Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988 19 Short, Ryan og Quaid í Undraferðinni. Innantökur og utanfár Bíóhöllin: Undraferðin — Innerspace ★ ★ Leikstjóri: Joe Dante Framleiðandi: Steven Spielberg Handrit: Jeffrey Boam og Chip Proser Kvikmyndatökustjóri: Andrew Lazlo Tónlist: Jerry Goldsmith Aðalleikendur: Dennis Quaid, Martin Short, Meg Ryan, Kevin McCarthy, Fiona Lewis, Vern- on Wells, Robert Picardo Bandarísk. Warner Bros 1987. 120 mín. Nýjasta afkvæmi þeirra ágæt- ismanna sem stóðu að baki Gremlins er hressileg blanda af v-s-kvikmynd og gamanmynd. Quaid leikur foringja í hernum sem á að minnka niður í frumeind- arstærð og senda í rannsóknar- leiðangur inní líkama kanínu. Ekkert fyndið við það, svo hand- ritshöfundar senda kappann inní rasskinnina á manni, sem þyrfti heldur ekki að vera tiltakanlega sniðugt ef hann væri ekki sívæl- andi móðursjúk búðarloka — og leikinn af ótrúlegri innlifun af Martin Short! Ekki nóg með það að ræfilstuskan er ekki lengur maður einsamall, þá sækir nú að honum spæjaralýður sem svífst einskis við að kanna á honum innyflin. Svo blókin verður að gerast ofurhugi í ofanálag! Hér er grínið í hávegum haft og flest gengur upp, enda fram- leitt í farsælustu afþreyingar- myndasmiðju okkar tíma — undir handleiðslu Spielbergs og Industr- ial Light and Magic meistara - Lucasar. Short stelur myndinni með óviðjafnanlegum ærslaleik, maður hefur ekki heyrt annan eins hlátur lengi og undir atriðinu þegar hann er að hrista af sér kúrekasmettið, svo eitt dæmi sé nefnt. Quaid stendur fyrir sínu, enda orðinn með síðustu myndUm sínum ein stærsta stjaman vestra, en það er Short sem fær fyndnu línumar og kann að gera úr þeim veislu fyrir hláturtaugamar. Þó svo að vísindaskáldsagan sé hér fyrst og fremst rammi utanum galsaganginn, má ekki ganga framhjá því að tæknivinna, bún- ingar og 'leiktjöld era einkar glæsileg og trúverðug, enda hönn- uð í galdrasmiðjunni. Tónlist Goldsmiths er vönduð og áheyri- leg að venju og yfir höfuð er Undraferðin ánægjuleg og eld- hress skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Og ekki hvað sist til athugunar fyrir þá sem þessa dagana ná ekki uppí nefíð á sér sökum ótæpilegs fjárausturs! Vettlingatök Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Að tjaldabaki — The Fourth Protocol ★ ★ Leikstjóri: John MacKenzie Handrit: Frederic Forsyth, byggt á eigin skáldsögu Kvikmyndataka: Phil Meheux Aðalleikendur: Michael Caine, Pierce Brosnan, Ned Beatty, Julian Glover, Michael Gough, Ray McAnnaly, Ian Richard- son, Joanna Cassidy Bresk. Rank Fil Distributors 1987. 120 mín. Engu er líkara en Bretum sé það ofraun að gera viðamikla, stórbrotna þrillera, þvilíkir snill- ingar sem þeir geta verið þegar um smærri myndir einsog t.d. Mona Lisu, eða þá eina af fyrri myndum leikstjórans The Long, Good Friday, er að ræða. Hér er úrvalsefni til staðar. Valin- kunnur reyfari sem seldist einsog heitar lummur um heim allan til grandvallar; leikstjóri sem gert hefur athyglisverðar spennu- myndir; sjálfur Michael Caine í aðalhlutverki og hópur góð- kunnra í öllum þeim smærri, (að auki var Caine einn af framleið- endum myndarinnar og hefði því ekki síður átt að bera veg henn- ar og vanda fyrir brjósti); stemmningstónskáldið góð- kunna, Schifrin, fengið síðan til að blása í myndina lífí með tón- um. En, frómt frá sagt er myndin Að tjaldabaki meðalmennskan Caine og félagar eru fjarri sínu besta í myndinni Að tjaldabaki. uppmáluð frá upphafi til enda. Allt rennur hjá gjörsamlega átakalaust. Þrátt fyrir alla þá hæfíleika sem eru að baki mynd- arinnar koma þeir hvergi fram á tjaldinu, einna skástur er þó Brosnan. Ef maður fer á gaman- mynd vill maður fá að hlæja og skemmta sér, sömuleiðis reiknar maður með spennu og átökum í njósnamynd, en þeim er ekki fyrir að fara í Að tjaldabaki. Allt er dálaglega gert, en á gam- alkunnu, sannbresku drolli. Kr. 1.450.000 000.00 - j rrii • cíjtnW11 tímabli -' göoaN METBÓK 18 MÁNAÐA SPARIBÓK o § < E E o o

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.