Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 Þingmenn Borgaraflokks: Heimild Húsnæðisstofn- unar til lánveitinga verði minnkuð um 60% ÞINGMENN Borgaraflokksins hafa lagt fram eigið frumvarp til laga um húsnæðismálastjórn og flutti Ingi Björn Albertsson, þingmaður Vesturlands, fram- sögu um það við aðra umræðu um húsnæðismálafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flutnings- menn gera ráð fyrir að tekið verði upp tvöfalt húsnæðislána- kerfi. Rikið sjái aðeins um lánveitingar til bygginga með félagsleg markmið og til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð, en komið verði upp sérstökum húsnæðislána- stofnunum, svokölluðum hús- bönkum, til að sinna öðrum hópum. Hafa þingmennirnir einnig lagt fram frumvarp til laga um húsbanka í efri deild Alþingis. Flutningsmenn leggja til þá breytingu á starfsemi Húsnæðis- stofnunar að hún starfi sem bankastofnun, er hafi sjálf til vörslu Byggingarsjóð ríkisins og annist Qárreiður vegna hans. Verði stjóm stofnunarinnar einungis kjörin af Alþingi. Húsnæðisstofnun mun sjá um lánveitingar samkvæmt þessu frumvarpi úr Byggingarsjóði ríkis- ins, en hlutverk hans er skilgreint í 9. gr. frumvarpsins. Heimilt yrði að veita lán úr sjóðnum til bygg- " inga, kaupa, viðbygginga, endur- bóta og endumýjunar, útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og orku- sparandi breytinga á eftirfarandi húsnæði: 1. íbúðir fyrir láglaunafólk (verka- mannabústaðir). 2. íbúðir fyrir þá, sem eru að byggja eða kaupa sínu fyrstu íbúð. 3. Vemdaðar íbúðir fyrir öryrkja. 4. Vemdaðar íbúðir fýrir aldraða. 5. Leiguíbúðir á vegum sveitarfé- laga og félagasamtaka. Enn fremur er samkvæmt frum- varpinu heimild til að veita lán til byggingar eða kaupa á húsnæði fyrir félagslegar stofnanir á vegum opinberra aðila og félagasamtaka, svo sem dagvistarstofnanir fyrir böm og aldraða, hjúkrunarheimili og dvalarheimili. Telja flutningsmenn að hin nýja Húsnæðisstofnun ríkisins myndi veita lán til 40% þeirra, sem sækj- ast eftir lánum hveiju sinni. Varðandi skyldusparnað ungs fólks er í frumvarpinu gert ráð fyr- ir því að ungu fólki standi til boða að gera samning við stofnunina um að skylduspamaðurinn renni til byggingar leigu- og eignaríbúða fyrir ungt fólk. Ungt fólk sem slíka samninga geri hafi síðan forgang að slíkum íbúðum og geti að loknu skylduspamaðartímabilinu fengið afsal fyrir eignarhlut í íbúðinni. Um þá aðila (60%), sem sam- kvæmt frumvarpinu ættu ekki að njóta fyrirgreiðslu Húsnæðisstofn- unar, telja flutningsmenn að til að tryggja þeim aðgang að hagstæðum langtímaveðlánum, sé nauðsynlegt að koma upp sérstökum húsnæðis- lánastofnunum, sem veiti einungis slík lán. Er ætlunin að slíkir hús-’ bankar lúti lögmálum fjármagns- og viðskiptakerfisins. Er gert ráð fyrir að bankar, lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og hagsmunasam- tök launþega komi upp þessum bönkum. Flutningsmenn leggja það til varðandi lánskjör þessara stofnana, að horfið verði frá því að miða við lánskjaravístölu, heldur byggt á byggingarvísitölu, ef á annað borð eigi að tengja lánin vísitölu. Húsnæðisfrumvarpið samþykkt frá neðri deild: Heildarendurskoðun frum- varpsins verði næsta skrefíð ÖNNUR og þriðja umræða um húsnæðisfrumvarpið fór fram í neðri deild Alþingis síðastliðinn laugardag. Var frumvarpið síðan afgreitt um kvöldið til efri deild- ar með 25 samhljóða atkvæðum. Alexander Stefánsson, formaður félagsmálanefndar neðri deildar, hafði riðið á vaðið fimmtudags- kvöldið áður og hafði framsögu fyrir meirihlutaáliti nefndarinn- ar. Þingmenn Borgaraflokksins lögðu fram sérstakt húsnæðis- frumvarp í neðri deild, sem þeir síðan drógu til baka. Hafa þeir ákveðið að leggja það fram í efri deild með þeim breytingum, að frumvarpið, sem samþykkt var í neðri deild, gildi til bráða- birgða, þar til þeirra frumvarp geti tekið lagagildi. Í áliti meirihlutans er lagt til að það verði samþykkt og að ekki verði gerðar grundvallarbreytingar á því húsnæðiskerfi, sem komið var á vorið 1986. Segir hins vegar að með frumvarpinu sé stigið fyrsta skrefíð til að koma á jafnvægi því í húsnæðiskerfínu, sem kveðið er á um í stjómarsáttmálanum. Enn fremur segir þar að heildarendur- skoðun húsnæðiskerfísins hljóti að vera næsta skref með tilliti til feng- innar reynslu og ábendinga aðila innan og utan þings. Frumvarpið hefur orðió fyrir nokkrum breytingum í meðförum nefndarinnar. í upphaflegu frum- varpi var ráð fyrir gert að hús- næðismálastjórn gæti synjað um lán eða skert ef: (a) Umsækjandi ætti fyrir fleiri en eina íbúð. (b) Umsækjandi ætti mikla íbúðar- eign, skuldlitla eða skuldlausa. (c) Umsækjandi ætti skuldlitla íbúð stærri en 180 fermetra, brúttó að bílskúr, og væri að minnka við sig. Þessari grein er breytt þannig í meðförum félagsmálanefndar, að heimildarákvæðið samkvæmt a-lið er óbreytt, en varðandi c-lið er veitt heimild til þess að skerða lán eða breyta kjörum á lánum umsækj- anda. í 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því að umsækjendur, sem upp- fylli skilyrði um lánveitingu, skuli fá svar um lánsrétt og líklegan lánstíma innan þriggja mánaða og að endanleg svör um afgreiðslutíma og upphæð láns berist eigi síðar en einu ári áður en fyrsti hluti láns komi til afgreiðslu. AIMnCI í meðförum nefndarinnar var þeirri málsgrein skotið inn, að .í svörum húsnæðismálastjórnar skuli það koma fram, að lánið sé háð því að lífeyrissjóður eða sjóðir umsækj- anda hafí fullnægt samningi við Húsnæðisstofnun um ráðstöfunarfé til Byggingarsjóðs ríkisins. Varðandi forgangsröð var gert ráð fyrir því m.a. í frumvarpinu, að því er snertir þá er eiga íbúð fyrir, að láta fjölskyldustærð og skuldlausan eignarhiuta hafa áhrif á biðtíma, innbyrðis, þannig að þeir sem verr eru settir gangi fyrir hin- um. í meðförum nefndarinnar er þessu breytt á þann hátt, að heimil- að er að láta til þeirra ganga fyrir, sem eiga ófullnægjandi íbúð og þurfa að skipta um húsnæði af fjöl- skýlduástæðum. I 4. gr. frumvarpsins var gert ráð fyrir því að ríkisstjórninni væri heimilt að ákvarða mismunandi vexti innan hvers lánaflokks eða að endurgreiða vexti, hvort tveggja eftir nánari reglum, sem settar yrðu í reglugerð. Þetta heimildarákvæði var fellt brott í meðförum félags- málanefndar. í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að 1. gr. tæki gildi frá og með 21. október 1987, 4. gr. þegar í stað og 2. og 3. gr. frá og með 13. mars 1987. Félagsmálanefnd breytti gildistöku 1. gr. til samræm- is við 4. gr. Kristín Einarsdóttir (K/Rvík) harmaði að ekki skyldi fara fram grundvailarbreyting á húsnæðislög- gjöfinni. Kristín taldi þá takmörkun Fj árlagaf r um varp: fíflpkknn rúmur milljarðnr í tillögum meirihluta fjárveitinganefndar Samkvæmt tillögum meiri- hluta • fjárveitinganefndar (stjórnarliða) hækka gjalda- liðir fjárlagafrumvarps fyrir komandi ár um rúman millj- arð króna (kr. 1.062.233.000). Eftir hagrænu eðli skiptist hækkunin svo: 1) Launakostn- aður 71 m. kr. (6,7%), 2) Annar rekstur 450 m. kr. (42,4%), 3) Stofn- og viðhaldskostnaður 540,8 m. kr. (50,9%). Eftir uppruna erinda er skiptingin þessi: 1) Samkvæmt tillögum ríkisstjómar 657 m. kr. (61,9%), 2) Verðlags- og launaleiðréttingar 120 m. kr. (11,3%), 3) Aðrar afgreiðslur fjárveitinganefndar 285 m. kr. (26,9%). Landbúnaðarráðuneytið veg- ur þyngst í þessum hækkunum. Gjaldaliðir tengdir því ráðu- neyti hækka um 303,7 m. kr. eða um 17,1%, samgönguráðu- neytið 230,8 m. kr. eða um 5,3%, menntamálaráðuneytið um 223,9 m. kr. eða 2,2%, heil- brigðis- og tryggingaráðuneyt- ið um 184 m. kr. eða 0,7%. Framangreint eru tillögur meirihluta fjárveitinganefndar við aðra umræðu fjárlaga. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir frekari hækkunartillögum við þriðju umræðu. sem fælist í 2. gr. sjálfsagða, en taldi hana ganga of skammt; lengra þyrfti að ganga í því að takmarka rétt stóreignamanna. Vafasamt væri til að mynda að láta einungis íbúðareign skerða lánsréttindi. Kristín mælti og fyrir breyting- artillögu sinni og Steingríms J. Sigfússonar (Abl/Ne) við 2. gr., þess efnis, að þeir umsækjendur, sem ekki uppfylltu ákvæði laganna skyldu fá synjun innan þriggja mánaða. Öðrum yrði ekki sent bréf, fyrr en með endanlegu svari um afgreiðslutíma og lánsupphæð, eigi síðar en ári áður en fyrsta lánið kæmi til afgreiðslu. Taldi Kristín tillögu meirihluta félagsmálanefnd- ar ekki myndu koma í veg fyrir verslun með lánsloforð. Óli Þ. Guðbjartson (B/Sl) taldi að með þessu frumvarpi væri ekki hreyft við þeim grundvailarvanda kerfisins, sem lánskjaravísitalan væri.. „Frumvarpið er spor í rétta átt, en mikið vantar á.“ Óli taldi tímamörk 2. gr. vera of losaraleg og benti á að á Norðurlöndum þætti ein vika vera viðunandi afgreiðslu- tími. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) taldi takmörkunarákvæði 1. gr. frumvarpsins ganga alltof skammt og skipti sú grein miklu minna máli eftir að b-liður hefði verið tekinn út. Takmarkanir a- og c-liðar væru góðra gjalda verðar, ef skoðaður væri sá fjöldi umsókna, væri ljóst að þeir skiptu næsta litlu máli. Steingrímur beindi þeirri spurn- ingu til félagsmálaráðherra hvað liði félagslega hluta húsnæðiskerf- isins og kaupleiguíbúðakerfinu og hvort gera ætti ráðstafanir á þessu þingi. Einnig innti hann ráðherrann eftir fjárhagsstöðu byggingarsjóð- anna, hvort gert væri ráð fyrir framlagi í sjóðina og hvort stæði til að breyta útlánsvöxtum. Stefán Valgeirsson (Sjf/Ne) varpaði fram þeirri spurningu, hvort ríkisstjórnin ætlaði ekki að leysa vanda þeirra, sem hefðu orðið okurlánastefnunni að bráð og sæju fram á gjaldþrot. Hefði hann fengið hringingar frá mörgum slíkum aðil- um, sem í angist sinni hefðu spurt sig hvort ætti að að skilja þá eftir. Hjörleifur Guttormsson (Abl/ Al) spurði hvert efni reglugerðanna ætti að vera, sem setja þyrfti vegna breytinganna, og hvað átt væri við með Jafnskjótt og auðið er“. Mælt- ist hann til þess að reglugerðatext- amir yrðu lagðir fyrir féíagsmála- nefnd áður en þeir yrðu gefnir út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.