Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 15.12.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 49 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. K-bygging Landspítala Heilbrigði til sálar og líkama er dýrmætasta eign hverrar manneskju. Hver og einn einstaklingur hefur ríkuleg áhrif á eigin heilbrigði með lífsmáta sínum. Við get- um ræktað eigin líkama, það er haft áhrif á heilbrigði hans, með fæðuvali og nauðsynlegri hreyfíngu eða áreynslu. Sama máli gegnir raunar um hugar- heim okkar. Þar sem annars staðar ræðst uppskeran af jarðvegi og sáningu. Af þess- um sökum leggja bæði samfélag og einstaklingar vaxandi áherzlu á fyrirbyggj- andi heilsuvernd og -varnir, meðal annars í formi marg- háttaðrar fræðslu. Hátækni í læknisfræði ein- kennir, með og ásamt fyrir- byggjandi heilsuvemd, heilbrigðisvarnir þeirra þjóða, sem lengst eru komnar á þessum vettvangi. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítala, kemst svo að orði í grein um K-byggingu Landspítala í Morgunblaðinu: „Það er hátæknin sem ger- ir okkur kleift í meira og ríkara mæli en áður var að greina og meðhöndla sjúk- dóma sem áður leiddu af sér örkuml, skerta starfsorku eða jafnvel dauða. Hátæknin fyr- irbyggir þannig oft ótíma- bæra örorku". Þrátt fyrir fyrirbyggjandi heilsuvamir, svo mikilvægar sem þær þó eru, stöndum við frammi fyrir margs konar sjúkdómum, sem nútíma þekking og tækni hafa ekki sigrast á. Meðal þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, sykursýki, gigt, ýmsir geðsjúkdómar — og er þó fátt eitt nefnt. Þessir sjúk- dómar eiga það sameiginlegt að hægt er með nútíma tækni og aðferðum að greina þá á byrjunarstigi. Því fyrr sem þeir eru greindir þeim mun betur má gegn þeim spoma eða við þá ráða. Reynslan hefur fært heim sanninn um, að hátæknin getur gefíð millj- ónum manna mörg viðbótar- lífár, ef og þar sem henni eru búin starfsskilyrði. K-bygging Landspítala, en þar eru framkvæmdir í miðj- um klíðum, verður á næstu árum miðstöð hátækni í lækn- isfræði hér á landi. Það er nauðsynlegt að fjárveitinga- valdið tryggi fjármuni til að ljúka þessari byggingu á sem skemmstum tíma. Fyrst og fremst vegna mikilvægis há- tækninnar í íslenzku heil- brigðiskerfi. En jafnframt vegna þess, að lausnir á hús- næðisvandamálum þessa stærsta sjúkrahúss landsins — sem jafnframt er háskóla- sjúkrahús — tengjast flestar K-byggingunni með einum eða öðrum hætti. Hjartaskurðlækningar, sem eru tiltölulega nýr starfs- þáttur á Landspítala, eru einungis einn af fjölmörgum þáttum hátækni-læknisfræði, sem búinn verður framtíðar- starfsvettvangur í K-bygg- ingu. Annar mikilvægur þáttur eru krabbameinsrann- sóknir. Það getur skipt sköpum að greina þá sjúk- dóma, sem hér um ræðir, sem fyrst til að hægt sé að koma við vömum í tíma. Og þeim sjúklingum fer því miður fjölgandi, sem þurfa á þeim vömum að halda, sem búinn verður staður í þessari fyrir- huguðu miðstöð hátækninnar í íslenzku heilbrigðiskerfi. Það verður því að vænta þess að Alþingi — fjárveitingavald- ið — sjái svo um, að K- bygging Landspítala stöðvist ekki í miðjum klíðum. Aðhald í ríkisútgjöldum er mikilvægt. Forgangsröðun framkvæmda ekki síður. Morgunblaðið sér ástæðu til að taka undir niðurlagsorð í tilvitnaðri grein forstjóra ríkisspítalanna: „Það er í K-byggingu Landspítalans sem hjarta þessar þjónustu [hátækni- þjónustu] þarf að slá og í dag slær það bara á einum þriðja takti. Því treysti ég því að þeir menn sem fara með stjóm ijármála þjóðarinnar taki nú höndum saman og tryggi fjármuni svo Ijúka megi þessari byggingu á sem skemmstum tíma.“ Jólatréð frá Osló á Austurvelli eftir að kveikt hafði verið á því á sunnudaginn Þessi litla stúlka týndist í mann- þrönginni á Austurvelli. Hér svipast hún um eftir sínu fólki í fanginu á lögregluþjóninum. Morgunblaðið/Ól.K.M Börnin fögnuðu jólasveinunum Morgunblaðið/Sverrir Þeir voru vinsælir jólasveinarnir sem komu á dagheimilið við Grænat- ún til að hitta börnin á laugardaginn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þessi jólasveinn gladdi börnin á Selfossi á laugardaginn. JÓLASVEINARNIR komu til byggða á laugardaginn, þrettán dögum fyrir jól, eins og vera ber. Víða var kveikt á jólatijám um helgina og mættu jólasvein- arnir til að skemmta börnunum. Kópavogsbúar fengu jólatré að gjöf frá vinabænum Norrköping í Svíþjóð í tuttugasta sinn. Tréð var sett upp við Hamraborg og mætti fjöldi manns þegar sænski sendiher- rann Per-Olof Porsháll afhenti tréð og kveikt var á ljósunum á laugar- daginn. Jólasveinamir voru við- staddir og einnig heilsuðu þeir upp á bömin við dagheimilið við Græna- tún í Kópavogi þennan dag. Á laugardaginn var einnig kveikt á Hamborgaijólatrénu við Reykjavíkurhöfn. Tréð gáfu samtök fyrrverandi blaðamanna, sjómanna og verslunarmanna, Vikingerunde í Hamborg, og komu tveir fulltrúar félagsins til að afhenda tréð. Jólasveinamir vom líka á ferð- inni á Selfossi á laugardaginn. Þá var kveikt á jólatré sem bærinn fékk að gjöf frá Silkeborg, vinarbæ Selfoss í Noregi. Kveikt var á Oslóaijólatrénu á Austurvelli á sunnudaginn og var þar margmenni þrátt fyrir úrhellis- rigningu. Það var sendiherra Noregs, Niels Dahl sem afhenti tréð. Mikið fjölmenm við vígslu Seljakirkju MIKIÐ fjölmenni var við vígslu Seljakirkju á sunnudag. Kirkju- salurinn var þéttsetinn, staðið var með veggjum og auk þess fylgdist fjöldi manns með at- höfninni á sjónvarpsskermum í safnaðarheimilisálmum Kirkju- miðstöðvar Seljasóknar. Meðal gesta við athöfnina voru forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, Jón Sigurðsson dóms- og kirkju- málaráðherra og Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórn- ar Reykjavíkur auk Sigurðar Guðmundssonar biskups sem predikaði við guðsþjónustu og vígði kirkjuna ásamt Ólafi Skúlasyni dómprófasti. Við athöfnina flutti kór Selja- sóknar undir stjóm Kjartans Sigurður Guðmundsson biskup vígir altarismuni. Hjá honum stendur sóknarnefnd og starfs- félk safnaðarins. Siguijónssonar Laudate Domin- um, eftir Mozart og Syng Drottni, eftir Heinrich Schultz, við texta sem Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka samdi af þessu tilefni. Að lokinni vígslunni og guðsþjónustu • Morgunblaðið/Sverrir Eins og sést á myndinni var Seljakirkja þéttsetin við vígsluna. Á fremsta bekk sitja meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands, Jón Sigurðsson dóms- og kirkjumálaráðherra og Magnús L. Sveinsson forseti borgarsljómar Reykjavíkur. þar sem biskup predikaði og séra Valgeir Ástráðsson og aðrir sókn- arprestar í Breiðholtshverfí þjón- uðu til altaris, var safnaðarfólki og gestum boðið upp á veitingar í boði safnaðarins. Að sögn Gísla H. Ámasonar formanns sóknar- nefndar er áætlað að um eitt þúsund gestir hafi verið við at- höfnina. Morgunblaðið/Sverrir Þrjátíu ára söngafmæli Tónlist Jón Ásgeirsson Pólýfónkórinn hélt uppá þijátíu ára starfsafmæli sitt með hátí- ðartónleikum í Hallgrimskirkju og flutti meistaraverkið Messias eftir Hándel. Flestir kórar hér á landi hafa átt allt sitt undir einum stjómanda og þó reynt hafi verið að halda starfseminni gangandi eftir að þeir létu af stjóm, hefur það sjaldan lukkast. Þarna eru karlakórarnir tveir í Reykjavík með sérstöðu, en vel að merkja, þeim hefur tekist að staðfestast sem fyrirtæki með eignir og þar með aðstöðu til sjálfstæðrar starf- semi. Það er ekki algjörlega að ástæðulausu að spurt sé hver verði framtíð Pólýfónkórsins, en þeim sem unna góðum söng.mun þýkja nokkuð frá sér tekið, ef hér skal staðar numið. Ekki er rétt að minnast á tor- færa leiðina framundan, þegar áð er og fagnað unnum afrekum, heldur skal samfagna og gleðjast yfir því að hafa átt með Pólýfón- kórnum ógleymanlegar stundir í þijátíu ár. Sá sem bindur í eitt þessi ár er Ingólfur Guðbrands- son, en honum er gefin sú gáfa að sjá ætlan sína stærri en erfið- leikana. Ætlan hans var að gefa öðrum með sér en eiga ekki einn, og því samfagna þeir sem svarað hafa kallai hans og ekki síst þeir sem þegið hafa. Flutningur Messiasar að þessu sinni er að því leyti til sérkennileg- ur, að þar leggur stjómandinn erfið hlutverk í hendur ungum og óreyndum söngvurum og þolreyn- ir þau þau traustabönd, sem hann ásamt öðrum tónlistarmönnum hefur styrkt og bundið í, að sem best væru búinn til átaka. Sópran- hlutverkið var sungið af Ingu Backman, sem stundar fram- haldsnám við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur þegar mikið að gefa í söng sínum og óhætt að spá henni framtíð sem góðri söngkonu. Sigríður Elliðadóttir altsöngkona er nokkru styttra komin í námi og þrátt fyrir smá- leg mistök í fyrstu aríunni mátti heyra að hér er á ferðinni af- bragðsfalleg lágrödd sem vinna má mikið með. Tenórinn var svo Gunnar Guðbjörnsson, sem er einn af allra efnilegustu söngvur- um okkar íslendinga, en hann vex með hveiju verki sem hann vinn- ur. Bæði Sigríður og Gunnar hafa stundað nám hjá Sigurði Demetz í Nýja Tónlistarskólanum. Eini aðkomumaðurinn var Will- iam Mackie, en hann er feikna þróttmikill bassasöngvari og var söngur hans frábærlega vel út- færður. Anna Margrét Kaldalóns átti vel sungna smástrófu (engil- inn), en hún stóð að öðru leyti sína vakt í kórnum. í heild var kórinn mjög góður og sömuleiðis Morgunblaðið/Sverrir Frá tónleikunum Pólýf ónkórsins í Hallgrímskirkju sl. laugardag. hljómsveitin en trompett-einleik- inn lék Ásgeir Steingrímsson. Sá sem stýrði þessum tónleik- um, Ingólfur Guðbrandsson, skilar íslendingum sérkennilegri sögu, sem enn er ekki tímabært að gera upp, þó rétt sé að staldra ögn við og rýna í liðna atburði. Pólýfónkórinn hefur gefíð út veg- legt afmælisrit, þar sem saga kórsins er rakin í máli og mynd- um. Bókin er einstaklega falleg og ekki síður fróðleg og góð heim- ild um einstæða sögu þessa ævintýrakórs, sem ævintýramað- urinn Ingólfur Guðbrandsson skapaði og stýrði svo djarft, að mörgum fannst stundum nóg um, þó endirinn yrði sá að allir dáðust að krafti hans og viljafestu og ekki síst af vægðarlausum list- rænum metnaði, er stefndi honum gegn samtíð sinni með þeim hætti að allir vildu hlýða á mál hans, bæði til lærdóms og ánægju. Mörgum manninum er þakkað fyrir að gera skyldu sína, en oft gleymist að þakka fyrir það sem gert er þar umfram, því svo virð- ist sem listhafendum þyki nóg að klappa þeim lof í lófa, sem telja sig eiga eitthvað annað erindi við samtíð sina en að gera skyldu sína og snúast því ókvæða við ef þeir eru rukkaðir um meira en klapp og skjall. Gegn þessum hugmynd- um mátti Ingólfur oft beijast, þó nú sé ekki eins önugt og áður var að þessu leyti. Margs er að minnast í þijátíu ára starfi Pólý- fónkórsins, en eitt má ekki gleymast að þakka öllum söng- mönnum kórsins og óska þeim til hamingju með þátttöku þeirra í þessu ævintýri Pólýfónkórsins. Að tónleikum loknum. Frá vinstri: William Mackie, Gunnar Guðbjörnsson, Inga Backman, Sigríður Elliðadóttir, og stjórnandinn, Ingólfur Guðbrandsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.