Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
13
Laxness o g bók-
menntafræðin
Békmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Arni Signrjónsson: Laxness og
þjóðlifið II, Frá Ylfingabúð til
Urðarsels, Vaka-Helgafell, 1987,
211 bls.
Það eru ein örlög skálda, sérstak-
lega stórskálda, að verða viðfangs-
efni bókmenntafræðinga. Þegar
bókmenntafræði tekst bezt, verður
hún ekki síðri afurð mannlegrar
hugsunar en skáldverk. Sambandið
á milli skáldverka og fræðanna um
þau er ekki einfalt, en þó hlýtur
bókmenntafræði ævinlega að vera
túlkun á skáidskapnum, skilningur
og skýring á honum. Halldór Lax-
ness hefur af skiljanlegum ástæðum
orðið viðfangsefni bókmenntafræð-
inga. Þar ber mest á verki Peter
Hallbergs. Einnig ber að nefna verk
Eiríks Jónssonar um íslandsklukk-
una. Nú á síðustu árum hafa
íslenzkir bókmenntafræðingar tekið
til við að skoða og skýra ýmsa
þætti í höfundarverki Laxness, sem
minni athygli hafði verið veitt, svo
sem ntgerðum og stjómmálaskrif-
um. Ámi Siguijónsson hefur nú
gefið út annað bindi af rannsóknum
sínum á hugmyndafræðilegum
þáttum skáldverka Halldórs Lax-
ness.
í þessu bindi skoðar hann Vefar-
ann mikla frá Kasmir, Sölku
Völku og Sjálfstætt fólk. Lang-
viðamesti kaflinn er um Sjálfstætt
fólk. Fyrir aftan meginmálið er
ritaskrá verka Halldórs Laxness frá
1916—1939. Þó ekki væri fyrir
neitt annað en þessa ritaskrá, væri
fengur að þessari bók, því hún ger-
ir áhugamönnum um Nóbelsskáidið
auðveldara að skoða ítarlega ýmsa
þætti í ritstörfum þess án þess að
það kosti tímafreka leit. auk þess
er örstutt lýsing á efni hverrar
greinar, sem bætir þessa skrá veru-
lega.
Þetta bindi tengist ýmsu þvi, sem
kom fram í fyrsta bindinu, en er
þó óháð því. Aðferðin, sem Ámi
beitir, er að leita að ýmsum megin-
hugmyndum skáldverkanna og
formlegum eigindum þeirra og
tengja þau þjóðfélagshræringum á
ritunarárum verkanna í nánustu
fortíð og þorskasögu Halldórs.
Einnig beitir hann formlegum tækj-
um bókmenntafræðinnar til að
greina ýmis sameiginleg einkenni
skáldverka Halldórs. Þetta verður
sérstaklega áberandi undir lok bók-
arinnar. Eg skal alveg játa, að þessi
formgerðargreining fínnst mér lang
sízti hlutinn í þessu verki, því ég
get ekki séð, að hún leiði til neinn-
ar sérstaklega marktækrar niður-
stöðu um eðli skáldverkanna. En
hún gæti hugsanlega stundum verið
gagnlegt hjálpartæki við. að skrá-
setja ýmis megineinkenni.
Mér virðist vera tvenns konar
vandi, sem þarf að átta sig á við
rannsóknir á borð við þessa. I fyrsta
lagi þá greinir Árni oft og iðulega
ekki á milli sinna eigin sjónarmiða
og þeirra, sem Halldór hefur haft.
Þetta getur stundum verið baga-
legt. Ég skal' nefna lítið dæmi. Á
bls. 73 segir: „Lenin glöggvaði sig
manna mest á vanda landbúnaðar-
ins, enda reyndu byltingarmenn
ákaft að höfða til bænda. Lenin
taldi smábændum lítinn akk í sam-
vinnufélögum." Nú virðist það alveg
ljóst að kynni Halldórs af kenning-
um Lenins um landbúnað voru
mikilvægur þáttur í að móta þær
samfélágshugmyndir, sem finna
má í Sjálfstæðu fólki, og einnig
til að byggja skáldverkið, sem hann
hafði glímt við lengi. Það er því
sjálfsagður hluti af greinargerð fyr-
ir hugmyndafræði verksins. En
ofangreindar setningar má líka
skilja þannig, að Lenin hafi verið
manna bezt að sér um landbúnað
(í hvaða landi?) og um leið gefið í
skyn að taka beri mark á greiningu
hans á vanda landbúnaðarins. En
til að gera það þarf önnur rök en
þau, að hugmyndir hans hafi nýzt
Halldóri Laxness við skáldskapar-
iðkanir sínar, þótt það sé í sjálfu
sér markverð staðreynd. Þessi
greinarmunur skiptir því máli, að
hugmyndir Lenins um landbúnað
gætu verið hreinn heilaspuni en
gætu um leið verið mikllvægur lyk-
ill að ákveðnum þáttum í verkum
Laxness. Það getur verið mjög upp-
lýsandi að átta sig á því, hvort
þessar hugmyndir eigi við rök að
styðjast.
Mikilvægara dæmi en þetta af
Lenin er af greiningu Áma á
dyggðahugtakinu og hetjuhug-
myndinni (bls. 97 og áfram). Eg
Arni Sigurjónsson
held, að það hefði skýrt ýmislegt,
ef Ámi hefði gert skipulega grein
fyrir dyggðum og löstum og hvem-
ig hetjuskapur getur tengzt þeim,
í stað þess að greina einungis þijár
tegundir af hetjum. Það hefði
kannski skýrt, hvemig má líta á
Halldór Laxness
Bjart í Sumarhúsum sem hetju þrátt
fyrir allt.
Önnur takmörkun þessarar að-
ferðar er, að hún varpar ekki neinu
ljósi á skáldskapargildi. Það er fróð-
legt að átta sig á aðföngum mikils
skáldskapar og hvemig höfundur
vinnur úr þeim, en slík aðferð lætur
óhreyft það, sem er þó mikilvæg-
ast: gildi verksins. En það verður
að segja unTkaflann um Sjálfstætt
fólk, að hann hefur sig upp yfir
takmarkanir aðferðarinnar og varp-
ar ljósi á margræðni þess verks,
hve ótrúlega margslungið það er.
Það er til dæmis mjög lofsvert, að
hann lætur þá staðreynd, að verkið
er öðmm þræði framlag í þjóðfé-
lagsumræðu fjórða áratugarins
ekki byrgja sér sýn á aðra þætti
verksins, sem hafa tryggt því
langlífi.
Það mætti tína til ýmislegt fleira
í þessari bók, sem fróðlegt er að
ræða frekar, en engin ástæða er
að gera það hér. Stundum er tekið
ankannalega til orða: „Bogesen
heyrir áfram til hástéttinni þótt
hann hverfi utan og Sigurlína er
lágstéttarkona þótt hún bíði bana,“
(bls. 50). Á bls. 91 er vitnað í
Bjama Benediktsson og á bls. 112
í Benedikt Gröndal en hvomgur er
í heimildaskrá. Prentvillur vom fá-
ar.
Greiðslur almennings
fyrír læknishjálp og Ivf
(skv. reglugerð útg. 9. desember 1987)
1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni
150 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils.
280 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema
vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér.
2- Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir
og röntgengreiningu
500 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings.
170 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan
ekkert. (Sjá nánar hér að neðan).
Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu
í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafía:
Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. skýnngar Tafianlesistfravinstri
til hægri og sýnir samskipti við
a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjukl-
ingur leitar til heimilislæknis og
greiðir þar 150 kr. Heimilislæknir
vísar síðan sjúklingi til sérfræð-
ings, og þar greiðir sjúklingur500
kr. Þessi sérfræðingur sendir
sjúkling í röntgengreiningu, og
þarf sjúklingur ekki að greiða sér-
staklega fyrir hana, þar sem hún
er í beinu framhaldi af komu til
sérfræðings.
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbóta’rgjald, nema
vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum.
TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur RannsJ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá _j_ Svæfingideyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi
Dæmi 1 150 500
Dæmi 2 150 350
Dæmi 3 150 500 500
Ðæmi 4 150 500 0
Dæmi 5 150 500 0 500
Dæmi 6 150 500 0 500 0 500
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræði-
læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir jjeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins.
3. Greiðslur fyrir lyf
400 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi.
130 kr. — Elli- og örorkuhfeynsþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum.
Gegn framvfsun sérstaks lyfjaskfrteinis f lyfjabúð fást ákveðin lyf,
við tilteknum langvarandi sjúkdómum,ókeypis.
Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum,
sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
Greiðslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1988.
TRY GGINGASTOFNUN
RÍKISINS