Morgunblaðið - 03.01.1988, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
Eitt á ég samt...
Aramótaávarp frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands
Góðir landsmenn allir, gleði-
legt nýtt ár.
Eitt eftirminnilegasta ára-
mótakvæði sem ort hefur verið á
íslenska tungu er eftir Jónas
Hallgrímsson. Það hefst á þess-
um hendingum.
Svo rís um aldir árið hvert um sig
eilífðar lítið blóm í skini hreinu.
Mér er það svo sem ekki neitt í neinu
því tíminn vill ei tengja sig við mig.
Þegar þetta var ort var árið
1845 að hefjast, hið síðasta sem
skáldið lifði. Lítt hefur hann órað
fyrir því eða þorað að treysta því
að tíminn myndi einmitt tengjast
svo við hann í sögu og skáldskap
okkar íslendinga sem raun ber
vitni. Margt má lesa í þessu
kvæði um hugarstríð og erfið-
leika, sem steðrja að Jónasi sjálf-
um — en eins og oft hendir þegar
ljóð mikilla skálda vitja okkar
gerist það um leið að við þekkjum
okkur sjálf í kvæðum þeirra. Því
hver er sá, að hann hafí ekki
einhveiju sinni haft kynni af dá-
semdum lífsins, af eilífðar litlu
blómi í skini hreinu, sem fínna
má í einhverri mynd á hverri
stundu, hveiju ári; — og hver er
sá að hónum hafí ekki fundist
hann vera útlægur gerður frá
öllum fögnuði og fær þá ekki
skilið að hann geti nokkru sinni
orðið glaður á ný? Djúp sorg vitj-
ar svo ótal margra á hveiju ári
sem líður, sorg sem tíminn getur
aldrei læknað til fulls en þó mild-
að með þeim þroska sem árin
færa okkur.
„Tíminn vili ei tengja sig við
mig,“ segir skáldið. Og hvað
verður þá næst fyrir? Að leggja
árar í bát? Síst væri það í anda
þeirra Fjölnismanna, sem vildu
lyfta landi sínu og þjóð til vegs
og vissu þó af raunsæi að þeir
myndu aldrei lifa þá tíma, sem
við njótum nú og hættir stundum
til að gleyma hve góðir eru.
Skáldið kveður áfram:
Eitt á ég samt og annast vil ég þig
hugur míns sjálfs í hjarta þoli vörðu,
er himin sér og unir lágri jörðu
Þessar fáu línur hafa furðu-
Iega margt að geyma. Ekki er
Jónas að leita að smugu, sem
nefna mætti ódýra bjartsýni af
því tagi sem eitt samtímaskáld
okkar kallar „óvana og veiklun",
bjartsýni sem nú á tímum sé
bókstaflega „framleidd eins og
hver annar iðnvamingur“. Jónas
skáld Hallgrímsson ieitar að því
sem einstaklingi má verða til
styrktar og vegna þess að hann
er maður sem getur mælt fyrir
hug og sál síns fólks gat þjóðin
og getur enn tekið göfug orð
hans til sín. Það breytir engu um
að nútímaskáldið okkar góða,
Sigfús Daðason, stjakar með
skáldmyndum sínum við þjóð
sinni og vekur til umhugsunar, —
rétt eins og Jónas forðum.
„Eitt á ég samt“: Það er hug-
ur míns sjálfs — sem geymir
minningar okkar, sögu okkar
hvers og eins og þá sögu sem
við öll eigum saman. Hugur sem
óttast ekki „þokuna", óreiðu
augnabliksins, myrkrið eða örð-
ugleika, heldur getur horfst í
augu við veröldina eins og hún
er — og „unir lágri jörðu“. Um
leið og þessi sami hugur sér him-
ininn — með öðrum orðum
gleymir ekki vonum um betra líf
og rismeira, eins þótt slíkt líf
kunni að sýnast langt undan eins
og hlaut að virðast á fyrsta degi
ársins 1845. Það tók heila öld
að gera draum þeirra Jónasar og
félaga hans að veruleika, draum-
inn um frelsi íslands og sjálf-
stæði. Síðan sá draumur rættist
er líf íslenskrar þjóðar orðið ris-
mikið, — og eftir að hafa náð
þeirri reisn sem við búum við
megum við enga stund láta það
henda okkur að undan sígi.
Enda þótt veröldin og ísland
séu önnur nú en þegar þetta
kvæði Jónasar Hallgrímssonar
var ort fyrir tæpum 150 árum,
og lífsvandi þjóðarinnar var ör-
birgð, einangrun, óblíð náttúra
og skortur á sjálfstrausti við
yfírráð annarrar þjóðar, eigum
við auðvelt með að byggja í hug-
anum brú til kvæðis Jónasar og
hans tíma. Og hvað sem líður
velmegun síðari áratuga getur
mönnum einatt sortnað fyrir aug-
um — þó nú væri. Einn sér
menningarslys uggvænleg yfír-
vofapdi, annar telur jafnvel sjálfa
tungu þjóðarinnar í hættu, hinn
þriðji sér í amstri samtíðarinnar
innantóma neyslufrekju, eftir-
sókn eftir vindi, hinn Qórða
hryllir við viðsjám í heiminum og
geigvænlegu vígbúnaðarkapp-
hlaupi. Engu af þessu verður
vísað frá með iéttúð. En þó við
vitum vel af mörgum vanda get-
um við verið bjartsýn án þess að
við séum að gefa okkur á vald
sjálfsblekkingu og ábyrgðarleysi,
því bjartsýni er svo margt. Hún
er vilji til að fínna það sem hjálp-
ar manneskjunni af stað, nauð-
syniegur orkugjafí. Hún er að
því leyti raunsæ, að með því að
rilja upp drauma og vonir for-
feðra okkar sjáum við að
draumar geta ræst — eins þótt
fáir draumar rætist til fulls.
Bjartsýni getur líka verið virðing-
arvottur við þá sem á undan
gengu og höfðu þrek til þess, hve
grimmt sem í móti blés, að „lyfta
Sögunni á veikbyggðar herðar
sínar" eins og segir í þeirri nýút-
komnu ljóðabók sem áður er
vitnað til.
„Eitt á ég samt“, kvað Jónas.
Við eigum vitanlega mjög margt
íslendingar — éf við kunnum með
að fara, ef við ekki töpum áttum
í ofsahraða og villuljósum mikilla
breytingatíma. Við eigum okkur
meðal annars orðstír. Ótal sinn-
um hef ég orðið þess vör á ferðum
mínum erlendis, að útlendir menn
undrast þetta samfélag okkar.
Menn skilja ekki hvemig 240
þúsund sálir fara að því að lifa
sem sjálfstætt fólk í harðbýlu
landi eins og þær væru a.m.k.
tvær milljónir með álíka margar
vinnuhendur og smærri stórborg
þarf til að geta rekið sjálfa sig.
En í þessu felst einmitt reisn
okkar. Við eigum svo gott fólk á
svo mörgum sviðum, að við get-
um látið rödd okkar heyrast og
það er tekið mark á henni og
virðing fyrir henni borin. T.d. em
íslendingar þekktir af því í er-
Vigdís Finnbogadóttir forseti
íslands.
lendum lánastofnunum að borga
mjög skilvíslega skuldir sínar,
enda þótt þær séu okkur ekki
síður þungur baggi en öðrum sem
ekki fer af sama orðspor og búa
þó ekki fremur við sára fátækt
en við. Virðing er borin fyrir sjálf-
stæði okkar, sérstæðri tungu og
menningararfleifð. Og einmitt
fyrir það að við eigum þessa rödd
á þingi þjóðanna er mikilvægt,
að hún missi ekki hljóm sinn,
verði ekki rám. Því er okkur
nauðsyn að eignast áfram í hverri
kynslóð sem flesta menn sem
standa sig, sem vinna vel og af
alúð það sem þeim er trúað fyrir
og þeir starfa við. Að við höldum
áfram að vera menningarþjóð í
þeim skilningi að „menning er
að gera hlutina vel“, eins og einn
af heimspekingum okkar hefur
komist að orði á svo lýsandi hátt.
Að við, hver á sínu sviði, gerum
svo til sóma sé það sem við höfum
tekið að okkur, hvort sem er að
flaka físk, skrifa bók, baka brauð
eða teikna hús ...
En hvað sem við störfum og
hvert sem við leitum megum við
aldrei gleyma því að íslensk
tunga er ein besta sameign okk-
ar, ef til viil það fyrsta sem okkur
verður hugsað til, hvenær sem
við stöndum sem þjóð í tvísýnu,
á krossgötum, á tímamótum og
segjum eins og okkur til styrktar
eins og skáldið: „Eitt á ég
samt“...
Við leiðum oft hugann að því
hvar íslensk tunga er nú á vegi
stödd. Víst látum við mörg fara
fyrir brjóstið á okkur slettur úr
stórþjóðatungunni sem mest
heyrist nú víða á byggðu bóli og
ganga yfír í misjafnlega stórum
gusum. Svo virðist sem fáir reit-
ir í landi okkar, fremur en annars
staðar, séu lausir við það óþurft-
ar tískufyrirbæri. Sú var tíðin
að danska læddist hér á landi
ískyggilega mikið inn í mál
manna, sem vildu sýna á sér
heimsborgarasnið og töldu það
tungutak fínna en mál íslend-
ingasagna. En sú mengun var
bundin við nýbakaðan höfuðstað
landsins sem þá var og þakklát
megum við vera árvekni þeirra
manna sem unnu að því að leggja
þann ósið niður. Dönskuslettur
hurfu og eru nú eins og þær
hafí aldrei verið til svo vona má
með góðum vilja að svo verði
mikið hlegið að enskuslettum að
það þyki ekki bógur í nokkrum
manni sem hefur þær uppi. En
til þess að svo geti orðið má ekk-
ert til spara að búa nýyrðasmið-
um okkar skilyrði til að sinna
þjóðarmenningarstörfum sínum.
— Hins vegar bakar það mörgum,
sem íslenskri tungu unna, miklar
áhyggjur að fólk hirðir ekki um
að nota tunguna sem þá gullkistu
sem hún er, kann ekki að nota
rétt aldagömul orðatiltæki og
málshætti og hefur einhvem veg-
inn misst sjónar á sagnorðum í
íslensku, sem eru einkenni og
sjálfír ljósvitar málsins, svo
gagnsæ og tær að hvert bam
skilur þau. Öll tungumál eiga sín
sérkenni og þykir hverri þjóð sem
mælir á eigin tungu vænt um
þessi sérkenni. Enskan hefur
hafíð nafnorðin til vegs, franskan
leikur sér að lýsingarorðum,
íslenska og önnur germönsk mál
styðja sig við sagnorðin. Galdur-
inn við að þýða af einu tungumáli
yfír á annað er að fella frásögn
að lögmáli þeirrar tungu sem
þýtt er á. Og einatt verður það
ankannalegt og nokkuð auðmýkj-
andi, þegar tungumál sem þýtt
er á er knésett að því marki að
það fer að lúta lögmálum annarr-
ar tungu og er um leið svipt
sérkennum sínum og ótal góðum
orðum. Líklegt er að hér segi til
sín m.a. áhrif þess, að gífurlega
mikill hluti af lestrarefni þjóðar-
innar er þessir stuttaralegu og
einföldu sjónvarpstextar, þar sem
allt er saxað niður í sextíu bók-
stafa skammt, eða tvisvar
sinnum þijátíu í tveim línum.
Þótt mörgu sé ábótavant í
þessu efni sýna ágætir menn
góðan vilja og hafa uppi prýðileg
áform um að efla málvöndun og
auðga málnotkun. En betur má
ef duga skal. Ef nýja sókn á að
heQa þarf markvissa stefnu —
flaggskip, með styrkri stjóm. Það
er ekki hægt að ætlast til þess
að fræðimenn í hámenntastofn-
unum sem falið er að skilgreina
tunguna vísindalega frá alda öðli
og varðveita á bókum svo hún
geti orðið þjóðinni aðgengileg
hveija stund, hafí auk þess mátt
til að beijast fyrir henni meðal
almennings. Fjölmiðlar hafa tek-
ið á sig mikla ábyrgð. Þeir hafa
til þess vald að upphefja svo
tungumálið að mönnum verði það
til skammar að taia ekki kjam-
yrta og rétta íslensku, — þetta
mál sem við höfum varðveitt frá
miðöldum og þykjum fyrir það
sómarík þjóð.
„Eitt á ég sarnt", kvað skáld-
ið. Og ein er sú eign sem okkur
hlýtur að vera hjartfólgnust. Það
em bömin okkar, æskan, ungl-
ingamir, þeir sem taka við
minningum okkar og tungu og
þeirri menningu að vel skuli til
allra hluta vanda. Það er í þeim
sem bjartsýni okkar fínnur sér
réttlætingu. Og vegna þess að
okkur þykir vænt um æskuna í
landinu leggjum við kapp á að
skila henni þeim arfí sem skilað
var til okkar og við tókum við
með þökkum. Ég kvíði þeim degi,
ef hann á eftir að rísa yfír okk-
ur, að bömin kunni ekki einu
sinni vísuna um hann afa minn,
sem fór á honum Rauð, eitthvað
suður á bæi — sem er í senn lif-
andi mynd af hagleik tungunnar
og lífinu sem fólkið lifði með
landinu.
Við vitum öll, að ungu fólki
er boðið upp á ótal margt sem
kennt er við skemmtun og upp-
lyftingu, og vissulega höfum við
öll þörf fyrir að bregða á leik.
En það er tálsýn og eftirsókn
eftir vindi að halda að lífíð geti
orðið eða eigi að vera einn dans
á rósum, samfelld hlátrabuna.
Við skulum ekki vera feimin við
að biýna það fyrir æskunni, að
námið og þekkingin er það sem
mestu varðar — í góðu sambandi
vitanlega við þá tillitssemi og þá
góðvild sem aldrei má falla úr
gildi. Þekkingin er stundum köll-
uð góð fjárfesting og vafalaust
er hún það. En hún er líka sú
kjölfesta sem meðal annars gjör-
ir leikinn, frístundina, skemmti-
legri. Hún gefur líka ungu fólki
þann innri styrk sem vinnur gegn
lífsflótta og uppgjöf.
Stundum þegar unglingum
okkar verður fátt um svör grípa
þeir til þess að afgreiða mál með
orðinu: BARA! En það er ekkert
bara í mannlífínu. Við eigum nóg
af skoðunum, kannski 240 þús-
und skoðanir og það er dásam-
legt. En það dugir ekki „bara“
að hafa skoðun, hún er aðeins
upphaf. Án þess að skoðun sé
fylgt eftir verða ekki til áhugi,
metnaður, vilji til að stefna að
æðra marki. Ekkert er sjálfgefíð.
Sjálfstæði íslands verður aldrei
sjálfsagður hlutur, ekki heldur
íslensk menning, ekki einu sinni
gróður landsins. Allt er ræktun
háð: — að ala upp nýja kynslóð
er eins og að rækta tré. Maður
annast það og styður til að teygja
sig beint og greinaprútt til sólar.
í þessum skilningi bíður okkar
alltaf hlutverk hins óþekkta
ræktunarmanns. Ekki vitum við
hvað verður árið 2050. En við
viljum að þá verði hugsað til
okkar með virðingu eins og við
hugsum til þeirra kynslóða með
virðingu og þakklæti, sem tóku
við erfíðri sögu, glórulausu basli
og harðbýlu landi og bjuggu í
haginn fyrir okkur. Látum bjart-
sýni okkar tengjast við þennan
vilja: að ekki verðum við talin
ættlerar síðar meir — og svo við
þá ræktun lands og lýðs, sem
virðing fyrir öfum okkar og ömm-
um og kærleikurinn til bama
okkar býður okkur að stunda sem
best og heiðarlegast.
Gleðilegt nýtt ár.