Morgunblaðið - 03.01.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1988
27
Morgunblaðið/Bjami
Hluti af starfsfólki OLÍS á Laugamesstöðinni i Reykjavík.
Morgunblaðið/Bjami.
Starfsfólk OLÍS á skrifstofum fyrirtækisins i HafnarstrætL Jón Atli Kristjánsson forstjóri er lengst til
vinstri.
verslun íslands lét byggja á Seyðis-
firði og er í eigu félagsins þótt öll
stóru olíufélögin þrjú hafi síðan
notað hann til mikils spamaðar í
strandflutningum.
Það var síðan 1974 sem Olíu-
verslun íslands hf. keypti eignar-
hluta BP í hlutafélaginu BP á
íslandi og eftir það á BP engar eign-
ir á íslandi og Olíuverslun íslands
hf. verður alíslenskt fyrirtæki sem
á sjálft allar eignir sem rekstur
þess byggist á. Þá hverfur BP-
merkið kunna af öllum bensínstöðv-
um og öðmm eignum tengdum
starfseminni og íslenska vörumerk-
ið OLÍS tekur við. Síðan eru liðin
14 ár.
Blikandi bensíntunna
Það er ugglaust sjaldgæft að
ok'ufélag komist inn í ljóðagerð höf-
uðskálda á eins eftirminnilegan
hátt og BP í ljóði Steins Steinars
um Kommúnistaflokk íslands, In
memoriam. En það var að sjálf-
sögðu áður en Olíuverslun íslands
varð alíslenskt fyrirtæki.
Steinn Stemarr segir:
Sic transit gioria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Og einu sinni var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.
Svo hættulegt var ekkert auð né valdi
og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.
Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu,
og enginn vissi banameinið hans.
En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé lðngu fyrir bí.
A gröf hins látna blikar bensíntunna
frá British Petroleum Company.
Rúmlega öld síðan
olían kom til
Rúmlega öld er nú liðin síðan
vinnsla á jarðolíu hófst, en venju-
lega er. talið að vinnsla og sala á
jarðolíu hafi byijað í Bandaríkjun-
um árið 1859 í kjölfar þess að tókst
að þróa tækni til borunar eftir olíu
í jörðu. Hérlendis var olía fyrst
notuð nær eingöngu til ljósa, en upp
úr aldamótunum með tilkomu
fyrstu dieselvélanna í litla báta jókst
innflutningur í samræmi við þá þró-
un. Gömlu togaramir sem voru hins
vegar keyptir til landsins fyrir fyrri
heimsstyijöldina voru kolakyntir
með gufuvélar. Eftir fyrri heims-
styijöldina hófst síðan notkun bfla
og innflutningur bensíns. Arið 1915
skipaði Alþingi nefnd til þess að
annast innflutning til landsins og
upp úr því þróaðist Landsverslunin
sem var gerð að sjálfstæðu fyrir-
tæki í árslok 1917. Landstjómin
skipaði þijá kaupsýslumenn sem
forstjóra fyrir Landsverslunina, þá
Agúst Flygenring í Hafnarfirði,
Hallgrím Kristinsson framkvæmda-
stjóra Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga og Magnús Kristjáns-
son kaupmann á Akureyri, en
skrifstofustjóri Landsverslunarinn-
ar var ráðinn Héðinn Valdimarsson
cand. polit. Landsverslunin varð
brátt eitt öflugasta verslunarfyrir-
tæki landsins, en aðalviðfangsefnið
var að tryggja nægilega aðdrætti á
nauðsynjavörum til landsins á hóf-
legu verði fyrir landsmenn. Þegar
Alþingi ákvað síðan að leggja niður
Landsverslunina í árslok 1927 kom
stoóiun OHuverslunar íslands hf.
til í beinu framhaldi af Landsversl-
uninni. Héðinn Valdimarsson skrif-
stofustjóri Landsverslunarinnar
hafði stofnað til viðskiptasambanda
við BP í London og þegar ákveðið
var að leggja Landsverslunina niður
varð það að samkomulagi milli BP
og Héðins að stofna íslenskt dreif-
ingarfélag sem skyldi sjá um
dreifingu á vörum BP á IslandL
Síðan hafa forstjórar Oh'uverslunar
Islands hf. verið þeir Héðinn Valdi-
marsson, Hreinn Pálsson, Önundur
Ásgeirsson, Þórður Ásgeirsson, Óli
Kristján Sigurðsson og nýlega tók
Jón Átli Kristjánsson við starfi for-
stjóra OLÍS.
Ævistarf hjá olíufélagi
í gegn um tíðina hefur Olíuversl-
un Islands hf. ávallt haldist vel á
starfsmönnum og nýlega eru hættir
vegna aldurs menn sem unnu hjá
Olíuversluninni frá stofnun og fram
á síðustu ár. í samtali við einn hinna
gömlu grónu starfsmanna, Aðal-
stein Guðmundsson, kom fram að
það má muna tímana tvenna í sögu
aðstöðu og þróunar í olíuviðskiptum
á landinu. Áðalsteinn vann á sínum
tíma hjá Landsversluninni ásamt
félaga sínum Þorkeli Gislasyni,
Kela, sem siðar vann alla sína starf-
sævi hjá Olíuverslun Ísland6 ásamt
Aðalsteini, en þeir Aðalsteinn og
Þorkell voru einu fastráðnu verka-
mennimir hjá Landsversluninni þar
til hún var lögð af.
„Landsverslunin," sagði Aðal-
steinn, „fékk til umráða stóra lóð
suður á Meium eins og það var þá
kallað og lét byggja þar stórt og
mikið port, sem gekk undir nafninu
„olíuportið" og stóð austanvert við
Suðurgötuna, beint á móti gömlu
SJÁ BLS. 81.