Morgunblaðið - 30.12.1987, Síða 52

Morgunblaðið - 30.12.1987, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 „ sáétu f?etbo>- ? jpriggja. herloergja íbú& fyrir oÁéuys i.,0 miLlfón?.' " Ást er . .. \ TM Rag. US. Pat Off.-U ffghts reurvgd C f966 Los Angsfes Tfm*s SyiKflcats ... að horfa til framtíðar saman. Nú kemur röðin að öðrum uppboðsvamingi nauðungar- uppboðsins? HÖGNIHREKKVÍSI Spurningar til bjórvina Til Velvakanda. Laugardaginn 19. desember sl. var sýnd í sjónvarpinu mjög áhrifa- mikil mynd um 15 ára dóttur læknishjóna, sem varð fómarlamb eiturlyfjaneyslu. Þar kom bjórinn við sögu. Engum þarf að koma það á óvart, því að staðreyndin er, að sú áfengistegund er oft undanfari annarra sterkari eiturlyfja og ryður þeim brautina. Ennfremur er bjór- drykkjan samkvæmt könnunum erlendis það drykkjumunstur, sem ofdrykkjumenn sækjast mest eftir. Bjórinn er lúmskari og á sinn hátt skaðlegri en sumir læknar vilja nú halda fram. Þótt áfenga ölið sé tvímælalaust kveikja margvíslegra sjúkdóma og annarrar mannlegrar ógæfu hafa 133 læknar hér á landi nýlega sam- einast um að gerast meðmælendur bjórfmmvarpsins. Fljótræði hlýtur hér að hafa ráðið ferðinni. Ekki verður því trúað, að nokkur læknir geti talið það vera sitt hagsmuna- mál að stuðla að auknum áfengis- vanda, en allt bendir til aukinnar heildameyslu áfengis í landinu, ef bjórfmmvarpið nær fram að ganga. Reynsla annarra þjóða ætti að ve?a okkur nægilegt víti til varnaðar. í ályktun um bjórmálið deila nefndir læknar á röngum forsend- um á prófessora við læknadeild Háskóla íslands fyrir það m.a. að hafa skorað á alþingismenn „að skoða vel hug sinn til fmmvarps um breytingar á áfengislögum, sem heimilar framleiðslu og sölu á áfengu öli og ætla má, að leiði til aukningar á áfengisneyslu í landinu", eins og segir orðrétt í áskomn prófessoranna. Þrír kálfar ekki einsdæmi Til Velvakanda Þetta með beljuna og kálfana hans Þorleifs í Hólum er ekki eins- dæmi. Ég átti einu sinni skjöldótta kú, sem bar þremur kálfum gráum, öllum eins. Þegar hún var að bera var dóttir mín hjá mér og þegar sá þriðji kom sagði bamið: „Ætlar hún aldrei að hætta?“. Kálfarnir lifðu eitt ár, þá var þeim fargað. Pála Pálsdóttir Sauðárkróki Ef ályktun læknanna hefur verið undirrituð af vandlega hugsuðu máli leyfi ég mér að leggja fyrir þessa 133 bjórvitni úr læknastétt eftirfarandi spumingar: Þekkið þið ekki nógu vel skaðleg- ar afleiðingar áfengisneyslu fýrir heilsuna og þær sérstöku hættur, sem fylgja bjórdrykkju? Er ykkur ókunnugt um þau tilmæli Heilbrigð- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna til aðildarþjóða, að þær dragi úr heild- Til Velvakanda Að undanförnu hefur verið skrif- að í blöðin um ijúpnaveiðar og rjúpnaskyttur víttar fyrir að fanga þennan fugl. Rjúpan virðist af ein- hveijum ástæðum vekja meiri samúð manna en aðrir fuglar him- insins, en svonar er það þegar tilfinningarnar komast í spilið. Það er nú einu sinni lögmál náttúrunnar að ein tegund lifir á annarri og vart verður komist hjá að svo verði um alla framtíð. Þeir sem em á móti rjúpnaveiðum hljóta að vera á móti öllum veiðum, einnig fiskiveið- ameyslu áfengis um fjórðung fyrir næstu aldamót? Hvers vegna virðist bjórinn vera ykkur sérstakt áhuga- mál? Hvers vegpa beitið þið ekki frekar samtakamættinum til fram- dráttar knýjandi mannúðarmálum, sem tengjast göfugu starfi ykkar, t.d. að vinna að aukningu hjúkmn- ar- og vistrýmis fyrir aldraða og geðsjúka? Þessar spurningar læt ég nægja í bili með ósk gott og farsælt nýár. Árni Gunnlaugsson, hrl. um, og varla hafa þeir efni á að smjatta á kjúkling eða öðm góð- gæti úr dýraríkinu um jólin eða í annan tíma. Varla er líf ijúpunnar friðhelgara en líf kjúklingsins. Þeir sem halda fram skoðunum sem þeim að einhver dýrategund sé frið- helgari en önnur verða að skoða hug sinn betur og eins hitt, hvort þeir syndgi ekki sjálfir uppá náðina og neyti hinna forboðnu ávaxta. Þeir einir sem lifa eingöngu á jurta- fæði hafa efni á að hneykslast á veiðum og slátrunum. Veiðimaður Um rjúpnaveiðar Víkverji skrifar Aaðfangadag í hádeginu var Víkveiji að hlusta á fréttir í Bylgjunni og þótti einkennilegt að heyra fréttamanninn segja hvað eftir annað frá því, að hann hefði hitt fólk rétt fyrir hádegi á Lauga- veginum, sem hafi verið á harða- hlaupum að „verslajólagjafir", áður en verslunum var lokað. Þessi notk- un á sögninni að versla er að færast í vöxt og virðist hún vera að útrýma sögninni að kaupa hjá sumum. Er ástæða til að spoma gegn þeirri þróun. í Orðabók Menningarsjóðs er sögnin að versla skýrð með þess- um hætti: skipta við, kaupa og selja: versla með eitthvaá, versla við einhvern selja einhverjum eða kaupa af honum; gera innkaup. Síendurtekning fréttmanns Bylgj- unnar á því, að margir hafi verið „að versla jólagjafír" á síðustu stundu stangast á við rétta notkun sagnarinnar að versla." XXX ~ A Ur því að Víkveiji er kominn á þessi gamalkunnu mið sín, getur hann ekki látið hjá líða að minnast þess, að rétt fyrir kvöldmat á Þorláksmessu heyrði hann stjórn- anda síðdegisþáttar Bylgjunnar taka þannig til orða „okkur hlakkar til“. Er sjaldgæft að heyra jafn áberandi þágufallssýki og þessa hjá þeim, sem hafa atvinnu sína af því að láta móðan mása á öldum ljós- vakans. Eftir hádegi á aðfangadag, þegar Víkveiji heyrði svo einn þulanna á Rás 2 kynna lag eftir Mozart með þeirri afsökun, að hann væri nú bara orðinn eins og þulirnir á Rás 1, datt Víkverja í hug, að kannski þætti það við hæfi að halda þágu- fallssýkinni á loft af þeim, sem vildu ekki vera eins og þeir á Rás 1. Annars var þessi kynning piltsins á verkunum eftir Mozart svo böksu- leg, að athugasemd hans um efni Rásar 1 og kynningu á því var al- veg út í hött. XXX Víkveiji hefur undanfama daga ogyfír jólahelgina lesið nokkr- ar af skáldsögunum, sem komið hafa út síðustu vikur eftir íslenska höfunda. Sumir þeirra eru raunar að senda frá sér fyrstu stórverk sín á þessu sviði ritlistarinnar. Þegar litið er á málfar og meðferð á íslenskri tungu í þessum bókum og borið saman við hið talaða orð í fjölmiðlum og daglegt mál í blöðun- um, vaknar sú spurning, hvort bilið á milli vandaðs texta og hins hvers- dagslega málfars sé ekki að verða of stórt. Við sem notum móðurmál- ið, sem okkar helsta atvinnutæki, getum mikið af rithöfundum lært. Sú regla er gullvæg, að hver sá, sem vill tileinka sér gott vald á móðurmálinu, lesi góðan texta, helst upphátt fyrir sjálfan sig. Utgáfa bókmenntaverka á snældum á eftir að auðvelda okkur að rækta góða málkennd. Þannig geta nú allir, sem áhuga hafa eign- ast Njálu í snilldarlegum upplestri Einars Ólafs Sveinssonar. Víkveiji þekkir af eigin raun, hve mikla gleði það hefur vakið hjá ungum bömum að hlusta á ævintýri af snældum. Er til dæmis ekki að efa, að fyrir ung börn, sem dveljast með foreld- rum sínum fjarri ættjörðinni, getur það verið ómetanleg kennslustund í íslensku að fá tækifæri til að hlusta á snældur með íslensku efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.