Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 61

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 61 Því verðum við að láta það ráðast hvenær ný verk eru fjármögnuð. Annað sem við höfum hugsað okkur áð gera er að fá til landsins, tónlistarfólk og verk sem hafa eitt- hvað að segja fyrir tónlistarlífið í. landinu, fá til dæmis tónskáld, ein- leikara og fyrirlesara. Sú hugmynd er ofarlega hjá okkur að leggja alla kraftana í eitt þannig verkefni yfir veturinn." Hvaða fyrirlestrar eru á döf- inni hjá ykkur? „Fyrsti fyrirlesturinn verður 16. desember," segir Haukur. „Það er reyndar fæðingardagur Beethovens en það er nú óskylt mál, því fyrirles- ari hjá okkur verður Þorsteinn Hauksson, sem fjallar um raftónlist 9g vinnu hans á því sviði. Af okkur íslendingum, hefur hann langmesta reynslu á sviði tölvu- og raftónlist- ar. Hann mun spila tónlist af bandi og sýna myndir, en aðallega byggir hann fyrirle'sturinn á eigin verkum og því sem nú er að gerast á þessu tónlistarsviði. Næsti fyrirlestur verður í byrjun 'janúar. Þá mun Snorri Sigfús Birg- isson kynna nýútkomið kennsluefni fyrir byrjendur í píanóleik. Þessi fyrirlestur verður til að kynna útg- áfuna, aðallega fyrir píanókennur- um. í bókinni skýrir Snorri hvemig lög em byggð upp og hvernig á að sfemja fyrir börn.“ „Þessi bók er alveg' einstök,“ bætir Eyþór við, „og Snorri er sjálf- sagt sá eini sem hefði getað skrifað hana, því hann hefur þá sjáldgæfu eiginleika að vera mjög næmur fyr- ir bömum, auk þess sem hann er bæði píanóleikari og tónskáld. Þess- ir tveir fyrirlesarar hafa mikla sérstöðu meðal tónskálda." Hvað með tónleikahald i vetur? „Fyrstu tónleikamir verða 3. jan- úar,“ segir Haukur, „í Norræna húsinu. Þá leikur Nýi músíkhópur- inn, en í honum eru Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franzson, Sigurð- ur Flosason, Emil Friðfinnsson, Ásdís Valdimarsdóttir, Snorri Sigf- ús Birgisson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Pétur Grétarsson, kvintett eftir Atla Heimi Sveinsson, sem heitir „Together with you.“ Einnig flytja þau verk eftir Berio og Stockhausen og frumflytja verk eftir Hauk Tómasson. Þann 10. janúar verða aðrir tón- leikar í Norræna húsinu. Þar leika Þóra Johansen á sembal og hljóð- gervil og Martin van der Valk á slagverk, verk eftir Þorkel Sigur- bjömsson, Lárus Grímsson og ýmsa erlenda höfunda. Síðustu tónleik- arnir í vetur verða svo seinni hluta febrúar. Á þeim frumflytur Blás- arasveit Reykjavíkur verk eftir Atla Heimi sem kallast „Fimmhjóladrif." Þetta verk var pantað hjá Musica Nova í fýrra. Það stóð til að flytja það á Skerpluhátíð síðastliðið vor, en tókst ekki að ljúka við það í tæka tíð.“ „Það verða ekki fleiri tónleikar í vetur, en ef fyrirlestrarnir takast vel, verða þeir fleiri. En núna erum við í óðaönn að huga að tónleika- haldi og öðru fyrir næsta og þamæsta vetur. Það þarf alltaf mjög langan fyrirvara þegar tón- leikar eru annars vegar,“ segir Mist að lokum. Súsanna Svavarsdóttir Fjölmenni var í reisugilli Þórara. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson V estmannaeyj ar: Reisugilli hjá Þórurum Hafa á tíu mán- uðum reist glæsilegt félagsheimili Vestmannaeyjum. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór hélt nýlega veglegt reisugilli í tilefni þess að nýtt og glæsilegt félags- heimili þeirra er orðið fokhelt og vel það. Þórarar hafa einnig nýlega lokið við að tyrfa nýjan grasvöll í fullri stærð við félags- heimilið. Þegar reisugillið var haldið vom aðeins liðnir um ellefu mánuðir frá því að heiðursfélagi Þórs, Valtýr Snæbjömsson, tók fyrstu skóflu- stunguna. Smíði hússins hefur því tekið undrastuttan tíma. í ræðu, sem Siguijón Pálsson, hönnuður hússins og formaður bygginganefndar hélt, kom fram að húsið er byggt í þremur sam- byggðum einingum.samtengdum. Húsið er U-laga, á tveimur hæðum að hluta, alls 540 fermetrar að flat- armáli. Í húsinu verður aðstaða fyrir búnings og sturtuklefa, sauna, sól- arlampa, heita potta, tvo veggja- boltavelli, fundarherbergi, geymslur, eldhús og kaffiteríu. I spjalli við Georg Þór Kristjáns- son, byggingamefndarmann, sagði hann að forsenda þess að svona stórt og glæsilegt hús væri reist á svona skömmum tima væri mikil fómfýsi og mikil sjálfboðavinna og þetta skorti hvorugt hjá Þórumm. Sagði Georg að húsið myndi án efa efla starfíð í félaginu, en því væri ekki að leyna að húsið væri fyrst og fremst hugsað fyrir yngri kyn- slóðina. Aðspurður um hvemig menn fæm að því að fjármagna svona glæsilega byggingu sagði hann að þar hefði margt komið til. Sjálf- boðavinna, gjafir og styrkir, gjafa- skuldabréf og byggingamefnd hefði farið út í happdrætti og hefði Vinnslustöðin hf. sem fékk aðal- vinninginn, bifreið, gefíð bygging- arsjóðnum hana. I byggingamefnd sem borið hef- ur hita og þunga af starfínu em auk Sigurjóns og Georgs þeir Arn- grímur Magnússon, Friðbjöm Yaltýsson og Stefán Runólfsson. Áætlað er að vígsla hússins verði á næsta ári og verði það þá full- byggt. Þá hafa Þórarar nýlega lokið við að tyrfa nýjan grasvöll 70x120 metra að flatarmáli en bæjaryfir- völd lögðu sitthvom félaginu, Þór og Tý, til tilbúna velli undir gras, nú í sumar. Núna em því til fjórir grasvellir í Eyjum auk eins malarvallar. Ætti því hagur okkar á knattspymusvið- inu skjótlega að fara að vænkast. -Bjami. Gestum var boðið upp á veitingar, kökur og fínheit. TÓNUS14RSKÓLI KÓPKJOGS Fyrstu jólatónleikar skólans verða haldnir f salnum, Hamraborg 11, miðvikudaginn 16. desemberkl. 20.30. Skólastjóri. Stórkostleg verðlækkun á gosi og öli fyrir hátíðarnar Dæmi um verð: 1V2 lítri af Coca Cola, Sprite, Tab, Fanta, diet Coca Cola kr. 89,->«3,- Stór Coca Cola kr. 32,- 35-,- Lítil Coca Cola kr. 23,-2«;- Coca Cola dós kr. 29, 1V2 lítri af Sólgosi kr. 75,- UOT- Sólgos dósin kr. 25.-30T- IV2 lítri af Egils kr. 99.-ÍT&;- 1 lítri af Maltöli kr. 95,-jLGr,- Pripps bjór kr. 35,->er- Carlsberg bjór kr. 49,-^5r- Tuborg bjór kr. 39,-^67- Hvítöl 5 lítrar kr. 290,-? GOSMARKAÐUR, Bústaðavegi 130, sími 38960. DEMANTAR Hringir, hálsmen, eyrnalokkar. Stórkostlegt úrval. Jón Sigmundsson, Skartgripaverslun hf, Laugavegi 5, sími 13383. BETRA VÖFFLUJÁRN FRÁ y JÖ r ■ í=^=l 1 allt sem þarf til að gleðja heila fjölskyldu. V-þýsk gæðavara sem endist og endist.... JOHAN RÖNNING HF. Kringlunni, simi 685868. JT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.