launauppbót og laun hækkuð
að auki um 10%, þó ekki fyrr en á
síðara misseri næsta árs.
Rúmenskur stjórnarerindreki,
sem fréttamaður Reuters ræddi við,
Reuter
Ceausescu Rúmenfuforseti í ræðustól á aukaþingi konunúnistaflokksins.
vildi ekki staðfesta, að óeirðirnar í
Brasov hefðu neytt Ceausescu til
að hækka launin og sagði, að
„líklega hefur fólk minnstar
áhyggjur af laununum því að það
er ekkert til að kaupa fyrir þau.
Það hefði hins vegar ekkert á móti
aðeins meiri yl í íbúðunum“.
í þessum mánuði kom til mót-
mæla í borginni Timisoara í
Vestur-Rúmeníu og skömmu síðar
var eldsprengjum kastað á styttu
af Lenin fyrir utan aðalstöðvar rúm-
ensku fréttastofunnar í Búkarest.
Reuter
Daniel Ortega forseti Nicaragua.
sveit MiG 21 orrustuþotna frá Sov-
étmönnum, loftvarnareldflaugar,
Mi25 fallbyssuþyrlur og 122 mm
sprengjuvörpur.
Humberto Ortega, varnarmála-
ráðherra Nicaragua, sagði á
laugardag að stjórnin hefði í hyggju
að tvöfalda herlið sitt fram til árs-
ins 1995 og flytja inn mikið af
sovéskum hergögnum. Bróðir hans,
Daniel Ortega forseti, reyndi að
draga úr þessum ummælum í við-
tali við dagblaðið Washington Post
um helgina. Ortega sagði að um-
mæli bróður síns vísuðu til tillögu
hersins sem stjómin hefði ekki enn
tekið afstöðu til. Hann sagði enn-
fremur að Nicaragua myndi ekki
hafa 600 þúsund manns undir vopn-
um ,eins og vamarmálaráðherrann
gaf til kynna, nema ef til innrásar
kæmi. Ortega gaf einnig í skyn að
ummæli Rogers Miranda væm liður
í áróðursstríði Bandaríkjamanna
gegn Sandinistastjórninni.
Stjórn Nicaragua frestaði annarri
umferð friðarviðræðna við kontra-
skæruliða á sunnudagskvöld,
nokkmm stundum áður en þær áttu
að hefjast samkvæmt heimildum
innan kirkjunnar og meðal erlendra
stjómarerindreka. Að sögn vill
stjómin meiri tíma til að undirbúa
frekari friðarviðræður. Búist er við
að viðræðurnar geti hafist á mið-
vikudag eða fimmtudag í þessari
viku.