Morgunblaðið - 03.01.1988, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
Leifar afhátíðamat
Um jól og áramót gefum við okkur meiri tíma en endranær til lestrar,
enda gott að grípa til bókar eftir góða máltíð. Við hjónin gáfum okkur
saman bókina Pælingar eftir prófessor Pál Skúlason og ber hún nafn með
rentu, því þar er komið inn á margt, sem við og líklega fæstir hafa gripsvit
á og leiða hjá sér, svo sem um lífið og tilveruna. Aramót eru líklega sá
árstími, sem við helst stöldrum við og pælum í. „Hlýðum á dularrökin, há
og heið og himinvíð og slungin, djúp og breið.“ A borðinu hjá mér liggur
ljóðakverið Rubáiyát eftir Omar Kháyyám, persneskan mann, sem fæddur
var um 1050 og dáinn um 1123. Pælingar hans um lífíð og tilveruna eru
á þann veg að hvarvetna þykja ljóð hans með því besta, sem heimurinn
á. Mörg skáld og andans menn hafa glímt við að þýða Rubáiyát á íslensku.
Þýðingin, sem hjá mér er, er gerð af Skugga, Jochum Eggertssyni. Litho-
prent gaf bókina út 1946. Fremst í bókina hefur bóndi minn límt úrklippu
Smábrauð með leifum af steik
Handa 5 eða 10
10 hnöttótt smábrauð
smjör til að smyrja brauðin með að innan
30 gr smjör til að smyrja brauðmylsnuna í
350 gr kalt steikt kjöt (nauta-, svína- eða lambakjöt)
V2 meðalstór sellerírót
1 rauð og önnur græn paprika
1 meðalstór laukur
15 grænar ólífur
2 msk. edik
V2 dl matarolía
Vs tsk. salt
5 dropar tabakósósa
nýmalaður pipar
nokkur salatblöð.
1. Skerið ofan af brauðunum, holið þau að innan.
2. Smytjið brauðin að innan með smjöri.
3. Hitið smjör á pönnu, hafið hægan hita. Myljið það
sem þið tókuð innan úr brauðunum yfir feitina á pönn-
unni. Látið brúnast.
4. Skerið kjötið í smábita.
5. Afhýðið sellerírótina og rífíð gróft.
6. Skerið ólífumar í tvennt, afhýðið laukinn og saxið.
7. Takið steina úr paprikunum, skerið í litla bita.
8. Blandið saman matarolíu, ediki, salti, tabaskósósu
og pipar. Setjið í skál.
9. Setjið kjötið, brauðmylsnuna, sellerírótina, paprik-
una, laukinn og ólífumar út í löginn. Blandið vel saman.
Látið standa í 1 klst. Hrærið öðru hverju í þessu.
10. Fóðrið brauðin að innan með saltblöðum setjið síðan
kjötsalatið í þau.
Baka með kjúklingi (kalkún) og blað-
lauk
Bakan:
4 dl hveiti
50 gr smjör
50 gr smjörlíki
V4 tsk. hjartarsalt
V2 dós jógúrt án bragðefna
1. Setjið hveiti og hjartarsalt í skál. Myljið smjörið og
smjörlfldð út í. Setjið síðan jógúrtina i og hnoðið saman.
2. Smyijið bökumót, 22 sm í þvermál. Þrýstið deiginu
inn í og vel upp með börmunum á mótinu.
3. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setj-
ið bökuna í miðjan ofninn og bakið í 10 mínútur.
Fyllingin:
200 gr kjúklinga- eða kalkúnakjöt
V2 meðalstór blaðlaukur (púrra)
lV2dl saltvatn
V2 dós kotasæla
sósa ef til er (má sleppa)
50 gr feitur mjólkurostur
3 lítil egg
örlítið salt.
l.Setjið saltvatn í pott. Þvoið blaðlaukinn með því að
láta renna inn í hann. Skerið hann síðan í sneiðar og setjið
í vatnið. Sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Kælið örlítið.
3. Hrærið eggjarauður með múskati, setjið kotasælu,
sósuna og rifinn mjólkurostinn út í. Setjið síðan smátt
skorið lq'úklinga- eða kalkúnakjötið út í. Setjið blaðiauk-
inn og 1 dl af blaðlaukssoðinu út í.
4. Þeytið eggjahvítumar og setjið varlega saman við.
5. Takið bökubotninn úr ofninum, setjið fyllinguna í
hann.
6. Minnkið hitann í 180°C, blástursofn í 160°C, setjið
bökuna í miðjan ofninn og bakið í 25—30 mínútur.
Meðlæti: Hrásalat
úr „The Illustrated London News“ frá árinu 1885, en teiknari blaðsins
hafði gert stuttan stans í Nishapore og rissað upp grafhýsi Omars Kháyy-
áms, en hann lét sér það ekki nægja, heldur tók kvist af rós, sem þar óx
og sendi til Englands og af þessum kvisti er Omar Kháyyám-rósategundin
sprottin. Auk Skugga hefur Einar Benediktsson spreytt sig á að þýða ljóðin
og upp úr 1930 kom þýðing Magnúsar Ásgeirssonar með myndskreytingum
eftir Laxdal. Einar Páll Jónsson, ættaður úr Jökuldalsheiðinni, seinna rit-
stjóri vestanhafs, þýddi einnig ljóðin og sjálfsagt margir fleiri. 1972 skrifaði
Hjörtur Pálsson ritgerð um þýðingar Rubáiyát á íslensku, en þá ritgerð hefi
ég því miður ekki séð. Síðustu áratugina, eða frá upphafi hippatímabilsins,
hefiir virst svo sem Rubáiyát hafí lent ofan í skúffu — en væri nú ekki ráð
að seilast ofan í hana og fara í ferðalag með Omari um víða vegu? Gott er
að vera saddur í þeirri ferð og flestir eiga leifar af hátíðamatnum.
Bakstur með hangíkjöti, blómkáli og
osti
500 gr kartöflur
1 meðalstór blómkálshaus
1 lítill laukur
15 gr smjör eða smjörlíki
(1 smápakki)
1 dl kjötsoð eða soðkraftsduft og vatn
200 gr hangikjöt
1 dl mjólk
2 egg
nýmaiaður pipar
Vs tsk. múskat
örlítið salt ef með þarf
Umsjón: KRISTIN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Rís uppí Vtl Ljémdr morgunns mi (rfa hcná,
OQ m[nnisfc soi vi5 eyhmerkur-Lönd-
Ch siá'í Nú qreifrir quLLin -Daqur nýr
qeista-bdr og tiL ferfar býr.
Utn jarfrnesk efni og upphefð oft er spurtj
ocf áiorir starð eitthvau tangt i burtí
Tak málminn hreina, hirtu ekki um hitt
<?n hugsa og meina- gefffu hverjum sitú.
Lít Þessa rós, erhorfir aÖÖ og hýr
mót himintóL og þó i moldu býr
09 hlekkjuff fóst, en aLLahaumnsinn,
itm og Feguró gaf í bústao p'mn.
í eyóimörker áö um stutta stund.
stáldrað vio og matsst, dormað blund,
tacjt 3 ný og teið i bláinn þreytt-
og Lestm m'ikla heitirEKKineítt!"
Má skip mi'n eru, sigld a sva/an mar
oq siáífur bef ég fengið þaö mér bar.
ETn-áour aLCt / tímans djup, er týnt,
-taemdu gLasi hvoifdu 3 það^sem-Var!
Kvðccft úr Rubáiyát
eftir iDmar Khayyam
Isleiiskur teviti: Skuggi
2 msk. rifinn þarmesanostur eða annar ostur
smjörlíki til að smyija mótið með.
1. Afhýðið kartöflumar, skerið í sneiðar og sjóðið í
örlitlu saltvatni I 10 mínútur. Hellið vatninu af.
2. Þvoið blómkálið, skiptið í smáhríslur.
3. Setjið smjör eða smjörlíki í pott, afhýðið laukinn,
skerið smátt og setjið út í. Setjið þá blómkálsgreinamar
út í. Minnkið hitann, setjið lok á pottinn og sjóðið I 10
mínútur. Hristið pottinn öðm hveiju meðan á suðu stend-
ur.
4. Hellið kjötsoði yflr kálið.
5. Smyijið álmót eða annað eldfast mót. Setjið kartöfl-
umar á botn mótsins, skerið hangikjötið smátt og stráið
yfir. Setjið síðan blómkálið og soðið yfir.
6. Þeytið eggin með pipar, múskati og salti. Setjið
mjólkina saman við. Hellið yfir það sem er í mótinu.
7. Stráið osti yfír.
8. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setj-
ið mótið í miðjan ofninn og bakið í 20—25 minútur.
Skinkubakstur
6—8 formfranskbrauðsneiðar
200 gr skinka í bitum
1 hálfdós aspas
100 gr ijómaostur án bragðefna
3 egg
nýmalaður pipar
150 gr rifínn óðals- eða maríbóostur (má nota aðra teg-
und)
1. Smyijið eldfast mót.
2. Raðið brauðsneiðunum á botn mótsins.
3. Stráið skinkubitum yfir brauðið.
4. Síið aspasinn, setjið bitana yfir skinkuna.
5. Þeytið eggin með pipar, setjið ijómaost út í, setjið
síðan 1 dl af aspassoði saman við. Hellið yfír það sem er
í mótinu.
6. Stráið rifnum osti yfir.
7. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setj-
ið mótið í miðjan ofninn og bakið í 20—25 mínútur.