Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 83

Morgunblaðið - 15.12.1987, Side 83
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1987 83 Minning: Guðmundur K. Pétursson Fæddur 12. maí 1901 Dáinn 30. nóvember 1987 Guðmundur lézt á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 30. nóvember sl. eftir stutta legu. Jarðarförin fór fram í kyrþey mánudaginn 7. des- ember 1987. Guðmundur Kristinn, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Borg í Miklaholtshreppi 12. maí 1901. Foreldrar hans voru hjónin þar, Pétur Helgason og kona hans, Guðný Guðmundsdóttir. Ættir verða hér ekki frekar raktar vegna ókunnugleika míns. Eg vissi þó að þeir voru bræður Guðmundur og Helgi Pétursson sérleyfishafi ferða Snæfellsnes—Reykjavík, lands- þekktur athafnamaður. Guðmundur mun hafa flutt til Akraness 1934. Ég man hann fyrst sem vörubílstjóra hjá H.B. & Co. hér á Akranesi. Áður mun hann hafa unnið þar önnur störf. Það er árið 1947, sem leiðir okkar Guð- mundar liggja saman, þegar við höfum báðir eignast okkar eigin bíla og gerumst, þetta ár, félagar í Vörubílstjórafélaginu Þjót á Akra- nesi. Með okkur tókst strax góður kunningsskapur. Oft vorum við sameiginlega að vinna þarna í stjórn félagsins, að ýmsum málum, stund- um erfiðum og lítt áhugaverðum. Vörubílstjórar áttu í vök að veijast á þessum árurn, atvinnan var rýr og stopul. Utvegsmenn voru stærstu viðsemjendur Vörubíla- stöðvarinnar og hjá þeim var okkar aðalvinna, sérstaklega á vetrarver- tíðinni. Því var okkar afkoma mjög bundin gæftum til róðra og afla- brögðum fiskiskipanna. Þá voru milli 20 og 30 landróðrabátar hér frá um 20 tonna upp í 80 tonna skip, svo önnur stærri skip svosem togararnir. Hér voru dugandi sjó- menn, sem sóttu djarft til fanga, því barst oft mikill fiskur á land, þá var líflegt athafnalíf hér við höfnina. En þrátt fyrir allt komu eyður í athafnalífið, gæftaleysi og aflatregða eru alþekkt fyrirbæri í þessari stærztu atvinnugrein þjóð- arinnar, þannig hefur þetta alltaf verið. Utvegsmenn þurftu oft að halda vel á spilunum til að sjá sér farborða. Þeim fannst hagkvæmara að eiga nokkra vörubíla sjálfir í sinni þjónustu, þetta rýrði auðvitjð okkar atvinnu. Þó gátu útvegsmenn ekki verið án vörubílanna á stöð- inni, þetta var allt dálítið flókið mál. En sjálfsbjargarviðleitnin er oftast söm við sig, og stundum tog- ar hver í sinn spotta. En farsælast er þegar báðir aðilar hafa samúð hvor með öðrum og skilja allar þarf- ir og aðstæður, oft hefur það tekist vonum betur, því allir mátt þokka- Hákon Einarsson - Minningarorð Mig langar að kveðja Hákon að sinni, með nokkrum fátæklegum orðum. Hvers annars er maður megnugur þegar maður stendur frammi fyrir dómaranum æðsta. Og ég sem hélt að hann yrði alltaf eins og fjallið og sjórinn. I mínum huga urðu hann og hið fagra um- hverfi Víkur ein órofa heild. Auðvitað; hann tilheyrði þeirri kyn- slóð sem lærði að maðurinn og landið yrði að vera eitt. Ég þakka honum allar samveru- stundirnar, fullum af fróðleik og frásögum. Ég gleymi aldrei höndum hans, vinnandi við net eða Ieikföng úr leggjum og hrútshornum. Svo markaðar langri og reynslilríkri ævi, en svo hlýjar er hann fagnaði langafabömunum. Né gleymi ég ferðunum út á sanda til að ræna máfinn eða ferðunum niður að sjó þar sem náttúran var skoðuð og hann gekk berfættur í sandinum eins og bömin, eða þegar við fómm í bíó? Fómm meira að segja til að t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR KRISTJÁNSSON bifreiðaeftirlitsmaður, sem lést 5. desember, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 13.30. Björg Ingvarsdóttir, Ingemar Gustafsson, Gunnlaugur Ingvarsson, Auður Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans kveðjur sendum við öllum þeim sem hafa minnst dóttur okkar, HILDAR MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR smíðakennara, og þökkum vinarhug og samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. F.h. aðstandenda, Rannveig Gunnarsdóttir, SigurðurTómasson. t Þökkum vináttu og samúð við andlát og útför, SIGURÐÍNU EINARSDÓTTUR Fjölnesvegi 5. Þóra Guðrún Óskarsdóttir, Einar Baldvinsson, Óskar Einarsson, Baldvin Einarsson, Reynir Einarssson. lega við una. Guðmundur var álitinn einn af þeim heppnu því hann hafði um langt árabil trygga sumarvinnu hjá vegagerð ríkisins, aðrir leituðu sér vinnu annarstaðar. Guðmundur var vel látinn maður í vinnu, traust- ur og samviskusamur, vandaður maður til orðs og æðis. Hann var maður stilltur vel og prúðmenni, oft glaður í hjarta sínu í góðra vina hópi, góður félagi og trygglyndur í bezta lagi. Hann hafði sína ákveðnu lífsskoðun, ákveðinn jafn- aðarmaður, en aldrei heyrði ég orð af hans vörum um stjómmál, hann var ekki deilugjarn eða málskrafs- maður, en hlédrægur og dulur, óádeilinn og lét aldrei orð falla misjafnt um nokkum mann, hann var vinsæll og virtur af samtíðar- fólki. Guðmundur hafði gaman af horfa á kvikmynd sem hann lék í. Alltaf átti hann stærstu og falleg- ustu kartöflumar á haustin, og bömin vom með honum í garðinum með mold á fingrunum og tíndu í fötumar sínar. Já, alltaf þessi nánu tengsl við náttúrana. Ekki að furða þó mér fínnist Hákon vera eitt með fjallinu og sjónum. Það er svo einkennilegt þetta tóm sem kemur þegar vinur fer, ein- hvem veginn svo upp á kant við lífíð sjálft og gerir mann svo agn- dofa og vanmáttugan. En minningamar, hlýja þeirra og viska reynslunnar, er ætlað okkur sem veganesti lífíð á enda, svo ómetanlegt og dýrmætt. Megj Guð leið elsku Hákon á vit þess óþekkta með kærleik sínum og birtu. Hildur Leiðrétting í minningargrein hér í blaðinu á laugardag, um Guðmund Ólafsson frá Miðsandi, var farið rangt með fæðingardag hans. Hann var fædd- ur 26. desember 1907, en ekki 25. desember og leiðréttist það hér með. ðJ) PioNeen að koma þar sem fólk var að stytta sér stundir, t.d. við spil, hann var góður spilamaður og spilaði þegar tækifæri gafst fram á hinzta dag, þetta var hans tómstundagaman, sem veitti ánægju. Við spiluðum saman sem makkerar í bridsfélagi Akraness um þriggja ára skeið, áður én ég flutti í sveitina, svo oft heima hvor hjá öðram með okkar félögum. Þegar ég var svo á ný fluttur hér í nágrenni við Guðmund vildi hann að við reyndum að taka þráðinn upp á ný, en úr því gat ekki orðið, þetta sýndi áhuga hans engu að síður og hve hann var andlega hress og heill. Stundum er sagt að vinir fari og nýir komi, satt er það, einnig hitt að líf manns er saman sett úr ótal þáttum, sem spunnir era úr ýmsu efni, sumu ljúfu, kæra og minnisstæðu, öðra miður spennandi. Minningin um Guðmund og hans líka lifir þó skiln- aðarstund komi óvænt, sem nú. Það kom mér óþægilega á óvart að heyra lát Guðmundar vinar míns þegar ég kom heim úr 5 vikna dvöl í Hveragerði. En rétt er að muna, að lífið er að láni og gengi lífsins fallvalt. Guðmundur mátti sjá á eftir sinni góðu konu fýrr á þessu ári, þau áttu lengi heimili sitt í eig- in húsi á Skagabraut 13. Þar ólu þau upp sínar þijár dætur. Einn daginn sl. haust hvarf þetta hús, eins og dögg fyrir sólu, svo opið skarð er í húsaröðina, pláss fyrir nýja menn með ný áform, þriðja atvikið verður nú við brottför Guð- mundar, þannig er lífíð, fólk hverfur úr samfylgdinni og mannvirkin víkja fyrir öðram nýjum, það mynd- ast tómarúm, sem komandi kyn- slóðir fylla uppí, allt gerist þetta á hljóðlátan hátt, en minning lifir í bijóstum samtíðarmanna. Þau hjón vora fyrir nokkra flutt úr húsi sínu á Dvalarheimili aldraðra á Höfða, þar fengu þau notalega íbúð til af- nota og góða aðhlynningu, sem þau kunnu vel að meta og vora þakklát fyrir, það heyrði ég á vini mínum Guðmundi. Þeir era margir gengnir á guðs síns fund félagamir af Vöra- bílastöðinni, samtíðarmenn vorir og samhetjar og einn bætist nú við þann hóp, blessuð sé minning þeirra allra. Alltaf yljaði um hjartað — hlýja handtakið hans Guðmundar Péturs- sonar, falslausa brosið, svipmótið hreina, sem bar vitni um hans innri mann. Hann var maður traustsins og kærleikans. Það mátti sjá hann sýna lasburða konu sinni nærgætni og umhyggju, hann var vinur í raun, slíkir era drengskaparmenn. Eigi hann hjartans þökk fyrir góða vin- áttu og sanna. Megi birta og friður gleðja hann á landi eilífðar í hópi ástvina, hans minning kemur ætíð í hugann þegar góðs manns er get- ið. Aðstandendum sendi ég mínar beztu samúðarkveðju. Valgarður L. Jónsson t Við þökkum innilega öllum þeim sem greiddu götu okkar og sýndu okkur hluttekningu og einlægan vinarhug eftir andlát dóttur okk- ar, systur, mágkonu og unnustu, GUNNHILDAR SIFJAR GYLFADÓTTUR. Þuríður J. Jónsdóttir, Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Baldur Gylfason, <- Yrsa Þöll Gylfadóttir, Warren Goldblatt. Gylfi Baldursson, Lawrence E. Andrews, SVAR MITT eftir Biliy Graham Eng’inn tími fyrir Guð Eg veit að eg ætti að hafa meiri áhuga á trúmálum en raun ber vitni, en eg er svo önnum kafinn að eg hef engan tíma til þess að sinna slíku. Ætti eg kannski að breyta „stundaskránni“? Hugsum okkur að einn góðan veðurdag fengir þú bréf þar sem þér væri sagt frá því að mikilsháttar maður, t.d. forset- inn, hygðist leggja leið þína í þorpið þitt og hann ætlaði að heimsælq'a þig og þiggja hjá þér góðgerðir. Hvað mundir þú gera? Eg býst við að þú legðir allt annað til hliðar og ynnir að því af kappi að búa heimili þitt Undir komu gestsins. Þú sæir allt í einu að ýmislegt sem þér þykir máli skipta skipt- ir ekki svo miklu máli. Þú mundir meta að nýju hvað ætti að ganga fyrir. Jesús vill koma í heimsókn til þín, inn í líf þitt, á miklu stórkostlegri hátt. Ef þú skilur í raun og veru hver hann er, er eg viss um að þú mundir meta alla hluti á nýjan hátt og veita honum þann sess sem honum ber. Kristur er öllum leið- togum og frægum mönnum fremri. Já, Biblían kallar hann konung konunga og drottin drottna (Opinb. 19, 16). Kristur er sonur guðs, sendur frá himnum svo að við gætum öðlast sátt við Guð. En það er fleira sem veldur því að þú verður að gefa Guði tíma í lífí þínu, og það er þörf þín á honum. Bréf þitt bendir til þess að þú hafír eiginlega aldrei séð að þú þurfír á Guði að halda. En eg vona að augu þín opnist fyrir and- legri neyð þinni og þú áttir þig á því að Guð vill hjálpa þér. Þú þarfnast t.d. fyrirgefningar hans. Einhvem tíma rennur upp skapadægur þitt og þá áttu að mæta Guði. „Eins og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn dóm...“ (Hebr. 9, 17). En þá verður um seinan að ætla sér að losna við syndir sínar. Þú þarfnast Guðs líka nú þegar svo að hann veiti þér hjálp til að lifa eins og ber, að þú sért sá maður sem hann vill að þú sért. Guð skapaði þig. Guð sendi líka son sinn til þess að deyja á krossinum og taka í burtu syndir þínar. Þetta má orða á annan hátt: Guð lét það ganga fyrir öllu öðru að búa þér hjálpræði svo að þú gætir orðið bamið hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.