Morgunblaðið - 03.01.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 03.01.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 5 F L 0 R I D A nYlfÉ Óvenjuhagstæð gengisþróun Bandaríkjadollars og gott samstarf okkar við ferðaskrifstofur vestra gerir Floridaferðir Samvinnu- ferða-Landsýnar í ár hagstæðari en nokkru sinni fyrr! Verðdæmin hér á síðunni sýna og sanna að ef hugurinn hefur einhverntíma stefnt vestur til hennar Ameríku, þá er tækifærið til að láta drauminn rætast einmitt núna! Florida er staður hinna gullnu tækifæra í gistingu, skemmtun og skoð- unarferðum. Þú getur valið um allt frá ódýrum hótelum til lúxusíbúða, lagt stund á sjóskíði jafnt sem golf, farið í eigin skoðunarferðir á bílaleigu- bílum sem bjóðast í úrvali eða notið lífsins í fjölskrúðugu mannlífi sólar- paradísarinnar. Veðrið er eins þægilegt og á verður kosið, ríflega 20 stiga hiti yfir daginn, úrkoman í lágmarki og sjórinn við gullnar sandstrendumar hlýr. Mestu skemmtigarðar veraldar eru aWrínánd. Walt Disney World. Sá stærsti og vinsælasti í heimi. Epcot Center. Skemmtigarðurinn með framtíðarheiminum fræga, Future World. Busch Gardens. Sannkallaður ævintýraheimur, þar sem flest furðudýr heims eru saman komin í sínu náttúrulega umhverfi. Cyprus Garden. Sérstakur skemmtigarður. Sea World. Heimsfrægar höfrunga- og háhymingasýningar. Wet’n Wild. Vatnsskemmtigarðurinn sem státar af einum hrikalegustu vatnsrennibrautum sem til eru. CocoaBeach Spennandi möguleiki fyriryngrafólkið Cocoa Beach er staðsett á sandrifi, nánast aðskildu frá Floridaskaganum og býður fjölda tækifæra til spennandi dægradvalar; brimbretti (surfingj, djúpsjávarveiði, siglingar og skemmtistaðir auk margs fleira að ógleymdri hinni sérstöku samsetningu á villtu dýralífi og nýjustu geimtækni í Kennedy Space Center, sem er þar í næsta nágrenni. Verðdæmi Viku iúxusverslunarferð Kr. Lfl/i 11 Lr§ Gist er á Holiday Inn Crowne Plaza, glæsilegu hóteli með öllum hugsan legum þægindum og beinum aðgangi að stærstu verslunarmiðstöð Orlando, þar sem einmitt núna er hægt að gera reyfarakaup í sex stórverslunum og yfir 100 sérverslunum. Innifalið: Flug, gisting í tveggja manna herbergi í sex nætur og akstur til og frá flugvelli erlendis. Tveggja vikna sæla á ströndinni Kr. má l/iwl/lf^ Gist er á einföldu en þægilegu hóteli við ströndina í St. Petersburg. Verð er miðað við fögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn, tveggja til tólf ára. Innfalið: Flug gisting og akstur til og frá flugvelli erlendis. Flugogbíll ítværvikur Kr. «Mit/Tl/^ Innifalið: Flug og bíll í flokki A, Ford Escort eða sambærilegur, með ótakmörkuðum akstri og söluskatti. Miðað er við tvo fullorðna og tvö börn, tveggja til tóif ára í bíl. •Verð á mann í janúar 1988 Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91-27077 & 91-28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 ■ 96-21400 Holiday Inn Crowne Plaza riLf-'**~*‘v » Æ 1 uy'-' I ! ; ^ . i •. . AflH i 1 ! t í ■ I CT AUGIÝSINGAÞJÓNUSTAN' SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.