Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 81

Morgunblaðið - 15.12.1987, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 81 r Á sjómannsárum sínum gerðist hann starfsmaður félagsins og var þar eins og alls staðar sem hann haslaði sér starfsvöll talinn tryggur og góður starfskraftur. Á þessum árum átti Guðbergur sæti á þingum Alþýðusambandsins íslands sem fulltrúi Sjómannafélags Reykjavík- ur og meðal félagsmanna þar eignaðist hann góða vini er hann mat mikils. Þegar Tryggingastofnun ríkisins flutti starfsemi sína að Laugavegi 114, árið 1952, réði hún Guðberg til sín sem húsvörð og það er á þeim starfsvettvangi að ég kynntist honum og fjölskyldu hans sem mest og best. Þau bjuggu í lítilli íbúð á 4. hæð og bar öll umgengni þeirra vott um snyrtimennsku og list- fengi, enda var húsmóðirin listræn mjög og skóp með handiðn sinni fjölda listrænna muna. Það var jafnan ánægjuauki að líta inn til þeirra, njóta kaffisopa ásamt ljúffengu meðlæti og ræða við þau um landsins gagn og nauð- synjar. Guðbergur og kona hans sinntu húsvarðarstarfinu af miklum ötul- leik, alúð og samviskusemi. Eg vona að ég halli ekki á neinn þótt ég segi að Guðbergur sinnti húsvarðar- starfi sínu af slíkri umhyggjusemi, trúmennsku og hollustu við stofn- unina að aðra hefi ég ekki séð betur gera. Snemma að morgni fór hann um alla stofnunina til könnunar á því hvort allt væri á þann veg sem vera bar. Og allan daginn fylgdist hann með umferð um húsið og seint að kvöldi athugaði hann hvort dyr væru læstar eða hvort ljós loguðu að óþörfu o.s.frv. Aldrei vildi hann láta húsið vera mannlaust um kvöld eða helgar. Um hann er með sanni hægt að segja að hann var heill, trúr og tryggur í starfi. Óheilindi og hræsni voru honum framandi. Fyrir fimmtán árum lauk starfs- þreki þessa mæta manns. í hálfan annan áratug barðist hann við áleit- inn sjúkdóm, er á stundum gerði hann fjarrænan nútíðinni en flutti hugarheim hans aftur til fyrra ævi- skeiðs er hann þá gældi við. Við tilurð sína verður nýrri lífveru ekki aðeins ljós vitneskja þess að öðlast möguleika á framtíð í óræðum og oft harðgerðum heimi, heldur og að eitt er öruggt, að að- eins eitt, það er að dauða sínum verður hún að mæta fyrr eða síðar. Með hvaða hætti og hvenær er hin óþekkta stærð. Guðbergur Sigurður Guðjónsson hefur verið brottkallaður. Lokið er erfiðri vegferð hér á jörðu. Nú á aðventu þessa árs kveðjum við öll sem honum kynntust kæran vin. Við andlát vina vakna í huga þeira sem eftir lifa ótal spurningar, sem eigi fást svör við, en minningin um mætan mann lifir og yljar, þótt leið- ir hafi skilið. Að leiðarlokum vil ég flytja eftir- lifandi konu Guðbergs, Ingveldi Stefánsdóttur, syninum Stefáni, tengdadótturinni, sonarsonunum þremur, augasteinum afa síns og ömmu, svo og öllum öðrum ætt- mennum og vinum hins látna hugheilar samúðarkveðjur mínar og konu minnar. Útför Guðbergs S. Guðjónssonar fer fram í dag, þriðjudaginn 15. desember, kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Helgi Hannesson Ég á margar góðar endurminn- ingar um mág minn, Guðberg Guðjónsson, sem nú hefur fengið hvíldina eftir margra ára sjúkrahús- vist. Bergur var maður í hærra lagi, mikill á velli og vel að manni. Eg gleymi því til að mynda ekki þegar ég fór með honum að sækja Iu konu hans á sjúkrahús. Þau áttu þá heima á fjórðu hæð á Njálsgötu 72 og ía var ekki fær um að ganga upp stigana. Ég var þess albúinn að bera hana með honum upp á loftið, en hann gerði sér lítið fýrir, tók hana í fangið, og bar hana einsamall alla leið upp eins og ekk- ert væri. Mikill samgangur var milli Bergs og Gísla Narfasonar og konu hans, Kristínar Hafliðadóttur, móðursyst- ur konunnar minnar, eftir að þau hjón fluttist á Barónsstíg 24, þar sem við áttum þá heima. Þeir Gísli voru æskuvinir og nágrannar úr Grímsnesinu, höfðu auk þess verið saman til sjós og ég held að Bergur hafí alltaf gist hjá þeim, þegar hann var á ferð í borginni. Eftir að Gísli fluttist á Hrafnistu var líka enginn jafn kostgæfinn að heimsækja hann og Bergur og segja má að oftast nær þegar ég heilsaði upp á Gísla þar, væri Bergur ýmist nýfarinn, eða rétt ókominn. Þeir Gísli voru einstaklega athugulir og stálminnugir menn meðan báðir lifðu, og umræðuefni þeirra virtust ótæmandi; göngurnar í sveitinni þar sem Gísli var oft fjallkóngur, fólkið í Grímsnesinu, vertíðamar á Hrauni og annars staðar í Grindavík og kynni þeirra við menn þar syðra, umfram allt fólkið á Hrauni. Vinátta Bergs og þeirra hjónanna á Barónsstígnum varð örlagarík, því þar kynntist hann konuefni sínu, Ingveldi Stefánsdóttur, systur minni, sem dvaldist þar á okkar vegum. Að endingu bið ég honum og hans nánustu blessunar fýrir hönd okkar mágfólks, með þökkum fyrir samfylgdina. Sigurkarl Stefánsson t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL FR. HALLGRÍMSSON fv. verkstjóri, Bragagötu 38, lést föstudaginn 11. desember. Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Egilsdóttir, Róbert Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, TRYGGVIJÓNSSON forstjóri, Einimel 11, lést í Borgarspitalanum fösfudaginn 11. desember. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Magnúsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, BJÖRN ÓLAFSSON, Skólabraut 21, Seltjarnarnesi, er látinn. Kristjana Jónsdóttir, Ólafur Finnbogason. t Faðir okkar og fósturfaðir, GUÐJÓN EYJÓLFSSON, Látraströnd 54, Seltjarnarnesi, lést á Dvalarheimili aldraðra sjómanna laugardaginn 12. desember. Emil Guðjónsson, Birgir Berndsen. Blaðberar óskæt Simar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fomaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd SELTJNES Hrólfsskálavör ÍUAAí3IéI Kirkjuteigur MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. W / > . : ! I iZf/l) I NÝ OG BETRIBRAUÐRIST FRÁ rinrp^in w t með áfastri hitagrind. V-þýsk gæðavara sem endist og endist.... JOHAN RÖNNING HF. Kringlunni, sími 685868. ./r
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.