Morgunblaðið - 03.01.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
25
Nú árið er liðið. Tími til að líta
til baka. Hvað var nú títt á nýhorf-
inni tíð? Kannski fjölmiðlafárið,
fjölmiðlagróskan eða fjölmiðla-
hremming sálnanna — orðaval
eftir smekk. Níutíu ára afmæli
Blaðamannafélags íslands má e.
t.v. brúka sem afsökun til að gjóa
augunum obbolítið lengra aftur
en til síðasta árs. Þar ber hæst
tæknibyltinguna miklu. Hún hef-
ur létt og flýtt boðleiðum milli
atburða, blaðamanna og lesenda
svo ört að hugsun venjulegs dauð-
legs fólks hangir tæpast í henni.
Fréttimar sjálfar, upprani þeirra
og úrvinnsla, hafa raunar ekki
breyst svo mikið hér á landi und-
anfarin 30 ár, nema hvað tísku-
nafnið rannsóknablaðamennska
varð vinsælt um hríð að útlendra
sið. Virtist þó ekki felast í meiri
rannsóknum eða lengri rannsókn-
atíma frétta, heldur í lýsingum
blaðamannanna sjálfra á. erfið-
leikunum við að ná í fréttina og
á skúrkunum sem ekki vildu láta
lausar upplýsingar. Slíkir vora
vitanlega alltaf til og öllum ráðum
kvartlaust beitt til að komast í
kring um þá. Burtséð frá aukinni
vorkunnsemi í garð blaðamanns-
ins ætti tæknibyltingin, sem
sparar allan tímann sem fór í að
koma frá sér frétt eða ná í tæka
tíð dýrmætri filmu, að gefa betri
tíma til góðra vinnubragða við
fréttaefnið sjálft og frásögnina.
Kannski nýja árið færi okkur
framfarir á efnislega frétta-
vængnum.
Dulítið fínnst þó gömlum blaða-
hundi dapurlegt að horfa upp á
þróun og hnignun samtalsforms-
ins. Raunar hefur það blómstrað
og dafnað frá því Valtýr Stefáns-
son, ritstjóri Morgunblaðsins, ýtti
því úr vör í íslenskum dagblöðum.
Sagði: „Samtalsformið er mjög
heppilegt fyrir dagblöð. Það gefur
góðum blaðamanni tækifæri til
að skyggnast bak við mennina
eins og við þekkjum þá, kynnast
sálarlífí þeirra og lofa lesendum
að upplifa reynslu annarra, eins
og þeir væra sjálfír þátttakend-
ur.“ í meira en hálfa öld hefur
þetta form blaðamennsku dugað
býsna vel, tekið ijörspretti með
nýjum góðum spytjendum, svo
sem hinum fáorðu, frábæra sam-
tölum Matthíasar Johannessens
upp á 2-4 síður í Morgunblaðs-
broti. Lággróðurinn hefur ávallt
að skaðlausu markast af rituram,
sem taka niður það sem einhver
vill segja en kann ekki við „ótil-
kvaddur". Fellur fremur undir
ritara en blaðamenn. Jafnvel heil-
ar samtalsbækur. Var ekki einn
jólabókahöfundurinn í ár einmitt
að lýsa yfír að „viðmælandi" hans
hefði lesið inn á segulband það
sem hann mundi af æfí sinni og
hann svo skrifað það upp? Var
ekki til staðar til að spyija, hvetja
og draga fram það sem vantaði.
Þótti sinn hlutur harla góður,
enda frásögnin til að selja bókina.
Og það er lóðið. Til að selja
bækur og blöð verða viðtölin að
laga sig að markaðinum. Með
harðnandi markaði dugir sýnilega
engin elsku mamma. Og nú era
greinileg tímamót í markmiðum
þeirra sem sækjast eftir viðmæ-
lendum. Þeir verða að ná í
söluvöra. í nýlegu viðtali í Þjóðlífi
við einn okkar reyndasta frétta-
mann og spyril, Sigrúnu Stefáns-
dóttur, segir hún: „Mér fínnst það
vera skýrt dæmi um þá þróun sem
á sér stað í blaðamennsku á ís-
landi, því það sem ég sagði áður
um sölumennsku í sjónvarpi á
ekkert síður við um blöðin. Hún
hefur færst á lægra plan og þetta
viðtal er sennilega eitt sannasta
dæmið um það ( spyrjandi hafði
talið vænlegt að spyija hana álits
á skítkasti fyrrverandi eigin-
manns í blaðaviðtali, kannski í von
um skítkast á móti). Þessi sölu-
mennska í blöðum og öðram
fréttamiðlum er ómálefnaleg og
yfírgengileg. Ég varð sjálf fyrir
þessu fyrir skömmu þegar óneftid-
ur ritstjóri á tímariti hringdi í mig
og bað mig um viðtal. Ég hefí
verið viðloðandi fjölmiðla í tuttugu
ár og hélt áð ég gæti sjálf ráðið
við að koma fram í viðtölum, en
þetta er í fyrsta skipti sem ég hef
orðið að slíta viðtali vegna þess
hve mér ofbauð. Ég átti sífellt að
vera að segja eitthvað persónulegt
og neikvætt um starfsfélaga mína
eða einhveija aðra, og ritstjórinn
þrástagaðist á því að hann yrði
að hafa viðtalið svona vegna þess
að hann þyrfti að selja blaðið. Ég
var eingöngu söluvara í munni
ritstjórans. Hvað varðar mig um
það hvort einhver ritstjóri þarf
að selja blaðið sitt, ég fer ekki
að selja æra mín a út á það.“
Þetta markmiðsviðhorf spyijT
enda kemur vel fram í viðtali við
Svanhildi Konráðsdóttur, fyrram
blaðamann og nýjan ritstjóra
Mannlífs. Hún svarar því hvort
hún hafi áhyggjur af því að þurfa
að fínna tíu forsíðuefni á ári til
að selja blaðið. „Vissulega. Þetta
er lítið þjóðfélag og það er tæp-
lega hægt að ætlast til þess að
tímarit komi með tíu sprengjur á
ári. Ég vil ekki blekkja lesendur.
Það verður að vera kjöt á beinun-
um. Maður veifar ekki tómri
beinagrind nema einu sinni. Ég
ber virðingu fyrir lesendum og
geri ráð fyrir að þeir hafi skýra
dómgreind og vilji fræðast um
eitthvað nýtt. Hins vegar virðist
svo vera sem að forsíður þurfí að
höfða til einhvers sem fólk þekkir
vel fyrir. Það er oft verið að
kvarta yfír því að við skrifum
bara um ,jet-settið“ í Reykjavík.
Af hveiju skrifum við ekki um
hvunndagshetjuna, en staðreynd-
in er sú að það nennir enginn að
lesa það. Þetta er ákveðinn
tvískinnungur og ég lít á það sem
illa nauðsyn að selja blaðið út á
einhveija „sensasjón“.“ Nokkuð
langur vegur frá hugsjónum Val-
týs Stefánssonar um markmið
persónuviðtala, ekki satt? Þetta
era nú bara einstök tilfelli og ein-
staka fólk! segja sjálfsagt ein-
hveijir. Jú, ennþá. En hér sjást
merki um að blaðamennskan ætli
ekki, eins og víða annars staðar,
að skiljast glögglega í seljanlega
„skítapressu" með blaðamönnum
sem hafa geð fyrir hana og hins
vegar áreiðanlega upplýsinga-
pressu með ábyrgu fólki. Þeir
síðarnefndu koma í humátt á eft-
ir. Elta tískufyrirbrigðið. Gróa á
Leiti er greinilega orðin ofan á.
Orðin góð og gild. Túlkandi henn-
ar í einu jólaleikritinu sýndi okkur
fram á í útvarpsviðtali að Gróa
væri ekki svo slæm. Var hún ekki
fátæk og þurfti að lifa á söguburð-
inum?
Gróumar væra svo margar. Gró-
a-á-Leiti er orðin viðurkennd
atvinnustétt.
Að elta tískufyrirbrigðin stíft
hefur bara galla, eins og sá vísi
Oscar Wilde benti á: „Ekkert er
jafn hættulegt og að vera of nútf-
malegur, maður getur skyndilega
verið orðinn gamaldags.“
Eg er bjartsýnn yfrið,
með aldri vex það svoldið.
Ég held því fram að heimskan
sé heldur meiri en vonskan.
- PH/ABS
Am MNSSKÓUNN
Innritun stendur yfir næstu viku frá kl. 13-19
Kennsla hefst 9. janúar 1988
Kennslustaðir:
Reykjavík
- Armúli 17a, sími 38830.
Hafnarfirði
- Linnetsstíg 3, sími 52996.
Þorlákshöfn
- Kennsla hefst 8. janúar.
Ytri Njarðvík, Stapi
- Kennsla hefst 11. janúar.
Stokkseyri - Eyrarbakki
- Kennsla hefst 14. janúar.
Kennum;
börnum
unglingum
einstaklingum
hjónum
Takmarkaður fjöldi
nemenda
í hvern tíma.
Barnadansar - Gömlu dansarnir - Samkvæmisdansar =
Latín og standard ásamt BUGG o.fl.